Morgunblaðið - 16.04.2020, Qupperneq 37
UMRÆÐAN 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 2020
Nóttin 9di janúar 1959. Um-
rædda nótt voru þeir á nætur-
vakt á Hótel Skjaldbreið við
Kirkjustræti í Reykjavík, und-
irritaður og skáldið Ari Jós-
efsson frá Blönduósi, sem
drukknaði ungur 1963. Það
komu þrír gestir til þeirra í
heimsókn um nóttina: Stefán
skáld, Hörður Grímsson, Bolli
Gústafsson guðfræðinemi og
Jónas Svafár atómskáld. Þeir
þáðu kaffisopa og við ræddum
um lífið og tilveruna.
Stefán Hörður hafði þá fengið það verk-
efni hjá Ragnari bókaútgefanda í Helgafelli
að efna í bók til minningar um Stein Stein-
arr, sem þá var fyrir nokkru látinn. Stefán
Hörður hófst handa og fékk ljóð hjá H.K.
Laxness, Davíð Stefánssyni, Hannesi Pét-
urssyni, Helga Kristinssyni frá Þórustöðum,
Ingimar Erlendi, Birgi Sigurðssyni, Degi,
Jóni frá Pálmholti, Þóru Elfu
Björnsson, Sigríði Freyju
Sigurðardóttur, Jónasi Svafár,
sögu hjá Ástu Sigurðar, Jóni
Óskari og fjölda annarra
þekktra og óþekktra höfunda.
Þrammaði hann með þessi
verðmæti til Ragnars. Heyrði
hann nú ekkert frá stórútgef-
andunum lengi vel. Sjálfur rit-
aði Stefán pistil, sem hann
kallaði: „Um bragfræði at-
ómskáldskapar“.
Nú, nú. Næst fregnar Stefán
hjá Ragnari, að minn maður
hafi misst áhugann fyrir málinu. Það náði
þá ekki lengra. En hann var oggulítið leiður
vegna þessa. Nokkrum nóttum síðar kom
Stefán svo spakur á Skjaldbreið með af-
raksturinn af söfnuninni. Og gaf mér hann.
Vildi svo til að sömu menn voru þar gest-
komandi. Þá notaði stud.theol. Bolli tæki-
færið og teiknaði þessa frábæru mynd af
St. Herði Grímssyni.
Nóttin 9di janúar 1959
Eftir Braga Kristjónsson
Bragi Kristjónsson
Höfundur var fornbókakaupmaður í Reykjavík.
» Það komu þrír gestir
til þeirra í heimsókn
um nóttina: Stefán skáld,
Hörður Grímsson, Bolli
Gústafsson guðfræðinemi
og Jónas Svafár atómskáld.
Ennfremur flutti atómskáld Íslands, Jón-
as Svafár, okkur eitt af fjórum ljóðum:
Meðan þið genguð glæstu sniði
um gyllta sali
að flaðrandi þjónaliði,
sem klæddi silki okkar set,
sat móðir þrælsins
við ruggu og réri
í rökkrinu og grét.
Nú lýkur þessari frásögn um þrjá menn
um nótt fyrir 60 árum.
Tvennt bar fyrir
augu nýlega. Hið fyrra
var forsíðufrétt og bak-
sviðsgrein Stefáns B.
Stefánssonar um fyr-
irætlanir Rio Tinto
varðandi Straumsvík
(Mbl 7/4-2020) en hætta
er á lokun álversins
vegna þess að hátt
orkuverð gerir starf-
semina þar ósam-
keppnishæfa. Hið síð-
ara var svar Harðar Árnasonar,
forstjóra Landsvirkjunar, þar sem
hann meðal annars fárast yfir arð-
greiðslum Ísal fyrir þrem árum og
býsnast yfir því, að kjarasamningar
þar voru ekki samþykktir lengur en
fram á sumar. Skýrar verður því
varla kastað yfir borðið til viðsemj-
anda, að það sé ekkert við hann að
tala. Svona einfaldlega gerir maður
ekki þegar um er að ræða samninga
sem eru jafn þjóðhagslega mikil-
vægir og þessir, allra síst á svo við-
sjárverðum tímum sem nú.
Það hefur lengi legið fyrir að orku-
verð Landsvirkjunar á stóran þátt í
að gera rekstur Ísal ósamkeppnis-
hæfan. Launakostnaður og
gengsþróun krónunnar
eru aðrir þættir sem
ekki má horfa fram hjá
þó forstjórinn hafi áður
hamast á því, að engin
tengsl séu þar við raf-
orkusamningana. Séð í
þessu ljósi eru hinar
háu arðgreiðslur liður í
undirbúningi Rio Tinto
að sölu Ísal á hrakvirði.
Sú sala mistókst eins og
kom fram í fréttum og
þá er lokun álversins
næsta mál til skoðunar.
Afleiðingar farsóttarinnar, CO-
VID-19 setja tímamörkin fyrir þá
lokun. Alvara þessa máls ætti að
liggja forstjóranum í augum uppi.
Það sjá það allir hve mikið högg
það væri, mitt í þeirri uppbyggingu
sem verður að fara fram eftir lokun
þjóðfélagsins vegna pestarinnar að
svipta þúsundir fólks lífsviðurværi
sínu á einu bretti með lokun álvers-
ins. Það er líka alveg ljóst, þegar litið
er á stöðu raforkusamninganna að
Rio Tinto mun vilja tryggja var-
anlega stöðu álversins í þeim við-
ræðum sem nú eiga sér stað. Það hef-
ur sýnt sig að Landsvirkjun hefur
ekki skirrst við að nýta sér einok-
unarstöðu sína í samningum um raf-
orkuverð og bein afleiðing af því er að
Rio Tinto nýtir sér veika stöðu Ís-
lands þegar upp kemur. Áður fyrr var
það reglan að viðræður fóru fram í
„góðri trú“ eins og það heitir á laga-
máli. Landsvirkjun virðist hafa vikið
af þeirri braut en tímabært er að taka
þá góðu siði upp aftur. Það er svo
annað mál hvort hægt sé að koma upp
því trausti sem ríkja þarf milli að-
ilanna án þess að skipta um í brúnni.
Í þessu samhengi má minna á að
stjórnvöld skattlögðu stóriðjuna sér-
staklega til eins árs eftir hrun og
sömdu sérstaklega um það en gengu
síðan á bak orða sinna og framlengdu
skattinn annað ár. Stóriðjan mót-
mælti, en lét að öðru leyti kyrrt
liggja. Svona framkoma eykur ekki
traust.
Búast má við miklum breytingum í
öllum viðskiptum milli þjóða í kjölfar
COVID-19-faraldursins. Sterkar
raddir eru uppi í vestrænum ríkjum,
um að tryggja þurfi örugg aðföng
mikilvægra vöruflokka betur en nú
er, jafnframt því sem hert er aftur á
hjólum efnahagslífsins. Þó að nú sé
mest rætt um vörur til heilbrigð-
isgæslu fer ekki milli mála að ál er
grundvallar hráefni fyrir þessar
þjóðir. Þjóðirnar verða að tryggja
iðnaði sínum greiðan aðgang að
þessu hráefni hvað sem líður öllum
ófriðarblikum og tilraunum annarra
eins og Kína til að ná yfirráðum á
þeim markaði.
Vesturlöndum er líka ljóst hvaða
þýðingu lágt orkuverð hefur þegar
byggja þarf upp hagvöxt þjóða eins
og nú þarf. Það er því líklegt að bar-
áttan gegn loftslagsvánni muni fær-
ast yfir á önnur svið en það að hækka
verð á rafmagni upp úr öllu valdi. Sú
sviðsmynd, sem Landsvirkjun hefur
boðað að orkuverð og sérstaklega
verð hreinnar orku muni hækka og
hækka er því orðin afar varasöm.
Það er stefna Landsvirkjunar að
hámarka verðmæti þeirra auðlinda
sem fyrirtækinu er trúað fyrir, en
túlkun Landsvirkjunar virðist vera
sú að verðmætin komi í ljós í tekju-
straumi hennar einnar án tillits til
þess virðisauka sem lágt orkuverð
veldur í þjóðfélaginu. Þetta er röng
túlkun. Þjóðin stofnaði þetta fyrir-
tæki til að skapa sjálfri sér tækifæri
til að hagnast og Landsvirkjun er því
ætlað að hámarka þjóðhagslegt verð-
mæti auðlindanna svo öll þjóðin njóti
góðs af. Þá túlkun þarf að marka með
eigendastefnu fyrirtækisins.
Nú blasir við okkur eins og öðrum
þjóðum hrun. Ferðaþjónustan mun
að öllum líkum verða fyrir þyngstum
búsifjum og viðbúið að svo verði aftur
ef sagan endurtekur sig með annarri
pest síðar. Stöðugleika annarra
greina þarf að tryggja eftir því sem
hægt er. Þá liggur mikið við að starf-
semi stóriðjunnar sé búinn stöðugur
grundvöllur, þar á meðal álverinu í
Straumsvík. Tenging orkuverðs við
álverð var til þess hugsað að halda
þessari starfsemi gangandi í gegnum
erfiðleika á borð við þá sem nú eru
komnir upp. Ísal er ekki eina fyrir-
tækið sem á í erfiðleikum þó að þar
sjáist nú flæða yfir og viðbúið að önn-
ur fyrirtæki með nýja orkusamninga
þurfi líka athygli. Stjórnvöld verða að
taka stefnuna um verðlagningu raf-
orku til endurskoðunar og skapa
þessum fyrirtækjum öruggt
rekstrarumhverfi.
Eftir Elías Elíasson » Búast má við
miklum breytingum
í öllum viðskiptum
milli þjóða í kjölfar
COVID-19-faraldursins.
Elías Elíasson
Höfundur er sérfræðingur í
orkumálum.
eliasbe@simnet.is
Að þrasa frá sér viðskiptavin