Rit Búvísindadeildar - 01.06.1993, Blaðsíða 34
Áhrif teðslu túns á örveruflóru votheys
Með tilraun þessari skyldi rannsaka áhrif búfjáráburðar á vöxt og þroska örveruflóru í
votheyi. Valin var spilda í góðri rækt, að mestu vaxin vallarsveifrasi (60%), vallarfoxgrasi
(20%) og snarrót (15%). Spildunni var skipt þannig að kúamykja var borin á annan helming
hennar, en hinn helmingurinn var gæddur tilbúnum áburði einvörðungu. Laust fyrir skrið
vallarfoxgrassins var spildan slegin, heyinu snúið einu sinni og það síðan bundið í rúllur,
þrjá af hvorum spilduhelmingi. Þurrefni þess var þá um 34%.
Sl. Hirð. 3 d. 8 d. 18d. Gjaf.
tí m!
3.mynd. Áhrif túnáburðar á fjölda mjólkursýrugerla í votheyi.
Sýni til örverurannsókna voru tekin af hvorum spilduhluta við slátt, við bindingu heysins,
og síðan þrisvar á fyrstu tveimur vikum verkunarinnar. Síðan verða samskonar sýni tekin
að geymslu heysins lokinni. Rannsóknimar annaðist Aðalsteinn Geirsson örverufræðingur.
Myndin hér að ofan sýnir dæmi úr niðurstöðum tilraunarinnar - fjölda mjólkursýrugerla í
grammi heys á ýmsum tímum (log-kvarði): við slátt (Sl.), eftir 5 klst forþurrkun (Hirð.), á
fyrstu dögum verkunar heysins (eftir 3,8 og 18 daga) og loks við gjafir að lokinni verkun
og 7 mánaða geymslu.
Verkun háar og rýgresis handa mjólknrkúm
Með athuguninni var haldið áfram verkefni sem hófst síðsumars 1991, og greint var frá hér
að framan. Sumarið 1992 spratt rýgresið illa en háin að sama skapi betur en fyrra árið.
27