Rit Búvísindadeildar - 01.06.1993, Blaðsíða 41
Jarðvegssýni voru tekin úr tilrauninni haustið 1991, hliðstætt og úr tilraun 299-
70. Niðurstöður eru í 8. töflu.
8. tafla. Sýrustig (CaCl2) og næringarefni (AL-lausn) haustið 1991 í tilraun 437-77.
Liður pH Ca Mg K Na P
0 - 5 sm
a 4,27 5,7 2,2 0,58 0,72 26,9
b 4,25 5,3 2,1 0,59 0,72 24,1
c 4,23 5,7 2,3 0,75 0,72 28,7
d 4,10 4,8 1,7 0,66 0,68 30,5
e 4,92 14,9 9,0 0,88 1,04 23,8
f 4,86 13,3 7,0 0,98 1,09 19,2
g 4,26 5,0 2,0 0,52 0,64 29,0
Staöalskekkja 0,03 0,8 0,5 0,08 0,05 3,1
5 - 15 sm
a 4,30 3,0 0,7 0,15 0,40 2,9
b 4,33 3,5 0,9 0,15 0,42 2,8
c 4,23 2,3 0,6 0,17 0,42 3,2
d 4,16 1,5 0,4 0,14 0,35 2,7
e 4,42 3,8 1,9 0,19 0,69 4,4
f 4,39 4,2 1,7 0,22 0,59 3,7
g 4,30 2,5 0,7 0,14 0,37 2,5
Staðalskekkja 0,03 0,3 0,1 0,01 0,02 0,6
Sú mynd sem jarðvegsefnagreiningar gefa af áhrifum sauðataðsins fellur vel að
uppskerutölum; þeir liðir skera sig úr um magn leysanlegra næringarefna nema
fosfór og sýrustig. Að fosfómum undanskildum er munur liða marktækur í
öllum mælistærðum. Áhrif búfjáráburðarins á Ca og sýmstig eru eftirtektarverð.
Aðeins einu sinni hefur Ca verið mælt í íslensku sauðataði svo vitað sé og var
þá 0 ,2% sem svarar til h.u.b. 30 kg/ári. Kalsíummagn í þrífosfati, sem notað
var sem fosfórgjafi á reiti með tilbúnum áburði, er reikult og er ekki gefið upp.
Það er þó að líkindum álíka hátt eða hærra en P, og því árlega borið á svipað
magn eða ívið hærra en með sauðataðinu.
Niðurfelling búfjáráburðar
í Tilraunaskýrslu 1992 var tilraun 354-74, niðurfelling búfjáráburðar gerð,
nokkur skil, enda var það ár síðasta uppskemár. Jarðvegssýni voru tekin haustið
1991, hliðstætt og úr tilraun 299-70, og sumarið 1992 var gróðurfar reita metið
sem sjónmat þekju. Útreikningar gróðurmælinganna, eftir vörpun í Arcsin(Vx)
sýna engann mun milli liða á stóneitum, þ.e. meðferð 1974, né heldur víxlhrif
við árlegan áburðarskammt, en hámarktækur munur er eftir árlegri
áburðarmeðferð. Hliðstætt fékkst við útreikning jarðvegsefnagreiningatalna,
hvergi munur milli stórreita, en marktæk áhrif árlegs áburðar á allar
mælistærðir.
Meðaltöl þeirra liða em í 9. og 10. töflu.
33