Morgunblaðið - 07.03.2020, Síða 53

Morgunblaðið - 07.03.2020, Síða 53
MENNING 53 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MARS 2020 www.hitataekni.is | S: 5886070 | Smiðjuvegur 10 | 200 Kópavogi HITABLÁSARAR ertu tilbúin í veturinn? Þegar aðeins það besta kemur til greina Hildur hin óstöðvandi Þrenning Countess Malaise, Cell7 og Hildur Guðnadóttir bregða á leik eftir afhendinguna. að Hildur hreppti hnossið. Ég sat í salnum, að vonum spenntur. Þegar sigurvegaranum var lýst svo, áður en nafnið kom fram: „Viðkomandi hefur ýtt á öll mörk og mæri þeirrar stefnu sem þetta verk er unnið í“ gaus upp hlýr straumur innra með mér og ég hrópaði og kallaði. Og svo mikið sem hún átti þetta skilið. Hildur hafði komið fram fyrr um daginn í spjallviðburði, þar sem blaðamaðurinn Jude Rogers ræddi við hana uppi á sviði. Hafði hún ver- ið bókuð inn á það nokkrum mán- uðum fyrr, enda efast ég um að Hild- ur hefði haft færi í dag, sé mið tekið af þeim skriðþunga sem hefur verið að undanförnu. Ég náði örlitlu tali af henni baksviðs eftir atið og það var gott að sjá hana. Ég, eins og aðrir, er náttúrlega gríðarlega stoltur. Ég sótti nokkra af ráðstefnu- viðburðunum og hafði gaman af. Eamonn Forde leiddi okkur t.d. í all- an sannleikann um hvernig E.M.I fór á hausinn og Scumeck Sabottka, bókari Rammstein til 25 ára, sagði okkur frá nokkrum húsráðum sem hann nýtir sér. Og já, hann lítur ná- kvæmlega eins út og nafnið hans! Hápunktur þessa alls var þó að hlusta á Bruce Pavitt, stofnanda Sub Pop-útgáfunnar áhrifaríku, segja frá. Tónleikar voru úti um allar koppagrundir líka. Catherine, eins- lags þjóðlagasíðrokksband frá Eng- landi, heillaði ekki, of hrátt og til- gerðarlegt. Brasilíska þrasssveitin Nervosa, skipuð þremur stúlkum, átti hins vegar salinn og gerði allt vitlaust. Þá gafst mér líka tækifæri til að sjá hana JDFR okkar spila á staðnum Ingensted, yndislega mynd- rænu rými sem er við á sem rennur í gegnum Osló. JFDR var eini Íslendingur á há- tíðinni, ásamt NYRST og Þorgerði Jóhönnu, sem er plötusnúður, bú- settur í Osló. Enginn finnskur lista- maður var bókaður. Nóg var af Norðmönnum og Svíar og Danir áttu sæmilegan slurk af fulltrúum. Þetta skýtur dálítið skökku við, þegar há- tíðin hýsir verðlaun sem er ætlað að kynna norræna tónlist út á við og tvö lönd af fimm eru nánast ekki með. Þetta styður samt rækilega við það sem ég hef greint í gegnum vinnu mína fyrir verðlaunin, að Noregur/ Svíþjóð/Danmörk eru vel tengd markaðs- og svæðislega en Ísland og Finnland eru jaðarlönd, bæði land- fræðilega og menningarlega greini- lega. Enda urðum ég og finnski með- dómari minn perluvinir eftir að hafa þekkst í u.þ.b. fimm mínútur. Jebbs, klisjur eru sannar. »… gaus upp hlýrstraumur innra með mér og ég hrópaði og kallaði. Hildur vann!! Og svo mikið sem hún átti það skilið. Tónlistarhátíðin by:Larm fór fram um liðna helgi og m.a. gekk Hildur Guðnadóttir frá hátíðinni sem handhafi Nordic Music Prize- verðlaunanna. Pistil- ritari var á staðnum. Ljósmyndir/by:Larm Sigur Rapparinn/söngvarinn Isah var valinn bjartasta vonin. Stemning Hljómsveitir tróðu meðal annars upp á hátíðinni í útstillingargluggum verslana við Youngstorget. Stuð Á tónlistarhátíðinni by:Larm kemur fram fjöldi lista- manna og hún er góð innspýting fyrir norrænu senuna. TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Osló á sína eigin Airwaves-hátíð, by:Larm kallast húnog var hún sett á laggirnar árið 1998, einu ári áður en Airwa- ves hélt sína fyrstu hátíð í flugskála á Reykjavíkurflugvelli (ári síðar rúllaði hún svo af stað eins og við þekkjum hana í dag). Merkilegt, að fyrstu tíu árin flakkaði by:Larm á milli borga, en síðan 2008 hefur hún verið í höfuðborginni. Hátíðin hefur reynst öflugur vettvangur fyrir heilnæma samansúrrun nor- ræna tónlistariðnaðarins. Starfs- fólk sem honum tilheyrir hittist og ber saman bækur sínar, annaðhvort formlega eða óformlega. Fjöldi tón- leika er þá, eðlilega, og áhersla á listamenn frá Norðurlöndum. Ráð- stefnuhluti hátíðarinnar er vand- aður og fer vaxandi með ári hverju. Samfara hátíðinni eru Nor- rænu tónlistarverðlaunin veitt, verðlaun sem hátíðin hratt af stað árið 2011 (fyrsta árið vann Jónsi, fyrir plötu sína Go, sem út kom 2010). Það voru þrír listamenn frá Fróni á tólf platna stuttlistanum þetta árið, Hildur Guðnadóttir, Cell7 og Countess Malaise. Fór svo Ljósmynd/Arnar Eggert Thoroddsen Stjórn Leikritunarsjóðs Leikfélags Reykjavíkur tilkynnti í gær að Matthías Tryggvi Haraldsson og Eva Rún Snorradóttir yrðu leik- skáld Borgarleikhússins frá hausti 2020. Samkvæmt upplýsingum frá Borgarleikhúsinu sóttu alls 42 um starfið, en stjórnin velur skáld úr hópi umsækjenda sem boðinn er samningur við Borgarleikhúsið til eins árs. „Markmið sjóðsins er að efla ný- sköpun og fjölbreytni í íslenskri leikritun, auka vægi leikritunar í samfélaginu og stuðla að því að hún njóti virðingar í samfélagi lista,“ segir í tilkynningu frá leikhúsinu. Formaður stjórnar er Vigdís Finn- bogadóttir en með henni í stjórn eru Brynjólfur Bjarnason og Bryn- hildur Guðjónsdóttir leikhússtjóri. Matthías Tryggvi útskrifaðist sem sviðshöfundur frá LHÍ 2018 og var útskriftarverkefni hans Griða- staður. Hann var á dögunum valinn sem fulltrúi Íslands á leikritunar- hátíðinni Cut the Card í Bretlandi. Eva Rún útskrifaðist sem sviðshöf- undur frá LHÍ 2008 og er sjálf- stætt starfandi sviðslistakona og rithöfundur. Hún er ein af stofn- endum og listrænum stjórnendum Framandverkaflokksins Kviss búmm bang og Sviðslistahópsins 16 elskenda. Tvö ný Borgarleikhússkáld Leikskáldin Matthías Tryggvi Haraldsson og Eva Rún Snorradóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.