Morgunblaðið - 12.03.2020, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 12.03.2020, Blaðsíða 60
60 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MARS 2020 Kasakstan Astana – Ordabasy .................................. 1:1  Rúnar Már Sigurjónsson lék fyrstu 80 mínúturnar með Astana. Tyrkland Yeni Malatyaspor – Trabzonspor.......... 1:3  Viðar Örn Kjartansson mátti ekki leika með Malatyaspor þar sem um frestaðan leik var að ræða sem átti að fara fram áður en hann kom til félagsins. B-deild: Adana Demispor – Akhisarspor ............ 2:3  Theódór Elmar Bjarnason lék allan leik- inn með Akhisarspor og skoraði eitt mark- anna. Lið hans er í fjórða sæti. England Manchester City – Arsenal var frestað þar sem leikmenn Arsenal eru í sóttkví. Katar Emir-bikarinn, 8-liða úrslit: Al-Arabi – Al-Ahli.................................... 3:0  Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn með Al-Arabi en Heimir Hallgrímsson þjálfar liðið. Meistaradeild Evrópu 16-liða úrslit, seinni leikir: Liverpool – Atlético Madrid..... (1:0) = (1:1)  Framlenging var í gangi þegar blaðið fór í prentun. Sjá mbl.is/sport/fotbolti. París SG – Dortmund.................. 2:0 = (3:2) Undankeppni EM kvenna Aserbaídsjan – Pólland............................ 0:5 Kýpur – Albanía ....................................... 0:2 Svartfjallaland – Írland ........................... 0:3  Olísdeild karla ÍBV – ÍR................................................ 29:31 Valur – HK............................................ 33:26 Fram – Stjarnan................................... 23:22 Afturelding – Fjölnir............................ 25:21 Staðan: Valur 20 14 2 4 558:485 30 Afturelding 20 12 3 5 545:529 27 FH 19 12 2 5 569:513 26 Haukar 19 11 3 5 512:499 25 Selfoss 19 12 1 6 593:574 25 ÍR 20 11 2 7 600:559 24 ÍBV 20 11 2 7 587:540 24 Stjarnan 20 6 5 9 531:541 17 Fram 20 7 2 11 479:505 16 KA 19 5 1 13 502:550 11 HK 20 3 0 17 504:592 6 Fjölnir 20 2 1 17 505:598 5 Olísdeild kvenna Afturelding – HK ................................. 33:30 Staðan: Fram 18 17 0 1 574:380 34 Valur 18 14 1 3 497:378 29 Stjarnan 18 8 4 6 454:437 20 HK 19 8 2 9 516:529 18 Haukar 18 6 2 10 398:449 14 KA/Þór 18 7 0 11 429:502 14 ÍBV 18 6 2 10 411:436 14 Afturelding 19 1 1 17 372:540 3 Danmörk Aalborg – Mors-Thy............................ 27:25  Ómar Ingi Magnússon skoraði 5 mörk fyrir Aalborg en Janus Daði Smárason lék ekki með. Arnór Atlason er aðstoðarþjálf- ari liðsins. Noregur Drammen – Follo................................. 32:19  Óskar Ólafsson skoraði eitt mark fyrir Drammen. Ungverjaland Bikarkeppnin, 8-liða úrslit: Pick Szeged – Ferencváros................ 43:29  Stefán Rafn Sigurmannsson skoraði 2 mörk fyrir Pick Szeged.   Dominos-deild kvenna KR – Skallagrímur ............................... 65:50 Snæfell – Grindavík.............................. 79:65 Keflavík – Valur.............................(frl) 94:85 Breiðablik – Haukar............................. 75:67 Staðan: Valur 25 22 3 2164:1671 44 KR 25 18 7 1903:1635 36 Keflavík 24 16 8 1795:1709 32 Skallagrímur 25 15 10 1686:1713 30 Haukar 25 14 11 1810:1738 28 Snæfell 24 8 16 1633:1852 16 Breiðablik 25 4 21 1636:1984 8 Grindavík 25 2 23 1600:1925 4 NBA-deildin Indiana – Boston............................... 111:114 Washington – New York.................. 122:115 Chicago – Cleveland......................... 108:103 Houston – Minnesota ....................... 117:111 Memphis – Orlando.......................... 115:120 San Antonio – Dallas ........................ 119:109 Portland – Phoenix........................... 121:105 Golden State – LA Clippers ............ 107:131 LA Lakers – Brooklyn..................... 102:104   KÖRFUBOLTI Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Keflavík sendi öðrum liðum í Dom- inos-deild kvenna í körfubolta skila- boð með því að vinna 94:85-sigur á Íslandsmeisturum Vals á heimavelli. Með sigrinum styrkti Keflavík stöðu sína í baráttunni um sæti í úr- slitakeppninni og er liðið nú í þriðja sæti, með fjórum stigum meira en Skallagrímur sem er í sætinu fyrir neðan. Daniela Wallen fór á kostum hjá Keflavík og skoraði 36 stig og tók 17 fráköst. Keflavík, sem hefur verið að elta efstu liðin allt tímabilið, sýndi með leiknum að liðið getur unnið hvaða lið sem er á góðum degi. Óvænt tap Hauka Keflavík nýtti sér það að Skalla- grímur og Haukar, sem einnig eru að berjast um sæti í úrslitakeppn- inni, þurftu að sætta sig við töp. Haukar töpuðu óvænt fyrir Breiða- bliki á útivelli, 67:75. Danni Williams skoraði 39 stig fyrir Breiðablik og er hún einn besti skorarinn í deildinni. Ljóst er að Ari Gunnarsson hefur verk að vinna hjá Haukum, en hann var í gær ráðinn þjálfari liðsins. KR hefndi fyrir tapið fyrir Skalla- grími í bikarúrslitum í síðasta mán- uði með því að vinna öruggan sigur á heimavelli gegn Borgnesingum, 65:50. Sanja Orazovic skoraði 21 stig og Danielle Rodriguez 19 fyrir KR, sem er nánast öruggt með annað sæti deildarinnar og heimavallarrétt í úrslitakeppninni. Snæfell hafði betur gegn botnliði Grindavíkur á heimavelli, 79:65. Emese Vida skoraði mest í jöfnu liði Snæfells eða 16 stig og Veera Pirtt- inen gerði 15 stig. Þrjú lið berjast um tvö sæti Þegar þrjár umferðir eru eftir er spennan mest um tvö síðustu sætin í úrslitakeppninni. Þar stendur Kefla- vík best að vígi með 32 stig en Skallagrímur er með 30 og Haukar 28. Gæti það ráðist í lokaumferðinni hver liðanna ná þriðja og fjórða sæti og hvert situr eftir með sárt ennið. Þá verður Grindavík að vinna alla þrjá leiki sína til að eiga möguleika á að halda sæti sínu í deildinni, en hingað til hefur liðið aðeins unnið tvo leiki í 22 og er staðan því erfið. Keflvíkingar sendu skilaboð  Keflavík vann Íslandsmeistarana Morgunblaðið/Árni Sæberg Stigahæst Sanja Orozovic var stigahæst KR-inga gegn Skallagrími með 21 stig og reynir hér að komast framhjá hinni dönsku Emilie Hesseldal. Afturelding vann gríðarlega óvæntan sigur á HK, 33:30, í fyrsta leik nítjándu umferðar Olísdeildar kvenna í handknattleik að Varmá í gærkvöld. Þetta er fyrsti sigur Mosfellinga á tímabilinu en þeir eru fyrir nokkru fallnir úr deildinni. HK hefði með sigri nær tryggt sér fjórða sætið og sæti í úrslitakeppn- inni. Roberta Ivanauskaite skoraði 9 mörk fyrir Aftureldingu og Anamaria Gugic 8 en Sigríður Hauksdóttir gerði hvorki fleiri né færri en 14 mörk fyrir HK og Díana Kristín Sigmarsdóttir 8. Óvæntur sigur Aftureldingar Ljósmynd/Sigfús Gunnar Drjúg Anamaria Gugic skoraði átta mörk fyrir Aftureldingu í gær. Íslandsmeistarinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson varð efstur ís- lenskra kylfinga á Catalunya Re- sort Championship-mótinu í Barce- lona sem lauk í gær. Mótið er hluti af Nordic Golf-mótaröðinni. Guð- mundur Ágúst hafnaði í 7.-9. sæti á alls sjö höggum undir pari. Bjarki Pétursson var í 21.-24. sæti á tveim- ur höggum undir pari og Andri Björnsson í 44.-46. sæti á þremur höggum yfir pari. Þeir Haraldur Franklín, Ragnar Garðarsson og Rúnar Arnórsson komust ekki í gegnum niðurskurðinn á mótinu. Guðmundur í hópi þeirra efstu Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Framarlega Guðmundur Ágúst Kristjánsson lék vel. KÓRÓNUVEIRAN Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Birkir Bjarnason, landsliðsmaður í knattspyrnu, er enn í Brescia á Ítalíu og óvíst er hvort eða hvenær honum verður heimilað að fara þaðan til Ís- lands vegna landsleiksins gegn Rúm- eníu 26. mars. Emil Hallfreðsson kom hins vegar til landsins frá Padova á Ítalíu í gær og er kominn í sóttkví fram að lands- leiknum. „Birkir var að leggja af stað til Ís- lands í gærkvöld (fyrrakvöld) eins og Emil þegar hann var stöðvaður. Læknar liðanna í ítölsku A-deildinni ákváðu á fundi að enginn leikmaður úr deildinni fengi að ferðast úr landi að svo stöddu og fyrir vikið stóðu for- ráðamenn Brescia enn harðar á sínu með að hleypa Birki ekki til Íslands, eins og þeir höfðu að sjálfsögðu fullan rétt á,“ sagði Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari landsliðsins, við Morgunblaðið. Hann sagði ekki útilokað að fá Birki til landsins í tæka tíð þrátt fyrir þetta og yfirvofandi fjórtán daga sóttkví. „Hann gæti komið hingað eins og ferðamaður, rétt eins og rúm- enska landsliðið mun gera, og við ráð- færum okkur um það við sótt- varnalækni. Birkir hefur ekki átt heimili eða fasta búsetu á Íslandi frá níu ára aldri og ætti því að teljast ferðamaður hér. Eflaust verður látið reyna á það. En við munum ekki taka neina áhættu með hann gagnvart öðr- um leikmönnum. Birkir og Emil eru báðir einkennalausir og það yrði gengið úr skugga um að þeir væru 100 prósent heilbrigðir áður en þeir kæmu til móts við aðra leikmenn okk- ar,“ sagði Freyr. Fari svo að Ísland vinni Rúmeníu og mæti Ungverjalandi í úrslitum umspilsins er ljóst að það yrði án áhorfenda. Samkomubann var sett í Ungverjalandi í gær. Serbar í verri stöðu Serbar eru í enn erfiðari aðstöðu en Íslendingar fyrir EM-umspilið. Þeir eiga að mæta Norðmönnum í Ósló 26. mars og glíma nú á sama hátt og KSÍ við það að ná sex af landsliðs- mönnum sínum frá Ítalíu, þar sem þeir sitja fastir þessa dagana. Á Englandi var fyrsta leiknum frestað í gærkvöld þegar Arsenal gat ekki mætt til leiks gegn Manchester City í úrvalsdeildinni. Leikmaður Arsenal hafði heilsað forseta Olym- piakos í kringum viðureign liðanna í lok febrúar og þar með var Arsenal- liðið í sóttkví í gær. Forsetinn er einn þeirra sem hafa veikst af veirunni. Arsenal á hins vegar að geta spilað á ný um helgina, þar sem í dag eru fjór- tán dagar liðnir frá atvikinu. Stjórn ensku úrvalsdeildarinnar sagði í gær að engar frestanir væru fyrirhugaðar um komandi helgi. Talaði óvarlega um ÓL Ólympíuleikarnir í Tókýó sem eiga að hefjast 24. júlí voru í umræðunni í heimspressunni í gær. Stjórnar- maður í framkvæmdanefnd leikanna, Haruyuki Takahashi, sagði í viðtali við Wall Street Journal að best væri að fresta leikunum um eitt eða tvö ár vegna kórónuveirunnar. Yoshiro Mori, forseti fram- kvæmdanefndarinnar, boðaði snar- lega til fréttamannafundar til að svara þessu. „Það er ekki á dag- skránni að breyta áætlun okkar. Ég hef rætt við Takahashi og hann baðst afsökunar. Hann lét hafa eftir sér fá- ránlega hluti og talaði frá eigin brjósti en ekki fyrir hönd nefndar- innar, sem hann er ekki í forsvari fyrir,“ sagði Mori á fundinum. Plan B hjá EHF Handknattleikssamband Evrópu, EHF, er komið með „plan B“ fyrir úrslitaleiki Evrópumóta félagsliða sem fram eiga að fara í maí. EHF er tilbúið að færa þá yfir í lok ágúst og byrjun september. Eins gætu landsleikir Íslands og Tyrklands í undankeppni EM kvenna sem eiga að fara fram 25.-29. mars verið færðir fram í júní, samkvæmt sams konar áætlun EHF. Í NBA-deildinni í körfuknattleik verður viðureign Golden State og Brooklyn sem fram átti að fara í kvöld væntanlega frestað eftir að samkomubann var sett á í San Franc- isco í gær. NBA er með í bígerð að flytja heimaleiki yfir á velli aðkomu- liðsins þegar það er hægt, og jafnvel á hlutlausa velli. Morgunblaðið/Eggert Bíður Birkir Bjarnason má ekki yfirgefa Ítalíu að svo stöddu. Stöðvaður á síðustu stundu  Læknar á Ítalíu komu í veg fyrir að Birkir færi til Íslands  Emil er kominn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.