Morgunblaðið - 12.03.2020, Blaðsíða 51
MINNINGAR 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MARS 2020
✝ Sólveig HuldaJónsdóttir
fæddist í Bolung-
arvík 1. ágúst
1934. Hún lést á
hjúkrunarheim-
ilinu Hlévangi í
Reykjanesbæ 20.
febrúar 2020.
Foreldrar henn-
ar voru Jón Hákon
Kristjánsson stýri-
maður, f. 13. sept-
ember 1911, d. 29. júní 1941 og
Guðbjörg Magnúsdóttir sauma-
kona, f. 31. maí 1914, d. 6. des-
ember 1973.
Sólveig ólst upp í Bolung-
arvík hjá móðurafa sínum og
ömmu, Magnúsi Sigurðssyni og
Sólveigu Hallgrímsdóttur, til
átta ára aldurs, en flutti þá til
móður sinnar og stjúpföður,
Þórðar Einarssonar, á Ísafirði.
Sammæðra systir Sólveigar er
Svanhildur Þórðardóttir, f. 27.
mars 1946. Eiginmaður hennar
er Magni Örvar Guðmundsson
netagerðarmaður.
Þann 30. desember 1960
giftist Sólveig Páli Þór Jóns-
syni húsasmíðameistara, f. á
Svínadal í Kelduhverfi 1. des-
ember 1930. Hann lést 23. des-
ember 2001. Foreldrar hans
voru Jón Pálsson, bóndi í Þór-
unnarseli, og Kristín Sigvalda-
Páls eru: Magnús Valur Páls-
son, f. 28. mars 1962. Eig-
inkona hans er Jóna Guðrún
Jónsdóttir. Þeirra börn eru:
Una María, f. 1998, Jón Páll, f.
2000 og Benedikt Jens, f. 2004.
Þórður Pálsson, f. 27. mars
1963. Þórður á soninn Óskar
Þór, f. 1985, með Hrafnhildi
Hjálmarsdóttur. Fyrri kona
Þórðar er Rhonda Graham.
Börn þeirra eru: Kristín Jós-
efína, f. 1989 og Benjamín Þór,
f. 1996. Eiginkona Þórðar er
Laufey Eydal. Dætur Lauf-
eyjar eru: Linda Sif, Lena Mist
og Jenný Elísabet. Kristinn
Pálsson, f. 11. júní 1966.
Barnabarnabörnin eru níu.
Á yngri árum var Sólveig
kaupakona víða á Vestfjörðum,
m.a. í Reykjarfirði á Stöndum
og á Melgraseyri við Ísafjarð-
ardjúp. Hún gekk í Húsmæðra-
skólann á Ísafirði og vann á
Sjúkrahúsinu á Ísafirði. Rúm-
lega tvítug flutti Sólveig til
Reykjavíkur. Hún vann í nokk-
ur ár á Hvítabandinu við
Skólavörðustíg. Árið 1960
flutti hún til Keflavíkur og bjó
þar alla tíð síðan. Þar fékkst
hún við ýmis störf, auk hús-
móðurstarfa vann hún lengi í
Ragnarsbakaríi og á umönn-
unarheimilinu Ragnarsseli. Í
mörg ár var hún sjálfboðaliði á
vegum Rauða krossins. Sólveig
söng í mörg ár með Kvenna-
kór Keflavíkur.
Útför Sólveigar fer fram frá
Keflavíkurkirkju í dag, 12.
mars 2020, og hefst athöfnin
kl. 13.
dóttir húsfreyja.
Þegar Sólveig
og Páll giftu sig
átti Sólveig fyrir
eina dóttur, Guð-
björgu Jónu Páls-
dóttur, f. 12. sept-
ember 1959, síðar
ættleidd af Páli.
Eiginmaður Guð-
bjargar er Sigurð-
ur Hallmann Ís-
leifsson, f. 26. maí
1962. Börn þeirra eru: Bergný
Ösp, f. 1984, Árný Hlín, f. 1989
og Hallmann Ísleifur, f. 2000.
Börn Páls af fyrra hjónabandi
eru Erna Eygló Pálsdóttir, f.
19. nóvember 1958. Eig-
inmaður hennar er Gunnar
Magnússon. Dætur þeirra eru:
Elísa Hrund og María Rún og
Jón Örn Pálsson, f. 30. júlí
1960. Fyrrverandi sambýlis-
kona Jóns er Sigríður Magn-
úsdóttir. Dætur þeirra eru:
Marta Sólrún, f. 1986, Tinna
Dögg, f. 1987, og Sólveig Huld,
f. 1991. Eiginkona Jóns er El-
ísabet Kjartansdóttir og eiga
þau dótturina Rakel Rán, f.
2000. Dóttir Elísabetar er Eva
Mist. Eygló ólst upp hjá móður
sinni, Guðmundu S. Ósk-
arsdóttur, á Dalvík en Jón ólst
upp hjá Páli og Sólveigu í
Keflavík. Synir Sólveigar og
Þegar ég hugsa um Sól-
veigu, tengdamóður mína, er
gæska og jákvæðni það fyrsta
sem kemur upp í huga minn.
Hún leit ávallt á lífið jákvæð-
um augum, hvað sem á dundi,
og fleytti það henni langa vegu
í gegnum lífið sem var ekki
alltaf dans á rósum. Hún bjó
yfir stóískri ró og talaði aldrei
illa um nokkurn mann.
Sólveig ólst upp hjá ömmu
sinni og afa, Sólveigu og Magn-
úsi, í Bolungarvík fyrstu ár æv-
innar og voru þau henni mjög
kær alla tíð. Þegar hún var
átta ára gömul fluttist hún síð-
an til móður sinnar og fóstur-
föður, inn á Ísafjörð eftir að
amma hennar veiktist. Sólveig
var alltaf mjög mikill Vestfirð-
ingur í sér þrátt fyrir að hafa
búið meira og minna alla sína
tíð suður með sjó. Fjöllin voru
henni hugleikin og velti hún
því mikið fyrir sér þegar hún
var nýflutt til Keflavíkur hvar
þessi Miðnesheiði gæti verið,
sem hún heyrði svo mikið talað
um.
Sem ung kona gerðist Sól-
veig vinnukona í Reykjavík og
vann í nokkur ár á Hvíta band-
inu þar sem henni líkaði vel og
sagði hún oft skemmtilegar
sögur frá þeim tíma. Þegar
Sólveig og Páll, eiginmaður
hennar, tóku saman fluttust
þau til Keflavíkur og bjuggu
þar allan sinn búskap þar sem
þau ólu upp sinn stóra barna-
hóp. Þau voru bæði mjög söng-
elsk, sungu í Kvenna- og
Karlakór Keflavíkur til margra
ára og voru virk í félagslífi kór-
anna. Sólveig var einnig mjög
virk í Kvenfélagi Keflavíkur
ásamt því að vinna sem sjálf-
boðaliði hjá Rauða krossi Suð-
urnesja sem lýsir gjafmildi
hennar vel og hversu mikil-
vægt henni þótti að láta gott af
sér leiða.
Síðustu árin bjó Sólveig á
hjúkrunarheimilinu Hlévangi í
Keflavík þar sem hún var
bundin við hjólastól og þurfti
mikla umönnun. Þá kom æðru-
leysið sér vel og hennar já-
kvæða viðhorf til lífsins sem
margir gætu tileinkað sér í
hraða samtímans. Alltaf var
hún hress og kát og fylgdist
með vinum og vandamönnum í
gegnum facebook ef þeir voru
ekki nálægt. Hún var stolt af
sínu fólki og kvaddi þetta jarð-
neska líf í faðmi fjölskyldunnar
af þeirri ró og auðmýkt sem
henni var í blóð borin.
Megi minning hennar lifa.
Jóna Guðrún.
Í dag fylgjum við elsku
ömmu Dollý til hinstu hvílu og
viljum við systkinin þakka
henni fyrir fallegar minningar
og góðar stundir saman. Amma
hafði einstakt lag á að sjá það
góða í öllu og öllum. Jákvæðari
manneskju er erfitt að finna og
kunnum við henni þakkir fyrir
að hafa sýnt okkur hversu
miklu máli það skiptir að líta
björtum augum á allt sem mæt-
ir manni í lífinu. Hún var glað-
vær og umburðarlynd og aldrei
heyrðum við hana tala illa um
nokkurn mann. Amma lagði
mikla áherslu á að við rækt-
uðum hæfileika okkar og hvatti
okkur óspart í því sem við vor-
um að fást við. Þegar við
bjuggum suður með sjó var hún
alltaf mætt á alla viðburði hjá
okkur systkinunum hvort sem
það var dans, tónleikar, leik-
sýningar eða annað sem við
tókum okkur fyrir hendur.
Þegar við vorum yngri og
heimsóttum ömmu í Keflavík
var alltaf fyrsta verk að rjúka
inn í stofu og kíkja í askinn á
stofuborðinu. Það brást ekki að
hann væri fullur af nammi sem
við gæddum okkur á. Þegar við
lítum til baka er ekki annað
hægt en að hugsa um allar þær
kræsingar sem hún bar á borð
fyrir okkur, súkkulaðitertur,
hjónabandssælu, kremkex og
græna frostpinna. Það var
ávallt séð til þess að nóg væri á
boðstólum og eftir kalda Ljósa-
nótt var alltaf jafn huggulegt
að koma inn í hlýjuna til ömmu
og fá heita súpu með slaufu-
pasta. Alltaf hlökkuðum við til
hangikjötsveislunnar á jóladag
þar sem toppurinn var rjómaís
í eftirrétt með súkkulaðisósu
og nóg af ískexi.
Það var aðdáunarvert að
fylgjast með ömmu á tölvunni
síðustu árin. Hún setti það
ekki fyrir sig á níræðisaldri að
fylgjast með vinum og ættingj-
um á facebook og var dugleg
að setja inn athugasemdir og
kveðjur jafnvel þó að þær færu
ekki alltaf á rétta staði. Það
var gott að vita til þess að hún
gæti séð myndir og fylgst með
fólkinu sínu hvar sem það var í
heiminum á tölvunni sinni í
Keflavík.
Við minnumst elsku ömmu
með þakklæti og munum ávallt
hugsa til hennar þar sem hún
dvelur nú og fær að njóta
hvíldarinnar.
Ástarkveðja,
Una María, Jón Páll
og Benedikt Jens.
Mig langar til að kveðja
hana Dollý með örfáum línum
því öll mín æsku- og unglings-
ár var ég nánast daglegur
gestur inni á hennar heimili,
fyrst á Mávabrautinni síðan á
Smáratúninu og síðast á Óð-
insvöllum. Ástæðan var sú að
ég og Magnús, sonur hennar,
vorum óaðskiljanlegir vinir öll
okkar æskuár. Það hefur
væntanlega mikið mætt á
Dollý á þessum árum, með
fimm börn í heimili sem öll
voru vinamörg. Það var því
ansi oft mikið fjör og talsvert
sem gat gengið á þegar margir
af vinunum voru í heimsókn á
sama tíma. Páll, maður hennar
var húsasmiður og var mikið
fjarverandi vegna mikillar
vinnu, það var því Dollý sem
hélt utan um krakkahópinn og
gerði það með mikilli hlýju og
æðruleysi.
Það sem einkenndi Dollý
fyrst og fremst var einskær
góðvild, nægjusemi og hjarta-
hlýja. Mörg hin síðari ár var
líkaminn ekki fær til stóræð-
anna en hugurinn var alltaf
jafn fullur af sólskini og fal-
legum hugsunum einkum í
garð allra þeirra sem hún
þekkti og þótti vænt um. Hún
var ákaflega stolt af öllu sínu
fólki og hafði mikla unun af því
að fylgjast með því sem þau
voru að fást við. Dollý var svo
rík af þeim eiginleika sem
mörg okkar skortir svo tilfinn-
anlega, en það er að vera
ávallt glaðsinna, sama á hverju
gengur. Það er eins og henni
hafi verið þetta eðlislægt en
ekki eitthvað sem hún hefði
ákveðið sjálf að temja sér. Hún
var uppfull af þakklæti fyrir
það sem henni hafði verið gefið
í lífinu. Það var ekki hennar
stíll að vera að kvarta og
kveina, nei hún talaði frekar
um allt það sem var svo ynd-
islegt og um hvað allt væri fal-
legt og dásamlegt þrátt fyrir
að vera orðin rúmföst og sjálf-
sagt oft með vonda verki víða
um líkamann. Úr því hún var
ekki lengur fær um að skapa
og gera hlutina sjálf hafði hún
mikla unun af því að dást að og
dásama það sem aðrir voru að
fást við. Þar sem hún komst
orðið hvergi sjálf, var hún
stöðugt að hrósa og hvetja fólk
til dáða t.d. í færslum á Fés-
bókinni, sem óneitanlega gerði
henni kleift að fylgjast eilítið
meira með því sem var að ger-
ast í lífi ættmenna, vina og
kunningja.
Um leið og ég þakka Dollý
fyrir samfylgdina gegnum öll
árin, og allan þann lærdóm
sem draga má af hennar já-
kvæða og þakkláta hugarfari,
vil ég votta öllum hennar af-
komendum og nánustu að-
standendum samúð mína.
Minningin um góða manneskju
lifir áfram í hjarta okkar.
Þorfinnur Sigurgeirsson.
Sólveig Hulda
Jónsdóttir
Sálm. 86.7
biblian.is
Þegar ég er í
nauðum staddur
ákalla ég þig
því að þú
bænheyrir mig.
Við þökkum innilega fyrir auðsýnda hlýju,
samúð og góðar kveðjur við fráfall og útför
ástkærrar móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
GUÐRÚNAR ÖNNU
INGIMUNDARDÓTTUR.
Alúðarþakkir færum við starfsfólki Sólvangs
í Hafnarfirði fyrir góða umönnun.
Elín Jóhannsdóttir
Bára Friðriksdóttir, Guðmundur Steinþór Ásmundsson
Jón Leví Friðriksson
barnabörn og barnabarnabörn
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför eiginmans míns,
föður, tengdaföður, afa og langafa,
AÐALSTEINS ÞÓRÓLFSSONAR,
Túngötu 2, Húsavík,
áður bónda í Stóru-Tungu.
Sérstakar þakkir fær starfsfólkið á
Skógarbrekku fyrir umönnun og hlýju í garð Aðalsteins.
Guðrún Jóna Jónmundsdóttir,
börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
MARÍA SIGRÍÐUR ÁGÚSTSDÓTTIR
Didda á Tjörn,
áður til heimilis að Æsufelli 2,
Reykjavík,
lést á Hrafnistu Hafnarfirði sunnudaginn 8. mars.
Útförin fer fram frá Garðakirkju
mánudaginn 30. mars klukkan 13.
Margrét Haraldsdóttir Conny Larsson
Ágúst Haraldsson Helga Sigurðardóttir
Anna María Larsson Philip Åstmar
Hannes Axel Larsson Aleksandra Obeso Duque
María Sigríður Ágústsdóttir
Margrét Lóa Ágústsdóttir
Edda María Åstmar
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
vinarhug við andlát og útför móður okkar
tengdamóður, ömmu og langömmu,
SIGRÍÐAR ÓLAFSDÓTTUR,
Hringbraut 2a,
Hafnarfirði.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk Hrafnistu í Hafnarfirði fyrir góða
umönnun.
Jóhannes Harðarson
Ólafur Arason Agnes Arthúrsdóttir
Ingibjörg Þ. Aradóttir Guðmundur Sigurjónsson
Draumey Aradóttir
ömmu og langömmubörn
Ástkær eiginkona mín, móðir,
tengdamamma, amma og langamma,
SVANHILDUR INGVARSDÓTTIR,
Hrafnistu, Hafnarfirði,
áður til heimilis að Klettahrauni 5,
Hafnarfirði,
lést í faðmi fjölskyldunnar miðvikudaginn 4. mars.
Útför hennar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju mánudaginn
16. mars klukkan 13.
Sveinn Þorkell Guðbjartsson
Katrín Sveinsdóttir Kristján Rúnar Kristjánsson
Hildur Dís Kristjánsdóttir Þorgeir Albert Elíesersson
Sveinn Rúnar Þorgeirsson
Svana Lovísa Kristjánsdóttir Andrés Garðar Andrésson
Bjartur Elías Andrésson
Okkar ástkæri,
AÐALSTEINN VIÐAR JÚLÍUSSON,
Alli,
byggingatæknifræðingur,
Stuðlaseli 18,
Reykjavík,
lést þriðjudaginn 3. mars á Líknardeild LSH í Kópavogi.
Útför Aðalsteins fer fram þriðjudaginn 17. mars frá Seljakirkju
klukkan 13.
Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vilja
minnast hans er bent á Ljósið, endurhæfingu fyrir
krabbameinsgreinda.
Margrét Björk Andrésdóttir
Anna Aðalsteinsdóttir Auðrún Aðalsteinsdóttir
Ólöf Adda Sveinsdóttir
Sigurður Rúnar Sveinsson Hildur Björns Vernudóttir
Bjarki Már Sveinsson Hildur Bára Hjartardóttir
barnabörn
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum.
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er tak-
markað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skila-
frestur rennur út.
Minningargreinar