Rit Búvísindadeildar - 01.06.1993, Blaðsíða 11
VEÐURFAR OG GRÓÐUR
Runólfur Sigursveinsson
Árið 1992 var yfir meðaltali hvað varðar hitastig, meðalhiti ársins var 3,7
gráður eða 0,4 gráðum hærri en meðaltal áranna 1963 til 1991. Sumarið var
heldur kalt en janúar var sérlega mildur og einnig desember.
Úrkoma var 1338 mm eða 46 % yfir meðalúrkomu áranna 1963 til 1991. í
töflu 1 eru nokkrar einkennistölur veðurs, þess skal getið að frávik frá meðaltali
miðast við árabilið 1971 til 1980.
1. tafla. Hiti, úrkoma og vindhraði á Hvanneyri 1992
Mánuður Meðal- hiti Vik frá meðalt. Úrkoma (mm) % af meðalt. Vindhraði hnútar
Janúar 2,0 4,6 299 460 14,5
Febrúar -1,1 -0,2 159 159 12,5
Mars -0,3 -0,4 14S 185 10,6
Apríl 1,9 -0,6 49 78 12,2
Maí 5,7 0,0 64 149 8,9
Júní 8,1 -0,1 84 157 10,5
Júb' 9,9 -0,4 34 66 8,5
Ágúst 9.7 0,0 77 98 7,9
September 6,2 -0,2 60 88 7,8
Október 3,2 -0,2 46 40 7,5
Nóvember -0,4 0,9 95 96 9,0
Desember -1,0 0,9 224 276 14,7
Úrkoma var mjög mikil í janúar og deember en einnig vel yfir meðallagi
febrúar, mars, maí og júní. Mesta úrkoma á sólarhring féll 8. mars eða 57,5
mm sem var 39 % af þeirri úrkomu sem mældist í mánuðinum.
Spretta fór hægt af stað og heyskapartíð erfið í júní en þó kom uppstytta um
mánaðarmótin júní, júlí. Um miðjan júlí brá til betri tíðar og viðraði vel til
heyskapar til 27. júlí.
Aíhyglisvert er að lágmarkshiti yfir sólarhring er tiltölulega lágur og aldrei er
samfellt tímabil þar sem lágmarkshiti yfir sólarhring er yfir 4 gráður. í 2.töflu
eru nokkrar einkennistölur um hugsanlega lengd sprettutíma á Hvanneyri 1992.
5