Morgunblaðið - 07.03.2020, Page 52
52 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MARS 2020
KRINGLUNNI
Í tilefni af því að öld er liðin frá fæð-
ingu listakonunnar Drífu Viðar
(1920-1971) verður dagskrá um list
hennar og feril í safnaðarheimili
Neskirkju í dag, laugardag, og hefst
klukkan 14. Jón Thoroddsen, sonur
Drífu, segir frá ævi hennar, Aðal-
heiður Valgeirsdóttir flytur erindið
„Mynd af konu. Drífa Viðar og
myndlistin“, Einar Thoroddsen seg-
ir frá móður sinni með söng og spili,
Helga Kress flytur erindið „Að fara
dult með - Sjálfsmyndir í sögum
Drífu Viðar“, Theodóra Thoroddsen
les úr óbirtri skáldsögu eftir Drífu,
Auður Aðalsteinsdóttir flytur erind-
ið „Mjer finst sem jeg sje farin út á
Dumbshaf í hripleku bátskrífli …“
um bókmennta- og listgagnrýnand-
ann Drífu, Lovísa Fjeldsted og Jón
Thoroddsen segja frá samstarfi
systranna Drífu og Jórunnar Viðar,
Einar Steinn Valgarðsson flytur er-
indi um stjórnmálastarf Drífu Viðar,
og loks segir Jón Thoroddsen frá
óperunni Snæ konungi.
Drífa Viðar var dóttir hjónanna
Einars Indriðasonar Viðar og Katr-
ínar Viðar (f. Normann). Í uppeldinu
voru fagrar listir í hávegum hafðar.
Drífa lærði listmálun hjá Jóni Þor-
leifssyni, svo hjá Hans Hofmann og
Amédée Ozenfant í New York og
Leger í París. Hún sýndi verk sín
nokkrum sinnum og skrifaði skáld-
söguna Fjalldalslilju (1967) og smá-
sagnasafnið Dagar við vatnið (1971).
Dagskrá um list
og feril Drífu Viðar
Fjölbreytileg erindi í Neskirkju í dag
Fjölhæf Listakonan Drífa Viðar.
Stílæfingar eftir
Raymond Que-
neau verða flutt-
ar á morgun,
sunnudag, kl. 16
í Hljóðbergi
Hannesarholts.
Uppselt var á
flutning Stílæf-
inga 1. mars og
er sýningin því
endurtekin.
Sveinn Einarsson er leikstjóri og
milli kafla verður leikin tónlist sem
franska tónskáldið Louis Dunoyer
de Segonzac samdi til flutnings með
verkinu árið 2008. Rut Ingólfsdóttir
er þýðandi Stílæfinga og fjórir leik-
arar flytja valda kafla, þau Arnar
Jónsson, Brynhildur Guðjónsdóttir,
Ragnheiður Steindórsdóttir og Þór
Tulinius.
Stílæfingar fluttar
í annað sinn
Rut
Ingólfsdóttir
Heimildar-
myndin Chasing
the Present eftir
Mark Waters
verður frumsýnd
í Bíó Paradís
annað kvöld kl.
20 og um leið
verður fagnað
útgáfu tónlistar-
innar úr mynd-
inni sem er eftir
Snorra Hallgrímsson.
Chasing the Present segir af bar-
áttu James Sebastiano við kvíða-
röskun og inniheldur hún m.a. við-
töl við Russell Brand og Marinu
Abramovic. Myndin hefur hlotið
verðlaun og þá m.a. sem besta
heimildarmyndin á Rhode Island
International Film Festival og
Chelsea Film Festival.
Frumsýning og
fögnuður í bíói
Snorri
Hallgrímsson
Strokkvartettinn Siggi kemur fram
á tónleikum Kammermúsíkklúbbs-
ins í Norðurljósasal Hörpu á morg-
un, sunnudag, kl. 14. Á efnisskránni
eru tveir strengjakvartettar eftir
Beethoven auk þess sem ný verk eft-
ir Oliver Kentish og Veronique
Vöku verða frumflutt. Tónleikarnir
fara fram innan tónleikaraðarinnar
Sígildir sunnudagar í Hörpu.
Strokkvartettinn Siggi hefur
starfað frá árinu 2012 og er skip-
aður þeim Unu Sveinbjarnardóttur
og Helgu Þóru Björgvinsdóttur á
fiðlur, Þórunni Ósk Marinósdóttur á
víólu og Sigurði Bjarka Gunnarssyni
á selló. Þau eru öll hljóðfæraleikarar
í Sinfóníuhljómsveit Íslands. Tón-
leikar kvartettsins hafa vakið at-
hygli en auk þess að leika verk
Beethovens og allt aftur til endur-
reisnartímans hefur hann stuðlað að
nýsköpun í tónlist fyrir strengja-
kvartett og frumflutt fjölda verka.
Strokkvartettinn Siggi í klúbbnum
Flytjendurnir Strokkvartettinn Siggi.
Guðrún Gunnarsdóttir söngkona
kemur fram á tónleikum í Salnum í
kvöld, laugardag, klukkan 20 og
flytur ljóð og lög eftir sænsk-
hollenska söngvaskáldið Cornelis
Vreeswijk (1937-1987).
Fyrir 10 árum kom út plata þar
sem Guðrún flytur lög eftir Vrees-
wijk í þýðingu Aðalsteins Ásbergs
Sigurðssonar. Plötunni var vel tek-
ið og fylgdi Guðrún útgáfunni eftir
með mörgum tónleikum. Guðrún
mun nú syngja lögin auk þess að
fara ásamt Aðalsteini Ásberg yfir
feril söngvaskáldsins í máli og
myndum en þau hittu Vreeswijk ár-
ið 1985 í Finnlandi þegar þau tóku
þátt í vísnahátíð. Hljómsveitastjóri
er Gunnar Gunnarsson píanóleik-
ari, Ásgeir Ásgeirsson leikur á gít-
ar og Jón Rafnsson á bassa.
Flytur lög eftir Cornelis Vreeswijk
Morgunblaðið/Hari
Söngkonan Guðrún Gunnarsdóttir.
Tilnefningar til Eddunnar 2020,
verðlauna Íslensku kvikmynda- og
sjónvarpsakademíunnar, Íksa, voru
kunngjörðar í gær og hlýtur kvik-
mynd Hlyns Pálmasonar, Hvítur,
hvítur dagur, flestar eða tólf alls.
Verðlaunaflokkar eru 27 talsins og
er endanlegt val í höndum Íksa. Raf-
ræn kosning hefst 9. mars og stend-
ur yfir í viku. Almenn kosning mun
fara fram á vef RÚV, ruv.is, um
Sjónvarpsefni ársins og keppa öll til-
nefnd sjónvarpsverk, 28 talsins, til
þeirra verðlauna. Edduverðlaunahá-
tíðin fer fram 20. mars.
Helstu tilnefningar eru:
Kvikmynd ársins
Agnes Joy
Hvítur, hvítur dagur
Bergmál
Heimildarmynd ársins
Ég er einfaldur maður – ég heiti
Gleb
Flórídafanginn
KAF
Síðasta haustið
Vasulka áhrifin
Handrit ársins
Hlynur Pálmason – Hvítur, hvítur…
Nanna Kristín Magnúsdóttir,
Huldar Breiðfjörð og Sólveig Jóns-
dóttir – Pabbahelgar
Silja Hauksdóttir, Gagga Jónsdóttir
og Jóhanna Friðrika Sæmunds-
dóttir – Agnes Joy
Leikkona ársins í aðalhlutverki
Arndís Hrönn Egilsdóttir – Héraðið
Katla Margrét Þorgeirsdóttir –
Agnes Joy
Nanna Kristín Magnúsdóttir –
Pabbahelgar
Leikkona ársins í aukahlutverki
Donna Cruz – Agnes Joy
Ída Mekkín Hlynsdóttir – Hvítur,
hvítur dagur
Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir –
Pabbahelgar
Sólveig Arnarsdóttir – Ófærð 2
Unnur Ösp Stefánsdóttir – Ófærð 2
Leikari ársins í aðalhlutverki
Björn Thors – Vesalings elskendur
Ingvar E. Sigurðsson – Hvítur,
hvítur dagur
Sveinn Ólafur Gunnarsson – Pabba-
helgar
Leikari ársins í aukahlutverki
Björn Hlynur Haraldsson – Agnes
Joy
Hilmir Snær Guðnason – Hvítur,
hvítur dagur
Hinrik Ólafsson – Héraðið
Jóel Ingi Sæmundsson – Vesalings
elskendur
Þorsteinn Bachmann – Agnes Joy
Leikstjóri ársins
Grímur Hákonarson – Héraðið
Hlynur Pálmason – Hvítur, hvítur
dagur
Nanna Kristín Magnúsdóttir og
Marteinn Þórsson – Pabbahelgar
Rúnar Rúnarsson – Bergmál
Silja Hauksdóttir – Agnes Joy
Stuttmynd ársins
Blaðberinn
Móðurást
Wilma
Frétta- eða viðtalsþáttur ársins
Hvað höfum við gert?
Kveikur
Leitin að upprunanum
Barna- og unglingaefni ársins
Goðheimar
Skoppa og Skrítla á póstkorti um
Ísland
Sögur, söguspilið
Leikið sjónvarpsefni ársins
Ófærð 2
Pabbahelgar
Venjulegt fólk 2
Brellur ársins
CAN Film, Gustav Törnroth, RGB,
Jón Már Gunnarsson – Hvítur,
hvítur dagur
Pétur Karlsson, Eva Sólveig Þórðar-
dóttir, Haukur Karlsson – Ófærð 2
Sigurgeir Arinbjarnarson – Pabba-
helgar
Sjónvarpsmaður ársins
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir
Guðrún Sóley Gestsdóttir
Helgi Seljan
Sigrún Ósk Kristjánsdóttir
Steiney Skúladóttir
Tónlist ársins
Davíð Berndsen – Þorsti
Edmund Finnis – Hvítur, hvítur
dagur
Gísli Galdur Þorgeirsson – Pabba-
helgar
Jófríður Ákadóttir – Agnes Joy
Kira Kira – Tryggð
Heildarlista tilnefninga má finna á
mbl.is.
Hvítur, hvítur dagur
með tólf tilnefningar
Tilnefningar til Edduverðlaunanna í ár liggja fyrir
Tylft Kvikmyndin Hvítur, hvítur dagur hlýtur flestar tilnefningar til Eddu-
verðlaunanna í ár, tólf alls. Ingvar E. Sigurðsson og Ída Mekkín Hlyns-
dóttir, sem sjást hér í kvikmyndinni, eru bæði tilnefnd.