Morgunblaðið - 12.03.2020, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 12.03.2020, Blaðsíða 65
MENNING 65 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MARS 2020 Njóttu þess að hvílast í hreinum rúmfötum Háaleitisbraut 58–60 • haaleiti@bjorg.is • Sími: 553 1380 GÆÐI – ÞEKKING – ÞJÓNUSTA Við þvoum og pressum rúmfötin - þú finnur muninn! Vök, Auður, Hildur Guðnadóttir, Kristín Anna, Grísalappalísa, Páll Ragnar Pálsson, Ásta og Ingi Bjarni Skúlason voru meðal vinningshafa á verðlaunahátíð Íslensku tónlistarverðlaunanna sem fram fór í Hörpu í gær og voru alls veitt 38 verðlaun auk heiðursverðlauna sem sópran- söngkonan Sigrún Hjálmtýsdóttir, Diddú, hlaut. Lokatónar kvöldsins voru til heiðurs Ragnari Bjarnasyni söngvara, sem lést 25. febrúar síðastliðinn. Vök var tilnefnd til flestra verðlauna og hlaut þrenn eins og tónlistarmaðurinn Auður sem var valinn söngvari ársins og flytjandi og lag hans „Enginn eins og þú“ hlaut verðlaun sem popp- lag ársins. Vök átti poppplötu ársins, In the Dark, og Margrét Rán, söngkona sveitarinnar, var valin lagahöfundur ársins og söngkona árs- ins í popp- og rokkflokki. Hildur Guðnadóttir hlaut tvenn verðlaun fyrir tónlist sína við þætt- ina Chernobyl og atriði Hatara í Eurovision í fyrra var tónlistarviðburður ársins og hlaut einnig verðlaun fyrir tónlistarmyndband ársins við Eurovision-lagið „Hatrið mun sigra“. Tómas R. Einarsson hreppti verðlaun fyrir djass- eða blúsplötu ársins, Gangandi bassa, en tónverk ársins í þeim flokki, „Avi“, átti djass- gítarleikarann Andrés Þór. Lagahöfundur árs- ins var Einar Scheving fyrir lög sín á plötunni Mi Casa, Su Casa og í sígildri og samtímatónlist var plata ársins Concurrence með Sinfóníu- hljómsveit Íslands undir stjórn Daníels Bjarna- sonar og tónverk ársins „Crevace, konsert fyrir flautu og fagott“ eftir Pál Ragnar Pálsson. Tónlistarflytjandi ársins úr röðum ein- staklinga í sama flokki var Bjarni Frímann Bjarnason og Elektra Ensemble hlaut verð- launin sem tónlistarflytjandi ársins úr flokki tónlistarhópa, söngkona ársins Dísella Lárus- dóttir og söngvari ársins Benedikt Kristjáns- son. Í flokknum Önnur tónlist voru verðlaunahaf- ar úr röðum höfunda kvikmynda- og leikhús- tónlistar sem og þjóðlaga- og heimstónlistar. Hildur Guðnadóttir hlaut verðlaun í flokki kvik- myndatónlistar fyrir tónlist sína við sjónvarps- þættina Chernobyl og hlaut hún einnig verð- laun ásamt Sam Slater fyrir upptökustjórn ársins fyrir hljóðmynd þáttanna. Hér hefur verið tæpt á nokkrum verðlaun- anna en eftirfarandi er heildarlisti þeirra. Önnur tónlist: opinn flokkur, þjóðlaga- og heimstónlist, kvikmynda- og leikhústónlist Útgáfa ársins - kvikmynda- og leikhústónlist Hildur Guðnadóttir – Chernobyl Plata ársins - opinn flokkur Kristín Anna – I must be the devil Plata ársins - Þjóðlaga- og heimstónlist Ásta – Sykurbað Lag/tónverk ársins - Önnur tónlist Lára Rúnars – Altari Upptökustjórn ársins Hildur Guðnadóttir og Sam Slater – Chernobyl Plötuumslag ársins Kristín Anna – I must be the devil Rokk, popp, raftónlist, rapp og hiphopp Plata ársins - popp Vök - In the Dark Plata ársins - rokk Grísalappalísa - Týnda rásin Plata ársins - raftónlist Bjarki - Happy Earthday Plata ársins - rapp og hipp hopp Cell7 - Is anybody listening? Lag ársins - popp Auður - „Enginn eins og þú“ Lag ársins - rokk Hipsumhaps - „Fyrsta ástin“ Lag ársins - raftónlist Sykur - „Svefneyjar“ Lag ársins - rapp og hipp hopp Flóni - „Falskar ástir“ Söngkona ársins Margrét Rán Magnúsdóttir (Vök) Söngvari ársins Auðunn Lúthersson Lagahöfundur ársins Margrét Rán Magnúsdóttir (Vök) Textahöfundur ársins Gunnar Ragnarsson og Baldur Baldursson (Grísalappalísa) Flytjandi ársins Auður Tónlistarviðburður ársins Hatari í Eurovision Bjartasta von Rásar 2 og Íslensku tónlist- arverðlaunanna Hipsumhaps Tónlistarmyndband ársins 2019 – Albumm.is og Íslensku tónlistarverðlaunin Hatari – „Hatrið mun sigra“ Sígild og samtímatónlist Plata ársins Concurrence - Sinfóníuhljómsveit Íslands undir stjórn Daníels Bjarnasonar Tónverk ársins „Crevace, konsert fyrir flautu og fagott“ eftir Pál Ragnar Pálsson Viðburður ársins – einstakur viðburður Hljóðön – Sýning tónlistar í Hafnarborg Viðburður ársins – tónlistarhátíðir Myrkir músíkdagar Flytjandi ársins – einstaklingar Bjarni Frímann Bjarnason Flytjandi ársins – hópar Elektra Ensemble Söngvari ársins Benedikt Kristjánsson Söngkona ársins Dísella Lárusdóttir Bjartasta vonin - sígild og samtímatónlist Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir Djass og blús Plata ársins Tómas Ragnar Einarsson - Gangandi bassi Tónverk ársins Avi eftir Andrés Þór Gunnlaugsson Tónlistarflytjandi ársins - hópar ADHD Tónlistarflytjandi ársins - einstaklingar Sunna Gunnlaugsdóttir Tónlistarviðburður ársins Tónleikaröð Stórsveitar Reykjavíkur Lagahöfundur ársins Einar Scheving Bjartasta vonin Ingi Bjarni Skúlason Heiðursverðlaun Samtóns og Íslensku tónlistarverðlaunanna Sigrún Hjálmtýsdóttir - Heiðursverðlaunahafi Íslensku tónlistarverðlaunanna Vök og Auður sigursæl  Íslensku tónlistarverðlaunin voru afhent í gær  Hljómsveitin Vök og tónlistarmaðurinn Auður hlutu þrenn verðlaun hvor  Sigrún Hjálmtýsdóttir sópransöngkona hlaut heiðursverðlaun Morgunblaðið/Árni Sæberg Tilkomumikið Hatari kom fram með Óháða kórnum og GDRN við upphaf verðlaunahátíðarinnar. Hin ástsæla sópransönkona Sigrún Hjálmtýsdóttir – Diddú, hlaut í gær- kvöldi heiðursverðlaun Íslensku tón- listarverðlaunanna sem Samtón veitir og var hyllt af viðstöddum. „Það er svolítið skrýtið að fá svona heiðursverðlaun, ég hef alltaf tengt þetta mér eldra fólki,“ sagði Diddú í samtali við blaðamann og hló sínum dillandi hlátri. „En ég er afskaplega þakklát fyrir að vera sýndur þessi heiður. Senni- lega er ég að uppskera fyrir sönginn öll þessi ár,“ bætti hún við og sagði að sér þætti nú samt alltaf aðrir eiga slíkan heiður frekar skilinn. „Þetta er nú samt orðinn ansi langur tími sem ég hef verið syngj- andi – bráðum fimmtíu ár! Ég hef komið svo víða við, ég hef smakkað poppið, sígilda sönginn – óperuna, og allt þar á milli.“ Diddú syngur enn mikið og kemur víða fram með reglulegum hætti. „Það er satt, það er aldrei flóafriður fyrir mér,“ sagði hún og hló. „Það er bara Guðs gjöf. Ég hef líka reynt gegnum tíðina að vera skynsöm í verkefnavali, svo röddin endist lengi,“ sagði heiðusverðlaunahafinn lukkuleg. Diddú ólst upp á tónlistarheimili í Reykjavík og hófst söngferill hennar snemma. Hún söng og lék í leikritum í Melaskóla og söng inn á plötu árið 1969. Diddú lék árið 1972 í sjón- varpsgerð Brekkukotsannáls eftir Halldór Laxness og hefur upp frá því leikið á sviði, í sjónvarpi og vin- sælum kvikmyndum. Hún starfaði lengi með Spilverki þjóðanna. Diddú lauk söngnámi í London ár- ið 1985 og hefur síðan einbeitt sér einkum að óperusöng og er ein dáð- asta óperusöngkona landsins. Hún hefur líka sungið vísnalög og djass- ópusa, auk ljóðasöngva, einsöngs- laga og óperuaría á sviði og inn á fjölda hljómplatna. Hún hefur áður hlotið ýmsar viðurkeningar. „Að uppskera fyrir sönginn öll þessi ár“  Sigrún Hjálmtýsdóttir – Diddú heiðruð Dáð Diddu var fagnað þegar hún tók við heiðursverðlaununum. Morgunblaðið/Árni Sæberg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.