Morgunblaðið - 12.03.2020, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 12.03.2020, Blaðsíða 42
AFP 5G Þeim breytingum sem fylgja fimmtu kynslóð farsíma og netþjónustu hefur verið lýst sem fjarskiptabyltingu. SVIÐSLJÓS Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Póst- og fjarskiptastofnunin(PFS) birti á þriðjudaginnniðurstöðu samráðs viðfjarskiptafyrirtækin þrjú hér á landi, Nova, Símann og Sýn (Vodafone), um úthlutun á 5G- tíðniheimildum á 3,6 GHz tíðnisvið- inu til ársloka 2021. 5G-kerfið, þ.e. fimmta kynslóð farsímakerfa og net- þjónustu, mun fela í sér mikla bylt- ingu í fjarskiptatækni og stóraukinn hraða í gagnaflutningi. Fyrirtækin þrjú hafa öll til umráða 4G-tíðni- heimildir og vilja nýta sér 5G. Áður hefur PFS farið þá leið að bjóða tíðniheimildir upp, en samráðsleiðin var m.a. valin að þessu sinni vegna óvissu um hvernig þróun á uppbygg- ingu hinnar nýju 5G-tækni muni eiga sér stað á næstu árum. Samkvæmt frétt á vef PFS hófst samráðið í desember í fyrra. Fyrir- tækin hafi almennt verið sátt við for- sendur úthlutunarinnar, enda þótt þau hafi komið með athugasemdir við tiltekna þætti framkvæmdarinn- ar sem stofnunin hafi að mestu leyti getað tekið tillit til. Niðurstaða PFS var því sú að úthluta 5G-tíðniheim- ildum til fyrirtækjanna þriggja. PFS segir að eftir þessa úthlutun séu eftir 100 MHz óráðstöfuð á 3,6 GHz-tíðnisviðinu. Hyggst stofnunin fylgjast með þróun á uppbyggingu á 5G-fjarskiptanetum og framboði þeirrar þjónustu á næstu misserum og meta með hvaða hætti óráðstöf- uðum tíðnum verði úthlutað síðar. Við prófanir á 5G-tækninni á kom- andi mánuðum fékk hvert fjar- skiptafyrirtækjanna að velja þrjá byggðakjarna. Öll settu þau Hvols- völl efst á blað og verður því að varpa hlutkesti um hvert þeirra fær það svæði. Önnur valin svæði voru Sandgerði og Vestmannaeyjar (Nova), Þorlákshöfn og Egilsstaðir (Síminn) og Siglufjörður og Grinda- vík (Sýn). Fyrirvari um öryggismál Fram kemur að á vef PFS að við úthlutun á 5G-tíðniheimildum hafi verið tekið tillit til fyrirætlana stjórnvalda um að setja sérstakar reglur um öryggi 5G-fjarskiptaneta og þjónustu. Slík laga- og reglusetn- ing geti m.a. falið í sér tilteknar tak- markanir á því hvaða 5G-búnað verði heimilt að nota fyrir slíka þjón- ustu hér á landi. Verður 5G-tíðni- heimildunum úthlutað til fjarskipta- fyrirtækjanna þriggja með skýrum fyrirvara um þær takmarkanir á uppbyggingu 5G-fjarskiptaneta sem slík reglusetning stjórnvalda kann að leiða af sér. Þótt það sé ekki sagt berum orð- um er hér verið að skírskota til þeirra deilna sem staðið hafa um það hvort setja þurfi þátttöku kínverska fyrirtækisins Huawei, sem er sam- starfsaðili Sýnar, skorður hér á landi eins og þegar hefur verið gert í nokkrum vestrænum löndum. Van- traustið á Huawei stafar af því að það er háð kínverskum stjórnvöld- um og ýmsir óttast að þau gætu beitt fyrirtækinu til njósna og jafnvel til að skaða fjarskiptainnviði á hættu- tímum. PFS orðar það svo að umræður um öryggismálin hafi m.a. snúist um að mikilvægt sé að búnaður í 5G- netum styðjist við öruggar birgða- keðjur og að óheppilegt geti verið að búnaður fjarskiptafyrirtækja komi allur frá sama birgja/framleiðanda. Til að bregðast við þessu hafa ríki Evrópusambandsins (ESB) sett sér öryggisreglur. Eru þar nefnd önnur Norðurlandaríki, Bretland, Holland og Þýskaland. Segir PFS ljóst að slík reglusetning muni í framtíðinni taka mið af greiningarskjali um ör- yggi 5G-neta sem nýlega var unnið á vegum framkvæmdastjórnar ESB, en það felur í sér tiltekinn ramma um þau úrræði sem einstök aðildar- ríki EES-svæðisins geta gripið til í þessum efnum. PFS bendir á að íslensk stjórn- völd hafi tilkynnt um áform sín um að setja efnislega sambærilegar reglur um öryggi búnaðar í 5G- netum á Íslandi. Skipaður hafi verið vinnuhópur sem sé ætlað það hlut- verk að móta tillögur til að stuðla að auknu öryggi 5G-neta. Horft til öryggis við úthlutun 5G-leyfa 42 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MARS 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Sigurður MárJónssonblaðamaður rifjar í nýlegum pistli á mbl.is upp orð Einars Odds Kristjánssonar, þá- verandi formanns Vinnuveitendasambandsins og stjórnarmanns í Samtökum fisk- vinnslustöðva árið 1991: „Ís- lenskur sjávarútvegur stenst er- lendum keppinautum okkar ekki snúning, eins og staðan er í dag, og í raun og veru mun íslenskur sjávarútvegur stefna beint norð- ur og niður til helvítis, verði ekki gripið í taumana.“ Gagnlegt er að rifja upp slík ummæli, því að á árum fyrr, áður en kvótakerfinu hafði smám sam- an tekist að treysta rekstur sjávarútvegsfyrirtækja, voru fréttir af sjávarútveginum gjarn- an um rekstrarerfiðleika hans og gengisfellingar. Rekstrarumhverfið er allt annað nú með kvótakerfi sem byggist á varanlegum og fram- seljanlegum veiðiheimildum. Vandinn er eftir sem áður næg- ur, og má minna á loðnubrest í því sambandi, en hann er viðráð- anlegri þegar umgjörðin er kvótakerfið. Sigurður Már nefndi einnig ummæli Ragnars Árnasonar pró- fessors á fundi Samtaka fyrir- tækja í sjávarútvegi á dögunum, þar sem Ragnar minnti á „að ís- lenskur sjávarútvegur væri í harðri samkeppni á heimsvísu og mikil- vægt væri að varð- veita stöðu hans sem slíka. Ekkert væri sjálfgefið í þeim efnum“. Þetta gleymist oft í umræðu hér á landi, þar sem stærstur hluti hennar um þessa mikilvægustu undirstöðuat- vinnugrein þjóðarinnar fer í öf- undarkarp um ofurskatta eða vangaveltur um að fara í gamla farið með því að svipta sjávar- útveginn aflaheimildum. Þeir efnahagserfiðleikar sem eru að skella á þjóðinni um þess- ar mundir mega gjarnan verða áminning um hve mikilvægt er að hlúa að þessari undirstöðu at- vinnulífsins. Það er gríðarlega þýðingarmikið að Íslendingar búi að sjávarútvegi á heimsmæli- kvarða og hann var ekki byggður upp og honum verður ekki við haldið með sífelldum úrtölum og árásum á greinina. Miklu nær væri, meðal annars í ljósi þeirra erfiðleika sem nú eru upp komnir, kórónuveiru og loðnubrests, að reynt yrði að styðja við sjávarútveginn og efla þau útflutningsverðmæti sem hann getur skapað. Liður í því gæti verið að stjórnvöld endur- skoðuðu þátttöku sína í mis- heppnuðu viðskiptabanni gegn Rússlandi og tryggðu þannig að mikilvægir markaðir sjávar- útvegsins opnuðust á nýjan leik. Nú þurfa Íslendingar á öllu að halda og mega ekki þvælast fyrir sjálfum sér} Treystum undirstöður Viðskiptablaðiðstyðst við dag- blaðið Guardian þegar það birtir fróðlegan pistil um viðhorf stjórnanda Seðlabanka evr- unnar til ástandsins í efnahagsmálum álfunnar, ekki síst í ljósi krepp- unnar sem orðið hefur vegna óvæntrar útbreiðslu kórónuveir- unnar. Þar segir m.a.: „Bankastjóri evrópska seðla- bankans segir efnahagsleg áhrif kórónuveirunnar Covid 19 frá Wuhan í Kína geti orðið (sam- bærileg) við áhrif bankahrunsins 2008.“ Í framhaldinu segir að Lagarde bankastjóri hafi á síma- fundi hvatt ríkisstjórnir ESB ríkjanna til að grípa til aðgerða og auka útgjöld. Hún hafi einnig sagt að ella væri hætta á að Evrópa kynni að lenda í „atburðarás sem muni minna mörg okkar á bankahrun- ið mikla árið 2008“. Þar er einnig vitnað til Bloomberg fréttaveit- unnar. Þá var sagt í Viðskiptablaðinu að evrubankinn væri talinn vera að íhuga að lækka stýrivexti sína og myndi þá feta svipaða slóð og Englandsbankinn og Seðlabanki Íslands. Munurinn yrði þó sá að Seðlabanki evrunnar væri þá kominn með neikvæða vexti, sem þykir varla eftirsóknarvert. Þetta ber hins veg- ar allt að sama brunni og er mikið umhugsunarefni. Enn sem komið er hefur pestin sem kennd er við kór- ónuveiruna sem slík hvergi verið nærri því að veikja eða leggja að velli sambærilegan fjölda fólks og ár- legar flensupestir gera að jafn- aði. En það er óttinn við pestina sem veldur öllu þessu öngþveiti. Og á meðan ekki er nóg um hana vitað og hugsanlega þróun henn- ar, stökkbreytingar eða annað slíkt, sem illa er á færi leik- manna að véla um, er enginn annar kostur nærtækur en að hafa fullan vara á. En um leið hljóta menn að halda höfði og fara ekki offari. En vandinn er sá að stundum er erfitt að lesa í það sem haft er eftir þeim aðilum sem mesta ábyrgð bera og mest er því hlustað á. Nefna má eftirfarandi sem haft er eftir Lagarde seðla- bankastjóra af símafundinum: „Þannig gætu áhrifin (af kór- ónupestinni) orðið tímabundin, ef gripið yrði til réttra aðgerða, en þó (að) hún jafnframt hrósaði viðbrögðum sumra ríkja, þyrfti að gera meira, þar sem líklegt er að skaðinn gæti breiðst út og jafnvel leitt til „hruns í hlutum hagkerfa ykkar.“ Ótti almennings er skiljanlegur og úr honum mun ekki draga á meðan talað er í gátum} Óvissa ýtir undir ótta F yrsta kórónusmitið hér á landi greindist 28. febrúar. Aðeins um hálfum mánuði síðar eru þau orð- in tæplega 100. Ég styrkist stöðugt í þeirri trú að grípa hefði átt til harðari aðgerða strax í upphafi. Við áttum auðvitað að stöðva allt flæði fólks til og frá sýktum svæðum. Hvað þá þegar veiran var farin að flæða yfir Evrópu og nálgaðist landið okkar sem logi um akur. Svona tímabundnar aðgerðir hefðu vissu- lega orðið óþægilegar og valdið tjóni. Vitan- lega hefði ríkið þurft að koma til móts við þá sem hefðu orðið fyrir tekjumissi af þeim völd- um. Fórnarkostnaður hefði þó aðeins orðið brot af því sem við stöndum frammi fyrir nú, ef áfram heldur sem horfir. Við sem fylgjumst með er- lendum fjölmiðlum erum löngu búin að sjá að stjórnvöld í nágrannalöndum okkar hafa blásið í herlúðra sína, eru komin í stríð við veiru sem þau ætla að sigra með öllum tiltækum ráðum. Á meðan eru íslensk stjórnvöld að beina vinsamlegum tilmælum án þess að taka afgerandi ákvarðanir. Stjórnvöld sem fela sig bak við embættis- menn og þora ekki að taka ákvarðanir sem virka. Hvað eiga þessi vinnubrögð að þýða? Nokkur dæmi: Rússar lokuðu strax landamærum sín- um að Kína. Bönnuðu síðar Kínverjum að koma til lands- ins. Í Bergen, næststærstu borg Noregs og einni mestu ferðamannaborg þar í landi, er nú búið að banna far- þegum skemmtiferðaskipa að fara í land. Stórri fjölþjóða heræfingu í Norður-Noregi hefur verið af- lýst. Háskólasjúkrahúsið í Ósló bannar starfsfólki sínu að fara í ferðalög. Byrjað er að loka skólum og söfnum, og hætta skal fjöl- mennum fyrirlestrum. Pestin eykst hröðum skrefum á Spáni. Pól- land með tæplega 30 smitaða lokar öllum skólum, leikhúsum, kvikmyndahúsum og söfnum. Á Ítalíu eru allir íbúar, 60,5 milljónir manna, nánast í stofufangelsi. Landið er lamað. Evrópuþingið hefur lagt niður störf alla næstu viku. Alþjóða viðskiptastofnunin WHO aflýsir öllum fundum næstu tíu daga. Indverjar með 50 smit banna komu fólks frá Þýskalandi, Frakklandi og Spáni. Landlæknir talar um stríð. Ísland með sín tæpu 100 smit sem fer fjölgandi heldur enn öllu opnu með tæplega 50 komur farþegavéla daglega til Kefla- víkur. Við nýtum ekki okkar öflugasta varnarvopn, sem hefði verið að skrúfa fyrir allar ferðir til og frá landinu nema í brýnustu nauðsynjum, samhliða miklu bein- skeyttari aðgerðum innanlands. Aðgerðir sem grípa átti til strax til að forðast margfalt meira tjón til lengri tíma litið. Þessi vinsamlegu tilmæli sóttvarnalæknis og teymis hans eru einfaldlega ekki að virka, frekar en að heil- brigðiskerfið hafi verið í stakk búið að taka á móti veiru sem í raun var boðin velkomin án nokkurrar mótspyrnu. Við tryggjum ekki eftir á! Inga Sæland Pistill Við tryggjum ekki eftir á! Höfundur er alþingismaður og formaður Flokks fólksins. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.