Morgunblaðið - 12.03.2020, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 12.03.2020, Blaðsíða 32
FORMÚLAN Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Andrúmsloft óþols og óvissu hangir yfir Formúlu-1 þessa dagana. Nýtt keppnistímabil, hið 71. í röðinni, hefst í Melbourne í Ástralíu um komandi helgi og þangað hafa liðin verið að streyma með sitt hafur- task. Tilraun Lewis Hamilton til að komast jafnfætis Michael Schu- macher og vinna heimsmeistaratitil ökumanna sjö sinnum og slá met hans upp á 91 mótssigur verður það sem athyglin mun einkum beinast að í ár. Sá róður verður tæpast létt- ur því ungir ökumenn á hraðri upp- leið munu gera allt til þess að leggja hann að velli. Í baksviði kreppu loftslagsbreyt- inga og kórónuveirunnar, að ekki sé minnst á fúllyndi og flokkadrætti í bílskúrareininni gegn Ferrari, er fremur erfitt að ímynda sér að tímabilið verði friðsamlegt. Starfssamningur Hamiltons hjá Mercedes-liðinu rennur út í lok komandi keppnistíðar og stöðugur og þrálátur orðrómur hefur verið á kreiki þess efnis að næsti vinnu- staður hans verði hjá Ferrari. Það mun skýrast betur er á vertíðina líður og eins hvernig nýjar og rót- tækar keppnisreglur munu breyta íþróttinni 2021 en framtíð hennar á eftir að verða mun „grænni“ í fram- tíðinni. Mótaröðin í ár hefur aldrei verið lengri, eða 22 mót, og nýjar brautir í Víetnam og Hollandi hafa á hana bæst. Vegna óvissu af völdum kór- ónuveirunnar gæti hún átt eftir að taka breytingum. Síðustu daga hef- ur Kínakappakstrinum 19. apríl verið frestað ótímabundið og kapp- aksturinn í Barein 22. mars fer fram án áhorfenda. Þá vofir frestun eða brottfall yfir mótinu 5. apríl í Víetnam. Mótshaldarar í Mel- bourne segja að allt verði með eðli- legum hætti hjá þeim. Kórónu- veiran ógni kappakstrinum ekki. Náið er fylgst með útbreiðslu og af- leiðingum veirunnar og gæti móta- hald til dæmis raskast í Evrópu en fyrsta mótið þar verður í endur- gerðri brautinni í Zandvoort í Hol- landi 3. maí. Trúverðugleiki og styrkur Þrjú ár eru frá því fjölmiðla- samsteypan Liberty Media tók við yfirráðum í Formúlu-1. Stendur íþróttin á þröskuldi tæmandi rann- sóknar á trúverðugleika sínum, styrk og þýðingu. Sannarlega virð- ist hún við góða heilsu þar sem bið- raðir eru eftir að fá að halda keppni þótt það kosti gríðarlega fjármuni. Hefur mótunum fjölgað jafnt og þétt á áratug eða svo og gæti áframhald orðið á því. Drottnun Hamiltons og Merce- des er ógnað, ekki bara af Ferrari sem teflir fram tvíeykinu Sebastian Vettel og Charles Leclerc annað ár- ið í röð, heldur og af hinum óum- deilanlega snillingi Max Ver- stappen hjá Red Bull sem hóf keppni sem yngsti ökumaður sög- unnar aðeins 17 ára og vann sitt fyrsta mót árið eftir, 18 ára að aldri. Hann er nú 22 ára og takmark hans í ár er að slá met Vettels sem yngsti heimsmeistari sögunnar. Meginmarkmið Verstappen er að leggja Hamilton að velli. „Hann er góður, mjög góður og einn af þeim bestu, en hann er enginn guð,“ segir ökumaðurinn ungi um Hamil- ton er hann lagði til hans með sverði sínu. Meistarinn svaraði með Ólga, óvissa og Schumacher  Lewis Hamilton hefur á sunnudag tilraun til að vinna sjöunda heimsmeist- aratitil ökumanna og komast jafnfætis Michael Schumacher  Hann vann titilinn sjö sinnum og var talið að slíkt yrði sjaldan eða aldrei jafnað 22 ára 84 2 M ó n a k ó Charles Leclerc F e r ra r i H o l l a n d Hefur alla burði til að verða heimsmeistari. En mun bíllinn fylgja honum eftir? Mercedes-liðið hungrar í fleiri titla og það persónugerist í núverandi heimsmeistara. Gæti komið á óvart. Stöðugur, reyndur. Ef vel gengur í upphafi gæti það kveikt í McLaren-liðinu. Ta í l a n d S p á n n B r e t l a n d R e d B u l l Alexander Albon R e d B u l l Max Verstappen M c L a r e n Carlos Sainz jr. Fimm sem fylgjast þarf með árið 2020 Heimild F1.com 6 Góð byrjun í upphafi síðasta tímabils hjá Toro Rosso tryggði honum forystusæti í liði Red Bull árið 2020. Maðurinn sem er líklegastur til að velta Hamilton af stalli. Heimsmeistara- titlar SigrarKeppnir 102 42 21 250 35 ára 22 ára 23 ára M e r ce d e s Lewis Hamilton 8 102 25 ára AFP Heimsmeistari Lewis Hamilton með sigurlaunin í Abu Dhabi, síðasta kapp- akstri ársins 2019, en hann hafði tryggt sér heimsmeistaratitilinn áður. Dekkjastæður Starfsmaður Ferrari-Formúluliðsins vinnur við dekkjastæður á Albert Park-kappakstursbrautinni í Melbourne í Ástralíu í vikunni. AFP Vængir Starfsmaður AlphaTauri-liðsins undirbýr framvængi fyrir fyrsta kappakstur ársins sem halda á í Melbourne í Ástralíu um helgina.  SJÁ SÍÐU 34 32 FRÉTTIRFormúla-1 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MARS 2020
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.