Morgunblaðið - 16.04.2020, Qupperneq 10
KÓRÓNUVEIRUFARALDUR10
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 2020
Opið fyrir umsóknir lögaðila um sex fjölbýlishúsalóðir
NÝJAR LÓÐIR Í HAMRANESI
Sex íbúðarhúsalóðir undir þriggja til fimm hæða fjölbýlishús eru lausar til úthlutunar til lögaðila.
Um er að ræða lóðir með 148 íbúðum á fallegu og fjölskylduvænu byggingarsvæði í fyrsta áfanga í
Hamranesi í Hafnarfirði sunnan Ásvallabrautar. Á svæðinu er gert ráð fyrir þéttri byggð sem lagar
sig að landslagi staðarins, skapar skjól og góð íverurými. Lóðirnar verða afhentar í október 2020.
Ítarlegar upplýsingar, skilmála, verðskrá og fleira er að finna á hamranes.is. Sótt er um lóðirnar á
MÍNUM SÍÐUM á hafnarfjordur.is. Umsóknarfrestur til kl. 12 mánudaginn 4.maí 2020.
hafnarfjordur.is585 5500
Skipholti 29b • S. 551 4422
Fylgið okkur á facebook
GLÆSILEGUR
VORFATNAÐUR
FRÍ HEIMSENDING
hjá Laxdal gætum við
fyllsta öryggis v/ covid
OPNUM NETVERSLUN
FLJÓTLEGA
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Aðeins eru tólf ár liðin frá því að
bankakreppa reið yfir heiminn. Hún
kom sérlega illa við Íslendinga sem
höfðu byggt upp bankakerfi sitt af
miklum móð. Nú skellur kreppa á
öllum heiminum og þar verður sér-
staklega illa úti atvinnugrein sem
Íslendingar hafa byggt upp á ógn-
arhraða á síðustu
árum – ferða-
þjónustan. Á
þetta bendir
Kristrún Frosta-
dóttir, aðalhag-
fræðingur Kviku
banka.
„Það eru marg-
ir sem eiga erfitt
með að skilja það
en í þessu ástandi
er sennilega mjög
skynsamlegt af stjórnvöldum að af-
henda fyrirtækjum peninga. Fyrir
því eru nokkrar ástæður en í fyrsta
lagi verður fólk að átta sig á því að
þetta er ekki hefðbundin kreppa.
Þetta eru hamfarir,“ segir Kristrún
og bendir á að bæði hafi fyrirtæki
verið þvinguð til að loka starfsemi
sinni um einhvern tíma og þá hafi
aðgerðir af svipuðum toga svo gott
sem þurrkað upp eftirspurnar-
hliðina í hagkerfinu.
Rekstrarbætur nauðsynlegar
„Í þessu ástandi, þar sem fólk
missir vinnuna í miklum mæli hefur
ríkisvaldið ákveðið að greiða því
hlutabætur. Nú þurfa hins vegar
einnig að koma til rekstrarbætur til
fyrirtækja til skamms tíma. En ein-
hver kann að spyrja af hverju rík-
isvaldið eigi að taka á sig þann
kostnað. Svarið er einfalt. Ef fyrir-
tæki fara á hausinn að óþörfu þá
mun ríkissjóður tapa miklu fjár-
magni af þeim sökum, skatttekjur
munu dragast verulega saman og þá
mun framboðsgetan í kerfinu einnig
hrynja. Heilmikil verðmæti felast í
fyrirtækjum, uppbygging og þekk-
ing, þó tekjurnar vanti tímabundið.
Það væri mjög alvarlegt ef skamm-
tímavandi leiddi til þess að annars
stöndug fyrirtæki yrðu gjaldþrota
vegna þessara hamfara. Vissulega er
ekki hægt að fjármagna einkageir-
ann í langan tíma, en við verðum að
kaupa okkur tíma á meðan við sjáum
ekki enn til lands. Kannski munu
þessar hamfarir draga langan dilk á
eftir sér og leiða til uppstokkunar í
atvinnulífi hérlendis. En slík upp-
stokkun á sér ekki stað á einni nóttu
og ekki hægt að láta kerfið hrynja á
meðan stefnumótun á sér stað.“
Vont að ætla að stækka kerfið
Spurð út í fyrirhugaðan aðgerða-
pakka ríkisstjórnarinnar sem kynna
á innan fárra daga segist Kristrún
ekki þekkja til innihalds hans en það
myndi ekki koma á óvart ef hann
innihéldi aðgerðir af þeim toga sem
að ofan er lýst, að minnsta kosti fyr-
ir hluta fyrirtækja. Þá bendir hún á
að það sé varasamt að ætlast til þess
að bankakerfið taki að sér að fjár-
magna tekjutap fyrirtækjanna í
þessu ástandi og virki þá sem eins-
konar hamfarasjóður.
„Bankakerfið hefur vaxið mikið á
síðustu árum og voru stóru bank-
arnir að búa sig undir hægari lán-
avöxt eftir hraða útlánaaukningu. Ef
það á að lána mikið fé til þess að
mæta þessu áfalli þá er í raun verið
að ýta undir frekari vöxt kerfisins
þvert á það sem venjulega á sér stað
í niðursveiflum.
Það er verið að ýta undir skuld-
setningu fyrir tekjutapi sem er ekki
skynsamlegt. Vissulega hafa bank-
arnir byggt upp mikið eigið fé og
þeir eru búnir undir útlánatöp og
vandræði sem fylgja djúpri hag-
sveiflu en það þarf að hugsa um
stöðu kerfisins eftir að fyrsti skell-
urinn er yfirstaðinn.
Fjármagn sem er veitt til að
mæta tekjutapi verður þá ekki veitt
í framtíðarfjárfestingu. Alveg eins
og fyrirtæki sem eiga einhvern sjóð
en þurfa að nýta hann til að mæta
tekjutapi hafa þá minna í fjárfest-
ingu eftir nokkra mánuði.
Ágangur á þessar birgðir, fjár-
magn frá bönkum eða eigin sjóðum,
mun draga úr viðspyrnukrafti hag-
kerfisins þegar við þurfum á því að
halda í efnahagsbatanum.
Þá má ekki gleyma því að tveir
þriðju hlutar bankakerfisins eru í
eigu ríkisins og ef ætlunin er að
ganga á eigin fé bankanna fyrir
þessum hamfarakostnaði situr eftir
minna verðmæti fyrir ríkið sem átti
að losa um fyrr en seinna. Það er
mun meira gagnsæi fólgið í því að
standa straum af þessum kostnaði
beint en að rýra hlut ríkisins óbeint
með þessum hætti.“
Spurð út í stöðuna framundan
segir Kristrún að ljóst sé að um sé
að ræða kreppu sem sé mun stærri í
sniðum en árið 2008. Það sé margt
jákvætt við stöðu Íslands í núver-
andi ástandi en að varasamt sé að
skáka í skjólinu af þeim atriðum nú
þegar holskeflan gengur yfir kerfið.
Kreppa af öðrum toga
„Þetta er ekki skulda- eða gjald-
eyriskreppa eins og fyrir 12 árum.
Við skuldum ekki umheiminum pen-
inga sem við eigum erfitt með að
standa í skilum með en við erum
mjög háð tekjum að utan. Tekjur af
erlendum ferðamönnum eru 10-12%
af landsframleiðslunni og það er eitt
hæsta hlutfall sem sést í heiminum.
Þó það sé erfitt að spá fyrir um
þessa heilbrigðisvá þá hefur það
verið viðrað víða erlendis að ein-
hverjar skorður gætu orðið á sam-
skiptum og ferðalögum fram að til-
komu bóluefnis, í allt að 12-18
mánuði.
V-laga bati, þar sem skellurinn
kemur og fer er því síður viðmiðið
meðal hagfræðinga erlendis, frekar
er talað um U-laga þróun eða „bað-
karsbata“ þar sem hagkerfin jafna
sig hægar. Það er því ekki nóg að við
höfum staðið okkur vel í að berjast
við faraldurinn. Það er fyrsta bylgj-
an, en seinni flóðbylgjan sem er hin
efnahagslega er mjög háð erlendri
þróun.
Í því samhengi má benda á að um
40% af erlendum ferðamönnum
hingað til hafa komið frá tveimur
löndum, Bandaríkjunum og Bret-
landi, þar sem baráttan við veiruna
hefur gengið mjög illa.“
Veðmál sem gengu ekki upp
Aftur verður atvinnugrein sem Íslendingar hafa veðjað á fyrir þungu áfalli
Skynsamlegt að ríkið greiði fyrirtækjum bætur vegna gríðarlegs tekjutaps
Kristrún
Frostadóttir
Viðskipti