Morgunblaðið - 07.03.2020, Síða 51

Morgunblaðið - 07.03.2020, Síða 51
MENNING 51 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MARS 2020 Hneykslismálið sem skókfréttastöðina Fox Newsárið 2016 er umfjöll-unarefni Bombshell, þegar upp komst um kynferðislega áreitni og ofbeldi stofnanda og stjónarformanns stöðvarinnar, Roger Ailes. Titill kvikmyndarinn- ar er tvíræður, vísar annars vegar til sprengjunnar sem málið var á sínum tíma og „kynbombanna“ sem Ailes áreitti, kvenkyns fréttaþula og kvenna sem við fyrstu sýn virð- ast allar mjög svipaðar útlits, með ljóst, axlarsítt hár, stífmálaðar og í þröngum, stuttum kjólum. Ailes ríkti yfir Fox News í 21 ár og lést ári eftir að hann var leystur með skömm frá störfum, 77 ára að aldri. Málið hófst með ákæru frétta- þularins Gretchen Carlson, sem leikin er af Nicole Kidman, á hend- ur Ailes en hún hafði þá verið lækk- uð í tign innan fyrirtækisins fyrir að láta ekki að vilja hans og á end- anum var henni sagt upp störfum. Hlaut Carlson 20 milljónir dollara frá Fox News í sátt sem gerð var í dómsmálinu og tók mikla áhættu með því að kæra Ailes þar sem hún var ein til vitnis um brot hans og átti við ofurefli að etja, valdamikla menn og moldríka. Kæran hafði sem betur fer þau áhrif að fleiri konur stigu fram og sökuðu Ailes um svipuð brot, áreitni og ofbeldi, þeirra á meðal fréttaþulurinn Megyn Kelly sem Charlize Theron leikur. Kelly hafði skömmu áður átt í stríði við Donald Trump sem þá var í forsetaframboði. Kelly hjólaði í Trump vegna niðrandi ummæla hans um konur og þá einkum á Twitter og uppskar fyrir svívirð- ingar Trump á sama miðli og nið- urlægjandi orð á borð við „bimbo“, eða „gæru“. Kelly var á þessum tíma einn þekktasti fréttamaður Fox News og hafði m.a. vakið at- hygli fyrir að halda því fram að Jesús hefði verið hvítur maður og söguleg persóna líkt og jólasveinn- inn. Allt þetta og meira til er rifjað upp í heldur ruglingslegri byrjun myndarinnar og virðist í fyrstu sem alla áherslu eigi að leggja á stríð Kelly og Trump. En líklega er til- gangur handritshöfundar og leik- stjóra að sýna stöðu Kelly áður en mál Ailes kom til sögunnar en hann krafðist afsökunarbeiðni frá Trump og kom því Kelly til varnar. Nokkrar sættir náðust á endanum þó enn hafi kraumað undir fyrir- litning Kelly á Trump og öfugt og eins og menn vita hefur Trump síð- ur en svo dregið úr höggum sínum og svívirðingum eftir að hann varð forseti. Gera má ráð fyrir að Kelly hafi þurft að hugsa sig tvisvar um áður en hún réðst til atlögu við næsta karlfausk og það sjálfan yfir- mann sinn, Ailes. Ailes, leikinn með tilþrifum af John Lithgow, misnot- aði vald sitt og lofaði fögrum frétta- konum stöðuhækkunum gegn því að þær sýndu honum „hollustu“ í verki. Mun hann hafa gantast oft með frasanum „to get ahead you’ve got to give head“, þ.e. ýjað að því að til að komast á framabraut þyrftu konur að veita karlkyns yfir- mönnum sínum munngælur. Konurnar voru margar sem Ailes beitti ofbeldi og er leikkonan Mar- got Robbie fulltrúi þeirra í mynd- inni. Robbie leikur skáldaða per- sónu, Katyu, sem dáir Fox News og trúir öllu því sem stöðin heldur fram að séu staðreyndir. Katyu dreymir um að verða fréttaþulur en hún starfar sem framleiðandi þátt- ar Carlson. Hún fær áheyrn hjá Ailes, sem biður hana um að lyfta upp kjólfaldinum þar til sést í nær- buxurnar. Ýjað er að frekari brot- um Ailes gagnvart þessari persónu í myndinni, þau eru ekki sýnd en fyrrnefnt atriði er sláandi og leikur Robbie og Lithgow mjög sannfær- andi. Til að gera langa sögu stutta enduðu mál þannig að Ailes lét af störfum en hefði gjarnan mátt fá harðari refsingu fyrir brot sín. Þessir sannsögulegu atburðir eru mjög áhugaverðir og mikilvægir en því miður er framsetningin á þeim í kvikmyndinni oft ruglingsleg. Viti áhorfandinn ekkert um málið er hætt við að hann botni ekkert í því hvað er að gerast í upphafi myndar og undarlegur útúrdúr í handritinu eyðileggur að hluta spennuna, ótrú- verðugt lesbískt samband Katyu við samstarfskonu sína sem virðist engum tilgangi þjóna. Leikurinn er líka brokkgengur, Theron heldur freðin í hlutverki Kelly sem stafar kannski af þeim mikla farða sem hún þurfti að bera í myndinni. Kannski gat hún ekki hreyft and- litsvöðvana, hver veit? Theron og Kidman eru mjög mikið farðaðar og andlitum þeirra hefur verið breytt þannig að þær virðast vera með breiðari kjálka og líkjast þær fyrir vikið töluvert konunum sem þær leika. Þessar útlitsbreytingar vekja of mikla athygli, að mínu mati, þar sem maður fer að velta fyrir sér hverju hafi verið breytt og hverju ekki en breytingarnar skipta svo á endanum litlu sem engu máli. Aðal- persónurnar eru ljóskur með föla húð og langa leggi, því er komið greinilega til skila og að Ailes hafi laðast að þess háttar konum. Kidman er öllu líflegri en Theron í sinni túlkun en Robbie ber af aðal- leikkonunum þremur. Af körlunum stelur Lithgow senunni og hefur miklum fjölda kílóa verið bætt á hann svo hann líkist Ailes eins mik- ið og kostur er. Kate McKinnon leikur samstarfskonu Katyu og virðist hlutverk hennar hafa verið skrifað til þess eins að sýna að sam- kynhneigðir væru ekki velkomnir hjá Fox News og að vantað hafi upp á stuðning starfsmanna við fórnar- lömb Ailes. McKinnon verður þann- ig fulltrúi óttasleginna og undirgef- inna starfsmanna en um leið er undarlegt að samkynhneigð mann- eskja skuli vinna hjá fyrirtæki sem vill ekki hafa slíkt fólk í vinnu og fyrirlítur það. Umfjöllunarefni Bombshell ætti að vera nógu svakalegt til að úr verði áhrifamikil kvikmynd en því miður fatast handritshöfundi og leikstjóra flugið. Of löngum tíma og of miklu púðri er eytt í deilur Trump við Kelly og hefði mátt af- greiða þann bakgrunn persónunnar með einfaldari hætti og verja í stað- inn tímanum í aðalatriðið, þ.e. hegðun Ailes og þessa sögulegu lögsókn. Hún fær einkennilega lítið pláss í frásögninni allri. Einnig þykir mér skrítið að láta tvær af aðalkvenpersónum myndarinnar rjúfa fjórða vegginn af og til og tala beint til áhorfenda. Þessi aðferð kemur eins og skrattinn úr sauðar- leggnum. Og hver urðu viðbrögð heimsins við afhjúpun Ailes? Jú, Rupert Murdoch leysti hann frá störfum og tók sjálfur við stjórnartaumunum. Öðrum viðbrögðum eru ekki gerð skil nema þá þeim að konurnar hjá Fox News fóru að mæta í buxum í vinnuna. Eftirmál þessa mikla dómsmáls eru afgreidd með nokkr- um setningum í lok myndar og þá m.a. að Ailes greiddi á endanum fórnarlömbum sínum lægri upphæð en hann hlaut frá Murdoch við starfslokin. Heldur snubbóttur endir sem hefði átt að hafa miklu meira vægi í handritinu. Bomburnar sem felldu Ailes Þríeyki Charlize Theron, Nicole Kidman og Margot Robbie í Bombshell. Bíó Paradís Bombshell bbmnn Leikstjórn: Jay Roach. Handrit: Charles Randolph. Aðalleikarar: Charlize Ther- on, Nicole Kidman, Margot Robbie, John Lithgow og Kate McKinnon. Bandaríkin og Kanada, 2019. 109 mín. HELGI SNÆR SIGURÐSSON KVIKMYNDIR ICQC 2020-2022 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI Julia Louis-Dreyfus Will Ferrell ADifferent Kind of Disaster Movie.  Rás 2  FBL m.a. ÓSKARSVERÐLAUN3 BESTA KVIKMYNDATAKAN ÓSKARSTILNEFNINGAR2 BESTA ERLENDA MYNDINBESTA LE IKARI : ANTONIO BANDERAS ©2019 Disney/Pixar FRÁ SÖMU OG FÆRÐU OKKUR SÝND MEÐ ÍSLENSKU, ENSKU OG PÓLSKU TALI Myndlistarsýning Karlottu Blöndal, Í anddyrinu, verður opnuð í for- kirkju Hallgrímskirkju á morgun, sunnudag, við messulok kl. 12.15 en þá er alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Sýningin er á vegum List- vinafélags Hallgrímskirkju og sýn- ingarstjóri er Rósa Gísladóttir. Fyrir þessa vorsýningu kirkj- unnar voru valin verk eftir Karl- ottu, ný og önnur eldri, sem mynda samtal við þetta sérstaka rými, and- dyrið sem er opið þeim sem vilja koma og þangað streyma inn ferða- menn frá öllum heimshornum. Listakonan Karlotta Blöndal. Karlotta sýnir í anddyri kirkjunnar Það sem báts- maðurinn sagði er heiti sýningar sem Hulda Hákon opnar í Komp- unni í Alþýðuhús- inu á Siglufirði í dag, laugardag, kl. 15. Á sýningu eru lítil málverk, lágmynd og texti sem tengjast sög- um bátsmannsins. Á bak við eru frá- sagnir af stöðum þar sem himinn og haf mætast. Staðir sem segja frá feg- urð, þrekvirkjum og viðleitni okkar til þess að treysta öryggi. Hulda er einkum þekkt fyrir lágmyndir, texta og skúlptúra. Sögur bátsmanns og Huldu Hákon Leitarhundur eftir Huldu Hákon

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.