Morgunblaðið - 12.03.2020, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 12.03.2020, Blaðsíða 43
AFP Mótmæli Kúrdar í Frakklandi krefjast lausnar Öcalans úr fangelsi. Nýlega tók undir- ritaður þátt í svokall- aðri Imrali-sendiför til Tyrklands. Hún er kennd við Imrali því á eyju með því nafni í Marmarahafinu, skammt undan Ist- anbúl, hefur Abdul- lah Öcalan, óskor- uðum leiðtoga Kúrda í Tyrklandi og Norð- ur-Sýrlandi, verið haldið í einangr- unarfangelsi síðan honum var rænt í Nairobi í Kenía í febrúar árið 1999 þegar hann var á leið til Suður- Afríku í boði Nelsons Mandela. Áður hafði hann haft vist í Sýrlandi en sýrlensk stjórnvöld sætt miklum þrýstingi til að vísa honum úr landi. Talið er sannað að vestrænar leyni- þjónustur í samstarfi við ísraelska leyniþjónustu hafi staðið að hand- töku Öcalans fyrir rúmum tveimur áratugum. Vopnuð barátta Kúrda ekki lengur skilgreind sem hryðjuverk Öcalan hafði ásamt félögum sínum stofnað PKK, Verkamannaflokk Kúrda, árið 1978. Sá flokkur skipu- lagði hernað Kúrda í Tyrklandi, leit á það sem varnarstríð en Tyrkir skil- greindu þá baráttu hins vegar sem hryðjuverk. Undir þá skilgreiningu hefur Bandaríkjastjórn og Evrópu- sambandið síðan tekið. Þess vegna þóttu það mikil tímamót nú upp úr áramótum þegar Hæstiréttur Belgíu úrskurðaði í dómi að ekki væri rétt að skilgreina PKK lengur sem hryðjuverkasamtök heldur sem samtök sem ættu aðild að borgara- stríði. Þetta er lykilatriði því skil- greiningin hryðjuverkasamtök hefur verið skæðasta vopnið gegn Kúrdum og gert kleift að einangra þá í Tyrk- landi og utan Tyrklands. Þannig er leitað lausnar í stríðsátökum, reynt að semja um frið, en hryðjuverka- samtök reyna menn að brjóta á bak aftur; við slík samtök semja menn trauðlega og það sem meira er, sam- neyti við alla þá, sem hafa með slík samtök að gera, flokkast sem aðild að hryðjuverkastarfsemi. Þetta nefni ég til að árétta hve mikla þýðingu dómur hæstaréttar Belg- íu hefur. Í fangelsi vegna skoðana sinna Fréttir af mannrétt- indabrotum í Tyrklandi eru engin nýlunda. Imrali-sendinefndin sann- færðist um að þar hefur ekki orðið breyting á nema þá heldur á verri veginn. Enn missir fólk vinnuna vegna skoðana sinna og er þá al- gengast að hafa sýnt stuðning við að friðarviðræður verði teknar upp að nýju við Kúrda. Það skoðast fangels- issök að sýna slíkum friðarviðræðum stuðning! Að mati mannréttindasamtaka í Tyrklandi fer ástandi í fangelsum landsins hrakandi; ætla megi að minnsta kosti fimmtíu þúsund manns séu í fangelsi vegna skoðana sinna, þótt nákvæmar tölur séu ekki um það. Við hittum fulltrúa verka- lýðshreyfingar, hinnar almennu, svo og samtaka heilbrigðisstarfsmanna. Okkur var tjáð að í heilbrigðisgeir- anum hefðu átt sér stað hreinsanir eins og í dómskerfinu, á meðal lög- manna, í menntakerfi og í stétt fjöl- miðlafólks. Heilbrigðiskerfið gjaldi nú fyrir þessar hreinsanir því þær bitni á þjónustunni þar. Borgi sig að liggja lágt og þegja Ætlað er að um 130 þúsund ein- staklingar hafi verið hraktir úr starfi hjá hinu opinbera. Markvisst sé unn- ið að því að hrekja fólk úr verkalýðs- hreyfingunni, var okkur sagt, til dæmis með ferðabanni. Margir helstu talsmenn hennar, sem á ann- að borð eru ekki á bak við lás og slá, þurfi að sæta ferðabanni, sviptir vegabréfi og komist þeir fyrir vikið ekki úr landi. Talsmaður samtaka starfsfólks í heilbrigðisþjónustu sagði okkur að í sínum samtökum hefði fækkað um fimmtíu prósent á undaförnum árum. Menn sjái það sem vænlegastan kost að liggja lágt, þegja og helst segja sig úr verka- lýðsfélögum, vilji menn njóta ferða- frelsis og fá frið fyrir áreitni stjórn- valda. Mannshvörf færast í vöxt – mæðurnar ofsóttar! Margt bendir til að mannshvörf af völdum stjórnvalda séu að færast í vöxt að nýju. Þetta var alræmt í Tyrklandi um miðjan tíunda áratug- inn, sérstaklega árin 1994 og 1995. Við hittum að máli svokallaðar laugardagsmæður sem koma viku- lega saman að krefjast rannsóknar á hvarfi barna sinna, oftast ungra manna, sem sjaldnast hafi komið lif- andi í leitirnar. Hafi þeir á annað borð fundist þá verið liðið lík og oftar en ekki hafi mátt sjá þess merki að þeir hafi sætt pyntingum. Laugar- dagsmæður njóta mikils skilnings og stuðnings á meðal almennings í Tyrklandi og er engu líkara, var okkur sagt, en stjórnvöld séu að kanna hvað þau komist upp með þegar þau nú ofsæki þessar mæður í meiri mæli en nokkru sinni fyrr. Mannréttindi jaðarsett Mannréttindasamtök lýstu áhyggjum af hlutskipti Kúrda í landamærabyggðunum sunnan tyrk- nesku landamæranna Sýrlands- megin, þar sem Tyrkir gerðu innrás síðastliðið haust. Fulltrúar stórvelda sitji að tafli, þ.e. Sýrlands, Rúss- lands, Írans og Tyrklands; Banda- ríkjamenn hafi horfið frá því tafli sem kunnugt er. Fólkið sjálft, fórnarlömbin, komi hvergi nærri slíkri taflmennsku og sé það vara- samt. Hvað Kúrdana varðar þurfi að hleypa fulltrúum þeirra að samn- ingaviðræðum. Þar sé hinn fangels- aði Abdullah Öcalan lykilmaður. Í ferð okkar hittum við lögfræðilið hans, þar á meðal þá sem fengu að heimsækja hann á Imrali-eyju í sumar. Þá höfðu lögfræðingar hans ekki fengið að tala við hann í sjö ár. Aftur er búið að loka á allar við- ræður og þar með eru mannrétt- indin sett til hliðar. Ekki sæmandi fyrir ríkisstjórn Íslands Allt er þetta mikið áhyggjuefni. Ekki síður afstaða Íslands. Enn hef- ur NATÓ lýst stuðningi við ofbeldis- aðgerðir Tyrkja. Getur það virkilega verið að ríkisstjórn Íslands þyki sæmandi að standa að slíkri yfirlýs- ingu og slíkum stuðningi? Ég leyfi mér að efast um að það sé í samræmi við íslenskan þjóðarvilja. Ég hef trú á að sá vilji gangi í þveröfuga átt og að Ísland ætti þvert á móti að þrýsta á Tyrki að virða mannréttindi og hefja friðarviðræður við Kúrda þeg- ar í stað. Eftir Ögmund Jónasson »Enn hefur NATÓ lýst stuðningi við of- beldisaðgerðir Tyrkja. Getur það virkilega ver- ið að ríkisstjórn Íslands þyki sæmandi að standa að slíkri yfirlýsingu og slíkum stuðningi? Ég leyfi mér að efast um að það sé í samræmi við ís- lenskan þjóðarvilja. Ögmundur Jónasson Höfundur er fyrrverandi dómsmála- og mannréttindaráðherra. Ísland þrýsti á Tyrkland 43 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MARS 2020 Gott samfélag bygg- ist á trausti. Borgar- stjórn sem nýtur trausts hefur gott um- boð til verka. Aðeins 17% treysta núverandi borgarstjórn ef marka má kannanir Gallup. Traust á milli aðila er oft gagnkvæmt. Nú- verandi borgarmeiri- hluti hefur á köflum lokað sig af. Ekki hlustað á raddir borgarbúa. Kjara- deilur hafa verið illvígar og mikið verið um deilur og kærur. Rekstrar- aðilar við Laugaveginn hafa upplifað sig afskipta. Þar hafa borgaryfirvöld ekki skirrst við að hækka gjöld á rekstraraðila. Þyngst vega fasteigna- gjöldin sem hafa lagst af miklum þunga á þjónustu í borginni. Gildir þá einu hvort menn eiga húsnæðið eða ekki. Þeir sem leigja húsnæði fá reikn- inginn með hærri húsa- leigu. Aðgengi að versl- unum og veitinga- stöðum í miðborginni hefur vís- vitandi verið skert af borgaryfir- völdum. Þvert á vilja þeirra sem reka verslanirnar. Lokanir vegna framkvæmda og ekki síður lokanir vegna misráðinna skipulagsákvarð- ana. Vantraust hefur aukist milli þeirra sem vinna eiga saman. Utan- aðkomandi náttúruvá er eitt. Mann- anna verk annað. Léttum byrðarnar Það væri við hæfi þegar við glímum við nýjan kórónuvírus að borgin létti byrðunum af þeim sem berjast nú í bökkum. Lækki gjöldin og auki sveigjanleika. Öll plön eru í uppnámi og þá ber borginni að bregðast við. En ekki að bregðast. Nú er rétti tíminn að lækka fast- eignaskatta. Treysta fólki og fyrir- tækjum. Ríkið hefur riðið á vaðið og boðar lækkun gjalda og skatta. Ríkisstjórnin og Seðlabankinn sjá hvaða þýðingu stærsti útflutnings- atvinnuvegurinn hefur fyrir okkur öll. Þorsteinn Víglundsson, þing- maður Viðreisnar, kallaði í Kastljósi eftir frekari aðgerðum. Það er von- andi að fulltrúar Viðreisnar í borgar- stjórn svari því kalli. Ferðaþjón- ustan hefur verið stærsti búhnykkur borgarinnar frá bankahruni. Umsvif ferðaþjónustunnar hafa lyft útsvars- tekjum, fasteignagjöldum og sölu byggingarréttar í milljarðavís. Ef rétt væri að ferðaþjónustan væri baggi í rekstri borgarinnar ætti borgin að búast við miklum hagnaði af niðursveiflunni. Allir vita að það verður ekki. Í „meirihlutasáttmála“ segir: „Sérstaklega verður hugað að góðum tengingum, samráði og sam- starfi við atvinnulíf borgarinnar.“ Nú er tilefni til að efna þessi heit. Nú er tími til að treysta undirstöður atvinnulífsins. Án atvinnulífsins er engin borg. Treystum fólkinu. Eftir Eyþór Arnalds » Það væri við hæfi þegar við glímum við nýjan kórónuvírus að borgin létti byrð- unum af þeim sem berj- ast nú í bökkum. Eyþór Arnalds Höfundur er oddviti sjálfstæðis- manna í borgarstjórn. Treystum fólkinu Engum dylst, sem fylgist með, að veru- lega hægist nú um í at- vinnulífinu. Það hefur ekki bara áhrif á vinnustaðina heldur einnig störf fólksins sem þar vinnur. Í vikunni voru kynntar sjö leiðir til að verja störf og minnka efnahagsleg áhrif kór- ónuveirunnar svokölluðu. Gripið hef- ur verið til hluta þeirra áður hér á landi við erfiðar aðstæður, til að mynda eftir banka- hrunið 2008. Þar má nefna aukinn frest fyrirtækja til að skila sköttum og gjöldum og ráðstafanir til að auka einkaneyslu, til dæmis með hærri endur- greiðslu virðisauka- skatts vegna fram- kvæmda og viðhalds á vegum einstaklinga. Að hvetja til aukinna ferðalaga innanlands og að laða ferðamenn til landsins er jafn- framt leið sem áður hefur gefið góða raun. Þá er jákvætt að ríkið hyggist ráðast hraðar í framkvæmdir, hvetja til samstarfs um að létta á lausa- fjárvanda fyrirtækja og lækka skatta, s.s. tryggingagjald og gisti- náttaskatt. Vaxtalækkun Seðlabank- ans um 0,5%, í gærmorgun var einn- ig afar mikilvægt skref. Samanlagt veita þessar aðgerðir fyrirtækjunum í landinu aukið svig- rúm til að halda fólki í vinnu og lág- marka skaðann sem þau munu óhjá- kvæmilega verða fyrir á næstunni. Það er einboðið að þegar tekjur dragast skyndilega saman þá reyna forsvarsmenn fyrirtækja allt til að draga úr ónauðsynlegum útgjöldum. Því meir sem eftirspurnin minnkar eftir vörum og þjónustu því meir getur reynst nauðsynlegt að draga úr vinnu starfsmanna og jafnvel að grípa til uppsagna. Það er þó sjaldan fyrsti valkostur stjórnenda. Flestir vilja í lengstu lög halda í þá reynslu og þekkingu sem starfsmenn hafa aflað sér með störfum sínum. Í tölum frá Hagstofunni og Vinnu- málastofnun sést að atvinnulausum hefur fjölgað mjög að undanförnu. Aðgerðir stjórnvalda til að bregðast við fyrirsjáanlegum auknum hremmingum í samfélaginu gagnast ekki einungis fyrirtækjum í landinu heldur einnig launafólki. Sama má segja um aðgerðir Seðlabankans. Lægri vextir gagnast bæði fyrir- tækjum við að lifa af erfiðu tímana framundan og eins almenningi við að koma yfir sig húsnæði. Samstaða og samvinna mun gagnast okkur best til að takast á við hin mörgu krefj- andi verkefni sem koma kórónuveir- unnar hefur sett í hendur íslensks samfélags. Aðgerðir sem gagnast öllum Eftir Halldór Benjamín Þorbergsson » Aðgerðir stjórnvalda til að bregðast við fyrirsjáanlegum aukn- um hremmingum í sam- félaginu gagnast ekki einungis fyrirtækjum í landinu heldur einnig launafólki. Halldór Benjamín Þorbergsson Höfundur er framkvæmdastjóri SA.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.