Morgunblaðið - 07.03.2020, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 07.03.2020, Qupperneq 24
24 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MARS 2020 GIMLI fasteignasala / Grensásvegi 13, 108 Rvk. / s 570 4800 / gimli@gimli.is www.gimli.is Mikil sala! Góður sölutími framundan. Óskum eftir öllum tegundum eigna á skrá. Vatíkanið staðfestir smit  Meira en 100.000 manns í rúmlega 90 ríkjum hafa smitast af kórónuveirunni  Tilfellum fjölgað ört á síðustu dögum  Sóttkvínni í Hubei kann að ljúka brátt Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Stjórnvöld í Páfagarði staðfestu í gær að fyrsta tilfelli kórónuveiru- faraldursins hefði komið þar upp, en nú hafa rúmlega 100.000 manns í 91 ríki smitast af veirunni. Ákváðu yfirvöld þar að loka skrifstofum og grípa til annarra sóttvarna, en um 450 manns búa að jafnaði innan Vat- íkansins í Róm. Frans páfi ákvað í kjölfarið að senda frá sér samúðarkveðju til allra sem hefðu veikst af kórónu- veirunni, sem og þeirra heilbrigðis- starfsmanna sem nú væru að glíma við afleiðingar farsóttarinnar. Páfinn hefur sjálfur verið veikur undanfarna daga, en rannsóknir hafa staðfest að einungis var um kvef að ræða. Mikil aukning síðustu daga Stjórnvöld í Serbíu, Slóvakíu, Perú og Bútan tilkynntu einnig að þau hefðu orðið vör við kórónuveir- una innan landamæra sinna. Þá hafa rúmlega 3.400 manns látist af völd- um kórónuveirunnar. Kína hefur sem fyrr langflest til- felli sem og dauðsföll af völdum veir- unnar, en stjórnvöld þar segja sjúk- dóminn vera í rénun. Annars staðar hefur tilfellum fjölgað ört síðustu daga, meðal annars í Íran, sem til- kynnti um 1.234 ný tilfelli í gær. Þá hefur tilfellum einnig fjölgað ört á Ítalíu, en þar létust meira en hundr- að manns í vikunni af völdum veir- unnar. 49 létust þar í gær. Stjórnvöld í Suður-Kóreu til- kynntu sömuleiðis um fjölgun til- fella, en þar hafa nú rúmlega 6.300 smitast af veirunni og 42 látist. Stjórnvöld í Kína gáfu til kynna í gær að sóttkvíin í Hubei-héraði, sem náð hefur til um 56 milljóna manna, tæki brátt enda. Sóttkvíin var sett á í lok janúar, og hefur nýjum tilfell- um veirunnar fækkað mjög í Hubei- héraði sem og Wuhan-borg, þar sem faraldurinn kom fyrst upp. Hyggjast sum héruð í Kína opna skóla á ný í næstu viku. Aukin fjárveiting til sóttvarna Í Bandaríkjunum hafa rúmlega 200 smitast og 12 látist af völdum veirunnar. Donald Trump Banda- ríkjaforseti samþykkti í gær aukna fjárveitingu þingsins upp á 8,3 milljarða bandaríkjadala til þess að verjast kórónuveirunni. Þá heim- sótti Trump í gær miðstöð sótt- varna í Bandaríkjunum, CDC í Atl- anta, en heimsókn forsetans hafði áður verið frestað vegna gruns um kórónuveirusmit þar. Ákvörðunin um fjárveitinguna kom á sama tíma og um 3.500 far- þegar á skemmtiferðaskipinu Grand Princess, sem nú situr und- an ströndum San Francisco, biðu niðurstöðu prófa til að staðfesta hvort veiran hefði sýkt einhvern um borð, en ástæða þótti til að setja skipið í sóttkví eftir að tveir farþegar, sem ferðuðust með því í fyrri ferð, greindust með faraldur- inn. Trump hvatti einnig seðlabanka Bandaríkjanna til þess að lækka stýrivexti sína aftur, en banka- stjórn hans ákvað neyðarlækkun á þriðjudaginn vegna faraldursins, en verðbréfamarkaðurinn í Wall Street hefur fallið nokkuð á síðustu dögum. Sú þróun hélt áfram í gær, en Dow Jones-vísitalan lækkaði um 2,2% við opnun markaða vestan- hafs og NASDAQ féll um 2,8%. Fækka flugferðum sínum Áhrifa veirunnar verður einnig vart í ferðaþjónustu, en þýska flug- félagið Lufthansa tilkynnti í gær að það hygðist fækka ferðum sín- um um helming á næstu vikum til þess að mæta minnkaðri eftirspurn vegna faraldursins. Félagið hyggst ekki fljúga til Írans eða Kína fyrr en í apríl í fyrsta lagi, og ferðir þess til Ísraels féllu niður eftir að Ísr- aelsríki ákvað að banna komur er- lendra farþega frá fimm Evrópu- ríkjum fyrr í vikunni. Alþjóðaferðamálastofnunin, UNWTO, tilkynnti í gær að ferða- lögum milli landa myndi líklega fækka um 3% á milli ára á þessu ári vegna faraldursins, en fyrri spár höfðu gert ráð fyrir 3% aukningu á ferðalögum. Sagði í tilkynningu stofnunar- innar að á bilinu 30-50 milljarðar bandaríkjadala myndu tapast vegna fækkunarinnar. Áætlar stofnunin á þessari stundu að Asíu- og Kyrrahafsríki muni verða verst úti vegna fækkunar ferðalanga, en sagði hún jafnframt að of snemmt væri að spá um afleiðingar farald- ursins í öðrum heimshlutum. AFP Kórónuveira Suðurkóreskir hermenn sótthreinsa alþjóðaflugvöllinn í Daegu í gær, en Suður-Kórea hefur orðið illa fyrir barðinu á kórónuveirufaraldrinum. Rúmlega 6.300 tilfelli hafa nú komið upp þar í landi, flest í Daegu. Utanríkisráðherrar Evrópusam- bandsríkjanna 27 funduðu í gær í Zagreb, höfuðborg Króatíu, og ræddu þar sérstaklega nýtt vopna- hlé í sýrlenska borgarastríðinu, sem Rússar og Tyrkir komu á. Josep Borrell, utanríkismála- stjóri sambands- ins, sagðist ánægður með að náðst hefði sam- komulag um vopnahlé, en að það þyrfti að sjá til hvort það næði að halda. Kölluðu ráðherrarnir eftir því í ályktun fundarins að stríðandi fylk- ingar myndu leyfa meiri neyðar- aðstoð og hjálpargögnum að berast til þeirra, sem hafa orðið fyrir barðinu á átökum síðustu mánuði í Idlib-héraði, síðasta vígi uppreisnar- manna í Sýrlandi. Evrópusambandið hefur sam- þykkt neyðaraðstoð upp á 60 millj- ónir evra fyrir héraðið, en Borrell sagði að það væri auðveldara að veita fjármagn en að koma því á rétta staði, sér í lagi þegar aðstoðin fæli í sér að flytja vistir til stríðs- hrjáðra svæða um miðjan vetur. Opna ekki landamærin Í yfirlýsingu ráðherranna var einnig vikið sérstaklega að ástand- inu á landamærum Grikklands og Tyrklands, en þar hafa nú safnast saman fjölmargir sýrlenskir flótta- menn eftir að Tyrkir ákváðu að hindra ekki lengur för þeirra til Evr- ópu. Sögðu utanríkisráðherrarnir að þeir höfnuðu tilraunum Tyrklands til þess að beita þrýstingi með flótta- mönnum til þess að ná fram pólitísk- um markmiðum sínum. Sögðu ráðherrarnir að ólögleg för fólks yfir landamærin yrði ekki um- borin og að aðildarríkin myndu grípa til allra löglegra ráða. Vilja auka mannúðar- aðstoð Josep Borrell  ESB-ríkin funda um Sýrlandsstríðið sér að forseti landsins megi bara sitja í tvö kjörtímabil. „Það er ekki eins og ég vilji ekki vera lengur við völd, ég elska starfið mitt,“ sagði Pútín en bætti við að hann teldi það geta eyðilagt Rússland ef hann reyndi að fara á svig við landslög til þess að halda völdum. Vladimír Pútín Rússlandsforseti lýsti því yfir í gær að hann ætlaði sér ekki að reyna að framlengja valdatíma sinn eftir að núverandi kjörtímabili lyki. Pútín ákvað í janúar að leggja fram breytingar á stjórnarskrá Rússlands, sem fela meðal annars í Pútín hyggst ekki framlengja valdatímann RÚSSLAND

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.