Morgunblaðið - 12.03.2020, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 12.03.2020, Blaðsíða 30
30 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MARS 2020 Blaðaljósmyndarafélag Íslands efnir til fyrirlestrar í kvöld með Catalinu Martin-Chico í húsakynnum Blaða- mannafélags Íslands, Síðumúla 23. Hefst fyrirlesturinn kl. 20 og er öll- um opinn. Samkvæmt því sem fram kemur í tilkynningu frá Blaðaljósmyndara- félaginu er Catalina Martin-Chico margverðlaunaður blaðaljósmyndari sem hefur sérhæft sig í að fjalla um mannúðarmál, með sérstaka áherslu á stöðu kvenna. Hún er í hópi fárra ljósmyndara sem myndað hafa í Jemen og Mið-Austurlöndum und- anfarin átta ár. Ljósmyndir hennar hafa birst í alþjóðlegum miðlum á borð við Le Monde, Geo, Der Spie- gel, New York Times og ELLE. Catalina var valin besti kvenkyns blaðaljósmyndari ársins 2017 af Ca- non fyrir verkefni sitt um aukna tíðni fæðinga í hópi skæruliða í Kól- umbíu eftir að samið var um frið í landinu. Mynd úr sama verkefni var líka tilnefnd sem ein af myndum árs- ins hjá World Press Photo árið 2019. Á fyrirlestrinum fer Catalina yfir ferilinn sinn ásamt því að kafa dýpra í þau verkefni sem hún hefur verið að sinna. Nánari upplýsingar um hana er að finna á vefsíðunni www.catalinamartinchico.com. Kristinn Magnússon, formaður Blaðaljósmyndarafélagsins, segir mikinn feng í því að fá Catalinu til landsins. Áður hafi verið reynt að fá hana hingað og nú hafi það loksins tekist. Hvetur Kristinn þá til að mæta sem áhuga hafa á frétta- ljósmyndun, blaðamennsku og mannúðarmálum. Verðlaunaljósmyndari með fyrirlestur  Catalina Martin-Chico er gestur Blaða- ljósmyndarafélags Íslands á fundi í kvöld Ljósmynd/ Catalina Martin-Chico Íran Mynd sem Catalina tók af nýgiftum hjónum í borginni Lali í héraðinu Khuzestan í Íran árið 2016. Ljósmynd/Jerome Bennet Ljósmyndari Catalina Martin-Chico. LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800 SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646 Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi - Sími: 555-1212 - handverkshusid.is Opið frá kl. 8 - 18 virka daga og 12 - 16 laugardaga VILTU LÆRA SILFURSMÍÐI, TÁLGUN EÐA TRÉRENNSLI? Fjölmör stuttnáms í handve g keið rki. Skráning og upplýsingar á www.handverkshusid.is HA PPATALA • D AGSINS ER • TIL HAMINGJU – ÞÚ HEFUR FUNDIÐ HAPPATÖLUNA! Farðu inn ámbl.is/happatala og gefðu upp töluna til að komast í pottinn. Vinningshafar verða dregnir út í þættinum Ísland vaknar á K100 í fyrramálið. Að sjálfsögðu hvetjum við þig til að taka þátt alla fimmtudaga og laugardaga næstu fimm vikurnar, því þú gætir unnið glænýjan Samsung Galaxy S20+. 30 Pósturinn mun fella niður geymslu- gjöld á pósthúsum til að minnsta kosti 1. apríl til að koma til móts við viðskiptavini sem eru í sóttkví eða einangrun vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Hefur pósturinn biðlað til þeirra sem eru í sóttkví eða einangrun að grípa til viðeigandi ráðstafana vegna póst- sendinga. Er fólki ráðlagt að hafa samband við Póstinn eigi það von á sendingu svo að hægt sé að gæta fyllstu varúðar við afhendingu send- inga. „Við ætlum okkur að sjálfsögðu að halda áfram að koma sendingum til landsmanna hratt og örugglega. Raunar trúum við því að þessi leið, þ.e. heimkeyrsla þar sem einn ein- staklingur kemur sendingu til skila, sé með öruggari leiðum til að berjast gegn útbreiðslunni svo lengi sem fyllstu varúðar er gætt,“ segir Sesselía Birgisdóttir, framkvæmda- stjóri þjónustu- og markaðssviðs Póstsins. „Það er þess vegna sem við erum að biðla til landsmanna að láta okkur vita ef þeir eru í sóttkví eða einangrun þannig að við getum brugðist við með viðeigandi hætti og lagt okkar af mörkum til að hefta út- breiðslu veirunnar.“ 90 smit hafa verið staðfest hér á landi. Þar af er um að ræða 15 inn- lend smit auk fjögurra 3. stigs smita. Þá eru um 600 einstaklingar í sóttkví. Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunin tilkynnti í gær að út- breiðsla COVID-19 sjúkdómsins væri nú skilgreind sem heimsfar- aldur. Á blaðamannafundi íslenskra stjórnvalda í gær kom fram að flestir fengju væg einkenni veirunnar en að farið væri í aðgerðir til að vernda eldra fólk og aðra viðkvæma hópa sem gætu orðið mikið veikir smit- uðust þeir af veirunni. Mestu máli skipti því ekki hve margir heldur hverjir smituðust. Geymslugjöld felld niður vegna COVID-19 Morgunblaðið/Hari Pósturinn biðlar til fólks í sóttkví að grípa til viðeigandi ráðstafana. Rauði krossinn á Íslandi ákvað í gær með stuðn- ingi utanríkis- ráðuneytisins að veita tæpar 28 milljónir króna til aðgerða Al- þjóða Rauða krossins í Afríku og á Mið-Austur- löndum vegna öndunarfærasjúkdómsins CO- VID-19. Miða aðgerðirnar að því að draga úr áhrifum kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 á heilsufar og velferð ásamt því að draga úr neikvæðum félagslegum áhrifum á einstaklinga og samfélög. Er ein- blínt á fjölþættar aðgerðir sem draga úr útbreiðslu og efla við- brögð stjórnvalda og almennings þar sem staðfest smit hafa komið upp. Veita 28 milljónir vegna COVID-19 Rauði krossinn bregst við veirunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.