Morgunblaðið - 12.03.2020, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 12.03.2020, Blaðsíða 49
MINNINGAR 49 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MARS 2020 ✝ Agnes Páls-dóttir hárgreiðslu- meistari fæddist í Reykjavík 25. nóv- ember 1947. Agnes lést á Landspít- alanum, Fossvogi, 4. mars 2020. Foreldrar henn- ar voru Ingibjörg Jóhanna Ólafs- dóttir hárgreiðslu- meistari, f. 30.8. 1915, d. d. 11.3. 2010, og Páll Sigurgeirsson bif- vélavirki, f. 17.9. 1916, d. 26.3. 1985. Systkini Agnesar voru: Gréta Pálsdóttir, f. 9.1. 1943, d. 1.9. 1988, og Ólafur Jóhann Pálsson, f. 6.5. 1958. Agnes ólst upp í Efstasundi í Reykjavík, gekk í Langholtsskóla og Iðn- Hinn 23.11. 1985 giftist Agnes Sigurbirni Egilssyni, f. 1.12. 1941, þau skildu. Börn þeirra eru: a) Guðmundur, f. 6.11. 1979, sambýliskona Pilvi Routa- salo og b) Sjöfn, f. 28.3. 1985. Agnes starfaði við hár- greiðslu allan sinn starfsferil að undanskildum árunum þegar hún vann sem þerna hjá Eim- skip á áttunda áratugnum. Hún starfaði lengst af á Landspít- alanum háskólasjúkrahúsi – Landakoti, við hárgreiðslu á daginn en á kvöldin sem starfs- maður á deild L4. Ung að árum fór hún í sveit að Hofsnesi í Öræfum þar sem hún naut sín og eignaðist vini fyrir lífstíð og fóru þau ævin- lega saman í mars á hverju ári á góugleði Öræfinga. Hún titlaði sig ætíð sem Öræfing. Útför hennar fer fram frá Ás- kirkju í dag, 12. mars 2020, kl. 15. skólann í Reykja- vík. Hún lærði hár- greiðslu hjá Kristínu Ingimund- ar og fékk meist- araréttindi í faginu í janúar 1972. Hinn 29.6. 1968 giftist Agnes Gísla Þorvaldssyni, f. 12.10. 1941, d. 19.8. 2003, þau skildu. Dóttir þeirra er Ingibjörg Gréta, viðskiptafræð- ingur og leikkona, fædd 31.10. 1966, börn hennar eru: a) Mario Ingi Martel, f. 11.11. 1997 og b) Jóhanna Alba Martel, f. 24.5. 2000. Önnur dóttir Agnesar Jóna Kristín Jónsdóttir, fæddist 5.3. 1971, dóttir hennar er Birta Mjöll Birgisdóttir, f. 14.10. 2011. Ég er mamma mín og mamma mín er ég. Þessari staðhæfingu laust niður í huga mér fyrir nokkrum vikum þegar ég fór yfir æsku mína. Við mamma vorum aldar upp af sama fólkinu í sama húsinu. Hún var ekki tilbúin að verða mamma þegar ég fæddist svo afi og amma tóku það ábyrgð- arhlutverk að sér. Við vorum alltaf í sambandi og hún var mamma mín – það fór aldrei á milli mála. Húmorinn og gleðin sem einkenndu hana fannst mér alltaf spennandi – hún átti kunningja og vini hvert sem við komum sem tóku henni fagn- andi. Fyrir mér litlu stelpunni hennar var þetta kærkomin til- breyting. Tíska og útlit var henni hug- leikið – enda hárgreiðslumeistari og já hún gerði oft athugasemdir við hárið á mér – að það mætti nú alveg við einhverri tilbreytingu. Hún var alltaf til í skemmtileg ævintýri – fór með mér á Grease- myndina hér um árið, dró vinkonu sína með og fannst mér algörlega meiriháttar að fara með henni í bíó, á alvöru bíómynd, lét hana ekkert vita að ég hefði séð mynd- ina nokkrum sinnum og upplifði hana bara aftur en nú með henni. Mamma var svona öðruvísi mamma, alltaf í stuði þegar ég hitti hana, aldrei neitt uppeldi í gangi, bara skemmtilegur dagur framundan enda hittumst við ekki oft svona lengi framan af því hún vann sem þerna hjá Eimskip í nokkur ár, þar til ég var ungling- ur. Ég var ofsalega stolt stóra systir og fannst frábært í hvert skipti sem hún átti von á sér, lagði mig fram um að kynnast systk- inum mínum og njóta þeirra. Það sem við eigum öll sameiginlegt er húmorinn, sem við erum reyndar ekkert alltof hrifin af þegar aula- húmorinn fer í gang, en það er okkur sammerkt, það kemur frá mömmu. Svo verð ég að viður- kenna að okkur finnst það öllum drepfyndið að hún hafi verið í sveit – manneskjan sem var ekk- ert fyrir dýr. En ég fetaði í þau fótspor og var nokkur sumur í sveit á Hofsnesi í Öræfum, eins og hún og fannst það frábært að eiga það sameiginlegt með henni. En vinamörg var hún og einn af hennar föstu punktum í tilverunni var að fara á góugleðina á Hofi í Öræfum með vinum sínum og skemmta sér – maður heyrði sög- urnar langt fram á vor af þessum ferðum. Einu sinni fór ég með og fannst það góð upplifun og í dag er það yndisleg minning að hafa átt þessa dásamlegu sveit og góða fólk með henni. Síðasta samtal okkar var á þá leið að ég hughreysti hana og sagðist hugsa til hennar því dag- inn eftir átti hún að fara í aðgerð þar sem losa átti gúlp sem mynd- ast hafði í ósæðinni. Bað hana um að hvílast vel og sagðist verða hjá henni daginn eftir þegar hún myndi vakna úr aðgerðinni. Svo bauð ég henni góða nótt. Klukkutíma síðar rifnaði ósæð- in og hún var öll. Þegar ég kvaddi hana uppi á spítala síðar um kvöldið kyssti ég hana og strauk og þakkaði fyrir lífið, lífið mitt og lífið hennar, lífið okkar. Ingibjörg Gréta Gísladóttir. Nokkur orð til að minnast góðrar vinkonu, Agnesar Páls- dóttur (Öggu) og þakka alla þá vinsemd sem hún sýndi mér. Sem barn var hún í sveit á mínu æsku- heimili, Hofsnesi í Öræfum, en þá var ég flutt til Reykjavíkur, svo kynni okkar hófust ekki fyrr en hún var orðin uppkomin stúlka. Áttum við sameiginlega hlýjar minningar úr sveitinni, enda hafði hún oft orð á hvað allir hefðu verið sér góðir þegar hún var þar sum- ardvalarbarn. Hún var mjög fundvís á þarfir aldraðra og fékk ég og fleiri notið hennar hjálpar sem hún veitti af miklum mynd- arskap. Áttum við Agga margar góðar samverustundir í ferðum á góu- gleði í Öræfin og var nú ein slík í vændum, en allt í einu breyttist sú áætlun. Svona geta forlögin gripið inn í. Allt gerðist þetta svo hratt. Síðdegis 4. mars hringdi ég í hana, þá sagði hún að dóttir sín ætlað að fara að keyra sig upp á spítala – „ég hringi í þig á eftir.“ Þetta var það síðasta sem ég heyrði í henni því morguninn eftir fékk ég andlátsfregnina. „Hve- nær sem kallið kemur, kaupir sig enginn frí,“ Þessi setning úr hin- um fagra sálmi eftir Hallgrím Pétursson, kemur upp í hugann. Hér kveð ég þig, Agga mín, full þakklætis fyrir þær ljúfu stundir sem við áttum saman. Ég votta öllum aðstandendum innilega samúð og bið góðar vætt- ir að vaka yfir ykkur. Sigrún Ingunn Þorsteinsdóttir. Ef sérð þú í fjarska hvar sumarlandið bíður fær sálin þín vængi og ótrúlegt þor og hjarta þitt blómstrar er hugur þinn líður að heimi sem geymir þín litríku spor. Þar sérðu hvar draumkenndir dagarnir eru er dúnmjúkir vængirnir lyfta þér hátt, svo áttu þér samleið með einstakri veru sem alltaf fær vakið í hjartanu mátt. Þú gleðst þegar sál þín gerir þig fleyga og gefur þér líf ef dauðinn fær sótt. Því loforð um sumarland sælt er að eiga og sjá það í hillingum nótt eftir nótt. (Kristján Hreinsson) Nína Breiðfjörð Steinsdóttir. Agnes Pálsdóttir Elsku afi Gísli. Já, þó svo þú vær- ir ekki afi minn hef- urðu aldrei verið neitt annað en afi Gísli í mínum huga. Takk fyrir að taka svona vel á móti mér í fjölskylduna ykkar. Það er sannarlega ríkidæmi sem þið hjónin eruð búin að koma ykk- ur upp. Það var alltaf svo gaman að koma heim til ykkar Sísíar og þar voru móttökurnar ávallt höfð- inglegar. Hvort sem þið voruð fengin til að gera réttinn kjöt í karrí, þar sem þú leystir þitt verk- efni virkilega vel af hendi, þ.e. skræla kartöflurnar eða þegar við pöntuðum óhollustuna og þá komstu færandi hendi með fullan poka af KFC. Það var allt fyrir mann gert sem óskað var og svo brást það ekki að eftir matinn laumaðist afi í frystinn og sótti ís fyrir mannskapinn. Maður fékk alltaf að heyra skemmtilegar sögur frá því í gamla daga þegar við hittumst. Æskuminningar úr Árnessýslu, smíðasögur frá fyrri tíð af hinum ýmsu verkefnum og stundum ræddum við Vatnsdalinn fyrir norðan þar sem ég hef stundum farið í veiði og þú varst á þínum yngri árum og hafðir margar skemmtilegar minningar og enn betri sögur að segja frá. Gefið hef- ur verið í skyn í seinni tíð að ekki væri alveg víst að þessar sögur Gísli Eyjólfsson ✝ Gísli Eyjólfssonfæddist 1. mars 1932. Hann lést 25. febrúar 2020. Útför hans fór fram 11. mars 2020. þínar gegnum árin væru allar alveg sannar en það hefur þá bara gert þær betri og ég trúði hverju einasta orði. Það er heiður og forréttindi að hafa fengið að kynnast þessum handlagna, yfirvegaða og skemmtilega öðling- smanni sem þú varst og sannarlega varstu fyrirmynd út í lífið fyrir hvern sem er. Ég veit að afabörnin þín litu upp til þín og það gerði ég sannarlega líka. Helgi Þór. Þegar einstaklingur kveður sem hefur haft mikil áhrif á líf manns og sambandið hefur verið lítið um langan tíma bregður manni illa þegar fréttin berst að hann hafi kvatt okkur. Það er búið að vera lengi á dagskrá að hafa samband en nú er það um seinan. Gísli Eyjólfsson húsasmiðameist- ari var minn meistari og hjá hon- um lærði ég húsasmíði. 1970 flutti ég til Reykjavíkur og hóf nám hjá þeim félögum í Trévirki Gísla, Gylfa, Ólafi og Jóni en Gísli var meistarinn og leiðtoginn í hópn- um. Það er erfitt að ímynda sér ólíkari hóp en þá félaga en það er ekki síst fjölbreytileikinn sem gerir árin 20 í Trévirki eftirminni- leg. Gísli var í senn góður leiðtogi og fagmaður. Það var sama hvað hann tók sér fyrir hendur, gengið var til allra verka af öryggi og vissu um hver verklokin ættu að verða. Hann var traustur í við- skipum, byggði upp viðskipti sem héldust áratugum saman og tryggði góðan resktur þrátt fyrir miklar sveiflur í íslensku efna- hagslífi. Trúlega er kennitala Tré- virkis með þeim elstu í bygging- argeiranum, sem segir ákveðna sögu. Gísli var ekki eingöngu meist- arinn og leiðtoginn í hópnum, hann var líka góður félagi sem gott var að eiga samskipti við og eiga að. Hann hafði létta lund, var gamansamur og hafði gaman af að segja frá og þá var ekki verra að hafa tóbaksdósina við höndina. Það var gott að vera lærlingur hjá Gísla og njóta leiðsagnar hans enda eru þeir ófáir sem hann hef- ur útskrifað sem húsasmiður. Sumir samferðamenn hafa meiri áhrif á líf manns en aðrir og Gísli er einn af þeim sem hafa skipt mig miklu máli og ég stend í þakkar- skuld við. Nú hefur Gísli Eyjólfsson kvatt okkur eftir farsælt líf og starf. Þrátt fyrir að hann sé á brott genginn standa verkin hans áfram og við sem nutum leiðsagnar hans geymum minningu um góðan samferðamann. Þegar ég horfi til baka á ég bara góðar minningar af samskiptum okkar Gísla og verð ætíð þakklátur fyrir að hafa átt þess kost að njóta leiðsagnar hans og vináttu um 20 ára skeið. Ég sendi fjölskyldu Gísla mínar bestu kveðjur og veit að það skarð sem hann skilur eftir verður ekki fyllt. Þorbjörn Guðmundsson. Við systkinin minnumst Gísla Eyjólfssonar með kærleika og virðingu. Gísli frændi var stór partur af okkar lífi, elstur bræðranna á Njálsgötu 82. Við vitum að pabbi okkar, Al- freð, tekur vel á móti bróður sín- um í himnaríki. Hvíl í friði. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Kristín Alfreðsdóttir, Eyjólfur Bjarni Alfreðsson, Alfreð Jóhannes Alfreðsson. Harpa Heimisdóttir s. 842 0204 Brynja Gunnarsdóttir s. 821 2045 Kirkjulundur 19 | 210 Garðabær s. 842 0204 | www.harpautfor.is Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, systir, mágkona, amma og langamma, HELGA S. HELGADÓTTIR, Lautasmára 5, Kópavogi, lést á Landspítalanum 24. febrúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Ellen Þórarinsdóttir Róbert Jónsson Dagný Þórarinsdóttir Kjell Arne Henriksen Gunnhildur S. Helgadóttir Bogi Vignir Þórðarson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, FRIÐÞJÓFUR STURLA MÁSSON, Fiddi í Valhöll, frá Vestmannaeyjum, lést á dvalarheimilinu Hraunbúðum miðvikudaginn 26. febrúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Inda Marý Friðþjófsdóttir Sigurður Friðbjörnsson Einar Friðþjófsson Katrín Freysdóttir Anna Friðþjófsdóttir Þórður Hallgrímsson Már Friðþjófsson Jóhanna Þorbjörnsdóttir Svanhvít Friðþjófsdóttir Egill Guðnason barnabörn og barnabarnabörn Ástkær systir okkar, KRISTÍN BJÖRK FRIÐBERTSDÓTTIR, sem lést fimmtudaginn 5. mars verður jarðsungin frá Neskirkju föstudaginn 13. mars klukkan 13. Friðbert Friðbertsson Njáll Trausti Friðbertsson Jóhann Grímur Friðbertsson og fjölskyldur Elskuleg frænka okkar, ADDA GEIRSDÓTTIR, lést fimmtudaginn 20. febrúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug, Adda María Jóhannsdóttir Helga Björnsdóttir Geir Björnsson Halldóra Björnsdóttir og fjölskyldur Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÁRSÆLL ÁRSÆLSSON frá Fögrubrekku í Vestmannaeyjum, lést á Sólvöllum á Eyrarbakka föstudaginn 21. febrúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Kjartan Þór Ársælsson Bylgja Þorvarðardóttir Ársæll Ársælsson Jóhanna Einarsdóttir Leifur Sveinn Ársælsson barnabörn og barnabarnabörn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.