Morgunblaðið - 12.03.2020, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 12.03.2020, Blaðsíða 62
62 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MARS 2020 VIÐTAL Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Kvikmyndahátíðin Stockfish verður sett í kvöld með sýningu á dönsku heimildarmyndinni Q’s Barbershop og stendur hátíðin yfir í ellefu daga, til og með 22. mars. Stockfish er ekki aðeins kvik- myndahátíð heldur líka ráðstefnu- hátíð fagfólks í kvikmyndabrans- anum. Með Stockfish var Kvikmyndahátíð Reykjavíkur vak- in aftur til lífsins en fyrri hátíð hóf göngu sína árið 1978 og var síðast haldin árið 2001. Marzibil Sæ- mundardóttir, framkvæmda- stjóri Stockfish, er spurð að því í hverju sérstaða há- tíðarinnar felist og svarar hún því til að öll fagfélögin í kvikmyndageiran- um hér á landi standi að hátíðinni líkt og Bíó Paradís sem sé sjálfs- eignarstofnun. „Við komum úr kvikmyndabrans- anum og erum þess vegna að þjóna íslenskum kvikmyndabransa með bransadögunum okkar, að tengja okkar kvikmyndagerðarmenn við erlendu pressuna og bjóða upp á viðburði við kvikmyndagerðarfólk. Svo erum við með þessar sérvöldu verðlaunamyndir. Við viljum færa bíógestinum það besta sem er að gerast í bíóheiminum og erum að sýna mjög fjölbreyttar myndir sem eru allar handvaldar af okkur. Fólk sendir ekki inn myndir sem við velj- um úr þannig að þú getur farið í bíó á Stockfish og verið viss um að allar myndirnar eru góðar. Þú getur ver- ið alveg viss um það,“ segir Marzi- bil. – Hvernig veljið þið myndirnar? „Eins og ég segi, við veljum og horfum á margverðlaunaðar myndir,“ svarar Marzibil, „og það er nokkuð gefið að ef mynd er að vinna á Cannes eða í Berlín og komin með fullt af gagnrýni sem er öll jákvæð þá er mjög líklegt að myndin sé góð,“ segir Marzibil kímin. Lítil og krúttleg – Þannig að gæði Stockfish skipta mun meira máli en t.d. fjöldi þeirra kvikmynda sem eru á dagskrá? „Já, okkar innsta gildi er að halda gæðum, okkur langar ekkert til að stækka heldur viljum við vera áfram þessi litla, krúttlega hátíð í Bíó Paradís sem er mjög há í gæðum en ekkert endilega risastór. Við viljum endilega halda því og það er nota- legt andrúmsloft og margir erlendir gestir sem koma. Þeir eru aðgengi- legir fyrir íslenskt kvikmynda- gerðarfólk og við viljum bara halda þessu.“ Marzibil er beðin um að nefna helstu gesti að þessu sinni og nefnir hún m.a. finnska leikstjórann Dome Karukoski sem kemur hingað með nýjustu kvikmynd sína Tolkien sem segir af J.R.R. Tolkien, höfundi Hringadróttinssögu og Hobbitans. Karukoski mun sitja fyrir svörum að lokinni sýningu myndarinnar á morgun, 13. mars. Boðið verður upp á masterklassa með Dananum Jeppe Gjervig Gram, handritshöfundi sjónvarpsseríunnar Borgen og Liselott Forsman, for- stöðumaður Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins, mun sitja pall- borðsumræður um sjónvarpsseríur á breyttum tímum, svo fátt eitt sé nefnt. Af mörgu að taka Þeir sem fylgjast vel með því sem er að gerast í hinum alþjóðlega kvikmyndaheimi sjá á dagskrá Stockfish að þar eru margar kræs- ingar og marglofaðar kvikmyndir. Ein þeirra er The Painted Bird eftir tékkneska leikstjórann Václav Marhoul en kvikmyndin byggist á samnefndri skáldsögu pólska rithöf- undarins Jerzy Kosiñski. Opnunarmynd hátíðarinnar, Q’s Barbershop, var líka opnunarmynd hátíðarinnar Nordisk Panorama og mælir Marzibil með því að fólk sjái hana og þá sérstaklega rakarar. „Rosalega skemmtileg og góð mynd sem var vel tekið á Nordisk Pano- rama,“ segir hún um myndina. Monos þykir einnig mögnuð kvik- mynd og Marzibil segir líka marga bíða eftir brasilísku kvikmyndinni Bacurau sem gerist í litlu þorpi í Brasilíu í náinni framtíð. Sjá um- fjöllun á næstu síðu. Íslenskar heimildarmyndir og stuttmyndakeppni Sýningar á hverri kvikmynd eru fáar og spurð að því hvort mögulegt sé fyrir handhafa hátíðarpassa að sjá allar myndirnar sem eru á dag- skrá segir Marzibil svo vera. „Já, það er hægt,“ segir hún og er í framhaldi beðin um að ráðleggja ný- græðingum, þeim sem eru að fara á Stockfish í fyrsta sinn. „Ég myndi byrja á því að kynna mér allar myndirnar og merkja við hvað mig langaði mest að sjá. Síðan myndi ég kíkja á dagskrána og fara að búa til plan, raða þessu upp. Ég vildi óska þess að ég gæti bara farið að borða popp og liggja í bíó,“ segir Marzibil og hlær við. Hún sé því miður of upptekin til að leyfa sér slíkan munað. „Þetta er algjör veisla og ég hef aldrei verið eins ánægð með pró- grammið og ég er núna,“ segir Marzibil og nefnir undir lokin að tvær íslenskar heimildarmyndir verði frumsýndar, um Guðríði hina víðförlu annars vegar og hins vegar Eggert Pétursson listmálara. Ekki má svo gleyma stuttmynd- um en stuttmyndakeppnin Sprett- fiskur er fastur liður á hátíðinni og myndirnar sem komust í úrslit hennar verða sýndar 16. og 20. mars. Allar frekari upplýsingar má finna á vefsíðu hátíðarinnar, stockfishfestival.is og vef kvik- myndahússins, bioparadis.is. „Allar myndirnar eru góðar“  26 kvik- og heimildarmyndir auk stuttmynda eru á dagskrá kvikmyndahátíðarinnar Stockfish sem hefst í kvöld í Bíó Paradís  „Þetta er algjör veisla,“ segir framkvæmdastjóri hátíðarinnar Marzibil Sæmundardóttir Átakanleg Úr kvikmyndinni The Painted Bird, Skræpótti fuglinn, sem byggð er á samnefndri skáldsögu pólska rithöfundarins Jerzy Kosiñski og fjallar um dreng af gyðingaættum í seinni heimsstyrjöldinni. Stockfish 2020 Fjöldi viðburða og sérsýninga er á dagskrá Stockfish. Á mánudaginn, 16. mars kl. 16, verður fjallað um verk í vinnslu og er aðgangur ókeypis. Sýnd verða brot úr kvikmyndaverkum sem eru í vinnslu og áhorfendur geta spurt fulltrúa frá hverju verkefni út í þau. Pallborðsumræður um nor- rænar heimildarmyndir fara fram 14. mars kl. 14 og aðrar um sjón- varpsseríur á breyttum tímum 17. mars kl. 16.30. Meðal þátttakenda í þeim síðarnefndu eru Liselott Forsman, forstöðumaður Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins. Heimsfrumsýningar Nokkrar frumsýningar og sérsýn- ingar verða á hátíðinni þar sem fólk situr fyrir svörum. 15. mars verður heimsfrumsýning á heim- ildarmyndinni Amber & Me að við- stöddum enskum leikstjóra henn- ar, Ian Davis og á sama tíma verður frumsýnd heimildarmynd Gunnlaugs Þórs Pálssonar um list- málarann Eggert Pétursson, Eins og málverk. 19. mars verður heimsfrumsýning á nýsjálensku kvikmyndinni A Fire in the Cold Season, að viðstöddum leikstjóra hennar Justin Oakey og degi fyrr heimsfrumsýning á heimildar- myndinni Guðríður hin víðförla eft- ir Önnu Dís Ólafsdóttur. Leikstjóraspjall fer fram nokkrum sinnum á meðan á hátíðinni stendur. 13. mars verður spjallað við finnska leikstjórann Dome Karukoski, 14. mars við danska leikstjórann Emil Langballe, 15. mars við norska leikstjórann Monu J. Hoel, 16. mars við brasilíska leikstjórann Karim Aniouz og 18. mars við írska leikstjórann Tom Sullivan. Sérstök sýning verður á heimild- armyndinni Amber & Me þann 15. mars, sem fyrr var getið en mynd- in fjallar um líf og samband tví- burasystra út frá sjónarhorni föð- ur þeirra, Ian Davies, sem gerði myndina og verður viðstaddur sýn- ingu hennar. Amber er með Downs-heilkenni og Davies mun ræða við fulltrúa frá íslensku Downs-samtökunum um ætlun sína með gerð myndarinnar. Frekari upplýsingar um viðburði og sýningartíma má finna á vef hátíð- arinnar, stockfishfestival.is. Frumsýningar og fróðleikur VIÐBURÐIR OG SÉRSÝNINGAR Rannsókn Eggert Pétursson listmálari í heimildarmyndinni Eins og málverk. FORNUBÚÐIR 12, HAFNARFIRÐI | S: 555 0800 | SIGN@SIGN.IS | SIGN.IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.