Morgunblaðið - 12.03.2020, Side 23

Morgunblaðið - 12.03.2020, Side 23
FRÉTTIR 23Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MARS 2020 Herjólfur lll, eins og þessi gamla og trausta ferja heitir núna, var ný- lega tekinn upp í þurrkví hjá Vél- smiðju Orms & Víglundar ehf. í Hafnarfirði. Unnið var að því að botnhreinsa skipið, endurnýja varnarskaut og framkvæma botnskoðun samkvæmt kröfum flokkunarfélags þess, sam- kvæmt upplýsingum frá Vegagerð- inni. Samfara voru framkvæmd nokkur viðhaldsverkefni og reglu- bundnar skoðanir. Herjólfur hefur verið heiti á fjórum farþega- og bílferjum sem gengið hafa á milli Vestmannaeyja og Þorlákshafnar, og síðar Land- eyjahafnar. Herjólfur lll, sá þriðji í röðinni, var tekinn í notkun árið 1992. Hann er smíðaður í Flekke- fjord í Noregi og er 2.222 brúttó- lestir að stærð. Nýjasti Herjólfur var tekinn í notkun í fyrrasumar. Jafnframt var ákveðið að gamli Herjólfur yrði til taks sem „vara- skip“. Hann verður því tilbúinn að taka við þegar nýi Herjólfur fer í slipp í næsta mánuði. sisi@mbl.is Herjólfur lll var tekinn í þurrkví í Hafnarfirði Morgunblaðið/sisi Í þurrkvínni Herjólfur lll var tekinn á þurrt í nokkra daga, þar sem framkvæmd voru viðhaldsverkefni og skoðanir. Páskabjórinn er kominn í Vínbúð- irnar. Alls verða 19 tegundir til sölu í ár að því er fram kemur í frétt á vinbudin.is. Þetta eru öllu fleiri teg- undir en í fyrra en þá voru þær 14. Líkt og aðrar árstíðabundnar vörur er páskabjórinn seldur í tak- markaðan tíma en sölutímabilið stendur til 11. apríl, þ.e. fram á laugardag fyrir páska. „Eins og áður er úr skemmtilegu úrvali páskabjóra að velja en í vöru- leitinni er hægt að skoða hvað er í boði á hverjum tíma og í hvaða Vín- búðum varan fæst,“ segir í frétt- inni. Bjórtegundirnar að þessu sinni eru bæði frá innlendum og erlend- um framleiðendum. Styrkleikinn er frá 4,4% upp í 7%. Sem fyrr eru sum heiti bjóranna frumleg. Til dæmis Víking tveir vinir og annar í páskum, Segull 67 Hérastubbur Páskabjór, Páska Púki og Bönní Bönní Bönní Bönní White Ale. sisi@mbl.is Páskabjórinn kom- inn í Vínbúðirnar Nú í upphafi grásleppuvertíðar vekur Hafrannsóknastofnun at- hygli á merkingum, en stofnunin og BioPol ehf. á Skagaströnd hafa um langt árabil átt í samstarfi varðandi merkingar á hrognkelsum. Árið 2018 og 2019 voru 760 ungfiskar merktir í alþjóðlegum makrílleið- angri norður og suður af Íslandi og við austurströnd Grænlands. Fjórir fiskar sem merktir voru 2018 endurheimtust 2019. Ekki er vitað til þess að hrogn- kelsaungviði hafi áður verið merkt með þessum hætti en endurheimtur geta gefið mikilvægar upplýsingar um vöxt hrognkelsa og hvert þau ganga til hrygningar þegar kyn- þroska er náð. Hafrannsóknastofn- unin segir það mjög mikilvægt að fá alla merkta fiska sem endurheimt- ast. Þeim tilmælum er beint til sjó- manna sem veiða merkt hrognkelsi að hringja í númerið sem er á merkinu og tilkynna staðsetningu. Fimm þúsund krónur eru greiddar fyrir hvern fisk sem berst í heilu lagi með merkinu í til BioPol. Fimm þúsund fyrir merkt hrognkelsi Ljósmynd/Hafrannsóknastofnun Grásleppa Merki geta gefið mikilvægar upplýsingar um vöxt og hrygningarstaði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.