Rit Búvísindadeildar - 01.06.1993, Blaðsíða 35
Há: Háin var að mestu vallarsveifgras, af spildu sem slegin var 2.júlí. Ekki var borið á hana
á milli slátta. Háin var slegin IB.ágúst. Sakir vætu var ekki unnt að fá heyið nægilega þurrt
til bindingar í rúllur fyrr en 22.ágúst.
Rýgresi: Til þess var sáð um fardaga, í frjósaman akur. Framan af var spretta þess afar hæg
sakir kulda, og raunar náði vöxtur þess sér aldrei á skrið. Uppskera varð því afar rýr en
kröftug sú er fékkst. Rýgresið var slegið 14.september, og þá bundið í rúllur beint úr
sláttumúgum.
Engin hjálparefni voru notuð við verkun heysins. Rúllubaggamir (1,2 m - Krone KR 120)
voru hjúpaðir sexföldu plasti. Þeir voru geymdir utandyra án yfirbreiðsiu, en á þurrlegu
undirlagi - háin í tveggja laga stæðu en rýgresið í einni baggaröð.
4.tafla. Verkun háar og rýgresis í rúlluböggum.
Há Rýgresi
Uppskera af hektara, kg þurrefnis 2850 1250
Meðalþungi bagga, kg 527 839
Meðalþurrefnismagn í bagga, kg 301 145
Þurrefni f fullverkuðu heyi, % 57,1 19,6
Sýrustig heysins, pH 5,0-6,6 4,3-4,4
Baggar með sýnilegum mygluskemmdum,% 0 0
Rýgresisbaggamir léttust vemlega vegna safa sem seitlaði út um plasthjúpinn. Meðallétting
þriggja mælibagga á verkunar- og geymslutíma nam 113 kg. Ekki virtist súrefni þó hafa
komist að heyinu þvf það reyndist vel verkað og myglulaust.
í nóvemberlok 1992 hófst einföld mælifóðmn með mjólkurkýr sem stóð fram f janúar 1993.
Var hún unnin með sama hætti og árið á undan, sjá Tilr.sk. 1991 bls. 26. Það setti
athuguninni nokkrar skorður hve tiltækt rýgresi var lítið. Vonast er til að uppgjöri beggja
mæliára athugunarinnar megi ljúka 1993 en til álita kemur þó að bæta þriðja mæliárinu við.
28