Rit Búvísindadeildar - 01.06.1993, Blaðsíða 76
Ræktun á hnúðsillu í óupphituðu piasthúsi. Ath. XVII-92
Hnúðsiiía af stofninum Irma frá Log. var reynd á einum reit. Uppskera var nær
því engin. eða 0,08 kg á 1 m2. Áburðarmagn var það sama og á blaðsillu.
Ræktun á ertum í óupphituðu plasthúsi. Ath. XVI - 92
Þann 14. maí var sáð ertum af afbrigðinu Alaska Early Bush Pea, frá Ed. H.
Aðeins var sáð í eitt beð, sem vaj' 1 nrr að stærð. Áburður g/1 m2: 5 N, 2,2 P,
5,9 K, 3,2 S, 0,5 Mg, 1,1 Ca og 0,02 B. Það voru hafðir 12 cm milli raða og
5 cm milli fræja. Uppskera af ertum og belgjum vai' 4,2 kg á 1 m2. Uppskera
hófst 23. júlí, eftir 70 vaxtardaga og lauk 25. ágúst, eftir 103 vaxtardaga.
Extumar þóttu bragðgóðar.
Ræktun á sorturót í óupphituðu plasthúsi. Ath. XIII-91 og 92
Sorturót (Skorsonenót) af stofninum Maxima ffá Joh. var reynd á einum reit.
Sorturótunum var sáð vorið 1991. Áburður, g á 1 nr: 10 N, 4,3 P, 11,8 K. 6,4
S, 1 Mg, 2,2 Ca og 0,04 B. Veturinn 1991 til ’92 var settur heyruddi yfir
plöntumar. Uppskorið var 25. ágúst. Þá var uppskeran 1,96 kg á m\ eða 324
g hver rót. Rætumar voru 20 - 35 cm langar og mun betur lagaðar en þær hafa
áður verið í athugunum á Hvanneyri.
Nípa ræktuð úti og inni í óupphituðu plasthúsi. Ath. XXVII- 92
Nípa (Pastinaca satira) af stofninum Suttons Student frá MJ. var ræktuð í
plastgróðurhúsi og úti á bersvæði. Henni var sáð úti og inni 9. júní, en það var
of seint svo að hún náði ekki viðunandi þroska. Uti var ekki mælanleg
uppskera, en inni var uppskeran 0,23 kg/m3. Vaxtardagar voru 77.
Stofnar af agúrkum í óupphituðu plasthúsi. Ath. IX - 92
28. taíla. Uppskera af agúrkum.
Fyrir- tæki Uppskera kg á 1 m2 Uppskera af plöntu kg Fjöldi ávaxta af plöntu Meðalþyngd á 1. fl. ávexti, g
Venjuleear gúrkur: Minibar S.& G. 3,05 2.52 16 210
Asíur: Carola F1 R.S. 4,96 4.09 58 108
Esther F1 R.S. 4,42 3,65 28 148
Jolina F1 R.S. 4,67 3,85 34 131
Wilma F1 R.S. 5,72 4,72 68 110
67