Rit Búvísindadeildar - 01.06.1993, Blaðsíða 17
RANNSÓKNIR í HROSSARÆKT
Ingimar Sveinsson.
Hér verður gerð grein fyrir þeim verkefnum á sviði hrossaræktar, sem unnið var
að á árinu 1992. Það er annars vegar framhald á athugunum á þunga og vexti
tryppa sem staðið hefur frá árinu 1989, og gerð er í samvinnu við bændur á 13
bæjum í Andakílshreppi og Lundareykjadal og hins vegar rannsókn á
vöðvabyggingu íslenska hestsins sem er samvinnuverkefni Bændaskólans á
Hvanneyri og tilraunastöðvar Rannsóknarstofnunar Landbúnaðarins að Foulum
á Jótlandi.
A. Framhald athugana frá 1989-91
Þungi líkamsmál og vöxtur tryppa.
Af þeim 10 folöldum, sem vegin voru og mæld við fæðingu vorið 1990 (sjá
tilraunaskýrslu 1990 og 1992) voru 8 til staðar í maí 1992 og 7 í desember
1992.
1. tafla Þungi og líkarnsmál folalda (fæddra 1990) og tryppa á mismunandi aldursskeiði
(meðaltal -hámark og lágmark).
Aldur Þungi, kg Hæð á herðakamb cm. bandm. stangarm. Brjóstmál, cm Lengd, cm.
Við fæðingu 37,5 90,3 70,7 68,7
des.90 170,0 122,2 129,2 116,4
maí, 91 201,5 126,4 119,4 132,5 123,3
hámark 235,0 129,0 123,0 144,0 130,0
Jágmark 165,0 120,0 113,0 125,0 117,0
des. 91 265,2 133,5 125,6 149,5 134,6
hámark 295,0 137,0 128,0 152,0 142,0
lágmark 230.0 127,0 120,0 144,0 126,0
maí,92 259,8 135,0 130,1 147,4 137,6
hámark 290,0 140.0 134.0 153,0 144,0
lágmark 235,0 130.0 124,0 142,0 131,0
des 92 353,0 138.0 130,7 163,5 144,0
hámark 380.0 142,0 135.0 172.0 145.0
lágmark 310.0 134,0 127,0 159.0 143.0
Af þeim 50 folöldum, sem vegin voru og mæld við fæðingu vorið 1989 ( sjá
tilraunaskýrslu ’89 ’90 og ’91-) voru 31 til staðar og vegin og mæld í maí og
desember 1992.
11