Morgunblaðið - 16.04.2020, Síða 32

Morgunblaðið - 16.04.2020, Síða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Stjórnvöldkynntu ífyrradag hvernig fyrsta skrefinu í að af- létta hömlum á at- hafna- og félagslíf í landinu vegna kórónuveirunnar yrði háttað. Þessar aðgerðir verða ekki raktar hér, en margir munu ugglaust fagna því að geta loks farið til tannlæknis og fleiri að komast í klippingu. Hins vegar verður hvorki hægt að komast í sund né í ræktina. Fjöldatakmörk á samkomum munu fara úr 20 einstaklingum í 50 og áfram mun gilda reglan um að halda tveggja metra fjarlægð á næsta mann. Það er vissulega léttir að fyrirséð er að draga megi úr hömlunum, en um leið sést hvað langt er í land að hlutirnir verði eins og fyrir farsótt. Ekki er nokkur leið að segja fyrir um hvenær öllum höml- um verður aflétt og enn er á huldu hvernig farið verður að því. Það á bæði við um að- stæður innanlands og eins ferðir til útlanda. Þar er ekki aðeins spurning um aðgerðir íslenskra stjórnvalda, heldur einnig takmarkanir sem kunna að verða settar erlendis. Búast má við kröfum um sóttkví enn um sinn, hvernig sem þeim verður háttað. Þessar takmörkuðu breyt- ingar sem kynntar voru í fyrradag og taka gildi 4. maí sýna líka hvað mikilvægt er að almenningur haldi áfram að virða mörkin næstu þrjár vik- urnar. Eins og Thor Aspelund, prófessor í líftöl- fræði við Háskóla Íslands, hefur bent á tókst með aðgerðunum hér á landi að draga úr fjölgun smita, þannig að nær er að tala um heftan vöxt fremur en veld- isvöxt, sem átt hefði sér stað hefði faraldurinn náð að stinga sér niður fyrir alvöru líkt og víða í Evrópu og Bandaríkj- unum. Kórónuveiran er hins vegar ekki horfin. Hún er enn til staðar og getur farið á flug eins og sést á því að enn grein- ast smit og munu gera það um sinn. Það er því nauðsynlegt að halda áfram einbeitingu og virða fyrirmæli og reglur, þótt það geti verið erfitt þegar vor er í lofti, náttúran tekur við sér og hlýnar í veðri. Í raun má segja að rysjótt tíð og kuldaköst undanfarið hafi verið bandamaður aðgerð- anna til að hemja veiruna og átt sinn þátt í að halda fólki innandyra, en það verður ekki hægt að reiða sig á að ótíðin haldist til frambúðar. Þar við bætist að þegar smitum fækk- ar er hætt við að kæruleysi geri vart við sig. Nú reynir á úthaldið. Það verður ekki auð- velt að hemja þau systkini, kæruleysið og óþolinmæðina, en mikið veltur á að það takist eigi að koma í veg fyrir bak- slag. Það vill enginn. Kórónuveiran er enn til staðar og getur farið á flug} Reynir á úthaldið Hún er dökkmyndin sem Alþjóðagjaldeyr- issjóðurinn dró í fyrradag upp af efnahagslífi heimsins. AGS tel- ur að þróuð hagkerfi dragist saman um rúm 6% á þessu ári og þau vanþróuðu um 1%. Indland og Kína verði þó með jákvæðan hagvöxt sem er fagnaðarefni fyrir þann mikla fjölda fólks sem þar býr. Þá er jákvætt að AGS telur að efnahagurinn taki vel við sér á næsta ári en þó er því nú spáð að framleiðsla í þróaðri hagkerfum verði 5% minni á næsta ári en spá frá því í október síðastliðnum gerði ráð fyrir. Höggið á Ítalíu er talið að verði enn meira en hjá öðrum þróuðum ríkjum, eða 10% sam- dráttur á þessu ári, og Frakk- land, Þýskaland og Bretland eru einnig talin fara verr út úr þessu en meðaltal þróuðu ríkjanna. Bandaríkin eru á svip- uðu róli og þessi ríki samkvæmt AGS, en ekki er víst að öll kurl séu komin til grafar þar – og svo sem ekki annars staðar heldur. Alþjóðagjaldeyr- issjóðurinn talar um verstu kreppu frá fjórða áratug síð- ustu aldar og að fjármálakrepp- an fyrir tólf árum blikni við hlið þeirrar sem nú gangi yfir. Þetta er spá sem freistandi væri að loka augunum fyrir en þó er vissara að hafa hana í huga þegar stefnan er mörkuð hér á landi. Þau ríki sem fara hvað verst út úr kórónuveirunni að mati AGS eru mikilvæg við- skiptalönd Íslands, meðal ann- ars ferðaþjónustunnar. Þessar horfur eru því verulegt áhyggjuefni og benda til að jafnvel þó að kunni að opnast fyrir ferðalög á milli landa inn- an fárra mánaða, sem er óvíst, sé ekki hægt að ganga út frá því að kaupmáttur líklegra ferðamanna verði á næstunni eins og hann var fyrir kórónuveirufaraldurinn. AGS telur að mörg helstu viðskiptalönd Íslands fari illa út úr kórónuveirunni} Spá sem veldur áhyggjum H eilbrigðiskerfið okkar er ein heild sem vinnur að því mark- miði að veita samfellda þjónustu þar sem hagsmunir notenda eru hafðir að leiðarljósi. Sjaldan hefur mikilvægi þessarar heildar verið jafn augljóst eða jafn mikið og nú. Allir þeir sem starfa í heilbrigðiskerfinu og veita þjónustuna stilla nú saman strengi til þess að láta allt ganga sem best í viðbrögðum okkar við CO- VID-19-faraldrinum. Heilbrigðiskerfið sýnir um þessar mundir burði sína til þess að takast á við afleiðingar faraldursins. Það hefur sýnt okkur, og gerir enn, að það býr yfir ótrúlega mögnuðum mann- auði, þekkingu, sveigjanleika og styrk. Landspítali hefur staðið í stafni í þessu verk- efni. Með breytingum á húsnæði var sett á laggirnar sérstök COVID-19-göngudeild sem verið hefur miðstöð þjónustu við alla þá sem eru smitaðir af veirunni hér á landi. Aðrar deildir spítalans hafa sinnt krefjandi verkefnum í breyttum aðstæðum af miklum dugnaði. Sjúkrahúsið á Akureyri hefur ráðist í viðamiklar breyt- ingar á sinni starfsemi og sett á laggirnar tvær nýjar ein- ingar, sérstaka COVID-19-legudeild og göngudeild og starfsmenn þar eiga hrós skilið. Landspítali og Sjúkrahúsið á Akureyri hafa átt gott og náið samstarf við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Læknavaktina, heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni og aðra veitendur heilbrigðisþjónustu í því augnamiði að tryggja einstaklingum með COVID-19 sem besta þjónustu. Heilsugæslan, bæði opinbera heilsugæslan og hin einkarekna, sinnir mikilvægu hlutverki í faraldrinum og hefur umbylt starfsemi sinni með aukinni fjarþjónustu, sinnir sýnatökum auk hefðbundinna verkefna. Heilbrigðiskerfið okkar er að sýna hvað býr í því. Fólk í framlínu leggur sjálft sig í hættu og vinnur sína vinnu af trúmennsku í þessum fordæmalausu aðstæðum. Ég hef sjálf talað fyrir sterku opinberu heilbrigðiskerfi og er mjög ánægð með það þegar heilbrigðiskerfið sýnir þessa burði. Ég er viss um það að eftir þessa lotu munum við vera fær um það að stilla enn betur saman strengi um að efla það og styrkja. Ég tel að hér eftir sem hingað til þurfum við að halda áfram að efla heilbrigðiskerfið okkar. Þetta álagspróf sem við erum í núna sýnir það og sannar að við eigum ekki að spara í heilbrigðisþjónustu. Sú þjónusta snýst ekki bara um líf og heilsu hvers og eins einstaklings, heldur um sjálfsmynd þjóða. Það snýst um það að við vit- um að við erum sjálfum okkur næg, höfum inniviði sem þola stór áföll og að við höldum utan um okkar veikasta fólk og stöndum saman þegar bjátar á. Ég mun áfram beita mér fyrir því að íslensk heilbrigðisþjónusta verði í forgrunni og áhersla lögð á að efla hana og styrkja. Svandís Svavarsdóttir Pistill Magnað heilbrigðiskerfi Höfundur er heilbrigðisráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Umhverfisstofnun hefur umárabil tekið þátt í kostn-aði sveitarfélaga við refa-veiðar og er byggt á þeirri forsendu að nauðsynlegt sé að veiða refi til að koma í veg fyrir tjón. Hins vegar hafa nánast engar upplýs- ingar borist um slíkt tjón af völdum refa þrátt fyrir að kallað hafi verið eftir þeim frá bændum og sveitar- félögum. Árlega síðustu þrjú ár voru veidd á bilinu 5.900-7.000 dýr. Refir eru friðaðir samkvæmt lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum. Ráðherra hefur heimild til að veita undanþágu frá friðun til varnar tjóni. Þær eru að mestu á kostnað sveitar- félaga með framlagi ríkisins undir eft- irliti Umhverfisstofnunar. Meint tjón hefur aldrei verið metið, að því er seg- ir á heimasíðu Náttúrufræði- stofnunar. Forsendur brostnar „Miðað við skort á skráningum á tjóni er það mat Umhverfisstofnunar að forsendur séu í raun brostnar fyrir áframhaldandi veiðum með því fyrir- komulagi sem er í dag. Stofnunin tel- ur því ljóst að það þurfi að fara í gagn- gera endurskoðun á fyrirkomulaginu og hugsanlega breyta áherslum þann- ig að forsendur refaveiða verði sér- stakir verndarhagsmunir, s.s. æðar- varp eða fuglaverndarsvæði,“ segir í uppgjöri Umhverfisstofnunar á áætl- un um refaveiðar 2017-2019. Þar kemur fram að Umhverfis- stofnun hafi í samráði og samvinnu við Búnaðarstofu unnið að gerð til- kynningaforms vegna tjóns af völdum refa og minka. Engar tilkynningar höfðu verið skráðar í grunninn síðari hluta febrúar þegar gengið var frá uppgjöri fyrir síðasta veiðitímabil. Lög í endurskoðun Í áætlun um refaveiðar 2020-22 gerir Umhverfisstofnun fyrirvara vegna endurskoðunar, sem nú er í gangi, á lögum nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum. Í veiðiáætluninni kemur fram að bæta þurfi þekkingu á þáttum sem hafa áhrif á stofnstærð refsins og setja markmið um ákjósan- lega verndarstöðu hans til framtíðar. Aukin áhersla verði á skráningu og mat á tjóni af völdum refs, svo hægt sé að leggja matið til grundvallar ákvarðanatöku um veiðar. Umhverfisstofnun lagði fram áætlun um refaveiðar fyrir árin 2017- 2019 sem byggðist á fjármagni sem ríkið lagði fram, 30 milljónir króna á ári. Fyrirkomulagið var með þeim hætti að sveitarfélög lögðu fram áætl- anir til þriggja ára og gerður var samningur við þau í samræmi við áætlanirnar. Samningar voru gerðir við 56 sveitarfélög og fengu um 50 þeirra endurgreiddan hluta af kostn- aði vegna veiðanna yfir samningstím- ann. Áætlanir sveitarfélaga í síðustu þriggja ára áætlun gerðu ráð fyrir kostnaði á bilinu 136-148 milljónir króna á ári. Raunkostnaður sam- kvæmt innsendum reikningum til Umhverfisstofnunar var hins vegar á bilinu 108-123 milljónir. Árið 2017 og 2018 námu endurgreiðslur til sveitar- félaga tæpum 25 milljónum, en rúm- um 27 milljónum í fyrra. Endur- greiðslur til sveitarfélaga voru í samræmi við innsendar áætlanir og var endurgreiðsluhlutfallið mismun- andi milli sveitarfélaga, mest 30% af útlögðum kostnaði. Í fyrra fór hæsta endurgreiðslan til Þingeyjarsveitar, rúmlega 2,1 milljón. Litlar upplýsingar um tjón af völdum refa Samkvæmt mati Náttúrufræði- stofnunar árið 2018 var stærð refastofnsins um 7.000 dýr haustið 2015. Ester Rut Unn- steinsdóttir, spendýravistfræð- ingur hjá NÍ, segir að unnið sé að nýju mati á stofnstærð, en segist telja ólíklegt að stofninn hafi minnkað síðustu ár. Stofnstærð melrakkans var í sögulegu lágmarki rétt fyrir 1980, um 1.200 dýr, en óx upp frá því og var metin tæp átta þúsund dýr að haustlagi árið 2000. Refastofninn var í sögu- legu hámarki á árunum 2005- 2008, að meðaltali um 11 þúsund dýr að haustlagi ár hvert. Eftir það fækkaði refum hratt og var fjöldinn kominn niður í sex þús- und dýr 2011 en var síðan nokkuð stöðugur og metinn um 6.500 dýr að jafnaði 2011-2015. Melrakkinn er algengur og út- breiddur víða umhverfis norður- heimskautið en fágætur í Skandi- navíu. Á Íslandi eru melrakkar útbreiddir á hálendi og láglendi um allt land. Þéttleiki er mestur á Vestfjörðum, sérstaklega við fuglabjörg, en einnig við gjöfular rekastrendur. Friðland Horn- stranda er mikilvægasta verndar- svæði refa. Vegna þess hve fálið- uð tegundin er í Skandinavíu ber Ísland ábyrgð á yfir 90% þeirra refa sem halda til á Norður- löndum. Unnið að mati á stofnstærð SVEIFLUR Í FJÖLDA REFA SÍÐUSTU ÁRATUGI H ei m ild : N át tú ru fr æ ði st of nu n M yn d: E st er R ut U nn st ei ns dó tt ir 12 10 8 6 4 2 0 Þúsundir dýra 1978-2015 Áætluð stofnstærð refa að haustlagi '79 '81 '83 '85 '87 '89 '91 '93 '95 '97 '99 '01 '03 '05 '07 '09 '11 '13 '15

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.