Morgunblaðið - 29.02.2020, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 29.02.2020, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. FEBRÚAR 2020 Klippt og beygt fyrirminni og stærri verk ÍSHELLU 1 | HAFNARFIRÐI | S. 534 1500 | KAMBSTAL.IS GIMLI fasteignasala / Grensásvegi 13, 108 Rvk. / s 570 4800 / gimli@gimli.is www.gimli.is Mikil sala! Góður sölutími framundan. Óskum eftir öllum tegundum eigna á skrá. Borgarráð hefur samþykkt ósk borgarlögmanns um að kaupa sum- arhús á lóðinni Látalæti í landi Varmadals á Kjalarnesi. Kaupverðið er 4,5 milljónir og fylgja lóðarréttindi, fylgifé og allur gróður með í kaupunum. Fram kemur í greinargerð að sumarhúsið sé 35 fermetrar, byggt árið 1939. Því hafi verið vel við haldið og lóðin sé falleg og afar vel gróin. Eigandinn hafi óskað eftir því að borgin leysti til sín eignina. Þá kemur fram að árið 2015 hafi Reykjavíkurborg fest kaup á 165 hektara svæði á jörðinni Varmadal. Í nágrenninu er athafnasvæðið á Esjumelum. sisi@mbl.is Reykjavíkurborg kaupir hús á Látalæti VIÐTAL Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Ísland hefur og mun áfram gegna lykilhlutverki í vörnum Atlantshafs- bandalagsins í Norðurhöfum, þó að hlutverk landsins muni breytast frá því sem var í kalda stríðinu. Þetta segir bandaríski flota- og herfræð- ingurinn Magnus Nordenman, en hann flutti fyrirlestur á vegum Varð- bergs í sal Þjóðminjasafnsins á fimmtudaginn var. Erindi Norden- mans byggðist að hans sögn á bók hans The New Battle for the Atlantic eða hin nýja orrusta um Atlantshafið. Nordenman segir titilinn vísa í þær þrjár „orrustur“ sem voru háðar á Atlantshafi á 20. öld, í fyrri og seinni heimsstyrjöld og svo á milli risaveldanna í kalda stríðinu. „Og með breyttu öryggisumhverfi Evr- ópu, þar sem Rússar sýna aftur af sér ýtni gagnvart ríkjum Atlants- hafsbandalagsins, er Norður- Atlantshaf aftur að breytast í þessa brú sem bandalagið þarf til þess að koma herafla yfir til Evrópu.“ Nordenman bendir á að Ísland hafi gegnt lykilhlutverki í seinni tveimur „orrustunum“ um Atlantshafið, en hann sér aðspurður ekki fyrir sér til dæmis að hér muni þurfa að koma upp á ný varnarstöðvum fyrir erlend- an herafla líkt og í kalda stríðinu. Geta Rússa mun meiri en þá Ein ástæðan fyrir því er sú að mati Nordenmans, að grundvallarmunur er á hernaðargetu rússneska flotans og þess sovéska. Rússneski flotinn sé mun minni en sovéski norðurhafsflot- inn, en á sama tíma búi hann yfir mun meiri getu, sem meðal annars felist í langdrægum stýriflaugum. Nordenman bendir á að Rússar hafi beitt slíkum flaugum í Sýrlandi, skot- ið frá bæði kafbátum og skipum. Þá sé nú hægt að hitta skotmörk í allri Norður-Evrópu frá svæðum í Norður-Atlantshafi sem séu vel fyrir norðan endimörk GIUK-hliðsins. Orrustan um Atlantshafið yrði því háð mun norðar en ef stríð hefði brot- ist út í kalda stríðinu, og hlutverk Ís- lands yrði því ekki lengur að vera hlekkurinn í framvörnum bandalags- ins líkt og þá, heldur meira sem stuðningsaðili við aðgerðir sem háðar yrðu norðar í höfum. Varast að ofmeta hættuna Umræður um varnarmál fara oft að snúast um það sem geti gerst í versta falli. Nordenman segir að- spurður að formúlan sem farið er eft- ir þegar hætta við öryggi er metin sé hvort annað ríki hafi bæði vilja og getu til þess að ógna öryggi. „Það er augljóslega meiri list en vísindi sem liggur að baki slíku mati, og ég tel að við ættum alls ekki að gera of mikið úr hættunni. Eins og ég benti á er floti Rússa ekki sá sami og Sovét- menn höfðu í kalda stríðinu, hann er mun minni, en á sama tíma með mun meiri getu en sovéski norðurflotinn. En á sama tíma hefur umhverfið breyst. Hættan á stórveldastríði í Evrópu er ekki lengur núll, líkt og flestir hefðu sagt fyrir árið 2014.“ – Hvernig er þá hægt að ná þeim líkum aftur niður í núll, sér í lagi meðan ástandið á Krímskaga helst óbreytt? „Því miður virðist sem Vest- urveldin eigi í ósættanlegum ágrein- ingi við Rússa. Ég tel litlar líkur á að hægt verði að komast að sameigin- legum skilningi við þá, þannig að í staðinn þurfum við að einbeita okkur að fælingarmætti þar til stjórnmála- ástandið í Rússlandi breytist. Til að slíkur fælingarmáttur skili árangri þarf hann að vera nægur til að sýna Rússum að árás af þeirra hálfu myndi ekki skila þeim neinum ávinn- ingi og hluti af því er augljóslega að Atlantshafsbandalagið sýni að það sé með áætlanir og getu til þess að halda Norður-Atlantshafi.“ Ný vídd með tilkomu Kína Talið berst að hinni nýju stöðu á norðurslóðum og aukinni samkeppni þar um náttúruauðlindir, sem ríki eins og Kína hafa sýnt vilja á að taka þátt í. Nordenman segir nýja vídd hafa opnast í þeirri stöðu. „Oft hefur verið barist um Atlantshafið, en til þessa hafa ríkin sem þar hafa átt í hlut öll verið Atlantshafsríki með ein- um eða öðrum hætti. Nú er í fyrsta sinn sú staða, þar sem ríki sem ekki getur talist Atlantshafsríki er að keppa um völd og ítök þar. Ég er alls ekki að segja að Vesturveldin muni berjast við Kínverja í Atlantshafi, en á sama tíma þurfum við að hafa í huga að nú er annað stórveldi, utan Atlantshafsins, sem er að sýna áhuga á málefnum þess.“ Nordenman bætir við að Banda- ríkjamenn hafi verið seinir til að átta sig á þessari nýju stöðu á norður- slóðum, sem meðal annars stafi af því að fáir Bandaríkjamenn utan þeirra sem búa í Alaska átti sig á því að Bandaríkin séu heimskautaríki. „Ef þú horfir á Kanada eða Noreg, þá er það hluti af heimsmynd þeirra að þau séu heimskautaríki, en það er ekki staðreyndin í Bandaríkjunum. Þau fóru því seint af stað, en eru nú þegar byrjuð að taka við sér.“ Stefna Bandaríkjanna skýr Nokkuð hefur verið gert úr skoð- anamun á milli stjórnvalda í Banda- ríkjunum og Evrópuríkja bandalags- ins á síðustu árum, sér í lagi eftir að Donald Trump settist í Hvíta húsið. Nordenman bendir á að samskipti á æðstu stöðum milli Bandaríkjanna og Evrópu hafi oft verið stormasöm, en þegar komi að sjálfu samstarfinu sé staðan oftast önnur. Þar hafi Bandaríkin ekki dregið af sér og verji nú um fimm milljörðum bandaríkja- dala í varnir Evrópu, innviði banda- lagsins, heræfingar og fleira. „Þann- ig að ef fjármögnun gefur vís- bendingu um stefnu, þá er stefna Bandaríkjanna gagnvart bandalag- inu mjög skýr.“ Á sama tíma hafa viðhorf Banda- ríkjamanna gagnvart því hverjir eigi að bera fjárhagslegu byrðarnar af vörnum bandalagsins nokkuð skerpst á síðustu árum. Nordenman bendir á að þessi viðhorf hafi alls ekki byrjað með kjöri Trumps, held- ur hafi t.d. bæði Obama og George W. Bush einnig haft orð á því að Evrópuríkin yrðu að gera meira. Hin aukna viðkvæmni Banda- ríkjamanna nú sé hins vegar sprott- in af þeirri staðreynd að þeir þurfi að keppa við stórveldi bæði á Atlants- hafi og Kyrrahafi og dreifa varnar- úrræðum sínum eftir því. Það sé því ekki bara Atlantshafsbandalagið, sem hafi þurft að svara þessum spurningum um hverjir eigi að borga fyrir hervernd Bandaríkjanna. Hafa margt fram að færa Nordenman segir aðspurður að Íslendingar hafi margt fram að færa innan bandalagsins. Meðal annars búum við sem þjóð yfir reynslu af ör- yggis- og varnarsamstarfi á Atlants- hafi sem brýnt sé að miðla áfram. „Þegar ég vann að bókinni heyrði ég því fleygt t.d. að um 80% af öllum sjóliðsforingjum Bandaríkjaflota og í hinum bandalagsríkjunum hefðu byrjað feril sinn eftir að kalda stríð- inu lauk. Þeir hafa því eytt tíma sín- um í Miðjarðarhafi, á Indlandshafi eða í Persaflóa, en ekki hér. Íslend- ingar geta því verið hugveita fyrir umræður Atlantshafsbandalagsins um varnir hér í norðurhöfum. Ísland er komið aftur í brenni- punktinn, og þó að margt hafi breyst á 21. öld er sumt óbreytt,“ segir Nordenman og vísar meðal annars í Winston Churchill. „Hann sagði í seinna stríði að enginn gæti unnið stríð á Atlantshafinu en það væri auðveldlega hægt að tapa þeim þar, og það er ennþá satt að mínu mati,“ segir Nordenman. Atlantshafs- bandalagið þurfi því að huga vel að vörnum sínum þar. Brýnt að sýna samtakamáttinn  Ísland gegnir enn mikilvægu hlutverki í vörnum Atlantshafsbandalagsins að mati herfræðingsins Magnus Nordenmans  Geta Rússa mun meiri en sovéska flotans  Stefna Bandaríkjanna skýr Morgunblaðið/RAX Varnarmál Magnus Nordenman segir Ísland áfram gegna lykilhlutverki í vörnum Norður-Atlantshafs, þótt það sé breytt frá tímum kalda stríðsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.