Morgunblaðið - 12.03.2020, Page 48

Morgunblaðið - 12.03.2020, Page 48
48 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MARS 2020 ✝ SteinvörBjarnadóttir fæddist 2. ágúst 1930 í Reykjavík. Hún lést á Hrafn- istu í Hafnarfirði 5. mars 2020. Foreldrar henn- ar voru Elín Guð- mundsdóttir, f. í Ívarshúsum á Hvalsnesi 1. októ- ber 1897, d. 18. október 1974, og Bjarni Bjarna- son vélstjóri, f. 18 júlí 1890 á Þingeyri við Dýrafjörð, d. 2. apríl 1945. Steinvör var fimmta í röð sjö systkina. Elst var Klara, f. 1918, d. 1997, Bjarni Guðbrandur, f. 1921, d. 1982, Pálína f. 1925, d. 1997, Guð- mundur, f. 1927, d. 2017. Tveir yngri bræður eru Þórir, f. 1931, d. 2009, og Már, f. 1933. Stein- vör kvæntist þann 28. mars 1959 Ragnari Þorsteinssyni, f. 4 nóv. 1934, d. 31. október 2018. Börn þeirra voru fimm. 1) Bjarni, f. 27. nóv. 1950, d. 25. nóv. 2010. Kona hans er Sig- urveig Helga Hafsteinsdóttir og steinn Kristján, f. 19. júní 1971. Kona hans er Paula A. Sánches. Börn þeirra eru a) Snæfríður Adda, f. 1992, móðir hennar er Kristín Gunnarsdóttir, b) Angé- les Steinvör, f. 2016 c) Mateo Bjarni, f. 2019. Barnabarna- börnin eru 19 talsins og að auki er eitt barnabarnabarnabarn. Steinvör og Ragnar hófu bú- skap í Reykjavík en fluttu til Hafnarfjarðar árið 1970 þar sem þau áttu heimili æ síðan, lengst af á Miðvangi 89 en síð- ustu æviárin var heimili þeirra á Berjavöllum 2. Steinvör ólst upp á Bergþórugötu 12 í Reykjavík. Hún lauk barna- skólanámi og hætti námi 14 ára þegar faðir hennar féll frá. Listrænir hæfileikar hennar leiddu til starfa fyrir Leðuriðj- una og Hattabúðina Huld þar sem hún sinnti hönnun frá unga aldri. Steinvör fór á fyrsta myndlistarnámskeiðið 16 ára gömul og sinnti listinni í frí- stundum. Uppeldi barna tók síðan við samhliða heimavinnu við saumaskap. Eftir að börnin voru komin á legg vann Stein- vör síðan í um 20 ár til starfs- loka á saumastofu ÍSAL í Straumsvík og stundaði málara- list í frístundum. Útför Steinvarar fer fram frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði í dag, 12. mars 2020, klukkan 11. eiga þau tvö börn, a) María f. 1975, b) Steinar f. 1980. Fyrir átti Bjarni Anettu Rós, f. 1971, móðir hennar er Hulda Björg Sæ- dal Lúðvíksdóttir. 2) Guðmundína, f. 28. okt. 1958. Mað- ur hennar er Viggó Valdemar Sigurðs- son. Börn Guð- mundínu eru a) Margrét Elín, f. 1977, faðir hennar er Sigurður Grettir Erlendsson, b) Þórður Eric, f. 1984, c) Bjarni Aron f. 1988, faðir þeirra er Þórður Er- ic Hilmarsson, d) Uni Marinó, f. 1999, faðir hans er Karl Mar- inósson. 3) Guðbjörg Elín, f. 6. júní 1960. Maður hennar er Bragi Þorsteinn Bragason. Börn þeirra eru a) Ragnar, f. 1977, faðir hans er Þórður Ein- arsson, b) Bragi, f. 1981, c) Rakel Dögg, f. 1986. 4) Ragn- heiður, f. 10. jan. 1967. Dóttir hennar er Giovanna Steinvör, f. 1996. Faðir hennar er Arc- angelo Mario Cuda. 5) Þor- Í dag fylgi ég mömmu til hinstu hvílu. Ég er sorgmædd en þó svo þakklát því það er ekki sjálfgefið að fá svona langan tíma með móð- ur sinni eins og ég fékk. Það eru svo margar minningar sem skjóta upp kollinum þegar ég horfi til baka að erfitt er að setja saman heilsteypta mynd. Mamma var sterk kona með mikinn per- sónuleika sem ekki verður lýst með fáum orðum. Hún var mörg- um gáfum gædd, víðlesin og lista- maður af Guðs náð. Hún hafði einstakt minni og var hafsjór fróðleiks. Hvort sem um var að ræða örnefni, heiti plantna í ís- lenskri náttúru eða ættartengsl. Hún hreinlega mundi allt sem hún hafði einhverju sinni lesið eða heyrt. Ég ylja mér við fallegar æsku- minningar. Kvöldkaffi og sögu- stund á hverju kvöldi, mamma syngjandi við heimilisstörfin og falleg röddin fyllti herbergið og oftar en ekki dillaði hún sér með. Hún kunni alla texta allt fram í andlátið. Það eru ekki nema örfá- ar vikur síðan ég söng með henni úr vasasöngbók og það var ég sem þurfti að styðja mig við text- ana, hún mundi þá alla. Minnis- stæðar eru útilegurnar bæði í æsku og á fullorðinsárum. Óþétt- ur bíllinn fylltist ryki en við syst- urnar alsælar í aftursætinu. Við hlökkuðum til þess að gista í A- tjaldinu og skottast um á grænum bala á meðan mamma renndi fyr- ir silung. Síðustu útileguárin voru mamma og pabbi á hjólhýsi og nutu þess að vera úti í náttúrunni. Fyrir nokkrum árum vorum við á ferðalagi saman og fórum út úr bílunum til þess að njóta útsýn- isins. Þá bendir mamma á fjöllin og dásamar litadýrðina. Ég upp- götvaði þarna að mamma sá dýpri liti og skarpari skil en flestir. Hún benti á fjólubláar rendur í fjalls- hlíðinni sem hún sá svo skýrt en mér tókst óljóst að sjá með tals- verðu rýni. Hún sá líka smávaxn- ar plöntur sem rétt náðu upp fyrir steinana í hrjóstrugu landslagi. Hún vissi hvað þær hétu og hún dáðist að dugnaði þeirra. Mamma var mikið náttúrubarn og leið vel þegar hún hafði fjöllin og gróð- urinn í kringum sig. Hún var líka veisluglöð, hún naut þess að halda veislur og gerði það með glæsi- brag. Mamma var barn að aldri þegar listrænir hæfileikar hennar komu í ljós og níu ára seldi hún fyrstu verkin sín, sem voru ösku- pokar sem hún málaði á. Þegar hún var 12 ára málaði hún dömur í sundfatnaði á hálsbindi og var stundum röð fyrir utan Berg- þórugötu 12 þar sem ungir menn biðu eftir að panta hjá henni! Í Reykjavík stríðsáranna var vöru- úrval af skornum skammti og að- eins hægt að fá svört einlit bindi. Myndlistin skipaði stóran sess í frítíma mömmu og mikill fjöldi ol- íu- og vatnslitamynda liggur eftir hana. Síðustu myndirnar málaði hún eftir að hún fór á Hrafnistu Hafnarfirði í byrjun síðasta árs. Nú er mamma búin að sameinast pabba á ný sem lést fyrir 16 mán- uðum og söknuðurinn var mikill við missi lífsförunautarins. Ég er viss um að hann hefur tekið á móti henni með laginu þeirra sem endar á þessum línum: „Ég er nóttin þögla þín og þú ert eina stjarnan mín.“ Blessuð sé minning elsku mömmu minnar. Guðbjörg Elín. Elsku hjartans mamma mín. Þá er lífsbókin þín fullskrifuð en ég hélt svo innilega að það væru enn nokkrir kaflar eftir. Þótt liggi fyrir öllum að yfirgefa þessa jörð, þá kemur dauðinn alltaf á óvart þegar hann hrifsar ástvini í burtu. Það er sárt að horfa á eftir þér en er ég sannfærð um að þú ert nú komin á betri stað, í Sumarlandið með pabba og Bjarna bróður. Stórt skarð er nú höggvið í fjöl- skylduna sem erfitt verður að fylla. Þú varst duglegasta mann- eskja sem ég hef þekkt, sterk, heiðarleg, ósérhlífin og sérlega kraftmikil, eins og nafnið þitt gef- ur til kynna. Þú varst ótrúlega fjölhæf, listræn, fylgin þér og úr- ræðagóð og hafðir að ætíð að leið- arljósi að ekkert er ómögulegt, að hægt er að gera allt sem maður vill. Þú varst ótrúlega fróð um allt sem hugast getur, landið, gróður, ættir, kunnir alla texta, lög og ljóð. Þú varst gæfusöm að eiga stóran og samheldinn systkina- hóp og ég á ótal ljúfar minningar úr æsku með þeim og systkina- börnum, af Bergþórugötunni og elsku Ellu ömmu. Í minningunni varst þú sífellt að og oft fram á nótt. Það lék allt í höndunum á þér, þú saumaðir nær allan fatnað á okkur systkinin og bjóst meira að segja til nýjar flíkur úr þeim sem hætt var að nota. Þú varst frábær og útsjónarsamur kokkur, eins og mamma þín sem var kokk- ur á Hótel Íslandi. Sú kunnátta var ómetanleg á stóru heimili, þegar efni voru lítil. Þú varst svo félagslynd, elskaðir veislur og að bjóða heim þar sem ekkert var sparað í mat og drykk. Þegar við systkinin ólumst upp söngstu við heimilisstörfin en þú varst afar söngelsk og með fallega söng- rödd. Ég á ótal minningar um að syngja með þér, pabba og fjöl- skyldunni, sérstaklega á góðum stundum í sumarbústaðnum í Grafningnum. Þú varst fjörug „skellibjalla“ og það var aldrei lognmolla í kringum þig. Þið pabbi voruð samhent og ákaflega gestrisin; heimilið stóð jafnan op- ið öllum og alltaf hægt að bæta við. Þið höfðuð gaman af því að halda veislur og fagna með veg- legum veitingum, bæði með fjöl- skyldunni og góðum vinum. Heimilið ykkar var fallegt og hlý- legt, sem þú varst afar stolt af enda þurftuð þið að vinna hörðum höndum til að eignast hlutina. Ég er ótrúlega þakklát fyrir að hafa getað verið hjá þér síðustu dag- ana, þar sem þú varst umvafin ást og umhyggju fjölskyldunnar. Elsku mamma, þakka þér fyrir allt sem þú gafst mér og kenndir mér. Það er ómetanlegt að hafa fengið jafngott veganesti út í lífið. Ég veit að þú munt lifa með okkur í anda og fylgja okkur um ókomna tíð. Þú lifir að eilífu í hjarta mínu. Ég hef þá trú að við hittumst á ný síðar og syngjum saman með pabba öll uppáhaldslögin. Þangað til get ég glaðst yfir öllum minn- ingunum um þig. Og þó þú sért horfin héðan burt og hönd þín sé dauðakyrr, í ljósi þessu er líf þitt geymt, — það logar þar eins og fyrr. (Jóhannes úr Kötlum) Þín dóttir Guðmundína (Dína). 40 ár eru liðin frá fyrstu kynn- um af Steinvöru tengdamömmu sem ég kveð í dag. Að sjálfsögðu var mannfagnaður og glaumur og gleði, nokkuð sem var einkenn- andi fyrir tengdó. Snemma varð ljóst að mitt hlutverk í þessari eð- alfjölskyldu yrði að hlusta og alls ekki að leggja mikið til málanna. Sá á Ragga tengdapabba þegar augu okkar mættust að við vorum nokkurn veginn á sömu blaðsíð- unni með það. Enda frásagnar- gleðin með slíkum eindæmum að Steinka gat haldið tíu mismun- andi hliðarsögum í gangi á sama tíma og hún var að segja frá tilurð einhvers frænda eða kunningja. Og aldrei ruglaðist hún á aðal- sögu og hliðarsögum þótt klukku- tími væri liðinn frá upphafsstef- inu. Reyndar var það þannig að hún ekki einasta ól upp börn sín með sögustundum, söng, glensi og fræðslu heldur tókst henni líka bókstaflega að tala gróður upp úr örfoka landi í Grafningnum hvar hún og Raggi áttu yndislegar stundir í sumarbústaðnum sínum með afkomendum og tengdum aðilum. Þar voru búnar til minn- ingar fyrir allan hópinn í skemmtilegu samneyti, fyrir barnabörnin um miðja nótt við veiðiferðir við Þingvallavatn og í öllum tilefnunum sem fjölskyldan kom saman til að hafa gaman. Steinka talaði líka við fuglana, fiskana og annað dýralíf. Meira að segja mýsnar. Bauð þeim reyndar upp á brauð vætt í heimalöguðum landa sem endaði auðvitað í miklu skralli hjá músafjölskyldunni sem dansaði á veröndinni fram á nótt í reikulum sporum við háværan skellihlátur Steinku. Allt líf var í augum Steinku skemmtilegt. Tengdó var með djúpvitrari manneskjum sem ég hef þekkt og á sama tíma barnslega einlæg í öllum samskiptum sem oftast var svo gott og skemmtilegt á sama tíma. Listrænir hæfileikar henn- ar voru einstakir. Geta hennar til að hanna, sauma, sjá heiminn og liti hans með öðrum augum en meðalmaðurinn, mála málverk, þekking hennar á náttúrunni, flóru Íslands, þekking á fuglum og fiskum, þekking á landafræði og örnefnum var með eindæmum og sterkur fræðimaður og lista- maður hefði hún orðið ef tækifæri hefðu gefist í gamla samfélaginu. Og svo var hún auðvitað mann- vinur hinn mesti og svo fróð um ættfræði og skyldleika fólks að Íslendingabók hefði þurft hana sem prófarkalesara. Meira vissi Steinka um faðerni ýmissa Reyk- víkinga en kemur fram í þeirri bók og flest tengdist það auðvitað Bergþórugötunni og litla gula bárujárnshúsinu sem hún ólst upp í. Tengdó á ég að þakka ein- staklega vel gerða og fallega eig- inkonu, lífsförunaut í blíðu og stríðu, og svo auðvitað alla fjöl- skyldu Steinku sem öll eru svo lík foreldrum sínum í orðanna hljóði. Fyrir það ber auðvitað að þakka og það var gert í síðasta hitting þótt aldrei verði fullþakkað. En ég held áfram að hlusta. Blessuð sé minning Steinvarar Bjarna- dóttur. Bragi Bragason. Elsku amma mín. Nú er afi kominn að sækja þig og taka þig til sín. Ég er viss um að þú hefur gengið sátt frá borði og spennt að vitja hans og Bjarna frænda á ný. Enda hefur þú lifað tímana tvenna og hafðir frá svo mörgu að segja. Það var hægt að sitja með þér tímunum saman og hlusta á sögurnar þínar. Þú gast sagt frá svo mörgu spennandi og svo vissirðu líka allt. Þú þekktir hvert einasta blóm, plöntu eða laufblað sem vex á Íslandi, hvern einasta fuglasöng, hvert einasta fjall, fjörð eða þúfu á Íslandi. Þú þekktir fólk úr öllum landshlut- um og gast sagt skemmtilegar sögur frá hverju landshorni. Ein- hvern veginn tókst þér alltaf að tengja sögurnar við þínar æsku- stöðvar, Bergþórugötu í miðbæ Reykjavíkur. Þegar ég ólst upp þá hélt ég hreinlega að allt merki- legasta fólkið á Íslandi hefði búið á Bergþórugötu. Ég er svo þakklát fyrir tímann sem við fjölskyldan áttum saman í sumarbústaðnum ykkar afa. Það voru mínar allra bestu stund- ir í æsku. Ég gleymi ekki spenn- unni þegar ég fékk að fara í fyrsta skipti ein með ykkur afa upp í bústað. Hörkukonan sem þú varst slakaðir ekki á í eina mínútu. Það var farið beint í vinnugallann og þessi risastóra lóð þrædd í gegn og hlúð að öllum trjám og plöntum. Svo þurfti auð- vitað að bera á pallinn, slá grasið og dytta að hinu og þessu. Ekki mátti gleyma fuglunum. Við þurftum að gefa þeim og meira að segja mýsnar fengu brauðmola á kvöldin. Þú vildir nú ekki fá þær inn í hús en ekki fannst þér gott að vita til þess að þær hírðust úti í kuldanum svangar og allslausar. Best var svo þegar þú pikkaðir í öxlina á mér rétt fyrir miðnætti og spurðir hvort ég vildi koma með þér niður að vatni að fara veiða. Ég, 8 eða 9 ára, átti auðvit- að fyrir löngu að vera farin að sofa og fannst því þetta boð meira en lítið spennandi. Við keyrðum niður að vatni og það var fullkom- in kyrrð. Björt sumarnótt, algjört logn og pínulítill úði í loftinu. Þú sagðir að þetta væru langbestu aðstæðurnar til að veiða fisk, nú myndi sko bíta á. Og auðvitað hafðirðu rétt fyrir þér. Við þurft- um ekki að bíða lengi eftir að fisk- ur biti á og spennan hjá mér varð óbærileg. Þetta augnablik og þessa stund mun ég alltaf varð- veita. Þessi staður okkar við Þingvallavatn er uppáhaldsstað- urinn minn á Íslandi. Ólýsanleg fegurð og endalausar minningar. Ég keyri ennþá reglulega þangað þó að það séu komin mörg ár síð- an þið selduð bústaðinn. Ein- hvern tímann mun ég svo fara með strákana mína þangað, kenna þeim að veiða og segja þeim sögur af ykkur afa. Sofðu rótt, elsku amma mín. Þín Rakel Dögg. Það er alltaf jafn erfitt að missa einhvern nákominn jafnvel þótt maður viti að tíminn sé kom- inn. Elsku amma mín, tíminn þinn var kominn. Það er svo sárt að hugsa til þess að geta ekki heimsótt þig meir þegar við kom- um í heimsókn til Íslands. Sökn- uðurinn er mér einstaklega sár því tími okkar saman taldi ekki eins mörg ár og hann hefði átt að gera. Ég kynntist þér fyrst þegar ég var tuttugu og fimm ára rétt áður en ég flutti út til Noregs. Tilfinningin var sú að við myndum eiga nægan tíma saman til þess að kynnast. Minningarnar sækja á og ég sakna þess að hafa ekki átt með þér tíma meðal ann- arssem lítið barn þar sem ég hefði hlaupið um íbúðina þína og kallað þig ömmu, fengið ráð frá ömmu oglitið upp til þín því þú varst svo góð fyrirmynd. Þegar ég kynntist þér varstu einmitt sú manneskja sem ég hefði viljað alast upp með og geta litið upp til og lært af. Þú varst sterk, ákveðin, hörkudugleg o gerðir það sem þú ætlaðir þér og ég tala nú ekki um þegar þínir nánustu áttu í hlut. Þó svo að ég haf komið inn í líf þitt seint þá léstu mig og börnin mín alltaf finna að við værum ein af þínum. Hlýjan og góðmennskan skein í gegnum brosið þitt. Þrátt fyrir að ég sé ekki tilbúin að sleppa af þér takinu þá veit ég og trúi að þú sért komin á góðan stað hjá pabba og Ragnari afa. Þín er sárt sakn- að. Ég vil gjarnan lítið ljóð láta af hendi rakna. Eftir kynni afargóð ég alltaf mun þín sakna. (Guðrún V. Gísladóttir) Anetta, Sunna, Telma Oliver og Erik Haukur. Steinvör og Ragnar. Straumsvík, saumaskapur, snillingar, stoð og stytta, seigla, söngur, skemmtun, sögur, sköp- un, samheldni, samhliða, samein- ing, Sumarlandið. Við bjóðum góða nótt, á meðan húmið sig hjúpar hljótt, lát söngs ljúfa mál, strengja stál, stilla sál. Lát söngsins enduróm yrkja í hjartanu fögur blóm, að skapar lífinu léttan dóm. Nú hljóðnar harpan mín hún til þín, kveðju ber. En brátt með fjör á ný við fögnum því finnumst við hér. Á meðan húmið hljótt breiðir sinn faðm yfir frjálsa drótt, við bjóðum öllum, öllum góða nótt. (Ágúst Böðvarsson) Ásta og Þorleifur. Mig langar til að minnast kærrar vinkonu, Steinvarar Bjarnadóttur (Steinku), sem lést hinn 5. mars síðastliðinn. Ég kynntist Steinku 1972 þeg- ar ég var nýflutt í Hafnarfjörð og við Siggi gengum í ferðaklúbb sem Steinka og Raggi voru í ásamt þrennum öðrum hjónum. Seinna bættust tvenn hjón í við- bót í hópinn. Við ferðuðumst sam- an vítt og breitt í 40 ár, um fjöll og firnindi innanlands og á framandi slóðir erlendis svo sem til Spánar og Taílands. Voru þetta hinar ánægjulegustu ferðir. Steinka var skapgóð og glaðlynd og afskap- lega söngelsk og var oft mikið sungið í ferðunum okkar. Síðustu árin hefur kvarnast úr hópnum, en þeir sem eftir eru halda enn sambandi eftir bestu getu. Steinka var dugnaðarforkur og alla tíð mjög myndarleg húsmóð- ir. Myndlist var hennar líf og yndi. Hún málaði fallegar blóma- og landslagsmyndir og bar heim- ilið vott um listfengi hennar. Steinka og Raggi voru höfðingjar heim að sækja. Ég vil þakka Steinku fyrir góða viðkynningu og skemmtileg- ar stundir og mun minnast henn- ar og sakna eins og hinna ferða- félaganna sem farnir eru úr ferðaklúbbnum okkar. Börnum hennar og fjölskyld- um þeirra sendi ég innilegar sam- úðarkveðjur. Ég vil gjarnan lítið ljóð láta af hendi rakna. Eftir kynni afargóð ég alltaf mun þín sakna. (Guðrún V. Gísladóttir) Sigrún Helga (Rúrý). Steinvör Bjarnadóttir Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram- kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Helga Guðmundsdóttir, umsjón útfara Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Vesturhlíð 2, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.