Morgunblaðið - 12.03.2020, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 12.03.2020, Blaðsíða 72
ILVA Korputorgi, s: 522 4500 - www.ILVA.is laugardaga og sunnudaga 12-18 mánudaga - föstudaga 11-18:30 FLUENTE SÓFI 3ja sæta sófi með gulu velúr áklæði. L 197 cm. Áður 159.900 kr. NÚ 127.920 kr. SPARAÐU 31.980 kr. 20-40% Sparadu- af öllum sófum, sófaborðum hægindastólum og mottum 5. - 23 mars 25% Sparadu- af öllum mottum Tónleikasögustund verður í menn- ingarhúsinu Hannesarholti við Grundarstíg í kvöld kl. 20 með Gísla Helgasyni blokkflautuskáldi og Her- dísi Hallvarðsdóttur bassaleikara. Þau hafa lengi fengist við tónlist, meðal annars með Grýlunum og Hálft í hvoru. Með þeim verða gítar- leikararnir Guðmundur Benedikts- son og Hafsteinn Guðfinnsson. Tónleikasögustund með Gísla og Herdísi FIMMTUDAGUR 12. MARS 72. DAGUR ÁRSINS 2020 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 697 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. Birkir Bjarnason, landsliðsmaður í knattspyrnu, er enn á Ítalíu og óvíst er hvort eða hvenær honum verður heimilað að fara til Íslands vegna landsleiksins gegn Rúmeníu 26. mars. Hann var stöðvaður í fyrra- kvöld þegar hann var að leggja af stað þegar læknar ítölsku A- deildarliðanna ákváðu að leikmenn fengju ekki að yfirgefa landið. »60 Læknar á Ítalíu stöðv- uðu heimferð Birkis ÍÞRÓTTIR MENNING Söngkonan María Magnúsdóttir kemur fram á hádegistónleikum í Borgarbókasafninu í Grófinni í dag kl. 12.15. Yfirskrift tónleikanna er „Vorið og vonin í jazzperlum“ og á efnisskránni er tónlist eftir mörg kunn tónskáld úr heimi djass- og söngleikjatónlistar. Með Maríu leika Gunnar Hilmarsson á gítar og Leifur Gunnarsson á kontrabassa. Þau koma aftur fram í bóka- safninu í Gerðubergi í hádeginu á morgun kl. 12.15 og í Spönginni á laugar- dag kl. 13.15. María syngur í hádeg- inu um vorið og vonina en baslið og fátæktin hverfi fyrir öðru jákvæðara. „Ég minnist helst hins góða og hef bara þekkt gott fólk. Lundarfarið er aðalatriðið, ég var glaðlyndur krakki og gat alltaf bjarg- að mér út úr vandræðum,“ segir hún og fer með afmæliskveðju til Ingi- bjargar Lúðvíksdóttur: Aprílperla vorsins varstu valin af þeim best er kunni, að vera söngur, ljóð og leikur, lífsins krydd í tilverunni. Augljós standa upp úr merkin, arður þinna glæstu vona. Þú hefur löngum vandað verkin, verðug móðir þriggja sona. Hreysti hefur alla tíð fylgt Guð- rúnu. „Læknir sagði við mig að ég hefði sérlega góða byggingu og mér yrði aldrei misdægurt. Svo tók ég upp á því að fá flensuna á gamals aldri, fyrir þremur árum.“ Vinnusemin hefur verið ríkur þátt- ur í lífi Guðrúnar en letin einn daginn varð henni að yrkisefni: Ekki dugar annað par en að fara á lappirnar, klukkan níu orðin er, en það bannsett slór á mér. Ótal margt í ólestri er á þessu heimili, húsmóðirin heldur löt hirðir lítt um biluð föt. Sjón er farin að gefa sig og Guðrún segir það hafa dregið úr handavinn- unni. „Ég saumaði mikið og prjónaði á fjölskylduna, fletti gömlum flíkum, jökkum og öðru, í sundur til þess að sauma aðrar á krakkana. Gömlu flík- urnar voru fundið fé og mörg konan hefur bjargast á þeim.“ Guðrún hefur aldrei keyrt bíl. „Maðurinn minn sagðist geta keyrt mig þangað sem ég þyrfti að fara og mig langaði ekkert til þess að keyra.“ Hún segist samt ekki hafa farið allt sem hana hafi langað til að fara en ekki þýði að tala um það. „Lífið hefur verið ánægjulegt og áfallalítið miðað við aðstæður.“ Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Guðrún Valdimarsdóttir frá Teigi í Vopnafirði er 100 ára í dag. „Árin líða eins og dagur eftir dag,“ segir hún, þar sem hún býr við gott atlæti á Sólvöllum á Eyrarbakka. Foreldrar Guðrúnar voru Guð- finna Þorsteinsdóttir, sem orti undir skáldanafninu Erla, og Pétur Valdi- mar Jóhannesson. „Ég er fædd í Brunahvammi, gömlum torfbæ á Vopnafjarðarheiði, annað barn af níu börnum foreldra minna,“ segir Guðrún. Langt var á milli bæja í heiðinni og í upphafi árs 1920 var tíð á landinu afar erfið með miklum umhleypingum og kalsa- veðri. „Í Brunahvammi gat norðan- áttin orðið stríð með fannfergi á vetrum. Upphitun í bænum var lítil sem engin önnur en frá hlóðaeld- húsinu og svo kalt gat verið í bæn- um, sagði mamma mér, að jafnvel blekið sem hún notaði til skrifta fraus í byttunni. En þetta voru að- stæðurnar sem fólki buðuðst í upp- hafi síðustu aldar.“ Er Guðrún var tveggja ára að aldri fluttist fjöl- skyldan af heiðinni niður í dali Vopnafjarðar. „Eins og hrat úr hrafni“ Guðrún hefur ort töluvert, ljóð eft- ir hana hafa birst í bókum og tímarit- um og 2011 sendi hún frá sér ljóða- bókina Bláklukkur. „Ég hef aldrei gert það að atvinnu minni að yrkja, þetta dettur bara eins og hrat úr hrafni, eins og kellingin sagði. Þor- steinn, eldri bróðir minn, lagði skáld- skap fyrir sig og gaf út ljóðabækur og flest systkini mín gátu ort.“ Hún var tvo vetur í Húsmæðra- skólanum á Hallormsstað og að nám- inu loknu fór hún að vinna hér og þar. Um tvítugt flutti Guðrún suður í atvinnuleit. Hún og Þorsteinn Sig- urðsson trésmíðameistari byrjuðu búskap saman í Reykjavík en fluttu á Selfoss um miðjan fimmta áratug- inn. Eignuðust þau fimm börn og var Guðrún heimavinnandi meðan þau voru að komast á legg. Síðan fór hún út á vinnumarkaðinn og vann lengi í eldhúsi Sjúkrahúss Suðurlands. Guðrún er mjög minnug, kann öll ljóð sín og mörg önnur utanbókar og minnist æskuáranna fyrir austan. Ekki hafi auðnum verið fyrir að fara Blekið fraus í byttunni  Guðrún Valdimarsdóttir frá Teigi í Vopnafirði er 100 ára Morgunblaðið/Árni Sæberg Á Eyrarbakka Guðrún Valdimarsdóttir frá Teigi man tímana tvenna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.