Morgunblaðið - 12.03.2020, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.03.2020, Blaðsíða 20
Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Febrúarmánuður var þriðji illviðra- mánuðurinn í röð á landinu. Og sá fjórði, marsmánuður, gæti bæst í hópinn, en gular viðvaranir voru í gildi á norðanverðu landinu í gær. „Jú, veturinn hefur verið með ill- viðrasamara móti – en hann er ekki búinn. Mars er formlega vetrarmán- uður líka,“ segir Trausti Jónsson veðurfræðingur. Hann hefur ekki trú á að veturinn verði kenndur við veðurfarið, miklu fremur við kórónu- veiruna sem nú herjar á heimsbyggð- ina. Nýliðinn febrúar var fremur kald- ur um land allt. Úrkomusamt var á Norður- og Austurlandi. Samgöngur riðluðust margoft vegna óveðurs. Versta veðrið var þann 14. þegar mikið austanveður gekk yfir landið og bættist í hóp verstu illviðra síð- ustu ára. Mikið tjón hlaust af veðr- inu, einkum á Suðurlandi, Suðaustur- landi og á Faxaflóasvæðinu, þar sem veðrið var einna verst. Loftþrýst- ingur var óvenju lágur yfir landinu í febrúar. Svo segir í tíðarfarsyfirliti Veðurstofunnar fyrir febrúar. Veturinn hefur verið tvískiptur að segja má. Nóvembermánuður var óvenju hægviðrasamur og tíð hag- stæð um landið. Dró til tíðinda í desember Til tíðinda dró síðan í desember. Mikið norðanóveður gekk yfir landið dagana 10. til 11. desember sem olli miklu tjóni. Verst var veðrið á Ströndum, Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra. Mikil ísing og fannfergi fylgdu óveðrinu sem olli því að hundrað hross fennti í kaf, skemmdir urðu á rafmagnslínum með tilheyrandi rafmagnstruflunum og mikil röskun varð á samgöngum. Mánuðurinn var óvenju úrkomusam- ur á norðanverðu landinu og mældist úrkoman þar víða sú mesta sem vitað er um í desember. Janúar var sömuleiðis mjög ill- viðrasamur. Meðalvindhraði var óvenju hár og sá hæsti síðan í febr- úar 2015. Illviðrisdagar voru óvenju margir, með því mesta sem hefur verið. Úrkoma var vel yfir meðallagi um mestallt land. Mjög snjóþungt var á Vestfjörðum og féllu tvö stór snjóflóð á Flateyri og það þriðja í Súgandafirði þann 14. Samgöngur riðluðust margoft í mánuðinum vegna óveðurs. Þetta eru lýsingar úr tíðarfarsyfirliti Veðurstofunnar yfir þessa mánuði. Margir tala um að þeir muni ekki aðra eins ótíð. En veðurminni er óglöggt. Ekki þarf að fara lengra en fimm ár aftur í tímann til að finna álíka vetur. „Vindaveturinn mikli, Belgingur og Rokrassgat hið mikla eru meðal þeirra tillagna sem fram hafa komið um heiti á vetrinum sem nú stendur yfir. Lægðir með tilheyrandi hvass- viðri og ófærð hafa sett mark sitt á veturinn,“ sagði frétt á vef Ríkis- útvarpsins 11. mars 2015. Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur sagði þar að veturinn væri líklega sá stormasamasti það sem af væri öld- inni og á pari við veturna upp úr 1990. Hún taldi þó að fólk liti veðrið ef til vill öðrum augum en fyrir nokkrum árum, meðal annars vegna þess að fleiri legðu fyrir sig útivist og vegna þeirra mörgu ferðamanna sem færu um landið á veturna, ólíkt því sem áður var. Minnst 37 lægðir hefðu farið yfir landið frá 1. nóv- ember 2014 og sjaldan liðið meiri en þrír dagar milli stormviðvarana og samgöngutruflana. Elín Björk benti þó á að ýmislegt vantaði sem áður hefði einkennt þá vetur sem hefðu verið í minnum hafðir, til að mynda hafís sem náði oft til lands á köld- ustu vetrum. Það sama á reyndar við um þann vetur sem nú stendur yfir. Stendur undir nafninu illviðravetur  Eftir óvenju hægviðrasaman nóvember hafa komið þrír illviðramánuðir  Og veturinn er ekki búinn enn  Trausti Jónsson telur að veturinn verði kenndur við kórónuveiruna en ekki veðurfarið Ljósmynd/Veðurstofan Landið er fagurt og frítt Gervihnattamynd sem tekin var af Modis yfir landinu föstudaginn 6. mars síðastliðinn. Landið er snævi þakið frá fjöru til fjalla. 20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MARS 2020 VIÐ LEITUM AÐ LISTAVERKUM Áhugasamir geta haft samband í síma 551-0400 ERUM AÐ TAKA Á MÓTI VERKUM Á NÆSTA LISTMUNAUPPBOÐ Lögregla veitti í gær stolinni steypubifreið eftirför frá Laugavegi og út á grasbala við Sæbraut. Bif- reiðinni var stolið frá Vitastíg í gær- morgun samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Maðurinn var króaður af við Kassagerðina á Kleppsvegi eftir að hafa ekið eftir gangstéttum og hjólastígum. Maðurinn var undir áhrifum fíkniefna eða lyfja þegar hann stal bílnum rétt eftir klukkan 9. Lögregla var með mikinn við- búnað vegna málsins, en maðurinn ók meðal annars á miklum hraða á móti umferð. Samkvæmt lögreglu þykir mikil mildi að ekki fór verr en maðurinn, sem er á þrítugsaldri, mun hafa stefnt bæði sér og öðrum vegfar- endum í hættu með framferði sínu. Samkvæmt lýsingum vitna eltu fjór- ir lögreglubílar auk sérsveitar ríkis- lögreglustjóra steypubifreiðina, sem var full af steypu þegar henni var stolið. Maðurinn var handtekinn á vettvangi og fluttur á lögreglustöð. Samkvæmt lögreglunni á höfuð- borgarsvæðinu stóð til að ræða við manninn í gærkvöldi, en hann var ekki í ástandi til þess fyrr en þá. Ljósmynd/Aðsend Hættuför Ökumaður steypubílsins ók á móti umferð og upp á hjólastíg og gangstétt við Sæbraut. Lögreglan náði honum að lokum við Kassagerðina. Steypubifreið stolið  Maður í annarlegu ástandi keyrði á bifreiðinni á ofsahraða á móti umferð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.