Morgunblaðið - 12.03.2020, Page 30

Morgunblaðið - 12.03.2020, Page 30
30 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MARS 2020 Blaðaljósmyndarafélag Íslands efnir til fyrirlestrar í kvöld með Catalinu Martin-Chico í húsakynnum Blaða- mannafélags Íslands, Síðumúla 23. Hefst fyrirlesturinn kl. 20 og er öll- um opinn. Samkvæmt því sem fram kemur í tilkynningu frá Blaðaljósmyndara- félaginu er Catalina Martin-Chico margverðlaunaður blaðaljósmyndari sem hefur sérhæft sig í að fjalla um mannúðarmál, með sérstaka áherslu á stöðu kvenna. Hún er í hópi fárra ljósmyndara sem myndað hafa í Jemen og Mið-Austurlöndum und- anfarin átta ár. Ljósmyndir hennar hafa birst í alþjóðlegum miðlum á borð við Le Monde, Geo, Der Spie- gel, New York Times og ELLE. Catalina var valin besti kvenkyns blaðaljósmyndari ársins 2017 af Ca- non fyrir verkefni sitt um aukna tíðni fæðinga í hópi skæruliða í Kól- umbíu eftir að samið var um frið í landinu. Mynd úr sama verkefni var líka tilnefnd sem ein af myndum árs- ins hjá World Press Photo árið 2019. Á fyrirlestrinum fer Catalina yfir ferilinn sinn ásamt því að kafa dýpra í þau verkefni sem hún hefur verið að sinna. Nánari upplýsingar um hana er að finna á vefsíðunni www.catalinamartinchico.com. Kristinn Magnússon, formaður Blaðaljósmyndarafélagsins, segir mikinn feng í því að fá Catalinu til landsins. Áður hafi verið reynt að fá hana hingað og nú hafi það loksins tekist. Hvetur Kristinn þá til að mæta sem áhuga hafa á frétta- ljósmyndun, blaðamennsku og mannúðarmálum. Verðlaunaljósmyndari með fyrirlestur  Catalina Martin-Chico er gestur Blaða- ljósmyndarafélags Íslands á fundi í kvöld Ljósmynd/ Catalina Martin-Chico Íran Mynd sem Catalina tók af nýgiftum hjónum í borginni Lali í héraðinu Khuzestan í Íran árið 2016. Ljósmynd/Jerome Bennet Ljósmyndari Catalina Martin-Chico. LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800 SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646 Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi - Sími: 555-1212 - handverkshusid.is Opið frá kl. 8 - 18 virka daga og 12 - 16 laugardaga VILTU LÆRA SILFURSMÍÐI, TÁLGUN EÐA TRÉRENNSLI? Fjölmör stuttnáms í handve g keið rki. Skráning og upplýsingar á www.handverkshusid.is HA PPATALA • D AGSINS ER • TIL HAMINGJU – ÞÚ HEFUR FUNDIÐ HAPPATÖLUNA! Farðu inn ámbl.is/happatala og gefðu upp töluna til að komast í pottinn. Vinningshafar verða dregnir út í þættinum Ísland vaknar á K100 í fyrramálið. Að sjálfsögðu hvetjum við þig til að taka þátt alla fimmtudaga og laugardaga næstu fimm vikurnar, því þú gætir unnið glænýjan Samsung Galaxy S20+. 30 Pósturinn mun fella niður geymslu- gjöld á pósthúsum til að minnsta kosti 1. apríl til að koma til móts við viðskiptavini sem eru í sóttkví eða einangrun vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Hefur pósturinn biðlað til þeirra sem eru í sóttkví eða einangrun að grípa til viðeigandi ráðstafana vegna póst- sendinga. Er fólki ráðlagt að hafa samband við Póstinn eigi það von á sendingu svo að hægt sé að gæta fyllstu varúðar við afhendingu send- inga. „Við ætlum okkur að sjálfsögðu að halda áfram að koma sendingum til landsmanna hratt og örugglega. Raunar trúum við því að þessi leið, þ.e. heimkeyrsla þar sem einn ein- staklingur kemur sendingu til skila, sé með öruggari leiðum til að berjast gegn útbreiðslunni svo lengi sem fyllstu varúðar er gætt,“ segir Sesselía Birgisdóttir, framkvæmda- stjóri þjónustu- og markaðssviðs Póstsins. „Það er þess vegna sem við erum að biðla til landsmanna að láta okkur vita ef þeir eru í sóttkví eða einangrun þannig að við getum brugðist við með viðeigandi hætti og lagt okkar af mörkum til að hefta út- breiðslu veirunnar.“ 90 smit hafa verið staðfest hér á landi. Þar af er um að ræða 15 inn- lend smit auk fjögurra 3. stigs smita. Þá eru um 600 einstaklingar í sóttkví. Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunin tilkynnti í gær að út- breiðsla COVID-19 sjúkdómsins væri nú skilgreind sem heimsfar- aldur. Á blaðamannafundi íslenskra stjórnvalda í gær kom fram að flestir fengju væg einkenni veirunnar en að farið væri í aðgerðir til að vernda eldra fólk og aðra viðkvæma hópa sem gætu orðið mikið veikir smit- uðust þeir af veirunni. Mestu máli skipti því ekki hve margir heldur hverjir smituðust. Geymslugjöld felld niður vegna COVID-19 Morgunblaðið/Hari Pósturinn biðlar til fólks í sóttkví að grípa til viðeigandi ráðstafana. Rauði krossinn á Íslandi ákvað í gær með stuðn- ingi utanríkis- ráðuneytisins að veita tæpar 28 milljónir króna til aðgerða Al- þjóða Rauða krossins í Afríku og á Mið-Austur- löndum vegna öndunarfærasjúkdómsins CO- VID-19. Miða aðgerðirnar að því að draga úr áhrifum kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 á heilsufar og velferð ásamt því að draga úr neikvæðum félagslegum áhrifum á einstaklinga og samfélög. Er ein- blínt á fjölþættar aðgerðir sem draga úr útbreiðslu og efla við- brögð stjórnvalda og almennings þar sem staðfest smit hafa komið upp. Veita 28 milljónir vegna COVID-19 Rauði krossinn bregst við veirunni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.