Morgunblaðið - 29.02.2020, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.02.2020, Blaðsíða 18
ÚR BÆJARLÍFINU Óli Már Aronsson Hellu Fimleikadeild Ungmennafélags- ins Heklu er með öflugt starf í öllum aldursflokkum og eru um 140 börn og unglingar úr héraðinu sem æfa reglulega. Þau koma frá skólum og leikskólum á Hellu, Hvolsvelli og Laugalandi. Hópur þeirra elstu sem eru frá 12-16 ára hafa náð góðum ár- angri undanfarið í keppnum og sýn- ingum. Þau fóru til Svíþjóðar sl. haust og dvöldu þar í æfingabúðum í eina viku. Ungmennafélagið Hekla heldur uppi ötulu starfi í mörgum íþróttagreinum.    Flugbjörgunarsveitin á Hellu hefur átt annríkt undanfarna mán- uði, líkt og aðrar björgunarsveitir á landinu. Farið hefur verið í nokkra tugi útkalla síðan í október og má nefna að 35 verkbeiðnum var sinnt þann 14. febrúar sl. þegar veðrið var sem verst hér um slóðir. Í fyrradag var sveitin kölluð út vegna ófærðar og erfiðleika austan Þjórsár. Öflugt starf er hjá sveitinni og að sögn Erlu S. Sigurðardóttur formanns eru núna 40-50 manns á útkallslista og um 20 manns í unglingadeild. Sveitin er vel búin tækjum, á einn snjóbíl og vöruflutningabíl sem fylgir honum, fimm snjósleða og Ford 350 sem fylgir þeim, sexhjól og Toyota Ta- coma-pallbíl, Unimog-torfærubíl og einn öflugan og mikið breyttan GMC, sem er nýttur í sjúkra- og fólksflutninga. Að lokum má nefna stjórnstöðvarbíl sem kom frá Flug- björgunarsveitinni í Reykjavík til varðveislu og notkunar hjá sveitinni á Hellu.    Fjáröflunarstarf hefur verið með svipuðum hætti hjá Flugbjörg- unarsveitinni undanfarin ár og er fyrsta torfærukeppni sumarsins sem haldin er í maí sú sem gefur drýgst- ar tekjur ár hvert. Þar á eftir kemur sala á neyðarkalli og sala á flug- eldum auk styrkja frá fyrirtækjum, félagasamtökum og einstaklingum. Torfærukeppnin í maí er fyrsta keppnin um Íslandsmeistaratitilinn ár hvert og hefur verið haldin síðan árið 1974. Þá má geta þess að undir lok síðasta árs var skrifað undir samning við sálfræðistofu þar sem félagar geta nýtt sér 1-5 sálfræði- tíma í boði FBSH.    Flugbjörgunarsveitin á Hellu er stofnuð rétt upp úr miðri síðustu öld og hefur því starfað í tæp 70 ár. Ákveðið var að stofna sveitina eftir að flugvélin Geysir fórst á Bárðar- bungu haustið 1950. Þá kom í ljós þörfin á að ávallt væru til staðar öfl- ugar björgunarsveitir, sem brugðist gætu við í erfiðum neyðartilfellum. Sveitin hét fyrst Flugbjörgunarsveit Rangæinga, en síðar var nafninu breytt. Fyrirmynd að stofnun sveit- arinnar var sótt til Reykjavíkur, en þar hafði þá nýlega verið stofnuð flugbjörgunarsveit. Flugbjörg- unarsveitirnar voru strax í byrjun sérhæfðar í björgun fólks úr flug- slysum, en hafa ávallt unnið jafn- hliða að öðrum björgunarstörfum. Sveitin á Hellu leggur sérstaka áherslu á þjálfun félaga í hálendis- og öræfaferðum, enda sinnir hún út- köllum á hálendinu oft á ári.    Landsmót hestamanna 2020 fer fram á félagssvæði Geysis á Gaddstaðaflötum við Hellu 6.-11. júlí. Fyrsta landsmótið var haldið á Þingvöllum árið 1950 og þar voru um 10 þúsund manns. Síðan voru mótin haldin á fjögurra ára fresti þar til ár- ið 1998, en þá var reglum breytt og mótin fóru fram á tveggja ára fresti eftir það. Þetta er sjötta landsmótið sem fer fram á Hellu. Aðsóknarmet var slegið á Gaddstaðaflötum árið 2008 þar sem hátt í 14.000 gestir, knapar, starfsmenn og sjálfboða- liðar komu saman. Landsmót hesta- manna hefur verið einn stærsti íþróttaviðburður landsins frá upp- hafi, enda er Landssamband hesta- mannafélaga þriðja stærsta sér- sambandið innan ÍSÍ, með rúmlega 11 þúsund félagsmenn. „Fótfráir Hellubúar“ nefnist gönguhópur á Hellu sem gengur á hverjum morgni um það bil 2,5 km vegalengd á þeim hraða sem hentar hverjum og einum. Lagt er af stað frá mótum Bogatúns og Þrúðvangs kl. 10:30 og gengið niður að Ytri- Rangá og meðfram henni og svo til baka. Einn hvatamanna í hópnum, Jón Ragnar Björnsson, segir að yfir- leitt sé fjöldi þeirra sem ganga milli 10 og 20 manns, misjafnt eftir dög- um. Allir eru hvattir til að mæta í gönguhópinn. Hópurinn efnir til við- burða af og til, t.d. var haldið þorra- blót nýlega, þar sem 19 manns gerðu sér glaðan dag.    Dynskálar 49 er stórt iðnaðar- húsnæði sem Bjarni R. Sverrisson byggði. Húsið er 580 fm að stærð og keyptu Brunavarnir Rangárvalla- sýslu 320 fm til framtíðarnota fyrir slökkvistöð. Stjórn BR kom saman til fundar 20.2. 2020 og undirritaði verksamning við Ingólf Rögnvalds- son frá Trésmiðju Ingólfs ehf. um 2. áfanga við byggingu nýrrar slökkvi- stöðvar á Hellu. Fyrirtæki Ingólfs átti lægsta tilboð í verkið samtals 32.585.507 kr. en kostnaðaráætlun verksins hljóðaði upp á 38.331.646 kr. Um er að ræða fullnaðarfrágang við framtíðar-slökkvistöð BR á Hellu. Á neðri hæð hússins verður tækjasalur auk snyrtiaðstöðu en á þeirri efri verður starfsmannarými auk skrifstofuaðstöðu. Heild- arverklok eru 15. maí 2020.    Ekki er fullfrágengið hvaða önnur starfsemi verður í húsinu, en þó hefur fyrirtækið Iceland Igloo Village leigt um 80 fm fyrir öku- tækjaleigu sem fyrirtækið hyggst starfrækja. Þess má geta að þetta er sama fyrirtæki og hefur verið umtal- að fyrir uppbyggingu að Leyni í Landsveit. Það fyrirtæki hefur jafn- framt fengið úthlutaðar 2 lóðir á Hellu. Bjarni R. Sverrisson hefur fengið úthlutaðar 2 lóðir við hlið Dynskála 49 og er með á teikniborð- inu 900-1.000 fermetra iðnaðarhús- næði þar. Morgunblaðið/Óli Már Aronsson Fimleikahópur Elsti hópurinn í fimleikadeild Ungmennafélagsins Heklu með þjálfara sínum, Erlu S. Sigurðardóttur, en um 140 æfa þar reglulega. Tugir útkalla hjá Flug- björgunarsveitinni á Hellu 18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. FEBRÚAR 2020 TILBOÐ 1.490 þús. staðgreitt FORD Galaxy Sjálfskiptur Ekinn 172 þús. Skoðaður 2021 Nýsmurður t um olíu á skiptingu redestein nagladekk Verð 1.790 þús. íma 615 8080 7 manna Diesel árg. 2011 Nýlega skip Glæný V Uppl. í s Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Vigdísi Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, hefur verið synjað um að fá afhent trúnaðarmerkt minnis- blað sem þáverandi borgarlögmaður ritaði í kjölfar kaupa Reykjavíkur- borgar á húsinu Hverfisgata 41 árið 2016 á 63 milljónir. Á fundi borgarráðs sl. fimmtudag var lagt fram svar Ebbu Schram borgarlögmanns vegna beiðni Vigdís- ar. Þar kemur fram að umbeðið minnisblað sé vinnugagn sem falli undir undanþáguákvæði upplýsinga- laga almennings og eðlilegt sé að trúnaður gildi um efni þess. Úrskurð- arnefnd upplýsingamála hafi árið 2018 staðfest synjun Reykjavíkur- borgar á beiðni um afhendingu þess. Sömuleiðis hafi héraðsdómur Reykjavíkur komist að sömu niður- stöðu við rekstur einkamáls fyrir dómstólnum. Ebba Schram bendir á að í fundar- sköpum borgarstjórnar frá 2019 sé borgarfulltrúum heimilt að kynna sér gögn sem eru undanþegin upplýs- ingarétti á skrifstofu borgarstjórnar. Hún áréttar að umrætt minnisblað sé ekki til afritunar, birtingar, deilingar eða dreifingar. Segir leyndarhyggju algera Vegna afgreiðslu borgarráðs lagði Vigdís Hauksdóttir fram eftirfarandi bókun: „Leyndarhyggjan er algjör hjá Reykjavíkurborg. Verið er að fela upplýsingar fyrir almenningi í for- dæmisgefandi máli hvað varðar breytingar á skipulagi og uppbygg- ingu á lóð. Þetta eru afleit vinnu- brögð og bent er á að stjórnvöld skýla sér oft á bakvið lagaákvæðið að ekki þurfi að birta „vinnugögn“. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins bókuðu að enn og aftur staðfestist að Reykjavíkurborg hefði farið illa með opinbert fé. Í þessu til- felli færu 63 milljónir í súginn fyrir ekkert. „Það er með ólíkindum að Reykjavíkurborg skuli fara svona með fjármuni þegar að viðhaldi hefur ekki verið sinnt og er grunnþjónustu illa sinnt á ýmsum sviðum.“ Í fundargerð borgarráðs frá því í fyrradag er ekki að finna frekari skýringar á því um hvað málið snýst. Hins vegar er fjallað um kaup borgarinnar á borgarráðsfundi 10. nóvember 2016. Samkvæmt fundar- gerð óskaði umhverfis- og skipulags- svið eftir að skrifstofa eigna og at- vinnuþróunar semdi við eigendur að Hverfisgötu 41 (Sjens ehf.) með það að markmiði að núverandi hús fengi að standa áfram á lóðinni og skipulagi yrði breytt þannig að byggingaréttur yrði felldur niður. Fyrir lægi sam- þykkt deiliskipulag sem heimilaði flutning á húsinu Hverfisgata 41 og uppbyggingu á lóðinni með bygging- arrétti fyrir um 800 fermetra. Nú lægi fyrir samkomulag við eigendur þar sem gert væri ráð fyrir að greidd- ar væru samtals kr. 63.000.000, fyrir útlagðan kostnað og byggingarrétt. Gert væri ráð fyrir deiliskipulaginu yrði breytt innan árs. Beiðni synjað um að fá minnisblað borgarlögmanns  Borgarfulltrúum var boðið að fá að skoða blaðið á skrifstofu borgarstjórnar Morgunblaðið/Árni Sæberg Hverfisgata 41 Minnisblað um kaupin á húsinu fæst ekki afhent.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.