Morgunblaðið - 12.03.2020, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.03.2020, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MARS 2020 BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 /www.bl.is Bílasalan Bílás Akranesi www.bilas.is 431 2622 Bílasala Akureyrar Akureyri www.bilak.is 461 2533 Bílaverkstæði Austurlands Egilsstöðum www.bva.is 470 5070 IB ehf. Selfossi www.ib.is 480 8080 BL söluumboð Vestmannaeyjum 481 1313 862 2516 Bílasala Reykjaness Reykjanesbæ www.bilasalareykjaness.is 419 1881 NISSAN NAVARA EINN BEST ÚTBÚNI PALLBÍLLINN VERÐUR ENN BETRI Nú færðu þennan vinsæla pallbíl með nýjum 8" litaskjá, uppfærðum 18" álfelgum, TSA dráttarkerfi, aukinni burðargetu, nýju NissanConnect Services appi o.m.fl Nissan Navara er með 190 hestafla vél, 7 gíra sjálfskiptingu, 3.500 kg dráttargetu, gormafjöðrun að aftan og 100% driflæsingu sem staðalbúnað. NISSAN NAVARA ACENTA VERÐ: 7.290.000 KR. VERIÐ VELKOMIN Í REYNSLUAKSTUR E N N E M M / S ÍA / N M 0 0 0 1 6 Framundan er að meta ástand Blá- tinds VE, gera kostnaðaráætlanir og greiningar um hvernig best sé að varðveita hann. Eins þarf að meta kostnað við förgun ef til þess kæmi. Sipið losnaði af stæði sínu við Skans- inn í aftakaveðri 14. febrúar og sökk síðan við Skipalyftubryggjuna. Hinn 5. mars var Blátindi komið á þurrt og er kostnaður við þær aðgerðir kominn yfir fjórar milljónir. Þetta kom fram á fundi fram- kvæmda- og hafnaráðs í Eyjum á þriðjudag, en ljóst er að talsvert tjón hefur orðið á skipinu í hrakning- unum um höfnina. Á fundinum kom fram að losa þarf skipalyftupallinn, þar sem skipið er núna, fyrir 22. mars næstkomandi. Tveir möguleikar eru sagðir í stöðunni. Annars vegar að negla vatnsheldan krossvið yfir göt á síð- unni og setja bátinn á flot og geyma hann í smábátahöfninni þar til fyrir liggur hvað á að gera við hann. Hinn möguleikinn er að græja vagnana norðan við lyftupallinn, eins og segir í fundargerð, og setja bátinn á þá og draga hann svo á svæðið norðan við lyftuhúsið. Í fundargerð segir: „Það að geyma bátinn í þessu ástandi á hafnarsvæðinu er ekki forsvaran- legt vegna hættulegs ástands bátsins og þar fyrir utan verður að vera með stöðuga dælingu úr honum. Ekki er hægt að fara með bátinn aftur á Skanssvæðið í því ástandi sem hann er. Við teljum skynsamlegast að koma bátnun norður fyrir lyftupall- inn. Þar gefst okkur tími til að vinna vandaða kostnaðaráætlun og taka yfirvegaða ákvörðun um fram- haldið, án þess að báturinn sé tifandi slysagildra í höfninni.“ aij@mbl.is Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson Blátindur VE Hraktist um höfnina og sökk síðan við Skipalyftubryggjuna. Blátindur verði ekki tifandi slysagildra  Kostnaður kominn í fjórar milljónir Fækkun brottfara erlendra farþega frá landinu í febrúarmánuði var allt að 11% frá sama mánuði á síðasta ári. ,,Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru 133 þúsund í nýliðnum febrúar eða um 16 þúsund færri en í febrúar ár- ið 2019 samkvæmt talningu Ferða- málastofu. Fækkun nemur 10,7% milli ára. Er þetta annað árið í röð sem brottförum farþega fækkar í febrúar og kemur í framhaldi af 13% fækkun í janúar,“ segir í frétt á vef Ferðamálastofu. Til samanburðar voru brottfarir í febrúar fyrir tveimur árum ríflega 160 þúsund, sem var á þeim tíma um 8% fjölgun frá árinu á undan. Fækkun Bandaríkjamanna og Kínverja vegur þyngst Talningar Ferðamálastofu um ferðamannafjöldann og brottfarir frá landinu í síðasta mánuði leiða í ljós að Bretar voru fjölmennastir þjóða, eða tæplega þriðjungur ferðamanna, og fækkaði þeim um 4,7% á milli ára. Bandaríkjamenn voru næstfjölmennastir, eða 13,1% af heildinni, en brottfarir þeirra frá landinu í febrúar voru um sjö þús- und færri en í sama mánuði fyrir ári, sem er um 29,3% fækkun á milli ára. Fram kemur að fækkun Banda- ríkjamanna og Kínverja vegur lang- þyngst í fækkun farþega, en frá ára- mótum hafa 254 þúsund erlendra farþega farið frá Íslandi um Kefla- víkurflugvöll, sem er 11,9% fækkun miðað við sömu mánuði í fyrra. Ef litið er á fjölda ferðamanna og brottfarir eftir einstökum markaðs- svæðum í heiminum kemur í ljós að fækkun átti sér stað í febrúar á öllum markaðssvæðum nema Mið-Evrópu í síðasta mánuði miðað við febrúar- mánuð í fyrra. 10,6% færri Íslendingar Frá áramótum hafa ríflega 34 þús- und færri erlendir ferðamenn farið frá flugstöð Leifs Eiríkssonar en á fyrstu tveimur mánuðum síðasta árs. ,,Um 34 þúsund Íslendingar fóru utan í febrúar í ár eða 15,2% færri en í febrúar 2019. Frá áramótum hafa 72.500 Íslendingar ferðast utan eða um 10,6% færri en árið áður,“ segir í samantekt Ferðamálastofnu. omfr@mbl.is Um 11% færri brottfarir frá Keflavíkurflugvelli  34.000 færri frá landinu frá áramótum en á sama tíma 2019 Erlendir farþegar » Brottfarir Kínverja frá land- inu í febrúar voru 41% færri en í sama mánuði í fyrra. » Brottfarir Bandaríkjamanna í febrúar voru 29,3% færri en í febrúar í fyrra. » Fjöldi brottfara erlendra far- þega gefur vísbendingu um þróun í komum ferðamanna til landsins. Morgunblaðið/Eggert Ferðamenn Fjöldi brottfara erlendra farþega gefur vísbendingu um þróun ferðamannastraumsins. Fækkun í febrúar nemur 10,7% milli ára.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.