Morgunblaðið - 16.04.2020, Page 45
honum líkaði ekki eitthvað eða
fannst fólk kvarta eða væla of
mikið. Til dæmis fékk amma að
heyra það ef hún var lasin. Þá
sagði hann með sínum einstaka
húmoríska tón: „Mikið rosalega
varstu heppin á fá þetta líka.“ En
líf Kidda frænda var enginn dans
á rósum. Hann hafði sjálfur
kynnst hörðu lífi og erfiðu en
hann og mamma okkar misstu
pabba sinn barnung. Eftir það
leystist þeirra litla heimili upp og
systkinin fengu ekki að alast upp
saman. En þrátt fyrir frekar lítil
samskipti var kært með þeim á
fullorðinsárum.
Við minnumst skemmtilegra
stunda í Nóatúni hjá Kidda og
Nönnu. Þar var oft margt um
manninn og mikið fjör. Hvergi
hafði maður séð svona marga
bikara og verðlaunagripi á einum
stað, en alla þessa gripi hafði
Kiddi unnið fyrir golf, eitthvað
sem hann er vel þekktur fyrir.
Það er dýrmæt minning að
hafa fengið að fylgjast með
Kidda frænda að störfum sem
blaðamaður á Vísi eða sem far-
arstjóri hjá Samvinnuferðum –
Landsýn, síðar Úrval-Útsýn, eða
í leik sem golfari. Hann var alls
staðar vel liðinn og aðalmaðurinn
á svæðinu. Kiddi sá til þess að
litlir frændur kæmust á stóra
leiki hérlendis og fengju eigin-
handaráritanir frægra fótbolta-
manna sem þá langaði í. Hann
fór með okkur á golfvelli á Nes-
inu og í Flórída þar sem við feng-
um að vera með og kynnast
snilldartöktum hans í sportinu og
í samskiptum.
Það hefur verið höggvið stórt
skarð í frændgarðinn og það er
sorglegt að fá ekki framar að
heyra hressilega kveðju frá
Kidda: Sæl frænka. Hæ frændi.
Nafni!
Elsku Nanna, Dabba, Ransu
og fjölskyldur, megi guð gefa
ykkur styrk og ljós á þessum erf-
iðu tímum. Það er sárt að geta
ekki faðmað ykkur og kvatt
Kidda frænda, en við trúum að
hann sé á góðum stað og haldi
uppi stuðinu þar.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum)
Kjartan Páll Sæmunds-
son, Ágúst Sæmundsson,
Ragna Sæmundsdóttir
og Ingibjörg María Sæ-
mundsdóttir.
Vinir mínir fara fjöld sagði
skáldið. Það er höggvið stórt
skarð á skömmum tíma í vinahóp
okkar í Golfklúbbnum á Nesinu.
Fyrst var það Örn, svo Haraldur,
nýverið Arnfinnur og núna Kjart-
an L. Pálsson. Kjartan var búinn
að vera félagi í Nesklúbbnum svo
lengi sem elstu menn muna. Um
tíma á fyrri árum sá hann ásamt
konu sinni, Nönnu, um rekstur
skálans ásamt veitingum sem til-
heyrðu. Hann var allt í öllu, sagði
mönnum til bæði um reglur og
spilamennsku enda frábær golf-
spilari sjálfur. Um tíma hafði
enginn golfari farið eins margar
holur í einu höggi eins og hann.
Það var unun að fylgjast með
honum spila. Höggin hans virtust
svo mjúk og voru svo hnitmiðuð,
enda vann hann til fjölda verð-
launa á ferlinum. Ég leyfi mér að
segja að Kjartan var frábær utan
vallar sem innan. Svo hafði hann
einstakan frásagnarhæfileika, var
þrælminnugur á skemmtileg til-
vik sem höfðu komið upp í hans
ótal mörgu ferðum. Hann meiddi
engan í sögum sínum en sagði
skemmtilega frá. Kjartan var far-
arstjóri í fjölda mörg ár, bæði um
alla Evrópu til Filippseyja sem í
Austurlöndum fjær. Vinsældir
hans urðu slíkar að á seinni hluta
síðari aldar og fram á þessa, var
sami hópurinn bókaður til Spán-
ar og Portúgals, ár eftir ár, jafn-
vel bæði vor og haust. Svo fór að
færri komust að en vildu. Hann
var röggsamur stjórnandi, ná-
kvæmur í skipulagningu, leysti
öll mál sem upp komu á vinsam-
legan máta. Hann lagði sig í líma
svo að allir nytu ferðarinnar.
Kjartan var einstakur félagi og
Nanna kona hans var hans stoð
og stytta. Það var gefandi að sjá
hve vel þau unnu saman. Hún
spilaði ekki golf en hafði með sér
handavinnu og dró að sér aðrar
konur sem eins var ástatt um. Úr
þessu varð hálfgerður sauma-
klúbbur hjá þeim, meðan menn-
irnir voru að leika sér. Þannig
nutu makar ferðarinnar fyrir til-
stilli Nönnu. Fyrir nokkrum dög-
um hringdi Kjartan í mig, þá
kominn aftur upp á spítala frá
Reykjalundi. Þeir álitu að þeir
hefðu jafnvel fundið orsök veik-
inda hans svo hann fylltist von
um að eitthvað myndi lagast og
sagði það yrði gaman ef hann
fengi að sitja í bílnum hjá mér
nokkrar holur í sumar. Á meðan
við erum að spjalla saman, segir
hann allt í einu: „Það er komið
hér sjúkrateymi, það á að fara
gera eitthvað fyrir mig, ég hringi
aftur fljótlega.“ Hann náði ekki
að hringja aftur. Það er skammt
á milli klukku og kólfs. Kjartan
lést stuttu síðar. Kjartans verður
sárt saknað og lengi minnst. Við
þökkum Kjartani fyrir vinfengið
öll ár sem við áttum saman og
vottum fjölskyldu hans okkar
dýpstu samúð við fráfall hans.
Helga og Hörður Pétursson.
Nú er vinur minn og fyrrum
samstarfsmaður, Kjartan Lárus
Pálsson, farinn í sína hinstu ferð.
Ég kynnist Kjartani þegar hann
starfaði sem fararstjóri hjá Sam-
vinuferðum – Landsýn í mörg ár.
Hann var afar vinsæll fararstjóri
bæði við fararstjórn í Hollandi
og á Írlandi, svo og í golfferðum
á vegum fyrirtækisins, en þar
var sko réttur maður á réttum
stað. Hann vissi upp á hár hvern-
ig hann vildi hafa „sínar“ golf-
ferðir og datt engum í hug að
mótmæla honum, þar sem við
vissum öll að hann var með hlut-
ina alveg á hreinu. Það var ein-
staklega gaman að vinna með
honum og aldrei nein lognmolla í
kringum hann. Það fór aldrei á
milli mála þegar Kjartan var í
húsinu – hann talaði hátt, hló enn
hærra og var alltaf hress og kát-
ur og sagði sögur af mönnum og
málefnum með örlitlu KLP-
kryddi. Svo var þessi góði maður
með svo einstaklega stórt og gott
hjarta. Alltaf boðinn og búinn að
rétta hjálparhönd þeim sem á
þurftu að halda. Frétti hann af
einhverjum vini sínum (en þeir
voru fjölmargir) sem þurfti á
hjálp eða uppörvun á að halda þá
var hann fyrsti maður á staðinn
og það er trú mín að sá sem fékk
heimsókn frá Kjartani hefur
örugglega litið bjartari augum á
lífið og tilverunni á eftir.
Þegar Kjartan fagnaði 50 ára
afmæli sínu var efnt til golfferðar
í tilefni áfangans honum til heið-
urs. Mallorca varð fyrir valinu og
þangað héldu 150 manns til að
fagna stórafmæli hans. Þar var
dvalið í viku og að sjálfsögðu var
spilað golf alla daga undir styrkri
stjórn afmælisbarnsins. Einstak-
lega vel heppnuð ferð og öllum
þátttakendum afar minnisstæð.
Ég tel það hafa verið forréttindi
að hafa fengið að kynnast og
vinna með Kjartani. Í dag er gott
að eiga margar góðar og
skemmtilegar minningar frá
liðnum árum og minnast hans.
Mínar innilegustu samúðar-
kveðjur til Nönnu, Dagbjartar,
Nonna, afabarnanna og fjöl-
skyldunnar allrar. Minning um
góðan og skemmtilegan mann lif-
ir um ókomna tíð.
Sigríður Victoría Árnadóttir.
Veistu ef þú vin átt
þann er þú vel trúir
og vilt þú af honum gott geta.
Geði skaltu við þann blanda
og gjöfum skipta,
fara að finna oft.
(Úr Hávamálum)
Þessi orð eiga svo vel við minn
kæra vin Kjartan L. Pálsson sem
nú hefur fengið hvíldina eftir
harða baráttu við óvin sem engin
grið gefur.
Okkar vinátta nær aftur til 7.
tugar síðustu aldar er ég var að
hamast í körfunni og hann að
keyra strætó og ekki minnkaði
hún eftir að hann fór að skrifa
íþróttafréttir í Tímann og síðar
Vísi.
Við brölluðum margt á þess-
um árum sem ekki er rúm til hér
að segja frá en eitt er víst að
tryggari vinur er vandfundinn.
KLP eins og hann var gjarnan
nefndur lét engan eiga neitt inni
hjá sér og var ófeiminn við að
segja sína meiningu hvort heldur
það var á prenti eða í samtölum.
Hreinskiptinn og heiðarlegur eru
þau orð sem fyrst koma upp í
hugann þegar maður hugsar til
baka.
Heimili þeirra Nönnu stóð
ávallt opið okkur vinum þeirra og
þar var oft kátt á hjalla ekki síst í
Nóatúninu þegar þau bjuggu þar
enda stutt niður á Röðul og síðan
í Þórskaffi. Já það voru nú tímar
í lagi og ekki síst er félagarnir,
Bóbó, Höskuldur, Öddi og Ás-
geir, slógust í hópinn.
Hann gerði heiðarlega tilraun
til að kenna mér golfíþróttina í
Nesklúbbnum en gafst fljótlega
upp og sagði mér bara að halda
áfram að truntast eins og hann
kallaði gjarnan hestamennskuna!
Við horfðum oft saman á
enska boltann og vorum mjög
stoltir af góðum vini okkar
Búbba (Jóhannesi Edvaldssyni)
sem þá var að gera flotta hluti
hjá Celtic’s í Skotlandi sem og
með íslenska landsliðinu. Okkur
fannst báðum að hlutur hans
hefði ekki verið metinn sem
skyldi þegar rætt er um bestu
knattspyrnumennina en hann
var án nokkurs efa einn af okkar
bestu.
Við Sigrún minnumst þess oft
þegar KLP færði okkur plötu að
gjöf frá þeim Búbba með laginu:
„You’ll never walk alone“ en það
var á okkar erfiðu tímum 1976.
Þá var nú gott að eiga góða vini.
Þess ber að geta hér til að
leiðrétta allan misskilning að
þetta lag er líka lag Glasgow Cel-
tic’s en ekki bara Liverpool
þannig að ég Man. United mað-
urinn í 52 ár fæ oft tár í augun
þegar þetta lag er sungið á An-
field!
Kjartan minn fyrirleit óheið-
arleik og aumingjaskap en hjart-
að var stórt og hann var oft
fyrstur á vettvang ef einhver af
hans vinum átti um sárt að
binda.
Hin síðari ár fækkaði sam-
verustundunum en þráðurinn
slitnaði aldrei og alltaf heilsaði
hann mér með nafninu „Lilli“ en
það nafn gaf hann mér er við
fyrst hittumst og hann þurfti að
halla sér aftur til að sjá mig all-
an!!!!
Traustur vinur er fallinn frá
en eftir lifir minningin um dreng
sem alltaf var til staðar, sama
hvað gekk á.
Við Sigrún sendum Nönnu,
Döbbu og Jóni (Ransu), börnum
og barnabörnum okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur og biðjum
Guð að styðja þau og styrkja.
Einar Gunnar Bollason.
ingnum Didda fiðlu. Við vorum
bekkjarbræður í Vogaskóla.
Diddi bauð mér í Karfavoginn,
sem síðar varð nánast eins og
mitt annað heimili. Og Karfa-
vogurinn var líka eins og fé-
lagsmiðstöð fyrir okkur ung-
lingana. Eða á ég að nota orðið
menningarmiðstöð eða uppeld-
ismiðstöð. Karfavogur 56 var
allt þetta.
Við vorum alltaf velkomin.
Það sem var svo einstakt við
Hönnu var áhuginn sem hún
sýndi okkur. Hún tók okkur
alltaf fagnandi með hlýju brosi
og það var með ólíkindum hvað
hún nennti að ræða við okkur.
Hún fræddi, spurði gagnrýn-
inna spurninga – og það sem
var svo sérstakt var virðingin
sem hún sýndi okkur, og skipti
þá engu hvaða heimsku við lét-
um út úr okkur. Ég lærði síðar
um virka hlustun. Hanna kunni
svo sannarlega að vera virkur
og hvetjandi hlustandi. Við sát-
um gjarnan í eldhúsinu í Karfa-
voginum og oft var spjallað
fram á nótt. Við ræddum sam-
félagsmál, samskipti, bók-
menntir og auðvitað tónlist. Og
ekki má gleyma trúmálunum
sem voru oft á dagskrá.
Og Hanna fræddi okkur ung-
lingana, enda var hún óvenju
vel lesin og átti einstaklega auð-
velt með að tjá sig. Það var ekki
hávaðinn, en sannfæring og op-
inn, leitandi hugur; smitandi
áhugi.
Hanna kenndi okkur margt
um ástina. Hjá henni kynnist ég
því að hægt væri að eiga sam-
ræður um allar hliðar sam-
skipta kynjanna á fullkomlega
eðlilegan hátt.
Hanna var heimavinnandi og
fékkst, eins og flestir vita, við
gerð ljóða- og dægurlagatexta,
auk þýðinga. Hver þekkir ekki
Jólin alls staðar, sem hún samdi
við lag síns elskaða eiginmanns,
Jóns bassa – hún fór hvergi í
felur með tilfinningar sínar til
hans – ég held hún hafi alltaf
verið jafnskotin í honum. Eða
Ég einskis barn er, Heilsaðu frá
mér, eða Frelsarann sem hljóm-
sveitin Ævintýri flutti. Stundum
hafði hún okkur unglingana
með við textagerðina og bar
undir okkur vísuorð eða hug-
myndir. Ég man sérstaklega
eftir nóttinni þegar hún var að
glíma við Góða nótt, þú litli ljúf-
ur, sem BG og Ingibjörg gerðu
svo vinsælt, og hún átti að skila
textanum daginn eftir, líklega
til Svavars Gests. Það var kom-
ið langt fram á nótt þegar hún
bar lokagerðina undir okkur
eins og meðhöfunda. Þessi virð-
ing fullorðinnar manneskju
gagnvart okkur var svo einstök
– framkoma hennar í okkar
garð var alltaf eins og við vær-
um jafningjar.
Samskiptin við Hönnu voru
einvörðungu gefandi, þar ber
engan skugga á. Ég þakka
henni veganestið sem hún gaf
mér, áttavilltum unglingnum.
Ég veit að við erum mörg sem
erum heldur skárri manneskjur
en ella væri, af því að við feng-
um að kynnast Hönnu á miklum
mótunarárum í lífi okkar. Við
Lilja vottum fjölskyldunni
hennar stóru, sem hún var svo
stolt af, innilega samúð okkar.
Ingvar Sigurgeirsson.
Þegar komið er að kveðju-
stund er erfitt að koma orðum
að því með hvaða hætti mann-
eskjan snerti þá sem voru henni
samferða í gegnum lífið og hvað
það er sem hún skilur eftir hjá
því fólki sem þekkti hana og
elskaði. Það er óhætt að segja
að mamma hafi snert marga
með hlýju sinni, hjálpsemi,
visku og þeirri ósérhlífni sem
einkenndi hana alla tíð.
Foreldrar mínir eignuðust
átta börn og núlifandi afkom-
endur þeirra eru orðnir 54 tals-
ins. Þessi stóri hópur afkom-
enda syrgir nú ættmóðurina í
Karfavoginum en gleðst jafn-
framt yfir því að nú er hún loks
sameinuð í anda þeim sem
gengnir eru á undan. Já
mamma trúði á heim ljóss og
friðar handan okkar tilveru og
tók æðrulaus og sátt á móti
endalokum lífs síns.
Þær eru fallegar gjafir and-
ans og það ljós kærleikans sem
mamma var svo lánsöm að fá að
bera og gefa áfram, á formi
ljóða og texta sem hún samdi á
lífsleiðinni.
Hún var oft beðin að þýða er-
lenda dægurlagatexta fyrir
hljómsveitir sem pabbi spilaði
með. Henni fannst þeir sjaldan
geisla af gæðum og valdi því
frekar að endursemja þá í heild
sinni. Margir þessara texta eru
ekki einungis arfur til afkom-
enda hennar, heldur flokkast
sem menningararfur til kom-
andi kynslóða og þjóðarinnar
allrar. Tilhugsunin um að fal-
legu orðin hennar lifi áfram
þótt hún sé gengin á braut fyllir
mig þakklæti og auðmýkt. Ég
veit ekki fallegri leið til að
heiðra mömmu og halda minn-
ingu hennar á lofti um ókomna
tíð.
Elsku mamma, minning þín
lifir, þinn fallegi andi og hreina
sál sem endurspeglast í text-
unum þínum sem eru mér svo
kærir. Hér er brot úr Ástar-
játningu (Love Story):
Þótt sökkvi lönd í sæ, þótt hrynji fjöll
og farist allt sem jarðneskt er.
Þótt sortni himinn verður ást þín
ávallt hér,
sem guðalogi hún um alla eilífð skín
og verður mín.
Ég þakka ást þína sem fylgdi
mér.
Jóhanna Kristín Jónsdóttir.
MINNINGAR 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 2020
Útfararþjónusta
& lögfræðiþjónusta
Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram-
kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin.
Við þjónum með virðingu og umhyggju að
leiðarljósi og af faglegum metnaði.
Sigurður Bjarni Jónsson
umsjón útfara
Við erum til staðar
þegar þú þarft á
okkur að halda
Vesturhlíð 2, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is
Með kærleik og virðingu
Útfararstofa Kirkjugarðanna
Elsku maðurinn minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
ÞÓRHALLUR JÓNSSON
húsasmíðameistari,
Háaleitisbraut 145,
andaðist að kvöldi páskadags 12. apríl á
hjúkrunarheimilinu Sóltúni.
Jarðarförin fer fram í kyrrþey föstudaginn 24. apríl.
Guðmunda Guðmundsdóttir
Þórir Þórhallsson Sólveig S. Kristinsdóttir
Guðmundur Þórhallsson Ingibjörg Sívertsen
Jóhanna V. Þórhallsdóttir Óttar Guðmundsson
barnabörn og barnabarnabörn
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
JÓN H. BERGS,
fv. forstjóri SS og
aðalræðismaður Kanada,
lést á dvalarheimilinu Eir mánudaginn
13. apríl.
Útförin fer fram í kyrrþey.
Jón Gunnar Bergs María Soffía Gottfreðsdóttir
Magnús Helgi Bergs Klara Zelei
Björn Alfreðsson
barnabörn og barnabarnabörn
Elskuleg eiginkona mín, móðir,
tengdamóðir og amma,
DÍANA ÞÓRUNN KRISTJÁNSDÓTTIR,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í
Kópavogi þriðjudaginn 14. apríl.
Útförin fer fram í kyrrþey, en minningar-
athöfn verður auglýst síðar.
Starfsfólki Sunnuhlíðar eru færðar þakkir fyrir alúð og einstaka
umönnun.
Ari G. Þórðarson
Þórður Arason Elínborg G. Sigurjónsdóttir
Kristján M. Arason Andrea J. Mohr-Arason
Ari, Sigurjón, Bjarmi, Benjamín, Elías og Helgi