Rit Búvísindadeildar - 01.06.1993, Blaðsíða 21
RANNSOKNIR I SAUÐFJARRÆKT
Sveinn Hallgrímsson
A. Síslátrun vorlamba
Haustið 1992 var hleypt af stokkunum tilraunaverkefni, síslátrun vorlamba, á
vegum Bændaskólans á Hvanneyri, Afurðasviðs Kaupfélags Borgfirðinga og
Félags Sauðfjárbænda í Borgarfirði. Verkefnið er framkvæmt með styrk frá
Landssamtökum sauðfjárbænda og Framleiðnisjóði.
Tilgangur.
* Bjóða ferskt kjöt og kynna þannig neytendum gæðayfirburði þess fram yfir
fryst kjöt.
* Auka fjölbreytni sauðfjárafurða.
* Nýta aðstöðu, sem til staðar er, hjá bændum.
* Flytja kostnað t'rá sláturhúsi/millilið til bænda.
* Nýta hey-, heyskaparmöguleika, sem til eru á búinu.
* Framleiða betri vöru, samanber páskalömbin 1980.
* Skapa jákvæða umræðu um sauðfjárrækt - sauðfjárbændur.
Þátttakendur og stjórn verkefnisins.
Eftirtaldir aðilar taka þátt í verkefninu og skuldbinda sig til að láta lömb til
slátrunar á tímabilinu frá desember fram til maí.
Ásbjöm Sigurgeirsson, Ásbjamarstöðum.
Jón Þór Jónasson, Hjarðarholti.
Skúli Kristjónsson, Svignaskarði.
Ámi Ingvarsson, Skarði.
Jóhann Oddsson, Steinum.
Finnbogi Leifsson, Hítardal.
Bændaskólinn á Hvanneyri.
Þeir Ásbjöm Sigurgeirsson, formaður Félags Sauðfjárbænda í Borgarfirði,
Gunnar Guðmundsson, forstöðumaður afurðasviðs Kaupfélags Borgfirðinga og
Sveinn Hallgrímsson, kennari, Hvanneyri mynda verkefnisstjóm. Sveinn
Hallgrímsson er verkefnisstjóri. Gunnar Guðmundsson, forstöðumaður
afurðasviðs K.B. skipuleggur sölu og ber ábyrð á henni í samráði við Félag
Sauðfjárbænda.
14