Morgunblaðið - 12.03.2020, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 12.03.2020, Blaðsíða 44
44 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MARS 2020 Energy með Memory Foam innleggi St. 36-41 Verð 13.995 kr. *B irt m eð fy rir va ra um pr en tv ill ur KRINGLUNNI • SMÁRALIND Það fer ekki fram- hjá einum einasta Ís- lendingi að farsótt geisar á landinu, upp- lýsingaflæði um smit- fjölda, stökkbreyt- ingu, dánartölur, sóttkví og samkomu- bönn vekja óneitan- lega áhyggjur, kvíða og aðrar óþægilegar tilfinningar hjá mörg- um. Vandað og fag- legt upplýsingaflæði er þó af hinu góða þar sem vanþekking elur á fordómum og hræðslu. Þrátt fyrir erfiða óvissutíma mun þessi faraldur að öllum lík- indum leggja mikilvæga horn- steina að framtíð samfélaga í heiminum og á endanum auka lífs- gæði, fjölga tækifærum og efla þjónustu við íbúa og þá ekki síst þeirra sem búa í dreifðari byggðum. En hvað gefur tilefni til slíkrar bjartsýni? Neyðin kennir naktri Við þær fordæmalausu aðstæður sem við stöndum frammi fyrir í dag þar sem margar stórþjóðir hafa gripið til örþrifaráða á borð við að loka skólum, loka stórum vinnustöðum, hjúkrunarheimilum og sett heilu héruðin í sóttkví myndast ákveðin eftirspurn. Mikil og vaxandi eftirspurn eftir öfl- ugum tæknilausnum mun þvinga mannkynið hraðar og lengra inn í 21. öldina og þau tækifæri sem aukin starfsemi í gegnum tölvu- skjái getur veitt okkur. Framtíðin felst í fjartækni Takmarkaðasta auðlind ein- staklingsins og því um leið sú dýr- mætasta er án efa tíminn. Það er orðið æ algengara að báðir for- eldrar séu útivinnandi, sinni ekki bara börnum og starfi heldur áhugamálum, líkamsrækt, sjálfum sér og hvort öðru. Frá aldamótum hefur nemendum á háskólastigi fjölgað um ríflega 76%. Á sama tíma eru aukin samgöngu- vandamál, meiri umferð og þ.a.l. aukin mengun orðin að skipulags- og loftslagsvandamálum sem snerta nær alla. Með þeim heimsfaraldri sem við stöndum frammi fyrir í dag munu án efa skapast tækifæri sem leiða til betri nýtingar á þess- ari mikilvægu auðlind mannkynsins, tím- anum, og um leið draga úr þörf ein- staklinga fyrir meng- andi samgöngur. Frelsi einstaklinga mun aukast til muna hvað varðar mögu- leika á fjarvinnu, fjarnámi og að sækja sér fjarheilbrigðisþjónustu svo dæmi séu tekin. Fjarvinna, fjarnám og fjarheilbrigðisþjónusta Fjarvinna hefur aukist á undan- förnum árum, en slíkt fyrirkomu- lag getur dregið úr rekstrarkostn- aði og yfirbyggingu fyrirtækja og aukið starfsánægju starfsmanna. Fjarvinna hefur aukist stórkost- lega víða um heim í kjölfar út- breiðslu faraldursins og verður Ís- land þar engin undantekning. Nauðsynlegt er að innviðir sam- félagsins séu í stakk búnir fyrir slíka þróun en í lok síðasta árs voru rétt rúmlega 80% íslenskra heimila tengd ljósleiðara og er Ís- land í öðru sæti í Evrópu hvað varðar hlutfall virkra ljósleiðara- tenginga á heimilum næst á eftir Lettlandi, en betur má ef duga skal. Í 20 blaðsíðna stefnu Háskóla Íslands til ársins 2021, háskóla allra landsmanna, er orðið fjarnám einungis að finna á einum stað og í 19 blaðsíðna drögum mennta- málaráðuneytisins að nýrri menntastefnu til ársins 2030 kem- ur fjar- og dreifnám fyrir þrisvar sinnum án útfærslna eða skýringa á því hvernig og með hvaða hætti eigi að efla fjarnám á Íslandi. Áhersla á fjarnám þarf að vera mun umfangsmeiri, ákveðnari og afmarkaðri í þeirri stefnumörkun að mati undirritaðrar. Nýverið auglýsti Landlæknis- embættið eftir verkefnastjóra um málefni fjarheilbrigðisþjónustu en Ísland er nokkuð á eftir öðrum löndum hvað varðar þróun slíkrar þjónustu. Ísland hefur aftur á móti alla burði til að geta orðið leiðandi afl í veitingu fjarheil- brigðisþjónustu og á sama tíma bætt þannig grunnþjónustu við alla íbúa landsins sama hvar á landinu þeir búa en landsbyggðin hefur undanfarin ár mætt miklum niðurskurði hvað heilbrigðisþjón- ustu varðar. Stuðningur hins opinbera lykilatriði Þrátt fyrir verðugt verkefni sem ríkisstjórn Íslands stendur frammi fyrir í dag hvað faraldurinn varðar þá er nauðsynlegt á sama tíma að undirbúa jarðveginn fyrir framtíð- ina. Mikilvægt er að heildræn stefna um fjarþjónustu á Íslandi sé mörkuð af þeim ráðuneytum sem eru í fararbroddi hvað slíka þjónustu varðar, þar gegna heil- brigðisráðherra, menntamála- ráðherra, nýsköpunarráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnar- ráðherra lykilhlutverkum. Undirrituð hvetur ríkisstjórn Ís- lands til að sjá tækifærin, hamra járnið, auðvelda regluverkin, búa til hvata og stuðning til að hið opinbera en ekki síst einkaaðilar sem sjá tækifæri í veitingu og notkun fjarþjónustu hafi umhverfi sem nærir það og gerir þjónust- unni kleift að vaxa og dafna íbúum til hagsbóta og samfélaginu til framfara. Landsmenn alla hvet ég til að halda ró sinni, gleymum ekki að anda með nefinu, þvoum okkur vel um hendurnar og fylgjum til- mælum Landlæknisembættisins. Öll él birtir upp um síðir. Veiruleg tækifæri Eftir Hildi Sólveigu Sigurðardóttur »Heimsfaraldur skap- ar óvissu og kvíða en verður hugsanlega upp- spretta tímabærra framfara og aukins frelsis mannkynsins. Er tilefni til bjartsýni? Hildur Sólveig Sigurðardóttir Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum og sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfari. hildursi@gmail.com Það er fátt sem reynir meira á ein- staklinga og þjóðir en áföll. Áföllin geta ver- ið af hinum ýmsa toga, þau geta verið persónuleg og tengst einstaklingnum eða þau geta haft áhrif á allt samfélagið í heild sinni og í dag stönd- um við frammi fyrir einu slíku. Þegar tilkynning barst um að nýja kórónuveiran væri nú komin til Íslands var ekki laust við að uggur hríslaðist um þjóðina. Flest reyndum við auðvitað að bera okk- ur vel en ósjálfrátt vék hugur okkar til aldraðra foreldra, afa og ömmu eða þeirra sem eru veikir fyrir. Fólksins okkar sem við vissum að gæti átt í erfiðleikum með að takast á við þessa nýju tegund veiru og auðvitað höfðum við áhyggjur; við viljum öll vernda okkar nánustu. Maður þarf ekki að hafa fylgst lengi með til að sjá hversu erfiðlega gengur að stemma stigu við út- breiðslu veirunnar meðal vinaþjóða okkar þrátt fyrir sóttkvíar, góða læknisþjónustu, skólalokanir og önnur tiltæk viðbrögð. Við megum nefnilega ekki vanmeta náttúruna og hæfileika hennar til að aðlagast öllu því sem okkur mönnunum dett- ur í hug. Náttúran mun alltaf standa okkur framar og þar sem veirur eru hluti af henni, þá eigum við að taka á slíkri vá af mikilli festu sem og virðingu. Við getum gert betur Ég talaði fyrir því að takmarka komu ferðamanna til landsins strax í janúar. Ráðamenn voru mér ekki sammála og fór því sem fór. Það mátti vel hindra komu ferðamanna strax á flugstöðvum erlendis, sem voru með vegabréf frá sýktum svæðum t.d. eins og frá Kína. Vissulega hefði átt að aflýsa ferðum til Ítalíu þegar upp komst um hversu mikill fjöldi fólks þar í landi var smitaður en græðgin og rifr- ildið um hver bæri tjónið fékk þar að ráða ferðinni, því miður. Ég gerði mér aldrei neinar grillur um að við Íslendingar myndum sleppa með skrekkinn, svo grænn er ég nú ekki. Markmið mitt var ætíð að fá veiruna eins seint til landsins og unnt væri og hægja á dreifingu hennar svo heilbrigðiskerfið myndi fá tækifæri til að hjálpa þeim sem það gæti hjálpað og nýta reynslu þeirra þjóða sem eru að berjast við sjúkdóminn. Með þessu móti mynd- um við eygja von um að bóluefnið yrði aðgengilegt áður en stór hluti þjóðar- innar smitaðist. Ráðamenn og emb- ættismenn tala nú fyrir bjartsýni og jákvæðni og vilja að við séum ekki hrædd. Ég átta mig illa á þeim skila- boðum þegar búið er að galopna allar dyr og bjóða óvininum inn. Ég velti því jafnframt fyrir mér hvort það hefði ekki verið ástæða til að vera hræddari því þá hefðu við- brögð yfirvalda ef til vill verið önn- ur og betri. Staðreyndin er hins vegar sú að þau vanmátu veiruna og ímynduðu sér að þau myndu alltaf hafa betur og þyrftu því eng- ar drastískar varnir. Það sést nú að þær þjóðir sem tóku dýpra í árinni standa betur að vígi og horfi ég til Rússlands, Bandaríkjanna, Ísraels, Ástralíu og Nýja-Sjálands í því samhengi. Sláum sigurboga Hvað sem koma skal þá vona ég að við munum öll draga lærdóm af atburðum næstu mánaða. Ég er sannfærður um að samheldni og samkennd mun aukast meðal þjóð- arinnar og við munum standa sterkari að leikslokum. Þetta getur orðið erfitt en við munum komast í gegnum þetta eins og allt annað sem barið hefur á okkur. Ég vona af öllu hjarta að þetta fari vel en nú er lítið annað eftir en að fela æðru- leysinu úrlausnina og gleyma því ekki að þegar öllu er á botninn hvolft þá er það almættið sem ræður. Mig langar að enda þessa grein á orðum sem ég hnaut um á Face- book eftir séra Önund S. Björnsson sóknarprest, en hann skrifaði: „Notum þessa vá til að efla kær- leiksböndin, gleymum lífsgæða- kapphlaupinu og sláum sigurboga utan um allt það sem okkur skiptir mestu; makann, börnin, foreldrana og alla þá sem okkur eru hjart- fólgnir.“ Það góða með því slæma Eftir Guðmund Franklín Jónsson Guðmundur Franklín Jónsson » Það mátti vel hindra komu ferðamanna strax á flugstöðvum er- lendis, sem voru með vegabréf frá sýktum svæðum t.d. eins og frá Kína. Höfundur er viðskipta- og hagfræðingur. gundi.jonsson@gmail.com Sú frétt sló mig verulega að 34.000 Íslendingar byggju við fátækt. Mér of- bauð þessi frétt. Hvernig má það vera að svona geti ástandið verið í einu rík- asta landi heims? Hér hafa stjórnmálamenn sannarlega brugðist, að hafa ekki tekið á þessari þjóðarskömm. Sigurður Guðjón Haraldsson. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12. Útrýmum fátækt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.