Morgunblaðið - 12.03.2020, Síða 46

Morgunblaðið - 12.03.2020, Síða 46
46 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MARS 2020 ✝ Dagbjört Guð-mundsdóttir fæddist á Efri- Steinsmýri í Með- allandi, V-Skafta- fellssýslu, 14. októ- ber 1931. Hún lést 23. febrúar 2020 á Hrafnistu í Hafn- arfirði. Foreldrar hennar voru Guð- mundur Bjarnason bóndi, f. 21. mars 1891, d. 7. júní 1964 og Emilía Pálsdóttir húsfreyja, f. 1. maí 1888, d. 28. október 1964. Systk- ini Dagbjartar, sem öll eru látin, voru: Jóhanna Sigurbjörg, f. 1914, Sigurður, f. 1915, Páll, f. 1917, Jóhanna, f. 1918, andvana sveinbarn, f. 1920, Rannveig Jónína, f. 1922, Hjalti, f. 1924, Pálína, f. 1926, Þuríður, f. 1929 og Halla, f. 1930. Dagbjört giftist Eyjólfi Þór Jónssyni, f. 15.5. 1933. Þau skildu 1983. Börn Dagbjartar eru: 1) Guðmundur Unnarsson, f. 27.5. 1949, maki Kristín Sveinsdóttir, f. 22.3. 1956. Sonur Guðmundar er Kristján Geir, f. 8.8. 1973. Börn Guðmundar og Kristínar eru: a) Unnar Þór, f. 21.1. 1975, maki Helga L. Jó- hannesdóttir Thoroddsen, f. 21.1. 1980. Sonur þeirra er Unn- ar Hrafn en börn Unnars Þórs eru Gísli Már og Sveindís Ósk. b) þór Mikael, Veronika Von og Patrekur Þorri. 4) Emil Þór Eyjólfsson, f. 4.3. 1957, maki Kristbjörg Jónína Valtýsdóttir, f. 23.3. 1954. Dæt- ur þeirra eru: a) Valdís María, f. 14.8. 1982, maki Ólafur Daní- elsson, f. 15.10. 1979. Börn þeirra eru Sandra Dís, Heiðar Örn og Katrín Eva. b) Karen, f. 23.9. 1985, maki Hilmir Heiðar Lundevik, f. 2.5. 1982. Börn þeirra eru Emil Gauti, Embla María og Tómas Dagur. 5) Erla Eyjólfsdóttir, f. 14.2. 1958, maki Ingi Gunnlaugsson, f. 19.5. 1954. Börn þeirra eru: a) Helga Björt, f. 6.11. 1979, maki Ingibjörn Pétursson, f. 11.10. 1978. Börn þeirra eru Júlían Ingi, Ísabella Björt og Tristan Ingi. b) Harpa Mjöll, f. 15.3. 1986, maki Hjalti Þór Guð- mundsson, f. 14.5. 1983. Börn þeirra eru Kristófer Ingi og Karitas Mjöll. c) Gunnlaugur Jón, f. 9.1. 1992, unnusta Kristín Óskarsdóttir, f. 2.10. 1992. 6) Eydís Eyjólfsdóttir, f. 5.5. 1960, maki Stefán Guðlaugur Einarsson, f. 24.9. 1957. Börn þeirra eru: a) Andri Freyr, f. 23.4. 1983, maki Ásthildur Ósk Brynjarsdóttir, f. 4.10. 1987. Börn þeirra eru Tristan og Júlía Sif. b) Stefán Guðlaugur, f. 30.7. 1987, d. 31.7. 1987. c) Einar Þór, f. 26.6. 1988, unnusta Harpa Rós Jónsdóttir, f. 5.3. 1996. d) Guð- rún Mjöll, f. 11.12. 1991, unnusti Sindri Þrastarson, f. 10.9. 1991. Sonur þeirra er Hilmir. e) Lovísa Íris, f. 26.1. 2000. f) Tóm- as Elí, f. 19.7. 2002. 7) Ómar Þór Eyjólfsson, f. 10.4. 1962, maki Þórey S. Þórð- ardóttir, f. 17.9. 1967. Börn þeirra eru: a) Oddný, f. 18.4. 1992, maki Ólafur Axel Kára- son, f. 11.10. 1991. Sonur þeirra er Kjartan Axel. b) Ómar Þór, f. 6.12. 1993, unnusta Sigrún María Valsdóttir, f. 30.1. 1992. Sonur þeirra er Elvar Krist- berg. c) Agnes, f. 19.10. 1998, unnusti Kristján Helgi Bryde, f. 2.5. 1991. Sonur Agnesar og stjúpsonur Kristjáns Helga er Alexander Thor Gabrielsson. Dagbjört flutti ásamt for- eldrum sínum til Reykjavíkur þegar hún var á 17. ári en síðan til Keflavíkur er hún hóf búskap með Eyjólfi, eiginmanni sínum. Þar starfaði hún m.a. í Ragn- arsbakaríi um nokkurra ára skeið, við Sjúkrahús Keflavíkur og hjá Varnarliðinu samhliða því sem hún sinnti uppeldi barna sinna. Árið 1986 flutti Dagbjört aft- ur til Reykjavíkur er hún kynnt- ist sambýlismanni sínum til margra áratuga, Eiríki Jóns- syni, f. 28.5. 1931 á Meið- astöðum í Garði, d. 19.10. 2015, en börn hans eru: Helgi, Martha, Diðrik og Inga Rós. Í Reykjavík starfaði Dagbjört um árabil sem saumakona hjá Áklæði og gluggatjöldum eða allt þar til er starfsævi hennar lauk. Dagbjört og Eiríkur færðu sig til Hafnarfjarðar og héldu þar heimili um nokkurra ára skeið en fluttu á Hrafnistu í Hafnarfirði árið 2014. Dagbjört verður jarðsungin frá Garðakirkju á Álftanesi í dag, 12. mars 2020, kl. 13. Sveindís Ósk, f. 30.7. 1979, d. 7.12. 1996. c) Brynjar Már, f. 27.11. 1983, maki Arna Guðný Valgarðs- dóttir, f. 17.11. 1986. Dætur þeirra eru Árdís Ósk og Eydís Embla. 2) Guðfinna Eyjólfsdóttir, f. 7.11. 1954, maki Sigurður Geir Marteinsson, f. 3.12. 1953. Börn þeirra eru: a) Dagbjört Linda, f. 8.3. 1975, maki Óskar Hart- mannsson, f. 30.8. 1972. Börn þeirra eru Gígja, Róbert Elvar, Viktor Geir og Aníta Björt. b) Marteinn Brynjólfur, f. 17.11. 1982, maki Kimberly Lao Sig- urðsson, f. 30.7. 1984. Börn þeirra eru Ava Rósalind, Mila Reyn og Jakob Gunnar. 3) Jón Þór Eyjólfsson, f. 29.3. 1956, maki Kolbrún Ögmunds- dóttir, f. 21.3. 1957. Börn þeirra eru: a) Eyjólfur Örn, f. 22.8. 1978, maki Hjördís Inga Guð- mundsdóttir, f. 9.11. 1978. Börn þeirra eru Birta Malín, Kamilla Þyrí og Lúkas Frosti. b) Emil Örvar, f. 3.12. 1981. Sonur hans er Ólíver Jack. c) Berglind Ösp, f. 1.11. 1988, maki Helgi Bjartur Þorvarðarson, f. 4.10. 1979. Börn þeirra eru Sara Mist, Jón- Að minnast góðrar móður er mannsins æðsta dyggð og andans kærsti óður um ást og móðurtryggð. Hjá hennar blíðum barmi er barnsins hvíld og fró. Þar hverfa tár af hvarmi og hjartað fyllist ró. (Freysteinn Gunnarsson) Hvíldu í friði elsku mamma í ljósinu eilífa. Minning þín mun ætíð lifa í huga mér og þú eiga stað djúpt í mínum hjartarótum. Þar til næst – þinn sonur, Ómar Þór. Í dag kveð ég móður mína Dag- björtu Guðmundsdóttur. Margt hefur breyst frá því að hún lék sér lítil stúlka í Meðallandinu, en sveitinni sinni unni hún mikið. Í ferð okkar með henni og Eiríki þangað austur fyrir nokkrum ár- um var gleðin mikil við að vera komin með okkur börnin sín og maka á þennan stað bernsku sinn- ar. Þegar við bjuggum í Hátúninu í Keflavík vorum við Jón bróðir vanir að vera upp á Jónsmið sem var fyrir ofan heimili okkar og kennt við afa, Jón Eyjólfsson. Þar eyddum við heilu sumrunum í fót- bolta og mamma vissi alltaf af okkur þar og það var í lagi því nið- ur í fjöru máttum við ekki fara. Ég minnist þess þegar hún kallaði á okkur í mat eða kaffi og við heyrð- um ekkert, þannig að köllin urðu oft æði mörg en hún vissi að tíma- skyn okkar var ekkert og boltinn var númer eitt, en hún var af- bragðskokkur og matartíminn ekki endalaus. Á stóru heimili var að mörgu að hyggja og mamma var sífellt með eitthvað á prjónunum eða að sauma eitthvað á okkur krakkana á milli þess sem tekið var slátur og unnið í netagerð í skúrnum. Mamma var frábær bakari og bakaði mikið tertur, snúða, vínar- brauð o.fl. þannig að hjá henni var veisluborð alla daga. Eitt atvik er oft rifjað upp vegna prakkarastrika minna í æsku og það var í eitt af fáu skipt- unum sem mamma reiddist og var það vegna mín. Þá braut hún flottu vatnsbyssuna mína sem ég hafði farið með í skólann og Krist- ján frændi kennari minn kvartaði yfir framferði mínu við mömmu en ég held að pabbi hafi aldrei frétt af þessu því þá hefði ég aldeilis legið í því. Þegar mamma og Eiríkur fluttu í Hafnarfjörðinn dvöldu þau á heimili okkar Jónínu um tíma áður en þau fengu íbúð sína á Lækjargötunni afhenta og minn- umst við þeirra tíma með hlýhug. Ó, mamma mín, nú leiðir skilja að sinni og sorgartárin falla mér á kinn, en hlýjan mild af heitri ástúð þinni hún mýkir harm og sefar söknuðinn. Í mínum huga mynd þín skærast ljómar og minningin í sálu fegurst ómar. Þú, móðir kær, þér aldrei skal gleyma þinn andi fylgi mér á lífsins strönd. Ég vil í hjarta heilræðin þín geyma og halda fast í Drottins styrku hönd. Með huga klökkum kveð ég góða móður. Ó, mamma mín, þú lífs míns stærsti sjóður. (Árni Gunnlaugsson) Sú ást, gjafmildi og alúð sem mamma sýndi okkur fjölskyldunni eru þær minningar sem við berum í hjarta okkar alla tíð. Guð geymi þig, elsku mamma mín. Þinn sonur, Emil Þór Eyjólfsson. Fyrsta ástin í lífi barns er móð- irin milda og góða, hún heldur í hendur þess fyrstu skrefin en hjarta alla ævi. Hún er sú sem nærir, huggar og vakir yfir velferð þess og gefur því líf. Ég var hepp- in að eignast bestu mömmuna, sem alltaf var til staðar fyrir mig með umhyggju sinni og elskaði mig skilyrðislaust. Mamma var sveitastelpa sem unni náttúrunni, litlu blómunum og fuglunum, sem hún gat auðveldlega greint út frá hljóðunum einum. Hún var góð kona, trúuð og réttsýn, sem ekk- ert aumt mátti sjá. Húsmóðir var hún af gamla skólanum og jafnan eldsnögg að galdra fram veislu- borð á augabragði með bros á vör. Matargerð og bakstur átti hug mömmu og tertuskreytingar voru hennar sérsvið. Allt virtist leika í höndunum á henni og saumavélin aldrei langt undan, var oftast með eitthvað á prjónunum á milli þess sem tekið var í útsaum og margt fallegt sem eftir hana liggur. Hún gekk í öll verk, var ótrúlega af- kastamikil og kláraði allt sem hún tók sér fyrir hendur hratt og örugglega. Mamma hafði alla tíð gaman af því að punta sig og klæð- ast fallegum fötum sem hún hann- aði og saumaði gjarnan sjálf. Aldr- ei man ég eftir því að hafa séð elsku mömmu leggja sig um miðj- an dag heldur vaknaði hún snemma og notaði tímann til ým- issa verka enda nóg að gera á stóru og barnmörgu heimili. Hún var sérlega vinnusöm, stundvís og ólöt, auk þess að vera greiðvikin og alltaf var hægt að treysta á hana og hennar góðu ráð, sem hún átti við öllu. Mamma var glæsileg og kærleiksrík kona, vel liðin af sínu samferðafólki og hef ég alltaf verið mjög stolt af henni. Söngur átti hug hennar og kunni hún alla texta utanbókar og hafði fallega og bjarta söngrödd. Hún ferðaðist mikið bæði innanlands og utan og fór í margar ævintýraferðir, hafði einnig gaman af að dansa og gleðj- ast í góðra vina hópi. Hún var lengst af heilsuhraust og gekk alla tíð mikið, þrátt fyrir að hafa tekið bílpróf á miðjum aldri. Síðustu ár- in dvaldist hún á Hrafnistu í Hafn- arfirði og naut þar einstaklega góðrar umönnunar starfsfólksins þar, sem nú ber að þakka af heil- um hug. Það var friðsæl stund að halda í fallegu hendurnar á henni ásamt systur minni og leiða elsku mömmu okkar inn í sumarlandið þar sem sólin endalaust skín. Með þakklæti og virðingu kveð ég nú elsku hjartans mömmu eftir ynd- islega samferð og bið Guð að blessa minninguna um fyrstu ást- ina í mínu lífi. Ég elska þig, mamma mín, og mun alltaf sakna þín. Þín dóttir Erla. Ef væri ég söngvari, syngi ég ljóð, um sólina vorið og land mitt og þjóð. En mömmu ég gæfi mín ljúfustu ljóð, hún leiðir mig verndar og er mér svo góð. (Páll J. Árdal) Mamma, fyrsta orðið og falleg- asta og mamma mín Dagbjört var svo góð og einfaldlega best. Þegar dauðinn knýr dyra er erfitt að kveðja en endalaust þakklæti fyll- ir hjartað, þakklæti fyrir ómælda umhyggju, óeigingjarna ást og yndislegar stundir sem varðveit- ast sem dýrmætar perlur minn- inganna. Bilið á milli lífs og dauða er svo hárfín lína og segja má að fléttist saman. Það má líkja bið- inni eftir að kallið komi þegar við bíðum eftir barnsfæðingu, við vit- um að barnið mun fæðast en ekki hvenær og við vitum að kallið kemur en ekki hvenær. Stundin er heilög. Ég er þakklát fyrir að við systur fengum að halda í fallegu hendurnar á henni elsku mömmu og leiða hana friðsæla síðasta spöl- inn. Hún mamma var dugnaðar- forkur. Hún fór fyrst á fætur og síðust í bólið. Hún var listakona, bæði við hannyrðir, saumaskap, bakstur og eldamennsku. Sam- band okkar mömmu var alla tíð yndislegt og aldrei bar þar skugga á. Mamma var glæsileg kona og elskaði að klæða sig upp og punta enda fór henni allt vel. Hún var smekkleg og þegar við systkinin vorum lítil bæði prjónaði hún á okkur og saumaði, við stelpurnar vorum í stíl og síðan strákarnir líka. Ef mann vantaði útvíðar bux- ur sem voru nýkomnar í tísku fyr- ir næsta diskótek var hún ekki lengi að græja það. Mamma ólst upp í Meðallandi og var sveitastelpa og hestakona. Hún sagði mér oft frá hestinum sínum og hvað hún naut sín í sveit- inni sinni. Alltaf var yndislegt að fara á hennar bernskuslóðir og þegar við nálguðumst keyrandi frá Klaustri að bernskuheimili hennar, gleymi ég aldrei þegar mamma hóf upp sína fallegu rödd og söng „Blessuð sértu sveitin mín“. Þegar mamma var hætt að vinna, kom hún nánast vikulega hingað suðureftir með rútunni og eyddi deginum með okkur hér í Heiðarbólinu, steikti kleinur, bað- aði yngstu krílin, fylgdist með hvað þau eldri væru að fást við og var til staðar eins og hún var allt- af. Það er skrítið að vera ekki að fara til hennar og síðustu daga stend ég mig að því að vera komin með hugann við að koma við á Hrafnistu og knúsa elsku mömmu þar sem hún undi hag sínum vel. Enda var hún í miklu uppáhaldi hjá starfsfólkinu og því verður seint fullþakkað fyrir ástúð og um- hyggju í hennar garð og ómælda virðingu, en hún var alltaf svo þakklát fyrir allt sem fyrir hana var gert, brosti sínu fallega brosi og þakkaði fyrir sig eins og hún lagði áherslu á við okkur systkini í okkar uppvexti. Stefán minn þakkar yndislega umhyggju og fyrir að elsku mamma hafi reynst honum sem besta móðir frá því fyrst hún kall- aði á hann í kaffi og sínar ljúffengu kræsingar, þegar hann var að vinna við smíðar í húsinu á móti og við rétt búinn að kynnast. Þeirra samband var fallegt og innilegt. Elsku mamma mín, takk fyrir að hafa alltaf staðið með mér og alltaf verið mér svo góð. Ást að eilífu, þín dóttir Eydís. Þá er komið að stundinni sem ég vissi að kæmi en vonaði að kæmi aldrei, hún mamma er farin. Á lífsleiðinni upplifir maður öðru hverju stundir og atvik sem verða til þess að manni finnst maður vera svo agnarsmár. Senni- lega þó aldrei eins og þegar náinn og kær ástvinur er kvaddur. Þá verða orðin svo vanmáttug og ná engan veginn að túlka þær tilfinn- ingar sem búa í brjósti manns. Ótal myndir og minningar liðins tíma streyma fram í hugann sem dýpka söknuð og sársauka nútíð- arinnar en veita um leið gleði yfir því að vita að minningin verður aldrei frá manni tekin og með henni er hægt að upplifa aftur og aftur fallegu stundirnar. Ég held að enginn sé nákomn- ari en móðir manns. Ekki bara að hún gaf mér lífið sjálft heldur studdi hún við bak mitt á allri lífs- leiðinni. Leiddi mig fyrstu sporin, fylgdist með þroska og vakti yfir velferð minni. Það er ekki ofsög- um sagt að enginn kærleikur er jafn sterkur og móðurkærleikur- inn. Þótt sonurinn flýi úr fátækt og þröng, samt fellir hann tár og er hljóður, ef aðeins hann skilur þar eftir á braut sína ástríku, hjartfólgnu móður. Þótt eignist hann vini um víðan heim og virðing hans aukist og sjóður, hann veit engin ást er eins einlæg og heit og ástin hjá trygglyndri móður. (Ragnar Jóhannesson) Ef ég ætti eina ósk þá væri það að labba inn á æskuheimili mitt, ganga inn í eldhús og sjá mömmu önnum kafna við að útbúa eitt- hvert góðgæti. Sjá hana brosa til mín, breiða út arma sína og faðma mig. Meira þyrfti ég ekki – bara eitt faðmlag í viðbót. Ég get ekki sagt að móðir mín hafi verið áberandi kona í daglegri umgengni en þó var það nú þannig að það vantaði eitthvað þar sem hún var ekki. Veganestið sem er mér ofarlega í huga og hefur oft hjálpað mér á lífsleiðinni var nokkuð sem hún mamma var vön að segja: „Vertu þú sjálfur.“ Hún kenndi mér það að hver og einn ætti verðleika sína í sjálfum sér. Enskt orðatiltæki segir: „Höndin sem vaggar vöggunni er sú hin sama og stjórnar veröldinni.“ Á þann hátt á hún heiðurssæti í mínu lífi sem á sinn hógværa hátt leiðbeindi mér í gegnum lífið, fyrir það er ég þakklátur. Það er mikið fagnaðarefni fyrir mig að hafa fengið að upplifa það að njóta leið- sagnar ástríkrar móður sem alltaf hafði hag sinna nánustu í huga. Elsku mamma, takk fyrir allt. Tómið sem þú skilur eftir þig verður aldrei fyllt. Jón Þór. Því fylgir mikill söknuður að kveðja hana Dagbjörtu ömmu sem var svo kærleiksrík og góð. Amma var einstaklega dugleg hvort sem var við bakstur eða við saumavélina. Þegar maður kom í heimsókn var hún alltaf tilbúin með heimabakstur og fyrir jólin bakaði hún margar sortir af smá- kökum og íbúðin hjá þeim Eiríki afa breyttist í sannkallað jólaland. Mömmukökurnar og brúna rúllut- ertan voru í miklu uppáhaldi og svo bakaði hún bestu flatkökurn- ar. Ef það þurfti eitthvað að gera við eða laga flík þá gerði amma það og gerði það í hvelli. Það var alltaf svo skemmtilegt að koma í heimsókn á Rauðalækinn í Reykjavík og leika sér í stiga- ganginum sem var svo spennandi. Einnig var svo notalegt að koma í fallegu íbúðina við Lækinn og sitja í fínu sólstofunni og heyra hljóma „Útvarp Saga“. En amma var söngelsk og kunni alla texta við gömlu og góðu dægurlögin. Amma var mikill þátttakandi í lífi okkar systkina og var dugleg að heimsækja okkur til Keflavíkur og eftir að hún hætti að vinna kom hún oft með rútunni og eyddi deg- inum með okkur. Við fórum líka oft saman í sumarbústaði með ömmu og Eiríki og þau létu sig ekki muna um að bruna norður á Akureyri og dvelja með okkur þar og voru þetta einstakar gæða- stundir. Okkur elstu bræðrum er sér- staklega minnisstætt þegar við fórum ásamt mömmu og ömmu til Bandaríkjanna í brúðkaup í LA. Þar lék amma á alsoddi og gerði frábæra ferð enn betri. Við keyrð- um vítt og breitt á milli ríkja um alla vesturströndina og amma naut sín svo vel í sólinni og hældi mömmu á hvert reipi fyrir hvað hún væri góður bílstjóri, sem var nú alveg nýtt, þar sem henni fannst hún nú stundum soldið mikill glanni. Í Boston á leiðinni heim pantaði amma bjór eftir verslunarleiðangur og regluhlýð- inn barþjónninn bað hana um skil- ríki fyrir kaupunum og hafði hún gaman af þótt vissulega hlyti hann nú að sjá það að hún væri ekki undir aldri. Hún amma var alltaf svo smart og hafði líka áhuga á tískunni og að vera vel til höfð. Hún hrósaði manni óspart ef henni líkaði en sagði líka sína skoðun umbúða- laust eins og t.d. þegar rifnar gallabuxur voru í tísku, það fannst henni ekki flott. Nú er komið að kveðjustund. Við erum þakklát fyrir allt, elsku amma okkar, og munum sakna þín. Andri Freyr, Einar Þór, Guðrún Mjöll, Lovísa Íris og Tómas Elí. Allt líf hefur upphaf og endi. Nú er lífi tengdamóður minnar lokið á þessari jörð en engill sem hún mun ætíð lifa í huga okkar sem eftir lifum og til þekktum. Það er ómetanlegt fyrir alla þá sem kynntust Dagbjörtu að hafa átt með henni stund. Þeir eru ekki margir englarnir á meðal okkar sem afkasta jafn miklu en fara sér á sama tíma hægt eins og Dag- björt gerði. Aldrei státaði hún sig af eigin gjörðum en var afar hreykin af fjölskyldu sinni og stóra barnahópnum. Dagbjört var mikil húsmóðir og ræktaði af alúð allt sem hún kom nærri. Gaf endalaust af sér en vildi aldrei þiggja neitt á móti. Þjón- ustulund hennar gekk svo langt að vakti hjá mér furðu við fyrstu kynni. Hún bakaði, saumaði, ann- aðist allt og alla af sinni einstöku eðlisávísun. Nú er hún farin en eftir standa minningar um afar góða og ljúfa konu. Dagbjört var mikil hannyrða- kona og húsmóðir eins og þær gerðust bestar hér á árum áður! Í mörg ár komum við hjónin með börn okkar í heimsókn til ömmu Dagbjartar og þar var alltaf heimabakað brauð og kökur. Þeg- ar hún svo kom í heimsókn til okk- ar hafði hún oftar en ekki eitt- hvert góðgæti meðferðis. Fyrir hver jól breyttist heimili Dag- bjartar í bakarí þar sem hún bak- aði fyrir alla stórfjölskylduna. Tek fram að börnin voru ófá og fórum við öll heim með dunka fulla af smákökum ásamt flatkökum, lag- tertum, rúllutertum og áfram mætti telja. Slíkar húsmæður eru vart til á okkar dögum. Megi góður Guð fylgja Dag- björtu inn í nýjan heim en þeir sem við henni taka þar munu vafa- lítið fagna komu hennar. Við sem eftir lifum munum ylja okkur við allar fallegu minningarnar um elsku Dagbjörtu sem var svo stór hluti af lífi okkar allra. Þórey S. Þórðardóttir. Dagbjört Guðmundsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.