Morgunblaðið - 29.02.2020, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 29.02.2020, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. FEBRÚAR 2020 ✝ Erling Sören-sen fæddist á Ísafirði 24. sept. 1929. Hann lést 19. febrúar 2020 á hjúkrunarheim- ilinu Eyri á Ísa- firði. Foreldrar hans voru Arne Sörensen úrsmið- ur, fæddur 5. des. 1899, dáinn 21. janúar 1973, og Sigríður Árnadóttir, fædd 2. feb. 1906, dáin 9. apríl 1977. Systkini Erlings eru Jens Christian Sörensen, fæddur 21. nóv. 1932, Sólveig Sörensen, fædd 24. des. 1934, Erna Sören- sen, fædd 14. okt. 1936, Árni Sörensen, fæddur 1. apríl 1947. 3. nóv. 1950 giftist Erling Arn- sem loftskeytamaður og símrit- ari á loftskeytastöðinni á Ísa- firði. Á árunum 1957 til 1961 byggði Erling hús fyrir fjöl- skylduna á Engjavegi 25 með- fram starfi sínu á loftskeyta- stöðinni. Erling og Arnfríður bjuggu á Engjaveginum til árs- ins 2013 en þá fluttu þau á Hlíf 2. Árið 1975 tekur hann við starfi umdæmisstjóra Pósts og síma og er í því starfi til ársins 1996, þá 66 ára gamall. Hann starfar síðan við tónlistaskól- ann á Ísafirði til ársins 2000. Erling starfaði við tónlistar- kennslu meðfram aðalstarfi lengst af sinni starfsævi. Einn- ig spilaði hann og söng með Lúðrasveit Ísafjarðar, Kamm- ersveit Vestfjarða, kalakórnum Erni, Sunnukórnum og kirkju- kór Ísafjarðarkirkju. Útför Erlings verður frá Ísa- fjarðarkirkju í dag, 29. janúar 2020, klukkan 14. fríði V. Hermanns- dóttur frá Skálavík í Mjóafirði. Börn Erlings og Arn- fríðar eru Sigríður Svanhildur Sören- sen, fædd 29. ágúst 1951, gift Unnari Þór Jensen, Sveinn Hermann Sören- sen, fæddur 5. febr- úar 1955, giftur Guðbjörgu Jóns- dóttur, Árni Sörensen, fæddur 9. júní 1957, giftur Guðnýju Snorradóttur. Hrafnhildur Sörensen, fædd 26. janúar 1965, gift Gesti Ívari Elíassyni. Barnabörnin eru 12, barna- barnabörnin 19 og barnabarna- barnabörnin 3. Erling lærði til loftskeytamanns og starfaði Mín fyrsta minning er frá því daginn sem við fluttum á Engja- veg 25, þá var ég 4 ára. Ég man að ég sat á pallinum á vörubílnum hjá Jónasi Guðbjörns, mági pabba sem flutti fyrir okkur búslóðina frá Aðalstræti 22 og upp á Engja- veg. Pabbi hafði verið að byggja húsið sjálfur í frítíma sínum frá því árið sem ég fæddist 1957 og til ársins 1961. Pabbi vann á vöktum á loftskeytastöðinni á þessum ár- um og var ekki mikið heima og uppeldið lenti mest á mömmu. Ein af æskuminningunum var þegar ég fór með pabba um helg- ar að heimsækja afa og ömmu í Odda og margar helgarnar fórum við með þeim í sumarbústaðinn inni í skógi þar sem afi og amma höfðu byggt lítið hús og gróður- sett mikið af alls konar trjám og runnum. Einnig voru þau með matjurtagarð þarna og bestar fannst mér radísurnar hennar ömmu. Oftar en ekki voru systk- inabörn pabba og systur hans þarna líka og oft mikið fjör. Ég man að við fórum líka öll í berja- mó út í Múla með ömmu. Pabbi var mikill grúskari, hann var t.d. sjálflærður í músík, lærði sjálfur nótur og hann byrjaði sinn tón- listarferil á mandólín sem er enn til og fór síðan yfir í þverflautu. Pabbi spilaði með Lúðrasveit Ísa- fjarðar meðan hún var og hét. Pabbi kenndi líka lengi við Tón- listarskólann á Ísafirði og kenndi nemendum sínum þá heima. Hann var líka í kórum. Einu sinni fór hann að stunda jóga, hafði keypt kennslubók og fór að stunda þetta einn inni í herbergi, ekki man ég hversu lengi hann stundaði þessar jógaæfingar sín- ar. Þegar ég var að alast upp áttu pabbi og mamma ekki bíl, það er ekki fyrr en ég kemst á unglings- ár að þau eignast bíl og fyrstu bíl- arnir voru VW-bjalla. Pabbi færði sig síðan yfir í Toyota og var eftir það alltaf á Toyota-bílum, þeir voru bestir, sagði hann. Pabbi var alltaf kletturinn í fjölskyldunni, hann kunni að leysa flest mál og það voru margir sem leituðu til hans og alltaf tókst honum að greiða úr öllu. Pabbi hefur reynst mér og minni fjölskyldu vel, ég hef alltaf getað leitað til hans ef eitthvað hefur bjátað á og alltaf tók hann manni vel. Pabbi átti mjög auðvelt með að tileinka sér nýjungar og hann grúskaði mikið í tölvunni og hann las mikið, hann las bækur á ensku, dönsku og eitthvað á þýsku, hann hafði lært eitthvað í þýsku líka þegar hann vann á loftskeytastöðinni, hann þurfti að vera í samskiptum við enska og þýska togara á þeim ár- um. Ég man að í brælum var mik- ið af erlendum togurum í höfninni á Ísafirði. Pabbi var orðinn léleg- ur til heilsunnar síðustu árin, það var honum erfitt, sjónin var orðin léleg og hann gat ekki lengur lesið eða verið í tölvu. Pabbi var búinn að eiga gott líf og veikindin sem drógu hann til dauða stóðu stutt. Hann fékk hægt andlát, mikil værð yfir honum. Elsku pabbi, takk fyrir allt. Þinn sonur, Árni Sörensen. Það var í maí 1979 sem ég flutti til Ísafjarðar með Árna mínum og bjuggum við á heimili foreldra hans á Engjavegi 25 fyrstu mán- uðina okkar saman. Erling Sörensen, tengdaföður minn, hitti ég þá fyrsta sinni. Ég upplifði strax hversu sterkan per- sónuleika hann hafði að geyma. Eftir að við Árni keyptum okk- ur íbúð varð það fastur liður að fara í kaffi á Engjaveginn á sunnudögum. Þá voru yfirleitt fleiri systkini í hópnum og mikið líf og fjör. Það var alltaf svo gott að koma á heimili þeirra tengda- foreldra minna. Allt svo fínt hjá þeim, látlaust, einfalt, smekklegt og þægilegt. Það var engin óregla á hlutunum hjá þeim, allt í röð og reglu. Erling var natinn við heim- ilisstörfin, hjálpaði til við alla hluti og þau Adda voru sem eitt hvað það snertir. Erling var greindur maður og mikill grúskari. Hann var fljótur að tileinka sér nýjung- ar svo sem tölvutæknina og var meðal annars á þeim tíma að læra spænsku á netinu en talaði líka ensku og dönsku og gat bjargað sér í þýsku. Við Erling áttum það sameiginlegt að hafa unun af tón- list. Honum fannst mikið til þess koma að unga tengdadóttirin hafði sungið með blönduðum kór og kirkjukór, en Erling á tuga ára farsælan feril í tónlist, kórum, kammersveit, lúðrasveit og fleira auk þess sem hann tók nemendur heim til sín og kenndi þeim á þverflautu og blokkflautu. Hann var sjálfmenntaður á hljóðfæri og þverflautan var hans sérgrein. Þegar ég hugsa til baka koma orðin nægjusemi og jafnaðargeð upp í hugann um það sem ein- kenndi Erling, það var ekkert bruðl, engin yfirborðsmennska, það var ekki gasprað um hluti, allt sagt og metið af yfirvegun og skynsemi. Erling fannst gott að vera einn og hafði alltaf nóg að gera við tónlist, lestur bóka, grúska í tölvunni og einnig spilaði hann golf. Hann var frímúrari og setti sig ofur vel inn í allt það sem hann tók sér fyrir hendur. Hann var stoð og stytta fjölskyldunnar og gott til hans að leita með allt sem upp á kom. Hann var stoltur af hópnum sínum og fylgdist vel með barnabörnunum vaxa úr grasi. Árið 1988 fluttum við Árni til Reykjavíkur og minnkaði þá sambandið eins og gengur. Alltaf var þó jafn gott að koma á Engja- veginn í heimsóknum okkar vest- ur. Árið 2013 fluttu þau Adda og Erling á Hlíf 2 í íbúð fyrir aldraða. Það var mikill léttir fyrir þau að losna við umhirðu húss og lóðar en að sama skapi söknuður að fara úr húsinu sem hann byggði sjálfur fyrir fjölskylduna og hafði búið í síðan 1961. Genginn er góður maður, mað- ur sem náði tæpum 70 árum í hjónabandi með Öddu sinni. Elsku Adda, nú hefur Erling fengið hvíldina, sáttur við guð og menn. Elsku Hrafnhildur og Gestur, takk innilega fyrir ykkar miklu umönnun, ég votta ykkur og öllum aðstandendum innilega samúð. Minning um góðan mann lifir. Hvíl í friði, elsku Erling. Þín tengdadóttir, Guðný Snorradóttir. Erling bróðir okkar var ljúfur og dagfarsprúður maður. Hann naut virðingar samferða- og sam- starfsfólk síns. Strax á ungum aldri heillaðist hann af tónlist, við munum hann með eyrað við út- varpið þegar flutt var klassísk tónlist sem hann mátti ekki missa af. Tónlist var hans áhugamál alla tíð, hann lék á mandólín og síðar á þverflautu, hann kenndi við Tón- listarskóla Ísafjarðar, stjórnaði lúðrasveit, söng í Karlakór Ísa- fjarðar og Sunnukórnum. Hann las mikið sem unglingur og þá gjarnan bækur fyrir full- orðna og var mikið spjallað um þær, enda áhugi á bókum mikill á okkar heimili. Hann var virkur í skátafélaginu Einherja og á full- orðinsárum þátttakandi í Frímúr- arareglunni á Ísafirði. Erling starfaði hjá Pósti og síma eftir að hann hafði lokið prófi frá Loftskeytaskóla Íslands. Hann var lengi umdæmisstjóri Pósts og síma á Vestfjörðum, var hann vel liðinn og virtur af sam- starfsfólki sínu. Erling sýndi mikinn dugnað þegar hann byggði hús fjölskyld- unnar á Engjavegi 25. Hann hafði ekki mikið stundað erfiðisvinnu fram að þessu og dáðumst við að dugnaði hans og elju við byggingu þessa myndarlega húss. Sælureitur fjölskyldunnar var inni í Skógi, þar sem foreldrar okkar höfðu byggt sumarhús og ræktað fallegan garð. Um helgar og á góðviðrisdögum safnaðist öll fjölskyldan þar saman, eigum við margar góðar minningar um Er- ling og Öddu þar með börnin sín fjögur, þar var oft mikið fjör þeg- ar öll barnabörnin voru þar sam- ankomin. Erling gat með stolti sagt við okkur systkinin Aldrei fór ég suð- ur, en hann var sá eini af okkur sem hélt tryggð við heimahagana, stoltur Ísfirðingur alla tíð og lét okkur gjarnan heyra það hvað það væri mikið betra að búa fyrir vestan en í Reykjavík. Erling hafði lengi glímt við veikindi og voru síðustu ár honum oft erfið. Við systkinin minnumst hans sem góðs bróður. Við sendum Öddu og fjölskyldu samúðarkveðjur. Jens, Sólveig, Erna og Árni. Í dag verður kær vinur og sam- starfsmaður, Erling Sörensen, kvaddur í hinsta sinn frá Ísafjarð- arkirkju. Erling kom snemma við sögu í tónlistarlífi Ísfirðinga og Tónlist- arskóla Ísafjarðar. Mér er ekki kunnugt um hvernig hann komst fyrst í tæri við þverflautu sem var hans aðalhljóðfæri, en það hefur verið nokkuð snemma því hann var farinn að kenna á flautu við skólann árið 1964. Þá sótti ég undirrituð einmitt tíma hjá hon- um í einn vetur og tók strax ást- fóstri við þetta yndislega hljóð- færi. Þegar við Jónas fluttumst til Ísafjarðar sótti hann tíma hjá Jónasi og úr varð samstarf og vin- átta sem hélst alla tíð og aldrei bar skugga á. Erling kenndi í mörg ár við skólann, reyndar með talsverðum hléum vegna anna við aðalstarf sitt hjá Símanum. Hann var ákaflega natinn, vandaður og samviskusamur kennari og vin- sæll meðal nemenda sinna. Hann var glúrinn að finna skemmtileg lög til æfinga og átti mjög gott nótnabókasafn sem hann færði skólanum að gjöf fyrir nokkrum árum. Erling var einstaklega lip- ur og þægilegur í viðmóti og naut virðingar og vinsælda meðal allra starfsmanna skólans. Hann tók líka virkan þátt í tónlistarlífinu, lék með Kammersveit Vestfjarða sem var starfandi á Ísafirði á 8. og 9. áratug síðustu aldar, tók þátt í kennaratónleikum og kom fram á ótal tónlistarviðburðum á Ísafirði. Erling var félagi í lúðrasveitum og mörgum kórum bæjarins, en tók helst ekki þátt nema tónlistin sem æfð var félli að hans smekk. Hann hlýddi mikið á tónlist og var mikill fagurkeri, einkum voru í uppáhaldi sígild barokkverk og tók hann þátt í flutningi margra slíkra verka fyrir vestan. Ég sendi Öddu og afkomend- um Erlings innilegar samúðar- kveðjur, um leið og ég þakka fyrir hið mikla framlag hans til tónlist- arlífsins og tónlistaruppeldis á Ísafirði. Blessuð sé minning hans. Sigríður Ragnarsdóttir, fv. skólastjóri Tónlistarskóla Ísafjarðar. Erling Sörensen Sálm. 10.14 biblian.is Þú gefur gaum að mæðu og böli og tekur það í hönd þér. Hinn bágstaddi felur þér málefni sitt, þér sem hjálpar munaðarlausum. Elsku pabbi, fósturpabbi, tengdapabbi, afi og langafi, GARÐAR INGVARSSON hagfræðingur, Suðurlandsbraut 70A, Reykjavík, lést þriðjudaginn 25. febrúar á Landspítalanum í Fossvogi. Útförin fer fram frá Hallgrímskirkju þriðjudaginn 10. mars klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast Garðars bendum við á SOS Barnaþorp Karen, Sigríður Anna, Ingvar og Ingibjörg Elísabet Garðarsbörn tengdabörn, fósturbörn, barnabörn og barnabarnabörn Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GÍSLI EYJÓLFSSON húsasmíðameistari, Kristnibraut 2, lést á Landspítalanum við Hringbraut 25. febrúar. Sigríður Ragnheiður Guðnadóttir Elísabet Gísladóttir Arnór Valdimarsson Sigríður Gísladóttir Gísli Ólafsson Eyjólfur Gíslason Þórey Guðlaugsdóttir barnabörn, makar þeirra og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARÍA INGVARSDÓTTIR, lést á heimili sínu í Seljahlíð 15. febrúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Ragnar M. Halldórsson María Jórunn Þráinsdóttir Ragnar Frímann Ragnarsson Hulda Helga Þráinsdóttir Sigþór Árnason barnabörn og barnabarnabarn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGIBJÖRG HÓLM VIGFÚSDÓTTIR, Grundarstíg 9, Sauðárkróki, verður jarðsungin frá Sauðárkrókskirkju föstudaginn 6. mars klukkan 14. Ásta Einarsdóttir Guðmundur Valdimarsson Jóhannes Jóhannesson Sveinfríður Jónsdóttir Jenný Inga Eiðsdóttir Sigurður Gunnlaugsson Ágúst Brynjar Eiðsson barnabörn og langömmubörn Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, FRÍÐUR JÓNSDÓTTIR, Kríulandi 8, Garði, lést á Torrevieja á Spáni sunnudaginn 23. febrúar. Útförin verður auglýst síðar. Auðunn Karlsson Sigurjón Haraldsson Guðný Anna Annasdóttir Bjarni Auðunsson Sigurrós Jónasdóttir og aðrir aðstandendur Ástkær eiginmaður minn, THOR B. EGGERTSSON rafeindavirki, Sóleyjarima 15, Reykjavík, lést á Landspítala við Hringbraut 22. febrúar. Útför fer fram frá Háteigskirkju fimmtudaginn 5. mars klukkan 13. Fyrir hönd aðstandenda, Margrét Skarphéðinsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.