Morgunblaðið - 12.03.2020, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.03.2020, Blaðsíða 18
191 120 130 127 138 140 183 135 Greining á sorpi á höfuðborgarsvæðinu Magn plasts og pappírsefna í sorptunnum 2011-2019 Skilgjaldsskyldar drykkjarvöruumbúðir í sorpi Innihald orkutunnu höfuðborgarbúa Matarleifar í orkutunnum höfuðborgarbúa 50 40 30 20 10 0 200 150 100 50 0 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 20192011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 Kartöfl ur, 5% Grænmeti, 30% Brauð, 15% Ávextir, 10% Fiskur, 15% Kjötmeti, 25% Milljónir kr. í skilagjald af umbúðum árin 2012-2019Kíló á hvern íbúa á höfuðborgarsvæðinu Um helmingur sorps í orkutunnum eru matarleifar eða um 69 kg á hvern íbúa árlega Af öllu sorpi sem skilað er til Sorpu nema matarleifar um 75 kg á hvern íbúa árlega 28 31 17 31 14 26 16 30 34 28 19 30 18 23 15 20 13 42 Plast Pappír og pappi Heimild: Sorpa, húsasorpsrannsókn Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Sigurvegarinn í rannsókn Sorpu á flokkun og endurvinnslu heimilis- sorps á síðasta ári er hinn almenni neytandi. Sérstaklega er áberandi hvað flokkun hefur aukist á plasti á síðustu árum, að sögn Bjarna Gnýs Hjarðar, yfirverkfræðings Sorpu. Hann segir að heimili endur- vinni úrgang sem aldrei fyrr og nýti allar mögu- legar leiðir. Bjarni segir sláandi hversu mikið plast hafi minnkað í sorp- tunnum íbúa á höfuðborgar- svæðinu síðustu ár, en meðfylgjandi mynd sýnir þróun í nokkrum flokkum í rann- sókn á húsasorpi í fyrra og nokkur síðustu ár. Í rannsókninni er byggt á sýnum sem tekin eru úr sorp- hirðubílum. Skýringarnar á minna plasti í orkutunnum við heimili segir Bjarni að geti verið nokkrar, en ekki síst séu heimilin orðin mjög meðvituð um notkun á plasti og flokkun. Heimilin hafi almennt dregið úr notkun á plasti og aukið endur- vinnslu í kjölfar mikillar umræðu um plastmengun. Þá þróun megi sjá í skilum á plasti á endurvinnslu- stöðvum. Drykkjaumbúðir fyrir 135 milljónir í ruslið Farvegum fyrir plast til endur- vinnslu hafi verið fjölgað í nokkrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæð- inu og alls staðar sé um sérsöfnun fyrir plast að ræða á höfuðborgar- svæðinu. Í þriðja lagi hafi birgjar boðið aðrar lausnir fyrir umbúðir en áður, m.a. sé plastefnið léttara en áður og fleiri bjóði pappír. Bjarni segir að orkutunna við heimili hafi verið léttari í fyrra heldur en 2018. Í fyrra hafi hver íbúi að meðaltali hent 177,5 kílóum af óflokkuðum blönduðum úrgangi, ýmist í orkutunnu við heimili eða með sambærilegum hætti í gám á endurvinnslustöð. Síðustu ár hefur þetta magn verið á bilinu frá 186 kílóum og mest var blandað, óflokk- að rusl rúmlega 200 kíló á íbúa að meðaltali 2011 og 2012. Um 50% úrgangs í orkutunnu voru matarleifar, eða um 67 kíló á íbúa, og segir Bjarni að þar gæti verið verk að vinna fyrir heimilin. Þá sé hægt að sjá skýr merki um breytt mataræði fólks í niður- stöðum húsasorpsrannsóknar Sorpu. Magn drykkjarumbúða sem greitt er fyrir á endurvinnslu- stöðvum dróst saman í fyrra. Eigi að síður komu upp úr orkutunn- unum umbúðir sem rúmlega 135 milljónir króna hefðu verið greiddar fyrir við skil til Endurvinnslunnar. 2018 nam þessi upphæð rúmlega 185 milljónum króna. Bjarni skýrir minna magn um- búða í tunnunum m.a. með fjölgun móttökustöðva og að þær sem fyrir eru hafi verið gerðar öflugri og að- gengilegri. Þá segir Bjarni að hluti skýringarinnar liggi líklega í því að í fyrra hafi harðnað í ári miðað við árin á undan og þá geti 16 krónur fyrir hverja flösku eða dós skipt máli fyrir marga. Endurunnið sem aldrei fyrr  Áberandi hvað flokkun á plasti hefur aukist á síðustu árum samkvæmt rannsókn á húsasorpi  Orkutunnur við heimili léttari í fyrra en 2018  Helmingurinn í tunnunum er matarleifar 18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MARS 2020 Afgreiðsla Tryggingastofnunar ríkisins (TR) er lokuð meðan neyðarstig almannavarna varir. Í tilkynningu frá TR segir að hún bjóði upp á aukna fjarþjónustu fyrir viðskiptavini sína við þær aðstæður sem nú hafa skapast í samfélaginu vegna kórónuveir- unnar. Stjórnvöld hafa lýst yfir neyðarstigi og beinir sóttvarna- læknir því sérstaklega til þeirra sem teljast til viðkvæmra hópa, einkum þeirra sem eru með undirliggjandi sjúkdóma og eldri einstaklinga að forðast marg- menni. Í viðskiptavinahópi TR teljast margir til viðkvæmra hópa og leggur TR því áherslu á að efla fjarþjónustu á meðan neyðar- stig varir. Er þetta gert með vel- ferð viðskiptavina að leiðarljósi. Þótt afgreiðsla TR sé lokuð er starfsemi stofnunarinnar að öðru leyti óbreytt og mánaðarlegar greiðslur munu berast viðskipta- vinum eins og venjulega. Við- skiptavinir geta notað „Mínar síður“ á vefnum til að sinna er- indum sínum, sent tölvupóst eða hringt í þjónustuver TR. Afgreiðslu TR lokað en fjarþjónusta er veitt Ljósmynd/Aðsend Tryggingastofnun Afgreiðslan lokuð en þjónusta veitt í síma og á netinu. Umhverfisstofnun hefur eftir samráð við sóttvarnarlækni lagt til að flokkun úrgangs með loft- blæstri verði hætt tímabundið til að draga úr smithættu vegna kórónuveirunnar. Það þýðir að ekki má nýta vindflokkara fyrir plast í pokum í móttöku- og flokkunarstöð SORPU á meðan þetta ástand varir, segir á heimasíðu fyrirtækisins. Um er að ræða búnað sem notaður er til að flokka plast í pokum frá heimilisúrgangi í Hafnarfirði, Garðabæ, Mos- fellsbæ og Seltjarnarnesi. Íbúar í þeim sveitarfélögum sem skila plasti í pokum með heimilis- sorpi eru beðnir um að skila flokkuðu plasti á grenndar- stöðvar eða á endurvinnslu- stöðvar þar til tilkynnt verður um annað, segir á heimasíðu Sorpu. Vindflokkari úr notkun KÓRÓNUVEIRAN Morgunblaðið/Styrmir Kári Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 n Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 n Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 n alnabaer.is alnabaer.is Við erum sérhæfð í gluggatjöldum SCREEN RÚLLUGARDÍNUR Bjarni Gnýr Hjarðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.