Morgunblaðið - 12.03.2020, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.03.2020, Blaðsíða 6
KÓRÓNUVEIRUFARALDUR Á ÍSLANDI6 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MARS 2020 Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is ítölsk hönnun – ítölsk framleiðsla ESTRO Model 3042 L 164 cm Áklæði ct. 70 Verð 249.000,- L 198 cm Áklæði ct. 70 Verð 269.000,- Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Mjög hefur verið fjallað um kórónu- veiru að undanförnu og afleiðingar hennar á íslenskt samfélag. Hefur ríkislögreglustjóri meðal annars lýst yfir neyðarstigi almannavarna og landlæknir hvatt almenning til að „gæta mikillar varúðar“ og kynna sér lista yfir æskilegt birgðahald heimila í heimsfaraldri, en listann má nálgast á heimasíðu embættis- ins. Þá hefur landlæknir sagt fólki að „eiga meira til en vanalega“. Guðmundur Marteinsson, fram- kvæmdastjóri Bónuss, segist greina meiri sölu matvöru með lengra geymsluþol. Þá segir hann einnig mikla ásókn vera í handspritt, en spritt er nú að líkindum uppselt í öll- um verslunum Bónuss. „Fólk er almennt að kaupa meira, það leynir sér ekki. Það er að birgja sig upp af frysti- og þurrvöru. Það er gríðarleg aukning í sölu á þessum vörum,“ segir hann í samtali við Morgunblaðið og bætir við að kaup- hegðun fólks hafi því breyst talsvert eftir tilkomu kórónuveirunnar. Nokkuð hefur borið á því að fólk klæðist hönskum í almenningi, s.s. í verslunum. Að sögn Guðmundar eru allir helstu snertifletir verslana Bón- uss þrifnir mjög reglulega. „Þetta eru staðir á borð við kerru- handföng og snertifleti á kössunum sem eru sérstaklega vel þrifnir,“ segir hann og bætir við: „Við gerum allt sem við getum og förum í einu og öllu eftir tilmælum landlæknis.“ Þá segir Guðmundur nú alla vera að leita að spritti, en von er á nýrri sendingu í verslanir á morgun. Starfsmenn klæðast hönskum Gréta María Grétarsdóttir, fram- kvæmdastjóri Krónunnar, tekur í svipaðan streng; frysti- og þurr- vörur rjúka út úr verslunum. „Það er mun meira að gera hjá okkur núna en að jafnaði á þessum tíma árs,“ segir hún og bætir við: „Ég held að það sé ljóst að fólk sé að fara eftir tilmælum landlæknis, heldur sig meira heima núna og fer um leið minna út að borða.“ Aðspurð segist hún þó ekki greina neitt óþarfa hamstur hjá fólki; flestir séu yfirvegaðir í innkaupum þótt kauphegðun hafi tekið breytingum. „Við sjáum það þó að þurrvara hefur verið að sækja á síðastliðnar tvær vikur á kostnað ferskvöru.“ Margar verslanir bjóða nú við- skiptavinum sínum upp á einnota hanska auk þess sem búið er að koma fyrir sprittstöndum víða í verslunum. Hjá Krónunni líkt og Bónuss eru allir helstu snertifletir þrifnir mjög reglulega. „Allar sjálfsafgreiðslustöðvar eru sprittaðar á minnst klukkutíma fresti, í sumum tilfellum oftar. Starfsmenn okkar eru einnig flestir byrjaðir að ganga um í hönskum og gæta vel að hreinlæti,“ segir Gréta María enn fremur. Veiran hefur breytt kauphegðun fólks  Vörur með lengra geymsluþol seljast betur en áður Morgunblaðið/Eggert Vel varin Þessi kona nýtti sér spritt og hanska í verslunarleiðangri sínum og það gerðu fleiri viðskiptavinir einnig. Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Embætti landlæknis segir ekki hægt að útiloka samkomubann hér á landi vegna útbreiðslu kórónuveiru. Með- an faraldur geisi þurfi ávallt að meta hvort rétt sé að halda viðburð eða hvort betra sé að fresta tilteknum viðburði þar til faraldur sé genginn yfir. Segir landlæknir mikilvægt að gætt sé að smitvörnum á fjölmenn- um mannamótum. Vignir Egill Vigfússon, kynn- ingarstjóri Borgarleikhússins, segir grannt fylgst með tilmælum yfir- valda. Á meðan ekkert samkomu- bann sé í gildi megi gera ráð fyrir óbreyttri dagskrá hjá leikhúsinu. „Við höldum áfram okkar striki hvað sýningar varðar þar til okkur er sagt eitthvað annað. Ef þær aðstæð- ur koma upp erum við með klárt við- bragð sem hægt er að grípa til,“ segir hann og bætir við að mikil áhersla sé nú lögð á þrif í leikhúsinu, bæði í rýmum starfsmanna og gesta. Aðspurður segir Vignir Egill fólk hafa sett sig í samband við leikhúsið undanfarið til að fá upplýsingar um hvort sýningar muni falla niður vegna faraldursins. „Það er eitthvað um það. Við höfum einnig fengið ein- hverjar fyrirspurnir frá eldra fólki og þeim sem eru með undirliggjandi heilsufarsvandamál.“ Reyna að tryggja umhverfið Svanhildur Konráðsdóttir, for- stjóri Hörpu, tekur í svipaðan streng, vel sé fylgst með öllum til- mælum yfirvalda. „Einnig er reynt að tryggja að umhverfi hér sé öruggt, hreint og sótthreinsað.“ Viðburðahald heldur því áfram í Hörpu þótt það sé ekki í sama magni og til stóð. Viðburðahaldarar fylgjast vel með  Dagskrá heldur áfram á meðan ekk- ert bann er í gildi Morgunblaðið/Golli Listamenn Frá Bláa hnettinum sem sýnd var í Borgarleikhúsinu. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Stjórnendur stórra hjúkrunarheim- ila segja að vel gangi að framfylgja heimsóknabanni. Aðstandendur og íbúar sýni aðgerðunum almennt skilning en vissulega þurfi að skýra málið sérstaklega út fyrir sumum. Á heimilum Hrafnistu og Grundar er lögð áhersla á að starfsmenn stoðdeilda séu inni á deildunum til að auka virkni þar og róa íbúa. Í kjölfar þess að almannavarnir lýstu yfir neyðarstigi vegna út- breiðslu kórónuveirunnar gripu stjórnendur hjúkrunarheimila al- mennt til þess ráðs að banna eða takmarka mjög heimsóknir til íbúa heimilanna. Tilgangurinn er vita- skuld að reyna að vernda í lengstu lög þann hóp sem sjúkdómurinn leggst þyngst á. Erfið tilvik „Þetta eru aðstæður sem við höf- um aldrei verið í áður. Þetta hefur gengið ótrúlega vel. Aðstandendur og íbúar hafa sýnt þessu skilning og margir raunar sent okkur hvatn- ingu. Einstaka er með spurningar, sem við reynum að svara eftir bestu getu,“ segir María Fjóla Harðar- dóttir, framkvæmdastjóri heil- brigðissviðs Hrafnistuheimilanna. „Við skiljum að erfitt getur verið að fá ekki að heimsækja sína nán- ustu en við hvetjum fólk sem hefur áhyggjur til að hafa samband við okkur og leita annarra leiða til sam- skipta, til dæmis eftir rafrænum leiðum. Við verðum að taka meiri hagsmuni fyrir minni með velferð íbúanna í huga,“ segir Gísli Páll Pálsson, forstjóri Grundarheimil- anna. Hann telur að almennt hafi Íslendingar gripið til róttækra að- gerða í vörnum gegn veirunni og vonast hann til að það skili árangri. Erfiðast er að meina fólki sem hefur verið náið í áratugi og sinnt maka sínum vel að heimsækja makann. Undanþágur frá heim- sóknabanni eru veittar á Grund og Hrafnistu, ef sérstaklega stendur á, svo sem þegar íbúar eru í lífsloka- meðferð. Tilmæli til starfsfólks Sjúkraþjálfar, iðjuþjálfarar og fleira starfsfólk stoðdeilda eru meira inni á deildunum en endra- nær til að þess að auka virkni þar. Það skapar líka ró hjá íbúum. „Við reynum að gera eins gott úr þessu og hægt er,“ segir María. Eðli málsins samkvæmt fer starfsfólk heim til sín og út í sam- félagið og mætir aftur til vinnu. Gísli Páll segir að hægt sé að stöðva heimsóknir en starfsfólkið verði að koma til vinnu. Því sé ekki raunhæft að ætla að hægt sé að koma alveg í veg fyrir smit, aðeins draga úr því. Hann segist ekki geta bannað starfsfólki að fara til út- landa eða á samkomur innanlands en framkvæmdastjórn heimilanna hafi beðið það að reyna að draga úr því eins og mögulegt er. Sömu til- mælum beinir Hrafnista til síns starfsfólks. María segir að brýnt sé fyrir starfsfólki að gæta að hreinlæti og sleppa því að mæta til vinnu ef það er með flensulík einkenni. Sama gildi um þá sem komi með aðföng. Morgunblaðið/Árni Sæberg Kaffitími Íbúar hjúkrunarheimila eru rólegir þrátt fyrir aðgerðir. Sýna heimsóknar- banni skilning  Starfsfólk stoðdeilda hjúkrunar- heimila heldur uppi virkni á deildunum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.