Rit Búvísindadeildar - 01.06.1993, Blaðsíða 38
Haustið 1991 voru tekin jarðvegssýni af hverjum reit í tilrauninni. Teknir voru
nokkrir tappar úr hveijum reit og þeim skipt í 0-5 sm og 5-15 sm mælt frá
yfirborði. Niðurstöður eru í 3. töflu.
3. tafla. Sýrustig (CaCl2) og næringarefni (AL-lausn) haustið 1991 í tilraun 299-70.
Liður pH Ca Mg K Na P
0 - 5 sm a 4,40 6,2 2,9 1.30 0,49 37,3
b 4,26 2,1 2,1 1,87 0,33 2,9
c 4,37 5,4 5,0 0,51 0,61 33,5
d 4,08 1,5 1,5 1,30 0,29 2,8
e 4,14 4,3 1,6 0,44 0,58 41,0
f 4,29 4,9 1,9 0,69 0,50 20,4
g 4,65 11,0 2,8 0,65 0,53 16,9
Staðalskekkja 0,03 0,6 0,2 0,21 0,04 4.1
5 - 15 sm a 4,36 2,5 1,0 0,28 0,29 2,3
b 4,27 U 0,8 0,67 0,23 1,6
c 4,23 1,7 0,5 0,14 0,26 2,4
d 4,10 0,5 0,4 0,50 0,18 1,6
e 4,27 1,5 0,4 0,11 0,23 2,6
f 4,35 2,4 0,8 0,18 0,29 2,1
S 4,75 8,8 1,1 0,17 0,39 1,8
Staðalskekkja 0,04 0,5 0,1 0,05 0,02 0,2
Langtímahrif áburðarblandna
Eins og kom fram í tilraunaskýrslu 1991 var tilraun 412-76 slegin í síðasta sinn
það ár, og þá sem eftirverkunarár þar sem allir liðir fengu sama áburðarskammt.
Engin eftirhrif komu í fram í uppskerumagni né heldur áhrif á gróðurfar eins
og það var mælt þá, nefnilega sem hlutdeild tegunda í uppskeru eftir sjónmati.
Sumarið 1992 var metin þekja tegunda á hverjum reit með sjónmati.
Meðalþekja vallarfoxgrass og vallarsveifgrass er sýnd í 4. töflu ásamt
meðaluppskeru tilraunaáranna (1976-90).
Haustið 1991 voru tekin jarðvegssýni, hliðstætt og í tilraun 299-70. Meðaltöl
liða eru í 5. töflu.
30