Fjölrit RALA - 10.10.1994, Page 55

Fjölrit RALA - 10.10.1994, Page 55
45 Kynbætur SAMEINDA- OG FRUMUERFÐAFRÆÐI PLANTNA (132-9234). Sameinda- og frumuerfðafræðilegar aðferðir eru notaðar til þess að lýsa erfðaefni í frumum. Það er gert með því að einangra DNA og skoða það síðan m.t.t. ýmissa eiginleika. Hægt er að skoða einstök gen, stökkbreytingar og uppbyggingu þess erðaefnis sem einkennir einstakling, stofn eða jafnvel tegund. Einnig er hægt að skoða DNA in situ, þ.e. á litningunum. Þannig er hægt að sjá hvemig skipulag erfðaefnisins er og með því móti er hægt að kortleggja gena- mengið. Hægt er að greina litningabreytingar sem era mikilvægar fyrir frjósemi og lífslíkur plantnanna. Aðferðirnar má nota til þess að lýsa erfðabreytileika innan og milli tegunda, greina arfgerðir innan kynbótaþýðis og við úrval með því að nota merkigen sem tengd era eftirsóknarverðum, arfgengum eiginleikum. Verkefnið er styrkt er af Rannsóknasjóði og Framleiðnisjóði. Það er unnið í samvinnu við Rannsóknastöð Skógræktar ríkisins á Mógilsá og Landgræðslu ríkisins. Því er skipt upp í eftirfarandi verkþætti: 1. Kynbætur á alaskalúpínu (Lupinus nootkatensis). Alaskalúpína er víða notuð við landgræðslu á íslandi, en gildi tegundarinnar til fóðurs handa búpeningi er næsta lítið vegna eitraðra beiskjuefna sem er að finna í blöðum og stönglum plöntunnar. Með því að víxla saman alaskalúpínu og sætum stofnum af náskyldri lúpínutegund, L. polyphyllus, er stefnt að því að minnka styrk þessara efna í plöntunni. Flýta má mjög árangri af slíkum kynbótum með sameindafræðilegum aðferðum. Rannsakaðar era erfðir eiginleika, sem era mikilvægir við úrval, og leitað að merkigenum sem tengjast þeim. 2. Erfðafræðirannsóknir og hagnýting melgresis (Leymus spp.). Tilgangurinn er að kanna hvort mögulegt sé að nýta melgresið sem fjölæra korntegund á norðurslóðum. Skoðaður er erfðabreytileiki í ræktunareiginleikum og brauðgæðum hjá íslenskum staðbrigðum af mel. Nokkrar gamlar kynblendingslínur milli hveitis og mels hafa nýst í bakvíxlun við íslenskan mel. Einnig verða búnir til nýir kynblendingar milli betri stofna af þessum tegundum. Mikilvægir eiginleikar, sérstaklega þeir sem ákvarða bökunargæði, hafa nú þegar verið greindir á ákveðnum litningum. Nauðsynlegt er að fylgjast með hversu mikið og hvaða litninga þarf að flytja milli tegunda til þess að fá þær kynbótalínur sem munu leiða til betri afbrigða er fram líða stundir. 3. Stofnerfðafræði birkis (Betula pubescens). íslenska birkið er mjög breytilegt. Stefnt er að því að lýsa erfðaskipulagi birkis til þess að skýra hvað hefur haft áhrif á þennan erfðabreytileika. Vitað er að erfðaflæði úr fjalldrapa í birki hefur m.a. haft áhrif. Nú er verið að greina DNA-sýni úr villtum stofnum með því að nota ríbósómgen. Niðurstöður sýna að erfðabreytileiki er mjög mikill miðað við erlendar birkitegundir og nokkrar stökkbreytingar eru sértækar fyrir tiltekna stofna. 4. Aðgreining á arfgerðum alaskaaspar (Populus trichocarpa). Ræktun alaskaaspar hefur mjög færst í aukana hér á landi á allra síðustu áram og er henni plantað í milljónatali árlega til skógræktar og umhverfisbóta. Ösp er aðallega fjölgað með græðlingum, en efniviðurinn er erfðafræðilega illa skilgreindur og á huldu er hversu margir klónar búa að baki þeim trjám sem hér era í ræktun. Með sameindaaðferð (DNA fingerprinting), sem hefur verið þróuð í ösp, er unnt að greina einstaklinga af sama klón með öryggi. Aðferðin byggist á fjölbrygðni klóna eftir PCR-mögnun á DNA með því að nota íslensk hitaþolin ensím.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Fjölrit RALA

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.