Morgunblaðið - 12.03.2020, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 12.03.2020, Blaðsíða 50
50 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MARS 2020 ✝ Þorbjörg ElsaMagnúsdóttir fæddist að Lauga- vegi 70 í Reykjavík 1. septembe 1928. Hún lést á Hjúkr- unarheimilinu Grund við Hring- braut 1. mars 2020. Foreldrar henn- ar voru hjónin Magnús Skúlason, vélstjóri og tré- smiður, frá Fossi í Mýrdal, f. 1896, d. 1963, og Guðrún Magn- úsína Valgerður Pétursdóttir húsmóðir, f. á Stuðlum í Reyð- arfirði 1905, d.1987. Elsa var elst þriggja systkina, Gunnar Sigurður, listmálari í Reykjavík, f. 1930, d. 2015, og Ásdís Sig- rún, húsmóðir í Reykjavík, f. 1932, d. 2017. Fóstursystir og frænka var Rakel Kristín Malm- quist, húsmóðir í Skerjafirði, f. 1924. Elsa giftist 29.7. 1948 Ás- mundi Friðriki Daníelssyni, flugvirkja og síðar flugvélstjóra í Reykjavík, f. 4.9. 1919, að Dalsá í Gönguskörðum, Skaga- firði, d. 19.12. 2001. Foreldrar hans voru hjónin Daníel Dav- íðsson úr Vatnsdal, ljósmyndari á Sauðárkróki, síðar bóndi, síð- ast að Syðri-Ey, A-Hún. og Magnea Aðalbjörg Árnadóttir húsmóðir úr Fljótum í Skaga- firði. Elsa og Ásmundur eignuðust þrjú börn: 1) Val- geir Már, vélstjóri, f. 2.12. 1948. Var kvæntur Rósu Kristmundsdóttur, bókari og skrif- stofumaður, f. 13.4. 1956. þau skildu. Dætur þeirra eru: a) Bryndís, f. 27.8. 1976, eiginm. Styrmir Geir Jóns- son, f. 22.9. 1976. Þeirra börn: Valgeir Rafn, f. 8.10. 2007, Katrín Rósa og Mar- grét Silja f. 1.2. 2012. b) Ása Björg, f. 24.12. 1978, sambýlism. Sverrir Freyr Þorleifsson, f. 10.3. 1975. c) Salvör, f. 24.4. 1985, sambýlism. Gísli Bjarki Guðmundsson Gröndal, f. 31.3. 1984. 2) Magnea Þórunn, mynd- listarmaður og kennari, f. 7.12. 1952. Var gift Pétri Hauk Guð- mundssyni, tæknifræðingi, f. 6.7. 1948. Þau skildu. Dætur þeirra og fóstursonur eru: a) Ásdís Elva, f. 5.11. 1972. Eig- inm. Hallgrímur Ólafsson, f. 23.4. 1970. Þeirra börn: Ísabella Ýrr, f. 24.5. 1997, Kormákur Logi, f. 2.1. 2001. b) Árdís Ösp, f. 21.4. 1981. Eiginm. Destiny Mentor Nwaokoro, f. 16.2. 1988. Þeirra barn: Pétur Uzoamaka Mentor Destinysson, f. 5.7. 2018. c) John Michael Doak, f. 26.9. 1964. Sambýliskona Ágústa Erla Þorvaldsdóttir, f. 14.8. 1965. 3) Friðrik Smári, tölv- unarfræðingur HÍ, MSc DCNDS frá UCL, f. 22.1. 1965. Sam- býlisk. Vigdís Þórisdóttir bæklunarskurðlæknir, f. 7.3. 1965. Þeirra dóttir: Snædís Eva, f. 9.12. 2004. Elsa flutti í Skerjafjörð á fyrsta mánuði með foreldrum sínum að Þrúðvangi í Skild- inganesi og hafði þar um slóðir heimilisfesti síðan, að undan- skildum 2 árum um fermingu og síðustu 5 árunum sem hún dvaldi á Grund við Hringbraut. Í bernsku og æsku dvaldi hún á sumrum að Hólmum í Reyð- arfirði hjá móðurömmu sinni og fósturafa frá 12 til 14 ára allt árið og gekk þá í farskóla. En hér syðra gekk hún í Skild- inganesskóla. Fór 1944 ásamt Gunnari bróður í skólann á Reykjanesi við Ísafjarðardjúp, þaðan sem hún dúxaði. Síðan í Húsmæðraskólann Ósk á Ísa- firði og Húsmæðraskólann í Reykjavík. Elsa tók meirapróf bifreiðarstjóra og rútupróf. Vann hún m.a. í matvöruversl- unum og hjá Íslenskum heimilis- iðnaði. Einnig við að bera fram veitingar í veizlum. Hannyrðir og söngur voru henni hugleik- inn. Hún söng í kór kvenna- deildar Slysavarnafélagsins, síðan í kirkjukór Hallgríms- kirkju og í kirkjukór Langholts- kirkju. Náttúruunnandi var hún mikill og blóm og kisur í miklu uppáhaldi. Hún naut sín vel í ferðalögum innanlands með fjölskyldu og vinum. Og þau hjónin ferðuðust einnig víða er- lendis. Útför Elsu fer fram frá Foss- vogskirkju í dag, 12. mars 2020, klukkan 15. Ég velti því fyrir mér hvernig best að setja minningar um ömmu Elsu á blað. Það má að minnsta kosti ekki vera leiðin- legt né of venjulegt. Því amma var hvorugt. Kannski er best að lýsa henni sem litríkri mann- eskju sem lét sér annt um sam- ferðafólk sitt. Hún hafði mörg áhugamál og flokkast í mínum huga sem eftirminnileg mann- eskja. Að vera með ömmu var eins og að vera í ævintýri. Ekki rökrétt, en alltaf áhugavert. Ég tók eftir því að amma gaf alltaf góð ráð, en fór sjaldan eftir annara manna ráðum. Hún vildi ekki vera til ónæðis, en tókst samt alltaf að vekja á sér athygli. Amma kunni öll þrifnaðarráðin, en þreif helst ekki. Amma fylgd- ist líka með tísku, straumum og stefnum, en klæddi sig í furðu- legustu litasamsetningar sem ég hef séð. Amma var söngkona, ljóð- skáld, steinasafnari, kvenrétt- indabaráttukona, kattakona, með græna fingur, húsmæðra- skólagengin hannyrðakona, með meirapróf, fyndin, þrjósk, eyðslusöm og nægjusöm. Og allt- af tilbúin að læra eitthvað nýtt. Annaðhvort nýtt fag eða bara eitthvað um heiminn almennt. Já, hún amma var mjög gáfuð kona. Þó að ég væri stundum hissa á hvernig hún notaði þær gáfur. Á stundum var hún með í öllu. Hún tók þátt í kórastarfi, skrifaði ráðamönnum pistilinn ef hún taldi þá geta gert betur, heimsótti vini og ættingja (oftast án þess að gera boð á undan sér), leit til með nágrönnunum og var lítið heima við. Aðra daga fór hún varla út úr húsi og var lítið á ferð, sást varla. Nema á næturn- ar þegar hún naut þess að vera ein með blómunum sínum. Þá söng hún heilu aríurnar fyrir blómin og samdi ljóð og pistlana góðu. Hún gat einnig tekið upp á því að vekja einhvern af djúpum svefni til að lesa fyrir hann það sem hún hafði samið. Við mis- mikla gleði þess sem var vakinn. En það var ekki hægt að vera ömmu reiður, hún vildi engum neitt illt. Það var hins vegar auðvelt að gleðja ömmu, bara að færa henni blóm sem mér hafði næstum tek- ist að drepa gladdi hana mjög. Hún nostraði yfir því og kom nokkrum mánuðum síðar með glæsilega plöntu sem hryllti sig við að lenda aftur í minni um- sjón. Amma var alltaf sönn. Ef hún sýndi þér áhuga þá hafði hún al- vöru áhuga, amma var aldrei með neina tilgerð. Mesta athygli fengu þó þeir sem urðu undir í þjóðfélaginu. Þú fékkst óskipta athygli ef amma taldi sig geta hjálpað. Það átti við fólk, mál- leysingja og plöntur. Ég held að amma hafi ekki vitað hve flott kona hún var í raun. En ég veit það! Við sjáumst í Paradísardaln- um, amma mín. Meira: mbl.is/andlat Ásdís Elva Pétursdóttir. Elsku amma mín. Nú ertu farin að hitta þinn ástkæra mann, hann afa Ása. Hans hefur verið saknað af okk- ur öllum frá því hann fór og það er huggun að vita það að hann tekur vel á móti þér, flautandi laglínuna sína sem situr svo vel í minni. Það sem lifir með mér er þessi eldheiti áhugi þinn á baráttu kvenna fyrir kvenréttindum og jafnrétti. Ég man svo vel eftir sögunum sem þú sagðir mér, vonbrigðin þegar karlmenn stóðu í vegi fyrir því að þú gætir elt það sem vakti áhuga þinn. Þú varst engin hefðbundin kona, elsku amma mín. Því fer fjarri. Orð þín og sögur urðu til þess að ég gafst aldrei upp þó að á móti blési á mínu ferðalagi til míns frama. Þegar fótum var brugðið fyrir mig hugsaði ég ávallt að þetta væri eitthvað sem hefði verið enn erfiðara á þeim tíma sem amma mín hefði staðið í svip- uðum sporum. Svo ég lét þetta ekki aftra mér og reyndi að láta það hafa lítil áhrif. Ég er þakklát þeirri ást sem þú hafðir að bjóða. Þú varst alveg einstök á alla kanta og skil vel að afi hafi fallið fyrir þér á sínum tíma. Það er enginn gallalaus, og það var þú elsku amma mín ekki heldur, og ég færi aldrei fram á annað. Ég man ekki eftir einu skipti sem þú tókst mér ekki brosandi, alveg sama hvernig þín líðan var. Þeg- ar ég var barn var alltaf svo gaman hjá ömmu. Það var nóg að fikta í, ykkur afa til mikillar gleði. Afi ferðaðist mikið og kom alltaf heim með hrærur eða penna, og alltaf var hægt að ganga út frá því sem vísu að ég færi í þetta. Hvaða krakki verð- ur ekki spenntur af því að sjá plastprik með gíraffa á öðrum endanum? Mér þykir enn leitt að ég hafi brotið hann. Alltaf nóg af plöntum um allt sem ég man eft- ir að hafa rekist ósjaldan í og hent niður, hillur að klifra í og svo lengi mætti telja. Alltaf varst þú, amma mín, á sama stað, ann- að augað á mér, bros í öðru munnvikinu. Þeim mun eldri sem ég varð þeim mun meira talaðir þú við mig um ýmis málefni sem þú vildir annars lítið ræða. Þú ortir mikið og skrifaðir og fannst mjög gaman að lesa það fyrir mig. Svo gaman að ég vaknaði stundum við það að þú varst mætt inn til mín að nóttu til, til að lesa fyrir mig það allra nýj- asta. Þú varst alltaf svo ljúf við mig. Amma mín var litrík og skap- andi, virkur hugsuður og mjög vitur. Það var alveg ótrúlega gaman að tala við hana þegar vel lá á henni og ef mann vantaði smá auka orku í karllægum heimi var amma þarna rétt hjá, að blása smá vindi í seglin. Bros- ið sem ég fékk með hverjum áfanganum sem ég náði voru yndisleg, og svipurinn. Orðin voru ekki mörg, stundum eitt stórt klapp ásamt ákveðnu brosi og hnefar upp í loft og ánægju- svipur. Það gaf mikið. Ég er svo þakklát fyrir minn- ingarnar, elsku amman mín. Takk fyrir tímann, amma mín, þú gerðir margt gott sem stend- ur með mér. Þín Ösp. Þorbjörg Elsa Magnúsdóttir Elsku vinkona okkar hún Steinvör er látin. Það þýðir víst ekki að fjölyrða um ósann- girnina þegar báðir foreldrar eru teknir frá dætrum sínum af illvígum sjúkdómum með skömmu millibili. En ósanngirn- in er algjör. Við minnumst Steinvarar með hlýju í hjarta. Dásamlega fallega vinkona okkar er horfin á braut og eftir sitja fallegar minningar. Fjölmargar þeirra eru frá ferða- lögum en það má segja að mað- ur hafi upplifað landið á annan hátt þegar Steinvör var með í för. Til að mynda hvarf hún út í skóg með strákunum okkar og Steinvör Valgerður Þorleifsdóttir ✝ Steinvör Val-gerður Þor- leifsdóttir fæddist 24. september 1963. Hún lést 26. febrúar 2020. Útför Steinvarar fór fram 11. mars 2020. kenndi þeim ýmis- legt um sveppa- fræðin sem hún kunni svo vel. Þeir reyndu svo að fræða okkur for- eldrana, með mis- jöfnum árangri. Steinvör var með svo fallegt hjarta- lag, hún sá eitthvað fallegt í öllum, dásamlegan hlátur sem ómaði um allt, brosmild svo gleðin skein úr augum hennar. Hrósaði svo fallega þannig að maður hækkaði um nokkra sentimetra við nokkur orð frá henni. Steinvör var lífsglöð með eindæmum og hugrökk og æðru- laus í baráttu sinni. Við erum þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast Stein- vöru og sendum okkar innileg- ustu samúðarkveðjur til hinna yndislegu dætra Steinvarar, Kristínar Jónu og Þórhildar, til fjölskyldu og vina. Steinunn og Karl (Kalli). Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, SVANFRÍÐUR GUÐRÚN GÍSLADÓTTIR þroskaþjálfi, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 17. mars klukkan 13. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag Íslands. Helgi Gretar Kristinsson Gísli Kristinn Ísleifsson Björk Ína Gísladóttir Kristín Ísleifsdóttir og barnabörn INGA ÞÓRÐARDÓTTIR Ástkær eiginkona, móðir og amma er látin. Að hennar ósk hefur kveðjustund farið fram í kyrrþey. Þorlákur Pétursson Þuríður Þorláksdóttir Björn Birgir Þorláksson og barnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, SIGRÍÐUR JÚLÍUSDÓTTIR frá Siglufirði, áður til heimilis á Kirkjuvegi 11, Reykjanesbæ, lést á hjúkrunarheimilinu Hlévangi í faðmi fjölskyldunnar 7. febrúar. Útför hennar fer fram frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 17. mars klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið. Júlíus Halldórsson Ingibjörg Halldórsdóttir Ólafur G. Guðmundsson Rafn Halldórsson Björg Halldórsdóttir Nigel Kerr Sigurður Halldórsson Jóna Bára Jónsdóttir barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn Okkar elskaða LILJA BERNÓDUSDÓTTIR frá Skagaströnd, sem lést á heimili sínu sunnudaginn 9. febrúar, verður jarðsungin frá Hólaneskirkju á Skagaströnd laugardaginn 14. mars klukkan 13. Halla Björg Bernódusdóttir Ari Hermann Einarsson Þórunn Bernódusdóttir Guðmundur Jón Björnsson Ólafur Halldór Bernódusson Guðrún Pálsdóttir börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn Elsku mamma okkar, tengdamamma, amma og langamma, SVANHILDUR TRAUSTADÓTTIR frá Patreksfirði, lést á líknardeild LSH 10. mars. Trausti Maggý Árni Silja og fjölskyldur Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, GUNNAR ÓLAFSSON, Gunnar í Odda, Bessahrauni 10, Vestmannaeyjum, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum sunnudaginn 8. mars. Útförin fer fram frá Landakirkju föstudaginn 27. mars klukkan 14. Blóm og kransar afþakkaðir. Erla Kristín Sigurðardóttir Hlynur Bergvin Gunnarsson Gunnlaug Hannesdóttir Þröstur Árni Gunnarsson Sigrún Jónbjarnardóttir Gunnar Björn, Berglind Ósk, Birkir Már, Kristinn Már og Daníel Karl Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, SIGRÚN ÞÓRA ÁSGRÍMSDÓTTIR frá Tjörnum, Sléttuhlíð, lést í faðmi fjölskyldunnar á dvalarheimili aldraðra á Sauðárkróki 8. mars. Ólöf Ásdís Kjartansdóttir Loftur Guðmundsson Jón Friðrik Kjartansson Helga Egilsson Sólveig Halla Kjartansdóttir Þórhallur Ásmundsson Guðný Herdís Kjartansdóttir Kjartan Þór Kjartansson Sigurlaug Kristín Eymundsd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.