Morgunblaðið - 12.03.2020, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.03.2020, Blaðsíða 14
14 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MARS 2020 Ársfundur 2020 fimmtudaginn 26. mars - Heildareignir: 269 milljarðar - Skráðir sjóðfélagar: 49 þúsund - Hæsta nafnávöxtun 2019: 17,6% - Hæsta raunávöxtun á ári sl. 10 ár: 5,7% Ársfundur Almenna lífeyrissjóðsins verður haldinn á Icelandair Hótel Reykjavík Natura fimmtudaginn 26. mars 2020 kl. 17:15 Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar. 2. Ársreikningur 2019 og tryggingafræðileg athugun á fjárhag samtryggingarsjóðs. 3. Kynning á fjárfestingarstefnu. 4. Tillögur um breytingar á samþykktum sjóðsins. 5. Kosning stjórnar. 6. Kosning endurskoðenda eða endurskoðunarfélags. 7. Ákvörðun um laun stjórnar. 8. Önnur mál. Framboðum til stjórnar (aðalmenn) skal skila viku fyrir ársfund sjóðsins. Framboðs- frestur rennur út þann 19. mars 2020.Hægt er að senda inn framboð á netfangið almenni@almenni.is. Ársreikningur, tillögur um breytingar á samþykktum og nánari upplýsingar um árs- fundinn eru á heimasíðu sjóðsins. Sjóðfélagar eru hvattir til að mæta. Stjórn Almenna lífeyrissjóðsins. Nánar á: www.almenni.is - A.m.k. 1/3 skyldusparnaðar í séreign - Hagstæð lífeyrisréttindi - Daglegt gengi ávöxtunarleiða á heimasíðu - Sjö ávöxtunarleiðir í boði Almenni í hnotskurn Arnar Pétursson er hlaupari úr röðum Breiðabiks og hefur alls 32 sinnum orðið Íslandsmeistari í hlaupum, frá 1.500 metrum innan- húss og upp í maraþon. Í bókinni tekur hann saman fróðleik frá bestu hlaupurum og hlaupaþjálf- urum í heimi og yfirfærir það á hinn almenna íþróttamann. „Ég hef notað þessar aðferðir við mína eigin þjálfun og við þjálf- un hjá mínum hlaupurum með góðum árangri. Mér finnst gaman að deila þessum upplýsingum með öðrum, eins og ég hef gert í fyrir- lestrum fyrir fyrirtæki og hlaupa- hópa. En nú geri ég það í Hlaupa- bókinni, sem ég hafði mikla ánægju af því að skrifa. Skemmti- legust í því ferli eru viðbrögð frá hlaupurum sem hafa stundað þetta sport í tugi ára. Einnig eru margir sem hafa sagt mér að þeir hafi byrjað að hlaupa eftir að hafa lesið bókina – og þá er til nokkurs unnið,“ segir Arnar að síðustu. Góð viðbrögð frá hlaupurum ARNAR AFREKSMAÐUR ÍSLANDSMEISTARI 32 SINNUM Morgunblaðið/Árni Sæberg Hlaup Reykjavíkurmaraþonið er vinsæll viðburður sem margir æfa gagngert fyrir. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Nýlega kom út Hlaupabókineftir Arnar Péturssonsem alhliða biblía fyrirhlaupara, byrjendur sem lengra komna, fólk sem vill leiðbein- ingar um hvernig það fái sem mest út úr hverri æfingu. Það er einn af vor- boðunum á Íslandi að hlaupararnir eru nú komnir á stjá. Sporlétt fer fólkið um stíga og brautir í skærlitum göllum – og fyllir lungun af súrefni. Lífsgleðin er ráðandi og hlaupunum fylgir tilfinning vellíðunar sem hrís- last um allan líkamann. Gagnabankinn stækkaði En kapp er best með forsjá og mikilvægt er að æfingar séu við hæfi hvers og eins. „Þegar fólk er að byrja í hlaup- um skiptir mestu að setja sér hófleg mörk og hafa fast mynstur í æfing- um,“ segir Arnar Pétursson. „Ef þú sem byrjandi í hlaupum lengir æfing- ar þínar, bæði í tíma og vegalengdum, um 10% í hverri viku verður aukn- ingin fljótt mikil með veldisvexti. Best er því að byrja á því að æfa mest 3-4 sinnum í viku og fara þá ekki lengra en 60 mín- útur í senn, þetta ætti að gera í nokkrar vikur í röð áður en álagið er aukið.“ Arnar hefur verið mörgum til halds og traust við hlaupaæfingar og gefið góð ráð. Í gegnum samfélags- miðla fékk hann gjarnan spurningar varðandi hlaup og oft var óskað svara um sambærileg efni. „Þetta varð til þess að ég safnaði upplýsingum saman og gat því sent nokkuð ítarleg, stöðluð svör. Gagna- banki þessi stækkaði og ég sá fljót- lega að kominn væri grunnur að góðri bók. Eftir að ég svo lauk háskólanámi mínu árið 2018 setti ég kraft í að ljúka bókinni, sem kom út fyrir síðustu jól. Það má þó ætla að hún komi mörgum að góðu gagni nú þegar snjó er að taka upp, daginn að lengja og hlaupa- tímabilið að hefjast,“ segir Arnar, sem hefur verið þjálfari margra hlaupara. Í bókinni segir Arnar að finna megi hvernig best sé að forðast meiðsli sem oft fylgja hlaupum, farið sé yfir andlega þáttinn og hvernig gott úthald og þol sé byggt upp. Í raun og sann opni bókin nýjan heim fyrir alla og sérstaklega þá sem hafa eingöngu tengt hlaup við erfiði. Koma púlsinum af stað Í hlaupum er grunnatriði að koma púlsinum aðeins af stað með hreyfingu. Fyrir byrjendur getur verið ágætt að fara í hressilegan göngutúr kannski þrisvar í viku. Slíkt skilar fljótt árangri og bættu úthaldi. „Við höfum öll úthaldspúls sem ræðst af því hversu margar æfingar við höfum tekið um ævina, þar sem púlsinn hefur verið hærri en gerist við venjuleg dagsverk. Þol eða úthald segir síðan til um hve hratt fólk bætir árangur. Sértu byrjandi nú er ágætt að setja sér takmörk og sé stefnan sett á Reykjavíkurmaraþon í sumar er fínt að stefna á 10 kílómetra hlaup enda fer heilt maraþon, sem er 42,2 kílómetrar, mun verr með líkamann og er meiri áraun en skemmri og hóf- legri vegalegndir,“ segir Arnar. Best að hlaupa á grasinu Í Hlaupabókinni segir höfundur- inn að séu tvö meginstef; það er hvernig fólk geti náð sem bestum ár- angri en á meðan líkunum á meiðslum er haldið í lágmarki og svo hvernig hægt er að fá sem mesta ánægju út úr hlaupunum. „Með því að fjölga æfingum skyndilega úr þremur í sjö í viku aukast líkur á meiðslum og von- brigðum. Það tvennt getur ráðið því að áhugi fólks á hlaupum fjari út. Því þarf að haga æfingum rétt og kunna sér hóf. Slíkt er uppskrift að ánægju og árangri,“ segir Arnar, sem finnst aðstaðan sem hlaupurum á Íslandi er búin til fyrirmyndar. Þó vanti fleiri malarstíga og grasbrautir á höfuð- borgarsvæðinu því slíkt undirlag fari betur með líkamann en annað. „Ein af algengustu meiðslum hlaupara gerast þegar þeir hlaupa of mikið á malbikinu, svo ég mæli alltaf með því að fólk sé grasinu við hliðina á gangstéttum þegar þess er kostur. Best væri þó ef það væri alltaf 20-30 sentímetra gróin rönd meðfram öll- um gangstéttum sem hlauparar gætu notað því slíkt dregur úr hættu á meiðslum,“ segir Arnar, sem nú æfir stíft fyrir maraþonið í Rotterdam í Hollandi sem verður 5. apríl. Sjá nánar: https://www.in- stagram.com/arnarpetur/ Úthald, þol og andlega hliðin Sprettur! Þúsundir Íslendinga æfa hlaup og geta nú fundið góð ráð í Hlaupabókinni eftir Arnar Péturs- son. Hann segir hóf og fast mynstur í æfingum mikil- vægt og í raun uppskrift að því að vel takist til. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Hreyfing Þol eða úthald segir síðan til um hve hratt fólk bætir árangur, segir Arnar Pétursson hér í viðtalinu. AFP Maraþon Almeningshlaup í stórborgum heimsins eru heimsviðburðir, svo sem hlaupið í París, þótt alls óvíst sé um framhaldið, nú á óvissutímum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.