Morgunblaðið - 12.03.2020, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 12.03.2020, Blaðsíða 61
ÍÞRÓTTIR 61 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MARS 2020 Verða áhorfendur á leik Íslands og Rúmeníu á Laugardalsvell- inum 26. mars? Fer sá leikur yfir- leitt fram á þeim tíma? Á næstu vikum ætti að draga til úrslita á Íslandsmótunum í handbolta og körfubolta með til- heyrandi spennu og skemmtun. Íslandsmótið í fótbolta á að hefj- ast síðasta vetrardag, eftir rúma 40 daga. Evrópukeppnin í fótbolta á að hefjast í Róm 12. júní. Ólympíuleikarnir og Ólympíumót fatlaðra eiga að fara fram í Tókýó frá júlí og fram í september. Verður þessu öllu saman frestað vegna kórónuveirunnar? Spyr sá sem ekki veit en lík- urnar aukast dag frá degi. Í gær var fyrsta leiknum í enska fót- boltanum frestað, og örugglega ekki þeim síðasta. Eflaust þarf að bíða með að ljúka flestum deildum þar til í sumar eða haust. Og fresta EM um einn til tvo mánuði. Líf og heilsa og almennt ör- yggi borgaranna hefur forgang. Þeir sem eru í forystu íþrótta- hreyfingarinnar, hér á landi og á alþjóðavísu, skilja það sem betur fer flestir. Í stóra samhenginu er sjálf- sagt að fresta íþróttaviðburðum, rétt eins og öðrum samkomum. Ef tvísýnt verður um að halda úr- slitakeppnirnar innanlands í vor á að fresta þeim. Spila í sumar eða haust, eða þegar það er orðið óhætt sam- kvæmt lýðheilsuviðmiðum. Seinka því að hefja næsta tíma- bil í staðinn. Íslandsmótið í fótbolta get- ur byrjað í júní. Því lýkur þá bara seinna í haust. Við þurfum að vera með rétta forgangsröð. BAKVÖRÐUR Víðir Sigurðsson vs@mbl.is HANDBOLTI Guðmundur Tómas Sigfússon Víðir Sigurðsson Einn af leikjum ársins í Olísdeild karla í handknattleik fór fram í gærkvöldi þegar ÍR-ingar unnu magnaðan endurkomusigur á ný- krýndum bikarmeisturum Eyja- manna. Leikurinn fór fram á heima- velli bikarmeistaranna í Vest- mannaeyjum og lauk honum 31:29 eftir að staðan í hálfleik var 20:12 fyrir ÍBV. Marga öfluga leikmenn vantaði í liðin í gær, en þeir Dagur Arnars- son og Sigurbergur Sveinsson voru fjarri góðu gamni hjá Eyjamönnum og í lið gestanna vantaði þá Bergvin Þór Gíslason og Arnar Frey Guð- mundsson. Eyjamenn hófu leikinn af miklum krafti og tóku forystuna strax í byrjun, þeir héldu áfram að byggja ofan á forskot sitt þar til staðan var 20:14 og leikmenn gengu til bún- ingsherbergja. Hákon Daði Styrmisson hafði þá nokkrum sinn- um tætt í sig vörn gestanna og skil- að knettinum í netið, hann lék sem leikstjórnandi í leiknum og hóf leik- inn frábærlega, skoraði 7 mörk á fyrstu 20 mínútum leiksins. Markvarslan var lítil sem engin í fyrri hálfleik beggja megin og markaskorið eftir því. Það var ljóst að það lið sem myndi ná að skrúfa fyrir lekann varnarlega myndi fara með sigur af hólmi. ÍR-ingar skrúfuðu rækilega fyrir lekann og rúmlega það í síðari hálf- leik, Eyjamenn skoruðu einungis tvö mörk á fyrstu tíu mínútunum og níu mörk samtals í öllum seinni hálfleiknum. Á meðan röðuðu ÍR- ingar mörkunum á Eyjamenn og þá sérstaklega af línunni þar sem Þrándur Gíslason Roth réði ríkjum, hann skoraði sex mörk. Samtals unnu ÍR-ingar seinni hálfleikinn 17:9 og síðustu 32 mínúturnar 19:9. Sigurður Ingiberg Ólafsson náði sér ekki á strik í byrjun leiks en hann varði eitt af þeim þrettán skot- um sem rötuðu á markið, spurning hvort sjóferðin frá Þorlákshöfn hafi setið í honum, líkt og öllu ÍR-liðinu í fyrri hálfleik. Auk þess að bæta vörn sína í síðari hálfleik lengdu ÍR- ingar sóknirnar sínar og fækkuðu töpuðum boltum um helming. Kristján Orri Jóhannsson spilaði vel í horninu og nýtti öll sín sex færi, hann skoraði markið sem vann leikinn fyrir ÍR á lokakaflanum. ÍR-ingar eru því eina liðið sem er með vinninginn í innbyrðisviðureign gegn ÍBV í deildinni, það er vont fyrir Eyjamenn sem eru einmitt jafnir ÍR-ingum að stigum og sitja nú í 7. sætinu. Mikilvægur sigur Fram Framarar eru enn með í barátt- unni um sæti í úrslitakeppninni eftir sigur á Stjörnunni, 23:22, í spennu- þrungnum leik í Safamýri. Stjarnan var þremur stigum á undan Fram í áttunda sætinu fyrir leikinn og hefði gulltryggt sig áfram með sigri. Nú munar hins vegar að- eins einu stigi. Stjarnan er með 17 stig og á eftir að mæta FH og Val en Fram er með 16 stig og á eftir að mæta Selfossi og FH. Leikurinn var hnífjafn allan tím- ann. Framarar voru oftast einu til tveimur mörkum yfir í fyrri hálfleik en Stjarnan komst yfir fyrir hlé og hafði þá eins marks forystu, 11:10. Í seinni hálfleik var bókstaflega jafnt á öllum tölum til leiksloka, liðin yfir til skiptis, en mark Arons Gauta Óskarssonar reyndist sigurmarkið. Þorgrímur Smári Ólafsson skor- aði 8 mörk Fyrir Fram og Aron Gauti Óskarsson 7 og þá varði Lár- us Ólafsson 15 skot í marki liðsins. Tandri Már Konráðsson skoraði 8 mörk fyrir Stjörnuna og Leó Snær Pétursson 5 og Brynjar Darri Bald- ursson varði 11 skot. Valsmenn nálgast deildar- titilinn og felldu HK Valsmenn eru með þriggja stiga forskot á toppnum, eftir sigur á HK, 33:26, en með þeim úrslitum féll Kópavogsliðið endanlega úr deild- inni. Valur er með 30 stig en Aftur- elding, FH, Haukar og Selfoss eiga þó enn öll von um að ná deildar- meistaratitlinum af Val í síðustu tveimur umferðunum. Staðan í hálf- leik var 13:13 og HK hélt í við Vals- menn þar til tíu mínútur voru eftir. Valur breytti þá stöðunni úr 24:22 í 28:22 og tryggði sér sigurinn. Magnús Óli Magnússon skoraði 7 mörk fyrir Val, Róbert Aron Hos- tert 5 og Arnór Snær Óskarsson 5 og Daníel Freyr Andrésson varði 17 skot í marki liðsins. Blær Hinriks- son skoraði 5 mörk fyrir HK, Pétur Árni Hauksson, Þorgeir Bjarki Davíðsson og Kristján Ottó Hjálms- son 4 mörk hver. Afturelding í annað sætið Afturelding komst í annað sæti deildarinnar með því að sigra fallna Fjölnismenn að Varmá, 25:21, og eru þremur stigum á eftir Val. Afturelding á eftir að mæta ÍR og HK í lokaumferðunum. Afturelding var lengst af í nokkru basli með fallna Fjölnis- menn og var með nauma forystu í hálfleik, 12:11. Forskotið jókst að- eins í seinni hálfleik en Mosfell- ingar náðu ekki að hrista Grafar- vogsbúa af sér fyrr en á loka- kaflanum. Guðmundur Árni Ólafsson skor- aði 10 mörk fyrir Aftureldingu og Þorsteinn Gauti Hjálmarsson 4. Arnór Freyr Stefánsson varði hvorki fleiri né færri en 22 skot og var með 52,4 prósent markvörslu. Goði Ingvar Sveinsson skoraði 5 mörk fyrir Fjölni og Breki Dagsson 4. Ótrúleg endurkoma ÍR  Breiðhyltingar voru átta mörkum undir í Eyjum en sigruðu bikarmeistarana 31:29  Framarar galopnuðu keppnina um áttunda sætið í úrslitakeppninni Morgunblaðið/Sigfús Gunnar Dauðafæri Sveinn Andri Sveinsson gerir sig líklegan til að skora fyrir ÍR-inga í leiknum í Eyjum. Svo virðist sem Böðvar Böðvarsson, vinstri bakvörður pólska félagsins Jagiellonia, verði í íslenska lands- liðinu sem mætir Rúmeníu í EM- umspilinu á Laugardalsvellinum 26. mars. Félag hans óskaði í gær Böðvari til hamingju með að vera valinn í íslenska landsliðið á heima- síðu sinni. Böðvar kom til Jagiel- lonia frá FH fyrir rúmlega tveimur árum og hefur spilað 28 leiki með liðinu í úrvalsdeildinni í Póllandi. Hann á fimm A-landsleiki að baki, allt vináttulandsleiki, síðast gegn Svíum í janúar 2019. Böðvar í hópnum gegn Rúmenum? Ljósmynd/Kamil Swirydowicz Pólland Böðvar Böðvarsson er leik- maður Jagiellonia Bialystok. Thea Imani Sturludóttir, landsliðs- kona í handknattleik, hefur samið við danska félagið Aarhus United um að leika með því frá og með næsta tímabili. Thea er að ljúka þriðja tímabili sínu í Noregi; hún lék fyrst tvö ár með Volda í B-deildinni en í vetur með Oppsal í úrvalsdeild- inni þar sem hún hefur skorað 66 mörk í 19 leikjum. Aarhus United er í sjöunda sæti af fjórtán liðum í Dan- mörku og hefur áður verið með ís- lenska landsliðskonu í sínum röðum, en Birna Berg Haraldsdóttir lék með liðinu 2017 til 2019. Thea er á leiðinni til Árósa Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Flytur Thea Imani Sturludóttir fer frá Oppsal til Aarhus United. KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Dominos-deildin: Origo-höllin: Valur – KR...................... 19.15 MG-höllin: Stjarnan – Haukar ............ 19.15 Njarðtaksgryfjan: Njarðvík – Fjölnir 19.15 Sauðárkrókur: Tindastóll – ÍR............ 19.15 1. deild karla: VHE-höllin: Höttur – Skallagrímur ... 19.15 Smárinn: Breiðablik – Snæfell ............ 19.15 HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Olísdeildin: Kaplakriki: FH – KA............................ 19.30 Hleðsluhöllin: Selfoss – Haukar.......... 19.30 1. deild kvenna, Grill 66-deildin: Austurberg: ÍR – Valur U ................... 19.30 KNATTSPYRNA Deildabikar karla, Lengjubikarinn: Boginn: KA – Magni.................................. 20 Í KVÖLD! Ari Gunnarsson var í gær ráðinn þjálfari kvenna- liðs Hauka í körfuknattleik í stað Ólafar Helgu Pálsdóttur sem var sagt upp störfum á dög- unum. Ari hefur áður þjálfað kvennalið Ham- ars, KR, Skallagríms og Vals og er verkefni hans að koma liðinu í úr- slitakeppni Íslandsmótsins í vor, en þar eru Haukar í hörðum slag. Ari með Hauka til vorsins Ari Gunnarsson Vestmannaeyjar, Olísdeild karla, miðvikudag 11. mars 2020. Gangur leiksins: 5:2, 6:5, 9:6, 11:9, 15:10, 17:12, 20:12, 20:14, 21:16, 22:19, 25:23, 26:26, 29:28, 29:31. Mörk ÍBV: Kristján Örn Krist- jánsson 8, Hákon Daði Styrmisson 7/1, Kári Kristján Kristjánsson 5/3, Theódór Sigurbjörnsson 3, Elliði Snær Viðarsson 3, Friðrik Hólm Jónsson 2, Gabriel Martínez 1. Varin skot: Björn Viðar Björnsson ÍBV – ÍR 29:31 7/1, Petar Jokanovic 3. Utan vallar: 12 mínútur. Mörk ÍR: Kristján Orri Jóhannsson 6, Björgvin Þór Hólmgeirsson 6, Þrándur Gíslason 6, Hafþór Már Vignisson 5, Sturla Ásgeirsson 4/1, Sveinn Andri Sveinsson 4. Varin skot: Óðinn Sigurðsson 7/1, Sigurður Ingiberg Ólafsson 1. Utan vallar: 4 mínútur. Dómarar: Bjarni Viggósson og Jónas Elíasson. Áhorfendur: 400.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.