Morgunblaðið - 12.03.2020, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.03.2020, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MARS 2020 Bir tm eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku .A th. að ve rð ge tur br ey st án fyr irv ar a – fáðumeira út úr fríinu Verð frá kr. 79.995 Tenerife & Gran Canaria 2fyrir1 af flugsætum og flugsætm í pakkaferðum ALLAR BROTTFARIR MARS2 fyrir 1 Flug frá kr. 39.950 báðar leiðir m/ tösku Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Búist er við um 900 manna herliði hingað til lands í tengslum við varnaræfinguna Norðurvíkingur sem áætlað er að halda dagana 20.- 26. apríl næstkomandi. Æfingin er haldin í samræmi við samkomulag um framkvæmd varnarsamnings Íslands og Bandaríkjanna, en það er flugherstjórn Bandaríkjanna í Evr- ópu (USAFE) sem leiðir æfinguna. Samkvæmt upplýsingum frá utan- ríkisráðuneytinu munu auk Banda- ríkjanna og Íslands hersveitir frá Belgíu, Bretlandi, Danmörku, Hol- landi, Ítalíu, Kanada, Noregi og Þýskalandi taka þátt í æfingunni. Þá er einnig gert ráð fyrir að fulltrúar Ástralíu og Nýja-Sjálands komi hingað til lands til að fylgjast með æfingunni. Mun veiran stoppa hópinn? Kórónuveiran hefur þegar sett strik sitt í minnst tvær umfangs- miklar heræfingar; í Suður-Kóreu og nú seinast í Noregi þar sem halda átti um 15 þúsund manna heræfingu á vegum Atlantshafs- bandalagsins (NATO). Utanríkis- ráðuneytið segir að vel sé nú fylgst með útbreiðslu veirunnar og mögu- legum áhrifum hennar á fram- kvæmd Norðurvíkings. Æfingin hefur reglulega verið haldin hér á landi frá árinu 1991. Meðal þess sem lögð hefur verið áhersla á í fyrri æfingum eru loftvarnir og flutningur liðsafla til og frá landinu á ófriðartímum. Reikna má með svipuðum æfingum nú. Morgunblaðið/Árni Sæberg Risar Tvær þyrlur af gerðinni Sikorsky CH-53E Super Stallion sáu um að flytja landgönguliða til og frá landinu á heræfingu sem haldin var 2018. 900 manna herlið væntanlegt Baldur Arnarson baldura@mbl.is Landsbankinn hyggst lækka vexti í kjölfar vaxtalækkunar Seðlabank- ans. Samkvæmt tilkynningu frá bank- anum munu breytilegir vextir íbúðalána lækka um 0,40 prósentu- stig. Fyrir vikið lækka breytilegir vextir óverðtryggra íbúðalána í 4,50% og breytilegir vextir verð- tryggðra íbúðalána í 2,80%. Þá lækka fastir óverðtryggðir íbúðalánavextir til 36 og 60 mánaða um 0,30 prósentustig. Fastir verð- tryggðir íbúðalánavextir til 60 mán- aða verða einnig lækkaðir um 0,30 prósentustig. „Okkur þykir mikilvægt að bregðast hratt við ákvörðun Seðlabanka Ís- lands um vaxta- lækkun. Lands- bankinn hefur boðið viðskipta- vinum sínum mjög samkeppn- ishæf kjör, bæði á innlánum og útlánum, og við ætl- um að halda því áfram,“ sagði Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, um vaxtalækkun- ina. Meginvextir Seðlabankans eru nú 2,25% og eru því orðnir helmingi lægri en við undirritun lífskjara- samninganna í byrjun apríl 2019. Af þessu tilefni spurði Morgunblaðið upplýsingafulltrúa hinna stóru bankanna hvort útlánsvöxtum yrði breytt í kjölfar vaxtalækkunarinn- ar. „Nú er verið að fara yfir málið og ég geri ráð fyrir að ný vaxtatafla verði kynnt á næstu dögum,“ sagði Haraldur Guðni Eiðsson, upplýs- ingafulltrúi Arion banka. Tilkynnt næstu daga „Þetta er í skoðun en við munum tilkynna breytingar á vöxtum á allra næstu dögum,“ sagði Edda Hermannsdóttir, upplýsingafulltrúi Íslandsbanka. Eins og sýnt er á grafinu hér til hliðar hafa meginvextir Seðlabank- ans lækkað hratt á einu ári. Guðmundur Sigfinnsson, hag- fræðingur hjá Íbúðalánasjóði, nú HMS, áætlaði í samtali við Morgun- blaðið í október síðastliðnum áhrif vaxtalækkana á greiðslubyrði íbúðalána. Sparar mikil vaxtagjöld Vegna vaxtalækkana hefði mán- aðarleg afborgun af dæmigerðu íbúðaláni lækkað um rúmar 10 þús- und á mánuði frá 2017. Miðað var við 70% lánsfjárhlutfall af 80 fer- metra íbúð í fjölbýli á höfuðborg- arsvæðinu sem kostar 38,8 milljónir króna. Lánið var verðtryggt og til 25 ára. Vextir hafa síðan lækkað og kann greiðslubyrðin að hafa lækkað meira. Þróunin gæti haft áhrif á fasteignamarkað, m.a. verðþróun. Landsbankinn lækkar vextina  Landsbankinn lækkar vexti íbúðalána um 0,4 prósentustig eftir vaxtalækkun Seðlabanka Íslands  Fulltrúar Arion banka og Íslandsbanka meta stöðuna  Vextir Seðlabankans á hraðri niðurleið Lilja Björk Einarsdóttir Vextir Seðlabankans Frá ársbyrjun 2016 6% 5% 4% 3% 2% '16 '17 '18 '19 '20 5,75% Heimild: Seðlabanki Íslands 2,25% Mikil snjókoma var á landinu norðan- og austan- verðu í gær. Á Siglufirði kyngdi niður snjónum og var styttan af Gústa guðsmanni heldur ein- mana þar til ljósmyndara bar að garði. Þurfti að loka öllum vegum á Tröllaskaga en gert er ráð fyrir að þeir verði opnaðir í dag. Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Gústi guðsmaður sá eini á ferli Samningar náðust ekki á fundi Efl- ingar og samninganefndar sveitar- félaga í gær, en Félagsmenn Efl- ingar sem sinna ýmsum störfum í Kópavogi, Seltjarnarnesbæ, Mos- fellsbæ, Hveragerðisbæ og sveitar- félaginu Ölfusi hafa verið í ótíma- bundnu verkfalli frá því á mánudaginn. Álfhólsskóli, Salaskóli og Kárs- nesskóli í Kópavogi ákváðu í gær að skólarnir skyldu vera lokaðir í dag. Þá raskast skólahald einnig í Val- húsaskóla á Seltjarnarnesi. Skólarnir hafa ekki verið þrifnir frá því á mánudaginn og þarf því að fella niður kennslu þar til samningar nást. Efl- ing setur fram þær kröfur að sam- bærileg leiðrétting og hefur nást í samningum við Reykjavíkurborg verði samþykkt hjá sveitarfélög- unum. Samkvæmt Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, hefur verið boðað til fundar að nýju klukk- an 15 í dag. Til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar munu aðeins tveir aðilar frá hvorri samninganefnd taka þátt í viðræðunum í Karphúsinu. Náðu ekki samkomu- lagi í gær  Grípa til lokana vegna verkfalla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.