Morgunblaðið - 29.02.2020, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.02.2020, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. FEBRÚAR 2020 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Seltjarnarnesbær þarf að „leið- rétta“ rekstur sinn um 200-300 milljónir króna, að sögn Magnúsar Arnar Guðmundssonar, formanns bæjarráðs og forseta bæjarstjórnar. Verið er að vinna úr rekstrarúttekt sem Haraldur Líndal Haraldsson hagfræðingur vann fyrir bæinn en engar ákvarðanir hafa verið teknar um niðurskurð eða aukningu tekna, að sögn Magnúsar. Í skýrslu Haraldar sem kynnt hefur verið á íbúafundi eru 66 til- lögur ásamt ábendingum um það sem talið er sérstaklega vert að skoða í stjórnsýslu, rekstri og fjár- málum bæjarins. Bæjarstjórn sam- þykkti fyrr í mánuðinum að fela bæjarstjóra að vinna aðgerðar- áætlun um framgang einstakra til- lagna og fylgja eftir ábendingum úr skýrslunni. Bæjarstjórn samþykkti fyrir rúmri viku nýtt skipurit yfirstjórnar sveitarfélagsins sem tekur formlega gildi nú um mánaðamótin. Í því er rekstri og stjórnsýslu skipt upp í fjögur svið, eins og Haraldur lagði til, en þau hafa verið sex eða sjö, eft- ir því hvernig á málið er litið. Á hverju sviði verður einn sviðsstjóri sem ber ábyrgð gagnvart bæjar- stjóra á öllum málaflokkum sem undir sviðið heyra. Verkefni félagsþjónustu og fræðslumála verða á nýju sviði, fjöl- skyldusviði. Þá verða verkefni fram- kvæmdasviðs, skipulags- og bygg- ingarsviðs á skipulags- og umhverfissviði. Þá verða tvö stoð- svið, þjónustu- og samskiptasvið og fjármálasvið. Æskulýðsfulltrúi segir upp Magnús Örn tekur fram skipulag- ið sé eina breytingin sem ákveðin hafi verið. Unnið sé að útfærslu ann- arra tillagna. Áður en þessar hugmyndir voru kynntar sagði forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar Selsins upp og fór til annarra starfa. Magnús segir að á meðan unnið sé úr til- lögum úr skýrslu Haraldar sé ráðn- ingarbann hjá bænum og ákveðið hafi verið að fresta því að ráða for- stöðumann Selsins. Meðal annars verði kannað hvort þörf sé á fullu starfi. Í kjölfarið sagði æskulýðs- fulltrúi bæjarins, yfirmaður starf- seminnar í Selinu, upp störfum. Í bókun sem Guðmundur Ari Sig- urjónsson, bæjarfulltrúi Samfylk- ingarinnar, gerði á síðasta bæjar- stjórnarfundi skorar hann á bæjar- stjóra að falla frá niðurskurðar- hugmyndum í æskulýðsmálum og geri tilraun til að fá fráfarandi fag- fólk til að draga uppsagnarbréf sín til baka. Magnús Örn segir leiðinlegt að þetta sé túlkað sem niðurskurður í æskulýðsmálum og ítrekar að engar ákvarðanir hafi verið teknar um nið- urskurð í þeim málaflokki eða öðr- um. Þjónustan er dýr Spurður um skýringar á rekstrar- vanda bæjarins segir Magnús Örn að hann sé að hluta til uppsafnað vandamál. Seltjarnarnesbær veiti mjög góða þjónustu, í mörgum til- vikum umfram það sem honum ber skylda til. Nefnir að skólarnir séu dýr málaflokkur og kostnaður við málefni fatlaðra hafi verið að aukast. Þá segir hann að alls konar bak- reikningar frá byggðasamlögum sem bærinn á aðild að séu að berast og laun starfsmanna að hækka. Enn- fremur séu mikil áform um upp- byggingu almenningssamgangna hjá sveitarfélögunum sem lítið hafi verið hugsað um hvernig eigi að fjár- magna. Magnús segir aðspurður að hækk- un útsvarshlutfalls gæti skilað bæn- um 150 milljónum króna. Meðaltekjur íbúa á Seltjarnarnesi eru háar og þótt heimild til álagn- ingar útsvars sé ekki nýtt til fulls er útsvar bæjarins í krónutölu á hvern íbúa með því hæsta sem þekkist. „Við höfum komist upp með þennan mikla kostnað vegna þess að launa- hækkanir hafa skilað sér í auknum útsvarstekjum. Það skilar sér ekki nú. Við erum með einn minnsta vöxt allra sveitarfélaga í tekjum af út- svari,“ segir Magnús og ítrekar að draga þurfi úr útgjöldum bæjarins. Loka þarf 200-300 milljóna gati  Bæjarstjórn Seltjarnarness vinnur úr tillögum um sparnað í rekstri  Nýtt stjórnskipulag innleitt Morgunblaðið/Golli Seltjarnarnes Bæjarstjórn hefur til umfjöllunar tillögur rekstrarráðgjafa um sparnað í rekstri bæjarfélagsins. Aðgerðir eru væntanlegar. Magnús Örn Guðmundsson Guðmundur Ari Sigurjónsson Ingimar Ingimarsson, organisti á Reykhólum, sem verið hefur oddviti Reykhólahrepps frá því eftir síðustu sveitarstjórnarkosningar, hefur sagt af sér. Árný Huld Haraldsdóttir, bóndi á Bakka í Geiradal, var í kjöl- farið kosin nýr oddviti og var kjör hennar einróma. Ingimar skýrði afsögn sína með ítarlegri bókun á fundi sveitarstjórn- ar í vikunni. Þar kom fram að ágrein- ingur um lagningu Vestfjarðavegar varð til þess að hann tók þessa ákvörðun. Ingimar barðist fyrir því að vegurinn yrði lagður á brú utar- lega á Þorskafirði enda myndi sú leið tengja þorpið á Reykhólum betur við þjóðvegakerfið. Meirihluti sveitar- stjórnar valdi leiðina sem Vegagerð- in óskaði eftir og fer meðal annars um Teigsskóg. Ekki sætt sem oddvita Taldi Ingimar að eftir þetta væri sér ekki sætt sem oddvita enda þurfi oddviti að koma fram fyrir hönd sveitarfélagsins, leiða og fram- kvæma ákvarðanir sveitarstjórnar. „Ég tel mig ekki geta komið fram fyrir hönd sveitarstjórnar þegar kemur að Þ-H-leið þar sem ég gat ekki stutt ákvörðun sveitarstjórnar um að velja þá leið. Það er því eðli- legt að kosinn verði nýr oddviti sem styður og getur framfylgt ákvörðun- um sveitarstjórnar í þessu stærsta máli okkar,“ bókaði Ingimar. Hann situr áfram í sveitarstjórn og var kosinn varaoddviti og studdu allir hreppsnefndarmenn það. „Enda var ég kosinn af íbúum Reykhóla- hepps til að verja hagsmuni Reyk- hólahrepps og það mun ég gera hér eftir sem hingað til,“ sagði hann. helgi@mbl.is Nýr oddviti Reykhólahrepps  Ingimar sagði af sér vegna vegamála Morgunblaðið/Sigurður Bogi Fyrrverandi Ingimar Ingimarsson er hættur sem oddviti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.