Morgunblaðið - 12.03.2020, Blaðsíða 12
Langvinn lungnateppa erlangvinnur lungnasjúk-dómur sem á oftast upp-tök sín löngu áður en
hann er greindur. Sjúkdómurinn
veldur öndunarerfiðleikum, því
berkjurnar sem flytja loft til
lungnanna eru að þrengjast og
skemmast. Mæði og þreyta eru al-
geng einkenni sem aukast smám
saman. Þróun sjúkdómsins er oft
hæg og því gera einstaklingar sér
mögulega ekki grein fyrir því að
heilsan er að versna. Einkennin
geta haft áhrif á daglegar athafnir
og dregið úr lífsgæðum. Sjúkdóm-
inn er hægt að meðhöndla og
mikilvægt er að greina hann og
meðhöndla strax til að hægja á
framþróun.
Orsakir og einkenni
Reykingar eru algengustu orsak-
ir sjúkdómsins, þar sem þær geta
skaðað lungun til frambúðar. Einn-
ig geta ýmis efni og ryk valdið
sjúkdómnum. Iðnaðarmenn, bænd-
ur og aðrar stéttir sem vinna eða
hafa unnið í umhverfi þar sem er
ryk, eiturefni og gasefni eru í auk-
inni áhættu. Erfðaþættir geta
einnig haft áhrif.
Mæði, sérstaklega við hreyfingu
Blásturshljóð
Hósti og slímmyndun
Einstaklingar sem hafa haft
sjúkdóminn lengi eru í aukinni
hættu á að fá sýkingar eins og
lungnabólgur, hjartasjúkdóma og
lungnakrabbamein.
Öndunarmæling upplýsir
Greining langvinnrar lungabólgu
fer fram á heilsugæslustöðvum og
sjúkrahúsum. Í viðtali er saga ein-
staklings skráð, einkenni metin og
í kjölfarið er gerð öndunarmæling
sem gefur upplýsingar um ástand
lungnanna. Öndunarmælingar eru
framkvæmdar á heilsugæslu-
stöðvum.
Er einföld rannsókn og tekur
stuttan tíma. Draga þarf djúpt
andann og blása eins hratt og hægt
er í rör sem tengt er við tæki.
Tækið mælir hversu miklu lofti
einstaklingur nær að blása frá
lungunum og hve hratt. Hafi ein-
staklingur eftirfarandi einkenni
ætti að íhuga öndunarmælingu:
Þú ert, eða hefur verið reyk-
ingamaður
Þú ert eldri en 40 ára
Þú hefur haft hósta í langan
tíma
Þú hefur fundið fyrir aukinni
mæði síðastliðin ár
Þú getur ekki gengið upp stiga
án þess að upplifa mæði
Þú hefur gjarnan fundið fyrir
hvæsandi öndun undanfarin ár
Þú getur ekki hreyft þig eins
mikið og áður
Þú hóstar upp slími jafnvel þó að
þú sért ekki með kvefpest
Þú hefur einhvern tíma fengið
meðferð (t.d. innöndunarlyf)
vegna lungnasjúkdóms
Þú hefur einhverjar áhyggjur af
lungnaheilsu þinni
Þér líður eins og þú fáir ekki
nóg loft
Þú finnur fyrir verk við inn- eða
útöndun
Viðhalda styrk og getu
Reykleysismeðferð skiptir sköp-
um í að draga úr skemmdum á
lungnavef. Bólusetning gegn
lungnabólgu er mikilvæg fyrir fólk
með lungnasjúkdóma. Endur-
hæfing og hreyfing er mjög mikil-
væg til að viðhalda styrk og getu
lungna og líkama. Fólk fær æfing-
ar við hæfi og leiðir til að auðvelda
öndun. Innöndunarlyf eru notuð til
að opna öndunarveginn og minnka
bólgur, einnig steratöflur ef þarf.
Súrefni er notað þegar sjúkdómur-
inn er lengra genginn. Skurð-
aðgerðir eru notaðar í örfáum til-
fellum.
Heilsugæslan til taks
Mikilvægt er að sjúklingar með
lungnasjúkdóma séu í góðum sam-
skiptum við fagfólk heilsugæsl-
unnar. Best er að hafa áætlun um
reglulegt eftirlit. Á heilsuveru.is
eru ítarlegri upplýsingar um lang-
vinna lungnateppu og þar er einnig
hægt að taka stutt krossapróf til að
meta einkenni sjúkdómsins.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Aðhlynning Anna Eiríksdóttir, hjúkrunarfræðingur í Mosfellsbæ, með Andra Odd Steinarsson lækni í mælingu.
Lungnateppa
sé greind og
meðhöndluð
Heilsuráð
Jórunn Edda
Hafsteinsdóttir
hjúkrunarfræðingur, Heilsu-
gæslunni í Mosfellsumdæmi
Unnið í samstarfi við Heilsugæslu
höfuðborgarsvæðsins.
Yfirskrift sýningar Félags trérenni-
smiða á Íslandi sem hefst næstkom-
andi sunnudag, 15. mars, í Borgar-
bókasafninu í Árbæ í Reykjavík, er
Skáldað í tré, snúningur í rennibekk.
Á sýningunni verður margt fallegra
muna, sem eru afrakstur vinnu tré-
rennismiða á Íslandi, sem hafa haft
með sér félag sem nú starfað í á þriðja
áratug og eru félagsmenn um 180.
Félagsmenn munu þó ekki láta sér
nægja að sýna gripi heldur ætla þeir
einnig að segja frá vinnunni við
rennslið og jafnvel renna gripi á
staðnum á sýningartímanum. List-
rænna vinnubragða og útsjónarsemi
er þörf í rennismíðinni og eins og
reyndar öllu handverki hverju nafni
sem það nefnist.
Annan sunnudag sýningarinnar, 22.
mars, flytur Jón Guðmundsson, for-
maður félagsins, erindi um þann við
sem fellur til við grisjum í görðum og
hvernig megi nýta hann til að smíða
góða og ganglega gripi. Sunnudaginn
þar á eftir verður sagt meira frá vinnu
við trérennibekk og vinnubrögð sýnd
utandyra ef veður leyfir.
Félag trérennismiða á Íslandi var
stofnað árið 1994 og hefur starfað
óslitið síðan. Tilgangur starf félagsins
er, eins og frá er greint á vefsetri
þess, að efla og bæta trérennismíði á
íslandi með því meðal annars að
mynda fagleg og félagsleg tengsl milli
áhugafólks á þessu sviði. Einnig að
miðla upplýsingum, halda námskeið
og sýningar og vekja áhuga og skiln-
ing almennings og opinberra aðila á
gildi þessarar listgreinar sem byggist
á gömlum hefðum en líka nýjum
vinnubrögðum.
Trérennismíði kynnt í Borgarbókasafninu í Árbænum
Snúningur í rennibekknum
Skálar Snotur smíði og falleg.
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MARS 2020
Aðalfundur
Eikar fasteignafélags hf.
verður haldinn 2. apríl 2020
Aðrar upplýsingar:
Hluthafi getur falið umboðsmanni að sækja hluthafafund
fyrir sína hönd. Umboðsmaður skal leggja fram dagsett og
skriflegt eða rafrænt umboð á eyðublaði eða í samræmi
við eyðublað sem er aðgengilegt á heimasíðu félagsins.
Rafrænt umboð skal senda á netfangið stjornun@eik.is
áður en fundur hefst. Umboð verða ekki afturkölluð svo
gilt sé gagnvart félaginu eftir að þeim hefur verið framvísað
við afhendingu fundargagna eða eftir setningu fundarins,
hvort heldur sem fyrr er.
Hver hluthafi á rétt á að fá ákveðið mál tekið til meðferðar
á aðalfundinum og leggja fram ályktunartillögur ef hann
gerir skriflega eða rafræna kröfu um það til stjórnar
félagsins eigi síðar en kl. 16.00 mánudaginn 23. mars
2020. Hægt er að senda tillögur fyrir fundinn á netfangið
stjornun@eik.is. Hafi hluthafi krafist þess að fá mál tekin
til meðferðar á fundinum eða lagt fram ályktunartillögur
fyrir framangreindan tíma, verða dagskrá og tillögur
uppfærðar á heimasíðu félagsins eins fljótt og auðið er
eftir móttöku þeirra. Endanleg dagskrá og tillögur verða
birtar eigi síðar en fimmtudaginn 26. mars 2020. Mál sem
ekki hafa verið greind í endanlegri dagskrá aðalfundar er
ekki unnt að taka til endanlegrar úrlausnar á fundinum
nema með samþykki allra hluthafa en gera má um þau
ályktun til leiðbeiningar fyrir félagsstjórn.
Á hluthafafundum félagsins fylgir eitt atkvæði hverri einni
krónu í hlutafé. Eigin bréf félagsins njóta ekki atkvæðisréttar.
Atkvæðagreiðslur og kosningar verða einungis skriflegar á
fundinum ef einhver atkvæðisbærra fundarmanna krefst
þess. Stjórnarkjör skal jafnan vera skriflegt ef framboð fleiri
aðila koma fram en nemur fjölda sæta sem kjósa skal um.
Hluthafar geta greitt atkvæði bréflega fyrir fundinn með því
að fylla með skýrum og greinilegum hætti út atkvæðaseðil
sem finna má á heimasíðu félagsins, undirrita og votta
seðilinn, og senda hann með pósti á lögheimili félagsins
eða rafrænt á netfangið stjornun@eik.is. Atkvæðaseðillinn
þarf að uppfylla framangreind skilyrði og berast í síðasta lagi
einni klukkustund fyrir upphaf aðalfundarins svo atkvæðið
teljist gilt.
Frestur til þess að senda tilnefningarnefnd félagsins framboð
til stjórnar rann út 20. febrúar 2020. Tillögur tilnefningar-
nefndar koma fram í skýrslu nefndarinnar sem er aðgengileg
hluthöfum á heimasíðu félagsins. Fresti til að tilkynna um
framboð til stjórnar á netfangið stjornun@eik.is lýkur
sjö sólarhringum fyrir aðalfund, nánar tiltekið kl. 16.00
fimmtudaginn 26. mars 2020. Eyðublöð vegna framboðs
til stjórnarsetu er að finna á heimasíðu félagsins og verða
upplýsingar um frambjóðendur til stjórnar birtar þar og
verða til sýnis á skrifstofu þess eigi síðar en sólarhring eftir að
framboðsfrestur rennur út.
Fresti til að tilkynna um framboð til setu í tilnefningarnefnd
á netfangið stjornun@eik.is lýkur fimm sólarhringum fyrir
aðalfund, nánar tiltekið kl. 16.00 laugardaginn 28. mars
2020. Eyðublöð vegna framboðs til setu í tilnefningarnefnd
er að finna á heimasíðu félagsins og verða upplýsingar um
frambjóðendur birtar á heimasíðu félagsins eigi síðar en
tveimur sólarhringum fyrir hluthafafundinn.
Aðalfundur er lögmætur án tillits til fundarsóknar ef hann
er löglega boðaður, sbr. 11. gr. samþykkta félagsins. Aðal-
fundurinn fer fram á íslensku og verða fundargögn og
atkvæðaseðlar, sem verða afhent á fundarstað, einnig á
íslensku.
Nánari upplýsingar um réttindi hluthafa og annað sem
varðar aðalfundinn, svo sem endanleg dagskrá, tillögur
stjórnar og hluthafa, starfskjarastefna, skýrsla tilnefningar-
nefndar félagsins, eyðublöð vegna umboðs og framboðs
til stjórnar, upplýsingar um atkvæðagreiðslu og atkvæða-
seðill vegna skriflegra kosninga og kosninga fyrir aðalfund,
skjöl sem verða lögð fram á aðalfundi, upplýsingar
um frambjóðendur, upplýsingar um fjölda hluta og
atkvæðafjölda í félaginu, er - eða verður eftir því sem þau
verða til - að finna á heimasíðu félagsins, www.eik.is/
fjarfestar/hluthafar. Auk þess munu viðeigandi gögn
liggja frammi í höfuðstöðvum félagsins, að Sóltúni 26, 105
Reykjavík, þremur vikum fyrir aðalfundinn.
Upplýsingar um tillögur stjórnar um breytingar á starfskjara-
stefnu félagsins og samþykktum ásamt greinargerð
með þeim má finna í heild sinni á heimasíðu félagsins,
www.eik.is/fjarfestar/hluthafar. Í stuttu máli lúta tillög-
urnar að eftirfarandi:
• Lögð er til breyting á grein 4.3 í starfskjarastefnu
félagsins. Lagt er til að hámark árangurstengdra
greiðslna, sem hlutfall ofan á heildarlaun
starfsmannsins sem umbunað er, á ársgrundvelli,
verði hækkað í 16%. Tillögunni er ætlað að auka
svigrúm félagsins til þess að umbuna starfsmönnum
fyrir árangur í starfi.
• Lögð er til breyting á fjölda hluta í 4. gr. samþykkta
félagsins verði tillaga um lækkun hlutafjár samþykkt.
1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins síðastliðið starfsár
2. Ársreikningur og samstæðureikningur félagsins, ásamt skýrslu endurskoðanda, lagðir fram til
staðfestingar
3. Ákvörðun um hvernig fara skuli með hagnað eða tap félagsins á reikningsárinu og greiðslu arðs
4. Ákvörðun um þóknun til stjórnar og nefnda fyrir störf þeirra fyrir komandi starfsár
5. Tillaga félagsstjórnar um starfskjarastefnu félagsins
6. Kosning félagsstjórnar
7. Kosning tveggja fulltrúa í tilnefningarnefnd
8. Kosning löggilts endurskoðanda eða endurskoðunarfélags
9. Heimild til kaupa á eigin hlutum
10. Tillaga um lækkun hlutafjár
11. Önnur mál sem löglega eru fram borin
Stjórn Eikar fasteignafélags hf. boðar til aðalfundar í félaginu. Fundurinn verður
haldinn á Nauthóli, Nauthólsvegi 6, 102 Reykjavík, fimmtudaginn 2. apríl 2020 og
hefst stundvíslega kl. 16.00.
Eik fasteignafélag hf.
Sóltún 26, 105 Reykjavík
www.eik.is
Drög að dagskrá fundarins eru svohljóðandi:
Framkvæmd aðalfundar félagsins kann að verða breytt með hliðsjón af tilmælum stjórnvalda eða öðrum viðbrögðum
vegna kórónaveirunnar (COVID-19). Upplýst verður um ráðstafanir af þessum sökum eftir því sem við verður komið.
Reykjavík, 12. mars 2020
Stjórn Eikar fasteignafélags hf.