Morgunblaðið - 12.03.2020, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 12.03.2020, Blaðsíða 53
tinnusker sem eru auðvitað umdeild gæði en mikið öryggisatriði. Þá er komið þar frábært skálavarðarhús með sturtu. „Það var heilmikil bót fyrir okkur félagana að fá sturtuna en hafði það sennilega í för með sér að við bætt- um á okkur nokkrum kílóum vegna færri reglulegra sturtuferða niður í Landmannalaugar.“ Hryssingur og veðravíti Jóhann Kári segir að oft sé blíða á fjöllum, en stundum hryssingur og í kringum Hrafntinnusker sé veðravíti sem margir telji erfið- asta legg Laugavegarins. „Stans- laus hækkun er úr Landmanna- laugum, að mestu leyti í snjó meirihluta sumars. Oft á tíðum er þoka, rigning og rok, sem við köll- um hina heilögu þrenningu þarna upp frá,“ segir Jóhann Kári og hlær. „Ekki er óalgengt að ferða- menn lendi í miklu basli með veðr- ið og í hrakningum og þá getur auðvitað skapast hætta,“ segir hann og verður alvarlegur í bragði. Hálendisvakt björgunarsveit- anna er staðsett í Landmanna- laugum yfir sumarið og fer hún í ófáa björgunarleiðangra að sögn Jóhanns Kára til að hjálpa göngu- fólki sem villst hefur af gönguleið- inni, eða einfaldlega gefist upp. „Það er fagurt á fjöllum, ekki síst í góðu veðri, en því miður þá átta margir ferðamenn sig ekki á því hversu fljótt veður getur breyst á þessum slóðum. Þótt sól sé og blíða í Landmannalaugum þegar ganga hefst getur verið þoka, og jafnvel snjókoma og stormur tveimur tímum síðar og 300 metrum ofar í nágrenni við Hrafntinnusker. Flestir ferða- menn eru til fyrirmyndar og hafa kynnt sér veður og aðstæður afar vel og rætt við skálaverði áður en lagt er í hann. Því miður eru samt enn of margir sem leggja í hann íklæddir gallabuxum og striga- skóm og eru ekki viðbúnir því sem fram undan er.“ Mikið hús á mögnuðum stað Höskuldsskáli tekur 52 í gistingu en hann er á tveimur hæðum. Á neðri hæð hússins er anddyri, tveir svefnsalir með kojum, langborðum og stólum og eldhús með rennandi köldu vatni, gashellum og öllum eld- húsáhöldum. Á efri hæðinni er eitt herbergi og tveir svefnsalir þar sem sofið er á dýnum á gólfinu. Kolagrill er úti á palli. Höskuldsskáli er læst- ur yfir vetrartímann eins og á við um alla skála félagsins. Í mörgum þeirra er þó hægt að panta gistingu og nálgast lykla að þeim á skrifstofu FÍ í Mörkinni 6. Yfir sumarið er hægt að tjalda við Höskuldsskála eins og við flesta fjallaskála FÍ gegn gjaldi. Tjaldgest- ir þurfa að koma með eigin prímus og eldunaráhöld því þeir hafa ekki aðgang að eldunaraðstöðu skálanna. Daggestir þurfa svo að greiða að- stöðugjald þegar þeir dvelja á skála- svæðunum hluta úr degi og nýta sér aðstöðuna, svo sem nestisaðstöðu, grill og salerni. Hugarró og lífsfylling Það þarf ekki að koma neinum á óvart að Torfajökulssvæðið í nánd við Landmannalaugar og Hrafn- tinnusker sé efst á óskalistanum hjá Jóhanni Kára. „Þórsmörk er ekki langt þar á eftir,“ bætir hann snöggt við. „Á síðustu sjö árum hef ég nýtt flestar frístundir frá skálavörslunni til að þvælast um allar mögulegar leiðir og alltaf er meira og meira að sjá. Grænihryggur í Sveinsgili, Jökulgilið sjálft og Háskerðingur eru í uppáhaldi. En svo leynast mörg önnur náttúruundur mjög nálægt gönguleiðinni sjálfri. Fyrir mig er fátt betra en að vera einn í tilverunni og rölta um ósnortin víðernin ásamt mögulega nokkrum rollum. Það veit- ir mér algjöra hugarró og lífsfyll- ingu.“ Sumar Hrafntinnusker á mildum sumardegi í ágúst 2018. á r. Fegurð Litbrigði jarðar. Þeir sem ganga í nágrenni Hrafntinnuskers geta aldrei gleymt fegurðinni. Ljósmyndir/Ferðafélag Íslands MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MARS 2020 ER BROTIÐ Á ÞÉR? Slys valda heilsutjóni og þjáningum. En það er ekki síður sárt þegar starfsorkan skerðist og áætlanir um framtíðina bregðast. Því fylgir óvissa og áhyggjur. Ef þú hefur orðið fyrir slysi þá skaltu hafa samband við Bótarétt sem fyrst. Það kostar ekkert að kanna málið. Við metum stöðu þína og skoðum síðan málin ofan í kjölinn. Þú getur látið þér batna á meðan við sækjum rétt þinn. HRINGDU Í BÓTARÉTT Í SÍMA 520 5100 OG ÞÚ FÆRÐ ÞITT. botarettur.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.