Morgunblaðið - 12.03.2020, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 12.03.2020, Blaðsíða 66
Síðasta veiðiferðin er fyrsta leikna kvik-mynd félaganna Arnar Marinós Arnar-sonar og Þorkels Harðarsonar sem áðurhafa gert vandaðar og áhugaverðar heim- ildarmyndir. Hér er á ferðinni gamanmynd um hóp miðaldra karlmanna, vina sem halda saman norður á land í laxveiði. Mun handrit Arnar og Þorkels að stóru leyti byggt á sönnum sögum og þær eru flest- ar lyginni líkastar. Sagan er ekki flókin og best að segja sem minnst til að skemma ekki grínið. Í stuttu máli er hún á þá leið að vinahópur kemur saman til að veiða lax og fljótlega fer allt úr böndunum sökum ofneyslu áfengis. Óvæntar uppákomur og eignatjón koma við sögu og menn muna í flestum tilfellum ekkert eftir því hvað gerðist. Mestur er óttinn við eigin- konur og kærustur, hvernig á að útskýra þetta fyrir þeim þegar heim er komið? Þær fáu konur sem koma við sögu eru rödd skynseminnar, biðja karl- ana að haga sér vel eða refsa þeim fyrir slæma hegðun. Sumir karlar hafa gott af því að fá spark í punginn endrum og eins. Persónur eru kynntar stuttlega til sögunnar í upphafi myndar. Þorsteinn Bachmann leikur Val, snobbarann í hópnum sem er auðugur fjárfestir með stjórnunaráráttu. Valur gerir ítrekað lítið úr vinum sínum og þá einkum mági sínum, Magga, sem er með í för en hann leikur Halldór Gylfason. Hilmir Snær leikur Jónsa sem virðist vera töffarinn í hópnum, setur strax í lax og lætur fátt á sig fá. Hann hittir fyrrverandi verkfræðikennara sinn, Óla, sem leikinn er af Jóhanni Sigurðarsyni, í veiði- búð og býður honum með í veiðina. Óli þessi virðist í fyrstu ekki mjög áhugaverður en annað kemur í ljós þegar hann segir frá ferðalögum sínum og ævintýrum yfir fyrstu kvöldmáltíð veiðihópsins. Óborganlegt atriði. Hjálmar Hjálmarsson leikur Kolla sem maður fær lítið að vita um og Þröstur Leó er sá drykkfelldasti í vinahópnum og vílar ekki fyrir sér að stela úr búðum og sækja mat í rusla- gáma. Þröstur og Hjálmar eru frábært dúó og ófeimnir við að spranga naktir um árbakkana. Síðasta veiðiferðin minnir að vissu leyti á aðra gamanmynd um félaga sem fara í fyllirísferð og gera mikinn óskunda. Hangover heitir hún og segir af vinum sem fara til Las Vegas til að steggja einn þeirra en týna honum og þurfa að rekja spor sín til að komast að því hvað gerðist. Neysla áfengis og vímuefna hefur algjörlega rænt þá minninu, líkt og í Síðustu veiðiferðinni. Hörmungarnar eru að vísu ekki alveg jafnsvakalegar í Síðustu veiðiferðinni og þær eru í Hangover og nær því að vera trúverð- ugar. Enda mun þetta allt hafa gerst í ónefndum veiðiferðum ónefndra manna, ef rétt er skilið, og handritið að stórum hluta byggt á flökkusögum. Nú kann einhver að spyrja hvort þessi gaman- mynd tveggja miðaldra karla um miðaldra karla í veiðiferð eigi eitthvert erindi við aðra en miðaldra karla? Jú, hún á erindi og hafa leikstjórarnir sagt frá því að konur hafi hlegið mest á prufusýningum á myndinni. Sjálfur fór ég með syni mínum á tánings- aldri á myndina og honum þótti hún bæði fyndin og bráðskemmtileg. Hún er ekki bönnuð börnum og óþarfi að hafa áhyggjur af því að hún hafi skaðleg áhrif á unga áhorfendur. Karlar sem haga sér eins og fífl hafa löngum þótt góð skemmtun, sjá til að mynda þá Klovn-félaga, Frank og Kasper. Hand- ritshöfundar Síðustu veiðiferðarinnar hefðu jafnvel mátt ganga enn lengra í svörtum húmor og bæta í dramatíkina og hörmungarnar. Annars er hand- ritið gott á heildina litið, samtöl vel skrifuð og skondin og leikarahópurinn er frábær. Þessir þaul- reyndu menn ná afar vel saman og kitla hressilega hláturtaugarnar. Ekki get ég dæmt um hversu sannfærandi veiði- atriðin eru, þóttist reyndar sjá steindauðan fisk dreginn á land en það skipti litlu máli. Mikið grín er gert að því að veiðimenn noti fluguna Rauður Fran- ces sem mér skilst, af mér fróðari mönnum um lax- veiði, að sé oft skráður í veiðibækur þegar veiði- menn hafa í raun notað maðk. Í einu atriða myndar- innar laumar einmitt einn veiðimannanna maðki upp á slíka flugu, sem styður þessa kenningu. Upphafi og endi sögunnar er svo skemmtilega hnýtt saman með sjálfum Bubba Morthens sem verður að hálfgerðu átrúnaðargoði og sameiningar- tákni hinna ólíku veiðifélaga. Hið stórkostlega rokklag Bubba og GCD, „Sumarið er tíminn“, er spilað á leiðinni norður og hressilega tekið undir og myndinni lýkur einnig á laginu. Bubbi kemur þá við sögu og er ég ekki að ljóstra upp um neitt, þar sem fjallað var um þátttöku hans í kvikmyndinni í fjöl- miðlum í fyrra. Þetta er skondin hugmynd hjá handritshöfundum og sterk því ef einhverjir eru aðdáendur Bubba í dag þá eru það karlar um og rétt yfir miðjan aldur. Karlar sem horfðu á Bubba beran að ofan og öskrandi á sviði með Utangarðs- mönnum og hugsuðu með sér, já, þetta er sko töff- ari! Bubbi verður í myndinni að einhvers konar táknmynd karlmennskunnar, poppstjarnan og veiðimaðurinn sem heldur sér í formi með hnefa- leikum og ræktar rósir á sumrin. Bæði mjúkur og harður. Bubbi hnýtir síðustu fluguna listilega og aðdáunarfull augnaráð leikaranna þegar hann hef- ur upp raust sína eru fullkominn endir á þessu spaugilega sumarævintýri. Sumarið er jú tíminn þegar miðaldra karlar fara í veiðiferð og fá útrás fyrir allar þær tilfinningar sem kraumað hafa innra með þeim, tilfinningar sem þeim var ungum kennt að bera ekki á torg og halda fyrir sjálfa sig. Sumarið er tíminn þegar konur springa út en karl- ar springa á limminu. Sumarið er tíminn … Óþekktarormar Vinahópurinn á veggspjaldi Síðustu veiðiferðarinnar sem er vel heppnuð gamanmynd. Laugarásbíó, Háskólabíó og Sambíó Keflavík Síðasta veiðiferðin bbbbn Leikstjórn og handrit: Örn Marinó Arnarson og Þorkell Harðarson. Aðalleikarar: Þorsteinn Bachmann, Halldór Gylfason, Hilmir Snær Guðnason, Jóhann Sigurðarson, Hjálmar Hjálmarsson og Þröstur Leó Gunnarsson. Ísland, 2020. 80 mín. HELGI SNÆR SIGURÐSSON KVIKMYNDIR 66 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MARS 2020 Ásta Marý Stef- ánsdóttir sópran- söngkona og Snorri Sigfús Birgisson píanó- leikari koma fram á hádegis- tónleikum í Frí- kirkjunni í Reykjavík í dag, fimmtudag, og hefjast þeir klukkan 12. Yfirskrift tónleikanna er „Vorar samt“ og eru þeir í tón- leikaröðinni Á ljúfum nótum í Frí- kirkjunni. Á efnisskránni eru verk eftir norska tónskáldið Edvard Grieg (1843-1907). Tónleikarnir standa í um hálfa klukkustund. Tónleikar um að það vori samt Snorri Sigfús Birgisson Margverðlaunuð tónlist Hildar Guðnadóttur við kvikmyndina Joker, sem færði henni bæði Ósk- ars- og Bafta-verðlaun, verður flutt á tveimur tónleikabíósýningum hér á landi af Kvikmyndahljómsveit Íslands, SinfoniaNord. Stjórnandi verður Guðni Franzson, faðir tón- skáldsins. Fyrri bíótónleikarnir verða í Eldborgarsal Hörpu 31. maí og hinir seinni í Hofi á Akureyri 13. júní. Kvikmyndinni verður varpað á stórt tjald, með tali og áhrifa- hljóðum um leið og stór sinfóníu- hljómsveitin leikur hina áhrifaríku tónlist Hildar. Tónlist Hildar við kvikmyndina verður flutt víða í tónleikasölum í Evrópu í vor undir heitinu Joker - Live in Concert. AFP Tónskáldið Hildur Guðnadóttir með Ósk- arsverðlaunin fyrir tónlistina við Joker. Tónlist Hildar á bíótónleikum Hinni vinsælu tónlistarhátíð Coach- ella í Suður-Kaliforníu, sem stóð til að halda um tvær helgar í apríl eins og vant er, hefur verið frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Skipuleggjendur hafa boðað að há- tíðin verði haldin í október en ekki fylgir sögunni hvort sömu lista- menn komi fram og áttu að skemmta gestum í apríl, með Trav- is Scott, Frank Ocean og Rage Against the Machine efst á blaði. Áður var búið að aflýsa South by Southwest tónlistar- og tæknihátíð- inni sem átti að hefjast í Austin í Texas í dag í 34. skipti. Alls kyns viðburðir eru venjulega úti um borgina þá níu daga og hafa skipu- leggjendur lýst yfir að þar sem þeir hafi ekki tryggingu sem hjálpi þeim við að standa straum af kostnað- inum verði þeir nú að segja upp stórum hluta starfsfólks hátíðar- innar. Og enn fleiri tónlistarhátíðir hafa verið blásnar af vestanhafs; kántríhátíðin Stagecoach, sem haldin er árlega í Indigo í Kali- forníu í apríl, mun verða í október. Ljósmynd/Goldenvoice Vinsæl Frá síðustu Coachella-hátíð. Coachella verður haldin í október Hinni vinsælu og árlegu hönnunar- hátíð HönnunarMars mun verða seinkað í ár vegna kórónuveiru- faraldursins. Í tilkynningu frá Hönnunarmiðstöð segir að í ljósi fordæmalausra aðstæðna hafi „stjórn og stjórnendur Hönnunar- Mars ákveðið að færa hátíðina fram í lok júní. Ákvörðunin er tekin að vel ígrunduðu máli og í nánu sam- tali við þátttakendur og samstarfs- aðila.“ HönnunarMars er tólf ára hátíð „sem fæddist í miðju hruni,“ segir í tilkynn- ingunni, „og hef- ur því frá upp- hafi verið boðberi bjart- sýni, nýsköpunar og nýrra leiða. Hann mun því koma inn með krafti, veita inn- blástur, gleði og varpa ljós á kraumandi skapandi kraft hönn- unarsamfélagsins hér á landi. Það eru bjartari tímar fram- undan, mætum tvíefld til leiks með hækkandi sól!“ HönnunarMars frestað fram í júní Frá sýningu á Hönn- unarMars 2018.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.