Fjölrit RALA - 10.10.1994, Síða 35
25
Kal o. fl.
6. Spírun í mold eða sinu.
Eftir að úttekt hafði verið gerð á árangri sáningar með ísáningarvélinni, voru tekin moldar- og
sinusýni úr fjórum túnum í Suður-Þingeyjarsýslu til að prófa spírunar- og vaxtarhindrun. í
einu af sýnunum hafði ísáning gengið vel (Víðivöllum, nýtt), en annars hafði enginn árangur
orðið. Þann 22. október var ómæld mold og sina sett í plastbox ofan á vattpappír. Efst var
settur þerripappír og þar voru 10 fræ af vallarfoxgrasi og rauðsmára látin spíra, fyrst við 3°C
fram að 31. október, en þá var hitinn hækkaður í 10 °C. Þann 20. nóvember var hitinn hækk-
aður í 15 °C og spírunin var síðan metin 22. desember. í ljós kom að pappírinn í sumum box-
unum hafði þornað, sérstaklega þar sem sinustrá voru sett í boxin (liður 2 og 6), og kann það
að hafa haft áhrif á niðurstöður. Boxum þar sem þurrkur hafði greinilega haft áhrif er sleppt úr
uppgjörinu.
Rauðsmári Vallarfoxgras
Spírun Rótar- Ofan- Spírun Rótar- Ofan-
% lengd vöxtur % lengd vöxtur
sm sm sm sm
1. Vatn 63 8,9 1,0 99 7,5 1,8
2. Strá 30 2,1 0,8 45 3,8 3,1
3. Varpasveifgrasfræ 27 6,7 0,8 100 7,3 1,7
4. Yfirborðsmold 58 7,6 1,3 85 4,3 1,7
5. Yfirborðsmold og strá 53 5,5 1,5 54 2,8 2,1
6. Blönduð mold 52 7,4 1,3 85 5,8 1,9
Meðalskekkja (báðar gróðurtegundir):
Rótarlengd 3,1
Ofanvöxtur 0,5
Flokkað eftir stöðum, báðar gróðurtegundir:
Rótarlengd, sm Ofanvöxtur, sm
Hjaltastöðum 7,0 1,3
Kambsstöðum 6,0 1,2
Víðivöllum, gamalt 7,2 1,4
Víðivöllum, nýtt 7,8 1,4