Morgunblaðið - 12.03.2020, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 12.03.2020, Blaðsíða 47
MINNINGAR 47 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MARS 2020 ✝ Matthildur Ó.Bjarnadóttir fæddist í Reykjavík 27. maí 1952. Hún lést í Bandagerði á Lögmannshlíð á Ak- ureyri 4. mars 2020. Foreldrar hennar voru hjónin Bjarni S. Bjarnason og Ing- unn Jónsdóttir. Bræður Matthildar eru Jón Bjarni, f. 16. júní 1949, giftur Svanhvíti Þór- arinsdóttur, og Brynjar Hólm, f. 18. júní 1955, giftur Bjargeyju Ingólfsdóttur. Hinn 8. nóvember 1975 giftist Matthildur Kristni Eiríki Bóas- syni skrúðgarðyrkjumeistara, f. 23. október 1951. Börn þeirra eru: 1) Herborg, f. 15. mars 1977, andi heimili af þeim sökum. Eftir landspróf frá Gagnfræðaskóla Kópavogs fór Matthildur í Garð- yrkjuskóla ríkisins á Reykjum í Ölfusi og útskrifaðist þaðan sem garðyrkjufræðingur árið 1974. Eiríkur og Matthildur bjuggu fyrst í Hafnarfirði og Ytri-Njarð- vík en fluttu til Akureyrar 1980. Árið 1984 reistu þau sér hús á Rein í Eyjafjarðarsveit og hafa búið þar síðan en síðustu misseri dvaldi Matthildur í Lögmannshlíð á Akureyri vegna heilsubrests. Á Rein stofnuðu þau hjónin í félagi við Árna Steinar Jóhannsson garðyrkjustöð sem þau ráku um langt árabil. Eftir það starfaði Matthildur í Lystigarðinum á Ak- ureyri frá 1996 til 2013. Hún var mikill náttúruunnandi og útivist- arkona og fuglaskoðun var mikið áhugamál hennar á seinni árum. Þá starfaði hún lengi með Freyv- angsleikhúsinu við búningasaum og fleira. Útför Matthildar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 12. mars 2020, klukkan 13.30. hennar maki er Bergsveinn Snorra- son og börn þeirra eru Ragnheiður Milla og Magnús. 2) Bjarni, f. 7. ágúst 1979, kona hans er Dagný Rut Haralds- dóttir og synir þeirra eru Haraldur Bjark- an, Víkingur Guðni og Bóas Elí. 3) Bóas, f. 13. mars 1982, kona hans er Þórey Anna Grét- arsdóttir og dóttir þeirra er Elísa. Matthildur ólst upp í foreldra- húsum í Reykjavík og Kópavogi en mörg sumur var hún ásamt móður sinni og bræðrum hjá frændfólki sínu á Svertingsstöðum í Miðfirði en Bjarni faðir hennar var sjómaður og oft lengi fjarver- Móðir er eitt fallegasta orðið okkar en að vera móðir getur oft verið flókið en ætli það sé ekki nokkuð lýsandi fyrir samband okkar mömmu, oft fallegt en líka flókið. Mamma var svo margt, hún gat verið svo hress, skemmtileg, fynd- in og mikill húmoristi en hún gat líka verið hávær, köld, skapstór og lokuð persóna. Mamma unni sér best úti í náttúrunni innan um trén, blómin og fuglana og það sem hreif hana mest var umhverf- ið, blómin, náttúran, sólin og birt- an. Þá heyrðist ósjaldan „sjáðu hvað þetta er fallegt“, oft þurfti ekki mikið til, bara litlu hlutina. Það skemmtilegast sem hún gerði var að ferðast, hvort sem það var í bíltúr með Emilíu vin- konu sinni að skoða fugla eða lang- ar ferðir með pabba og vinum í aðrar heimsálfur. Mamma var konan í garðinum, eldhúsinu, hún prjónaði, föndraði, lagaði og bætti, hún var Matta á Rein, amma í sveitinni og mamma mín. Handlagin, ákveðin og vand- virk. Hún sýndi væntumþykju í verki en ekki í orði, laumaði að mér og börnunum fallegum gjöf- um og þær bestu voru þær sem voru handgerðar. Þegar lífið fór loks að leika við hana og hún sá fram á tíma þar sem hún gæti sinnt sér og ferðast að vild þá fór að bera á veikindum. Einkennin voru skrýtin og óljós og hún átti alltaf erfitt með að ræða það sem var að gerast, kannski fannst henni eins og hún væri að bregðast sjálfri sér þar sem minn- ingar fóru að gleymast og auðveld handtök urðu mjög flókin og erfið og þannig lituðust síðustu árin hennar af stöðugri baráttu um að halda líkamlegri færni. Það eru ekki veikindin hennar sem standa upp úr lífshlaupi hennar þó að þau hafi litað líf hennar síðustu árin. Þá er gott að hugsa og fara til baka á sólríkan Jónsmessumorg- un þegar ég var búin að eyða nótt- inni á fæðingardeildinni á Akur- eyri við að koma fyrsta barninu mínu og fyrsta barnabarninu hennar í heiminn. Rétt fyrir fæð- inguna staldra ég við og bið Begga mann minn um að hringja í mömmu og biðja hana um að koma og vera hjá okkur. Það var ekki langt fyrir hana að koma en hún vann í Lystigarðinum. Hún kom, náði að fara úr vinnubuxunum og svo fæddist barnið og það fyrsta sem ég heyri er að hún segir „þetta er stelpa“, við grétum öll og hún klippti á naflastrenginn. Við svona minningar er gott að staldra við og eiga þær í hjarta sér. Eins erfitt og það var fyrir mig að eiga hana fyrir móður þá er ekkert jafn erfitt fyrir mig og að hafa horft upp á hana fjara smán saman í burtu frá okkur og á end- anum missa hana. Ást, Herborg. Tár Undir bráhárum bíða þau ferðar, seltublandin á sorgarstundu. Greiddu þeim för; gef þeim frelsi. (Hrafnkell Valdimarsson) Nú þegar Matta er laus úr óminnisfjötrunum viljum við skólafélagar hennar úr Garð- yrkjuskóla ríkisins minnast henn- ar með örfáum orðum. Matta var alla jafna bráðhress og skemmti- leg og sjaldan lognmolla í kringum hana. Ekkert væl, gerð’etta með stæl var hennar stíll. Undir yfir- borðinu bjó þó afskaplega hlý og umhyggjusöm persóna. Matta var nostursöm nostraði við allt sem hún gerði, hagsýn og útsjónarsöm. Umhyggja Möttu átti sér lítil takmörk og nutu fjölskyldan, vin- irnir, fuglarnir, húsdýrin, blómin og allt sem hún umgekkst góðs af. Það er jafnan sagt um konur að þær geti gert margt í einu og Matta var ein af þeim. Hún var oft með marga bolta á lofti í einu. Hún var mikill grúskari, fróð og víðles- in. Við skólafélagarnir höfum hald- ið vel hópinn í þau 46 ár sem eru síðan við útskrifuðumst. Eftir- minnileg eru öll ferðalögin bæði utan lands og innan. Þar mætti Matta alltaf til leiks, vel lesin og búin að kynna sér alla staðhætti, skipti þá engu hvort um var að ræða pýramídana í Egyptalandi eða fágætar plöntur á Víknaslóð- um. Frá öllum þessum ferðum eig- um við ómetanlegar og dýrmætar minningar. Hver man ekki eftir rútuferð vestur á Strandir þegar sprakk sjö sinnum á rútunni, eða sól og blíða í Kerlingarfjöllum þegar við stelpurnar renndum okkur niður snjóskafla berar að ofan. Á kveðjustundum er gott að geta farið í minningabankann og rifjað upp þær fjölmörgu glað- væru stundir sem við höfum átt saman. Það er einlæg ósk okkar að sumarlandið taki á móti Möttu blómum prýtt og við munum hitta hana þar káta og hressa í rönd- óttum bol þegar okkar jarðvist lýkur. Við Hásefingar sendum ást- vinum Möttu innilegar samúðar- kveðjur og þökkum henni fyrir samfylgdina. Rannveig Einarsdóttir og Lára Jónsdóttir. Matthildur Ó. Bjarnadóttir ✝ ReinholdGreve fæddist 10. september 1926 í Lübeck, Þýska- landi. Hann lést á Borgarspítalanum 3. mars 2020. For- eldrar hans voru Jóhannes Greve, f. 2.1. 1894, og El- isabet Eulert, f. 5.11. 1898. Systkini Rein- holds voru Grethe Zeidler, Marta Krause, Hildegard Sager, Elisabeth Boehm og Waltraud Greve. Hann hét fullu nafni var Rein- hold Edmund Ludwig Hans, en hann var yngstur í systk- inahópnum, gælunafn hans var Bubbi. Uppvöxtur Reinholds var í Lübeck. Reinhold var kallaður í þýska herinn 1943. Hann var sendur á austurvígstöðvarnar í nágrenni Kiev í Úkraínu. Hann særðist í gagnárás Rússa 1945 og eftir stutt stopp á spítala í Leipzig var hann sendur á vest- kynntist móður okkar, Gyðu Örnólfsdóttur, stuttu seinna. Þau giftust 1952. Þau eignuðust fimm syni, Örn Jóhannesson, f. 10.4. 1952, fyrst trúlofaður Dag- björtu Ólafsdóttur og eiga þau eina dóttur, Margréti Örnu. Örn giftist Hrafnhildi Gunn- arsdóttur og ólu þau upp börn Hrafnhildar af fyrra hjóna- bandi, Önnu Grétu og Gunnar Hauk. Örn og Hrafnhildur eign- uðust eina dóttur, Hildi Ýri. Hrafnhildur lést árið 2010. Í dag búa Örn og Dagbjört saman. Jó- hannes Jóhannesson, f. 11.8. 1955, giftur Gitte Jepsen og eiga þau tvo syni, Kristian og Magn- us. Reynir Jóhannesson, f. 17.11. 1957, giftur Patricia Johann- esson og eiga þau tvo syni, Kristofer Thor og Alexander Robert. Róbert Jóhannesson, f. 18.7. 1961, giftur Malene Wich- mann Larsen, eiga þau tvær dætur, Helgu og Önnu. Viðar Jóhannesson, f. 21.6. 1966, gift- ur Önnu K. Sigurðardóttur, eiga þau tvo syni, Aron Þór og Pat- rek. Útför Reinholds fer fram frá Árbæjarkirkju í dag, 12. mars 2020, klukkan 13. urvígstöðvarnar í Hollandi. Þar var hann var tekinn til fanga af Banda- ríkjamönnum í mars 1945. Rein- hold var sem stríðs- fangi í Englandi næstu tvö árin. Hann kom til Þýskalands í sept- ember 1947. Hann vann meðal annars hjá Bandaríkjamönnum við ruðning og eyðileggingu stríðs- vopna. Í 1948 og ’49 vantaði vinnufólk við landbúnaðarstörf á Íslandi, Hann kom til landsins í mars 1949 með togaranum Bjarna riddara en hann stefndi á að vinna í eitt ár á bænum Ár- nesi í Andakílshreppi. Landbún- aðarstörfin áttu þó ekki við hann og fór hann til Reykjavík- ur þar sem ætlunin var að finna skip sem sigldi til Ameríku. Til allra heilla fékk hann vinnu í smiðju Kristjáns Gíslasonar, við fag sitt, sem rennismiður. Hann Árið 1949 fór ég síðasta sum- arið mitt í sveitina í Árdal í Andakílshreppi. Þá var komið rafmagn á bæinn og líka trak- tor. Þar var fyrir félagi minn Oddur Benediktsson eins og undanfarin sumur. Ljúfur drengur sem mér varð aldrei sundurorða við. Þarna var líka kominn vinnu- maður þýzkur, Reinhold. Hár vexti, grannvaxinn, ljóshærður. Alger erkitýpa af þýzkum her- manni eins og þeir birtust á bíó. Við Oddur höfðum báðir lært ensku, hann í Landakotsskóla en ég hjá ömmu Sigríði. Þessi kunnátta gerði það að verkum að við gátum alveg haft sam- neyti við þýzkarann sem við unnum með dagleg störf. Jón bóndi frá Gilsbakka hafði verið í Ameríku og kunni ensku. Ég reyndi að tala við Rein- hold dálítið um Rússlandsstríð- ið sem hann var kominn úr og hann lét loks til leiðast að segja mér fátt eitt í trúnaði til að svara forvitnum og ágengum spurningum mínum. Ég man að hann spurði mig og horfði fast í augun mín hvort mér fyndist hann ekki vera morðingi af því að hann hefði orðið að skjóta mann í stríðinu þegar um var aðeins að velja hann sjálfan eða hinn. Ég man að mér fannst ég, tæpra tólf ára gamall, vera fyllilega sáttur við hans ærlegu frásögn og það skipti mig máli að skilja hann. Og samvera okkar þetta sumar var einstak- lega ljúf og góð. Hann skipti aldrei skapi þó að við pjakk- arnir værum leiðinlegir við hann, sem við vorum auðvitað oft. Gússý frænka, söngkona, var þarna í Árdal um tíma og þau Reinhold gátu talað saman þýzku og hún bað okkur Odd stundum um að vera betri við hann í umgengni þegar við vor- um of ósvífnir. Albert Klahn kom þarna við og eins kom pabbi í heimsókn og þá naut Reinhold þess að tala sína tungu. Og við urðum góðir vinir og þótti vænt hvorum um annan. Störfuðum saman hvern dag. Hann var alltaf í góðu skapi og ljúfur og þolinmóður í um- gengni við mig. Miðað við hvað- an hann kom og hvað hann átti mikinn hrylling að baki segir það sína sögu um skapgerð þessa manns og kosti. Það var kominn traktor í Ár- dal merktur Marshall-hjálpinni. Massey Harris með óláns sláttuvél dreginni sem Reinhold varð að ýta niður afturábak með annarri hendi og stýra með hinni samsíða akstursstefnunni. Hann var eins og krossfestur við sláttinn. Svo leið þetta sumar. Við sáumst varla eftir þetta og þannig týndist tíminn. Fyrr en einn dag í Sundlaugunum fyrir nokkrum árum að Reinhold heilsaði óvænt upp á mig og þekkti mig aftur. Sagði mig ekki hafa breyzt svo mikið. Síðan héldum við kunnings- skap og ég heimsótti hann í Hraunbæinn fyrir einum tveim- ur árum og við spjölluðum sam- an dagsstund. Ég var alltaf á leiðinni til hans aftur en frest- aði því of lengi. Ég spurði hann einhvern tímann hvort hann vildi ekki skrifa minningar sín- ar úr stríðinu. NEI!, sagði hann ákveðið, það fer með mér í gröfina. Samt var dálítið skrif- að eftir honum í Morgunblaðinu um hans erfiðu reynslu sem segir undan og ofan af dögum hans. En það er bjart yfir minn- ingum mínum um Reinhold Greve rennismið. Mér var alltaf hlýtt til þessa mannkostamanns og er þakklátur fyrir að hafa átt vináttu hans. Halldór Jónsson. Reinhold Greve Okkur langar að minnast kærrar vinkonu, Halldóru Elísabetar Kristjánsdóttur, sem í dag er kvödd hinstu kveðju. Hugurinn hverfur aftur til ársins 1966, í lok ágúst, en þá nýgift fórum við Björg til Þrándheims í Noregi þar sem ég hóf nám við Tækniskólann þar í bæ. Í skólanum voru nokkrir Ís- lendingar og einn þeirra var Daði Ágústsson sem í dag kveð- ur lífsförunaut sinn. Við vorum svo heppin að kynnast strax þessum ungu hjónum Dóru og Daða. Þau bók- staflega tóku okkur upp á sína arma og liðsinntu og leiðbeindu á allan hátt og ekki leið á löngu þangað til við höfðum fyrir þeirra tilstilli leigt herbergi, með aðgang að eldhúsi í sama húsnæði og þau voru í fyrir. Þarna tókst með okkur vin- átta sem hefur varað allar götur síðan í 54 ár. Þau voru þarna á síðasta námsári, þannig að samveran í þetta sinn var aðeins tæpt ár en óhætt er að segja að þau voru okkur, sem vorum að hefja bú- skap, afskaplega góð fyrirmynd. Að námi loknu fluttum við til Seyðisfjarðar, en Dóra og Daði höfðu þá haslað sér völl í Reykjavík. Við tókum upp þráð- inn þar sem frá var horfið í Þrándheimi og samskiptin voru heilmikil, heimsóknir þeirra til Seyðisfjarðar voru alltaf til- hlökkunarefni og við vorum ávallt velkomin á þeirra heimili. Dóra og Daði voru frá unga aldri mikið útilegufólk og fljót- lega var okkur boðið að taka þátt í ferðum þeirra um landið, sem oftar en ekki voru ferðalög um óbyggðir. Þau, ásamt nokkrum vinum, höfðu stofnað Litla ferðafélagið sem venjulega var kallað úti- Halldóra Elísabet Kristjánsdóttir ✝ Halldóra El-ísabet Krist- jánsdóttir fæddist 25. júní 1944. Hún andaðist 29. feb. 2020. Halldóra var jarðsungin 11. mars 2020. leguhópurinn. Með þessum útileguhópi höfum við átt margar af okkar bestu stundum. Dóra var falleg, skemmtileg og góð kona með mikla út- geislun. Hlátur hennar var hár, hvellur og afar smitandi og hennar er sárt saknað. Við biðjum góðan Guð að blessa minningu hennar og vaka yfir þeim sem henni voru kær- ust, Daða, Snorra, Hildi og Kristjáni og fjölskyldum þeirra. Björg og Theodór Blöndal. Mesta hamingjan í lífinu er að vera hluti af góðri góðri fjöl- skyldu og næst því er að eiga góða vini. Við hjónin höfum ver- ið afar lánsöm að eiga Dóru og Daða sem trausta og hjarta- hlýja vini í áratugi. Samband okkar hófst með útilegum og efldist þegar við eignuðumst synina Kristján og Óskar Þór með viku millibili árið 1980. Ferðalög erlendis fylgdu starfi Daða og stundum fór Dóra með honum. Við hjónin vorum í sömu stöðu. Við höfðum stund- um það fyrirkomulag á meðan börnin voru ung að þau fluttu á heimili hvert annarra í fjarveru foreldra. Oft var fjör í stækkaðri fjölskyldu en börnin okkar eiga góðar minningar frá þessum tíma. Í áratugi vorum við hluti af ferðahópi sem leiddur var af Dóru og Daða. Við hófum ferða- lögin í upphafi með því að gista í skólahúsum, síðan komu útileg- ur í tjaldi, þá í tjaldvagni og svo kom ferðavagn. Margar dásam- legar stundir höfum við átt við með þeim hjónum ásamt börn- um og öðrum góðum félögum í útilegum og gönguferðum á lág- lendi sem á hálendi. Þessir ánægjulegu dagar gleymast aldrei og munu verða sólargeisl- ar í minningu okkar. Þórsmerk- urferðirnar standa upp úr en þær voru einstakar og eftir- minnilegar og ekki síst fyrir börnin sem útskrifuðust þar úr Ferðaskóla Daða. Löngum ánægjulegum stundum var varið í rabb við tjaldskörina í morg- unmatnum og eftir gönguferð dagsins og ríkulegan kvöldverð. Dóra var einstök persóna, alltaf jákvæð og létt í lund á hverju sem gekk í útilegunum. Hún lyfti þeim upp sem um- gengust hana og auðgaði líf okk- ar. Við erum þakklát fyrir allar góðu og skemmtilegu stundirnar sem við höfum átt saman. Henn- ar verður sárt saknað í framtíð- inni. Við sendum Daða og fjöl- skyldu innilegar samúðarkveðjur á þessum sorg- ardegi. Elín og Þráinn. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein- ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand- endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýs- ingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírn- arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.