Morgunblaðið - 29.02.2020, Side 16

Morgunblaðið - 29.02.2020, Side 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. FEBRÚAR 2020 BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Fjárfestar hafa sett í sölu 35 íbúðir í Síðumúla 39. Um er að ræða fyrsta nýja íbúðarhúsið í endurnýjun Múla- hverfisins í Reykjavík. Verð íbúðanna er frá 32 til 59,9 milljónir króna en þær eru tveggja og þriggja herbergja. Íbúðirnar eru frá 44,7 fermetrum og upp í 91 fer- metra. Bílastæði í kjallara fylgja 13 íbúðum. Meðalstærð íbúðanna er 71 fer- metri og meðalverðið 48,34 milljónir. Meðalverð á fermetra er því um 680 þúsund. Íbúðir með bílastæðum eru dýrari sem hækkar meðalfermetra- verðið. Óvenjumikil lofthæð er í vestur- byggingunni. Loftin eru tekin niður í stofum og eru inndregin ljós með- fram veggjum. Margar íbúðanna hafa útbyggða glugga í stofu, ásamt svölum, sem hleypir inn birtu. Endurbyggt sem íbúðarhús Síðumúli 39 er fjögurra hæða lyftuhús á horni Fellsmúla og Síðu- múla. Vestari hluti byggingarinnar var áður atvinnuhúsnæði en hefur verið endurbyggður sem íbúðir. Á jarðhæð er atvinnuhúsnæði en þar er nú hárgreiðslustofan Unique hár og spa. Til austurs er svo nýbygging með 10 íbúðum. Á þaki nýbyggingarinnar verða stórar sameiginlegar svalir fyrir íbúa. Þaðan er ágætt útsýni austur að Bláfjöllum. Austan við nýbygg- inguna er Oddsson-hótelið en það hús var einnig endurgert og stækk- að. Á hótelinu eru 77 herbergi í tveimur byggingum. Garðar Hólm, löggiltur fast- eignasali hjá fasteignasölunni Trausta, segir staðsetninguna mjög góða. Fjöldi vinnustaða sé í nágrenn- inu og margvísleg þjónusta. Þá séu greiðar almenningssamgöngur í hverfinu. „Það er mikið atvinnulíf á svæðinu. Íbúðirnar henta því fólki vel sem sér hagræði í að búa nærri vinnustaðn- um. Þá erum við loksins að fá íbúðar- hús með lyftu á þetta svæði. Það seg- ir sitt um vinsældir hverfisins að hér skuli vera svo mikil eftirspurn eftir íbúðum á fjórðu hæð í lyftulausum húsum. Þetta er enda svo mið- svæðis,“ segir Garðar. Fyrstu íbúðirnar í Síðumúla 39 verða afhentar í byrjun apríl. Garðar B. Sigurjónsson, löggiltur fasteignasali hjá fasteignasölunni Trausta, segir íbúðirnar henta vel fyrstu kaupendum og þeim sem eru að kaupa sína aðra íbúð. Sérsmíðaðar innréttingar Þær afhendist fullbúnar með sér- smíðuðum innréttingum frá Formus/ Völke en án gólfefna í meginrými. Baðherbergi afhendist flísalögð og með skápum fyrir þvottavél og þurrkara. Með hliðsjón af staðsetn- ingu íbúðanna henti þær til dæmis þeim sem kjósa bíllausan lífsstíl. Húsið teiknaði Jakob Líndal, arki- tekt hjá Alark arkitektum, en innan- hússarkitekt var Hallgrímur Frið- geirsson hjá Studio H. Mynddyrasími fylgir öllum íbúð- um og er húsið klætt að utan með ál- plötum. Borgaryfirvöld hafa kynnt hug- myndir um uppbyggingu hundraða íbúða í Múlahverfinu. Sú uppbygging mun meðal annars fela í sér umbreytingu á skrifstofu- húsnæði í íbúðarhúsnæði. Nokkrum skrifstofuhúsum í hverfinu hefur ver- ið breytt í hótel en áform um fleiri hótel hafa verið sett til hliðar í bili. Þá er áformað að umbreyta Skeif- unni í íbúðarhverfi. Setja á sölu íbúðir í Síðumúla  Fjárfestar setja 35 íbúðir í Síðumúla 39 í sölu  Meðalverð íbúðanna er 48,34 milljónir króna  Fasteignasali segir um að ræða fyrsta lyftuhúsið í gamalgrónu hverfi sem hafi mikla þjónustu Síðumúli 39 Svalir snúa til suðurs. Frágangur utanhúss er langt kominn. Morgunblaðið/Eggert Horft til vesturs Þaksvalir eru ofan á nýbyggingunni fyrir íbúa hússins. Fasteignasalar Garðar B. Sigurjónsson, til vinstri, og Garðar Hólm. Mikil lofthæð Loft eru tekin niður í stofum og ljós eru meðfram veggjum. Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi Þær eru einfaldar í uppsetningu HAGBLIKK Ryðga ekki Brotna ekki Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt silfurgrátt og dökkgrátt Kjörstjórn Eflingar-stéttarfélags auglýsir framboðsfrest vegna kosningar hluta stjórnar félagsins fyrir kjörtímabilið 2020-2022. Að þessu sinni skal kjósa um formann, gjaldkera og 6 aðalmenn í stjórn til tveggja ára. Tillögur skulu vera um 8 stjórnarmenn til tveggja ára samkvæmt 10. gr. laga félagsins. Þá skal kjósa tvo skoðunarmenn reikninga fyrir kjörtímabilið og einn varamann. Listi uppstillingarnefndar og trúnaðarráðs liggur frammi á skrifstofu félagsins frá og með mánudeginum 2. mars 2020. Öðrum listum ber að skila á skrifstofu félagsins fyrir kl. 16.00 föstudaginn 6. mars nk. Fylgja skulu meðmæli 120 félagsmanna. Kjörstjórn Eflingar-stéttarfélags EFLING-stéttarfélag auglýsir FRAMBOÐSFREST

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.